Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020 9SJÓNARHÓLL
Við erum sérfræðingar
í malbikun
Samkvæmt félagarétti er hlutverk stjórnar félags aðsjá um málefni félagsins og sjá til þess að starfsemiþess sé í réttu og góðu horfi. Félagsstjórn skal í því
skyni annast um að nægjanlegt eftirlit sé með bókhaldi og
meðferð fjármuna félagsins. Stjórnendur félaga þurfa þann-
ig á hverjum tíma að hafa nægjanlega yfirsýn yfir fjárhags-
stöðu félagsins og bregðast við með ákvarðanatöku, bæði
þegar vel og illa gengur í rekstrinum. Komi til þess að
stjórnendur gerist brotlegir við starfsskyldur sínar, hvort
sem er með athöfnum eða athafnaleysi, kann háttsemi
þeirra eftir atvikum að varða skaðabótaábyrgð gagnvart fé-
laginu og hluthöfum þess sem og þriðja aðila.
Meðal þeirra ákvarðana sem stjórnendur félaga bera
ábyrgð á er mat á því hvort rekstri félags sé orðið þannig
háttað að ekki séu lengur uppfyllt skilyrði til að halda
rekstrinum áfram. Í 2. mgr. 64. gr.
laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti
o.fl. er mælt fyrir skyldu stjórnenda
bókhaldsskyldra aðila til að gefa bú
hans upp til gjaldþrotaskipta þegar
svo er ástatt fyrir honum að hann
getur ekki staðið í fullum skilum við
lánardrottna sína þegar kröfur falla í
gjalddaga og ekki verður talið senni-
legt að greiðsluörðugleikar hans
muni líða hjá innan skamms tíma.
Með breytingarlögum nr. 95/2010
var lögfest sú regla sem áður hafði
verið leidd af dómaframkvæmd að
stjórnendur sem ekki óska gjald-
þrotaskipta á félögum þegar framangreindar aðstæður eru
fyrir hendi beri skaðabótaábyrgð gagnvart lánardrottnum
þeirra, að því leyti sem þeir fara á mis við fullnustu krafna
sinna, enda sýni viðkomandi stjórnendur ekki fram á að sú
vanræksla hafi ekki verið þeim saknæm. Markmið lögfest-
ingarinnar var að skerpa á ábyrgð stjórnenda lögaðila og
stuðla að því að þeir sinntu skyldum sínum til að gefa félög
upp til gjaldþrotaskipta þegar skylda hvíldi á þeim til slíks.
Telja verður líklegt að nokkur hluti íslenskra félaga
standi frammi fyrir því að áðurnefnd skilyrði kunni að eiga
við um þau, einkum og sér í lagi í ferðaþjónustu og tengdum
greinum. Það gefur enda augaleið að félag sem hefur
skyndilega engar eða takmarkaðar tekjur getur tæplegast
staðið í skilum við lánardrottna sína þegar kröfur falla í
gjalddaga. Út frá reglum gjaldþrotaréttar er mikilvægt í því
óvissuástandi sem nú er að stjórnendur leiti allra leiða til að
endursemja um gjalddaga á öllum skuldum félaga sinna
þannig að síður stofnist skylda til að gefa félögin upp til
gjaldþrotaskipta meðan óvissunnar gætir. Ekki er nægilegt
að semja einungis um tilteknar skuldir enda miðast skilyrði
gjaldþrotalaganna um þessi efni við það að félaginu sé unnt
að standa full skil skuldbindinga á gjalddaga þeirra og næg-
ir félögum ekki að geta staðið við skuldbindingar sínar að
hluta.
Geti félag þrátt fyrir framangreint ekki staðið full skil á
skuldbindingum þegar þær koma á gjalddaga kemur til
skoðunar síðara skilyrðið um hvort sennilegt sé að greiðslu-
örðugleikar muni líða hjá innan skamms tíma. Talið hefur
verið að skilyrðið gefi ákveðið svigrúm til mats og geti til að
mynda haft í för með sér ólíka beitingu þess t.d. með tilliti til
árstíðabundinna sveiflna í einstökum greinum. Með vísan til
þess er ekki óeðlilegt að dómstólar
muni í einhverjum tilvikum horfa
til þess ástands sem hófst með Co-
vid-19 í lok febrúar 2020 sem upp-
hafs skammtímasveiflu í þessu til-
liti.
Ljóst er þó að slíku ástandi er
samkvæmt orðalagi ákvæðisins
ekki ætlað að vara lengi. Eftir því
sem tímabilið lengist verður enda
að telja ólíklegra að greiðsluörð-
ugleikarnir líði hjá. Líkur þurfa þá
að vera til þess að að afloknum
tímabundnum greiðsluörðug-
leikum verði viðkomandi félagi
unnt að standa að fullu við skuldbindingar sínar er þær falla
í gjalddaga. Bendi allt til þess að fjárhagsstaða félags að
loknum tímabundnum greiðsluörðugleikum komi til með að
verða lakari en áður, þannig að félagið geti ekki staðið að
fullu skil á skuldbindingum sínum er þær falla í gjalddaga
heldur einungis að hluta, verður að telja að skilyrði séu kom-
in til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta.
Mikilvægt er nú á fordæmalausum tímum að stjórnendur
bókhaldsskyldra aðila séu meðvitaðir um athafnaskyldur
sínar samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti og áhrif at-
hafnaleysis þeirra við þær aðstæður. Það er jafnframt brýnt
að stjórnarmenn hugi tímanlega að möguleikum til end-
urskiplagningar rekstrar og láti reyna á frjálsa og eftir at-
vikum þvingaða samninga í því skyni. Gjaldþrotaskipti
verða þannig, í samræmi við tilgang sinn og markmið,
þrautaúrræði.
Munu greiðsluörðugleikar líða hjá?
LÖGFRÆÐI
Birgir Már Björnsson
hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu
og kennari í skuldaskilarétti við Háskólann í
Reykjavík
”
Meðal þeirra ákvarðana
sem stjórnendur félaga
bera ábyrgð á er mat á
því hvort rekstri félags
sé orðið þannig háttað
að ekki séu lengur upp-
fyllt skilyrði til að halda
rekstrinum áfram.
og flestir þeirra selja fleiri en eina
gerð af drykknum. Yeni Raki fæst í
öllum betri tyrkneskum matvöru-
verslunum sem og Efe, en þumal-
puttareglan er sú að kaupandinn fær
það sem hann borgar fyrir. Má mæla
sérstaklega með Beylerbeyi sem
framleiðir raki í hæsta gæðaflokki,
laust við hvers kyns aukabragð. Svo
heppilega vill til að Beylerbeyi er
með breska netverslun, www.beyler-
beyi.co.uk, þar sem má panta drykk-
inn og fá sendan til Íslands með pósti.
ai@mbl.is
Beylerbey Göbek er
eitthvert besta raki sem
finna má og drykkur sem
auðvelt er að venjast. Á
myndinni er búið að bera
drykkinn fram í strípuðu
Bodum-kaffimáli því
heppilegra ílát var ekki
að finna á heimilinu.
Raki á að drekka úr
mjóu og háu glasi.