Morgunblaðið - 28.10.2020, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020 11FRÉTTIR
Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
TILBOÐSPAKKI
FYRIR HÚSFÉLÖG
Teppa og flísaþrif ásamt gluggaþrifum í sameign.
Heilþrif á anddyri fylgja frítt með; gólf, veggir og póstkassar.
Beiðni um tilboð má finna á okkar frábæru heimasíðu.
Við erum í hjarta borgarinnar
að Þverholti 13. Komdu við í
kaffisopa eða sendu okkur
línu og óskaðu eftir tilboði í
prentverkið þitt, stórt eða
smátt.
MIÐBORGIN
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Þrátt fyrir ungan aldur á Gunnar
Egill að baki langan feril í versl-
unarrekstri. Þann tíma sem hann
hefur starfað hjá Samkaupum hef-
ur verslunum fyrirtækisins fjölgað
úr 23 í 62 og mikil endurmörkunar-
vinna átt sér stað. Hann væntir
þess að tæknibreytingar muni móta
matvörumarkaðinn á næstu árum
og undirbúa Samkaup um þessar
mundir áhugaverða tækninýjung.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í
rekstrinum þessi misserin?
Á þessum skrítnu tímum eru
bæði áskoranir varðandi vöxt og
samdrátt. Við höfum fjárfest mikið
í verslunum sem hafa verið að vaxa
með fjölgun ferðamanna en horfa
nú fram á mikinn samdrátt í sölu.
En um leið eru nær allir Íslend-
ingar að versla heima og þá er mik-
ill vöxtur á sumum svæðum og
verslunum. Nettó var fyrsta lág-
vöruverðsverslunin til að setja upp
netverslun og sú vegferð hefur
heppnast gríðarlega vel og verið í
stöðugum og góðum vexti. Þegar
kórónuveirusmitum fjölgaði hratt í
mars og apríl margfaldaðist salan á
mjög stuttum tíma með tilheyrandi
áskorunum, bæði í að viðhalda gæð-
um sem og passa kostnað. Sam-
keppnin á íslenska dagvöru-
markaðinum er gríðarlega hörð og
afkoma úr hverju seldu stykki er
lág. Þær launahækkanir sem nú
eru fram undan eru því mikil
rekstrarleg áskorun.
Hver var síðasta ráðstefnan
sem þú sóttir?
Ætli það hafi ekki verið Retail
Big Show í New York í upphafi árs
sem er uppskeruhátíð verslunar-
geirans í Ameríku. Viðburðurinn er
sambland af fyrirlestrum um allt
sem viðkemur smásölu sem og sýn-
ing á því nýjasta sem er í gangi,
sérstaklega í tækni. Fyrirlestrarnir
eru alltaf áhugaverðir og maður
tekur ætíð eitthvað til baka. Er
gaman að segja frá því að við gerð-
um samning á ráðstefnunni um
framúrstefnulega nýjung sem mun
líta dagsins ljós í upphafi árs 2021.
Hvaða hugsuður hefur haft mest
áhrif á hvernig þú starfar?
Ég hef alltaf haldið mikið upp á
Malcom Gladwell og hans bækur
sem og skilaboð Jack Welch. Þegar
maður les eða hlustar á Gladwell
fær hann mann til að hugsa hlutina
öðruvísi og svo er Jack Welch goð-
sögn í stjórnun og hans hug-
myndafræði um flokkun starfs-
manna og starfsþróunar hef ég
tileinkað mér í mörg ár. Einnig er
bókin Blue Ocean Strategy alltaf í
uppáhaldi hjá mér og skyldulesn-
ing allra stjórnenda að mínu mati.
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Ég er duglegur að fylgjast með
hvað er að gerast í öðrum löndum.
Við vinnum töluvert með Coop í
Danmörku sem er markaðsráðandi
á dagvörumarkaði þar og ég á
regluleg samtöl við stjórnendur þar.
Eins reyni ég að fara á eina til tvær
ráðstefnur erlendis ár hvert, hvort
sem þær snúast um stjórnun eða
verslunartengd mál. Árið 2018 tók
ég sæti í stjórn SVÞ og hef verið
duglegur að mæta á þá viðburði sem
við bjóðum upp á og það er ótrúlega
gaman að fylgjast með þeirri grósku
sem er einnig í gangi hér heima.
Hvað myndirðu læra ef þú fengir
að bæta við þig nýrri gráðu?
Ég er stöðugt að skoða hvað er
spennandi að gerast í menntun en
ég er stjórnarmaður við Háskólann
á Bifröst og hef mjög gaman af að
spá í menntamál. Ég byrjaði á
MBA-línu við Babson College í
Boston en endaði með að útskrifast
þaðan með CAM-gráðu (Certificate
in advanced management). MBA-
hugmyndafræðin finnst mér spenn-
andi þar sem maður veit hæfilega
lítið um margt þannig að ef ég
myndi finna MBA með áherslu á
frumkvöðlafræði og almannatengsl
myndi ég skella mér á það.
Hvaða kosti og galla sérðu við
rekstrarumhverfið?
Ég segi alltaf að þú kemst ekki í
fjölbreyttara starfsumhverfi en
verslun. Á hverjum degi eru verk-
efnin ólíkt, fjölbreytileg og koma
með sínar áskoranir. Verslunar-
rekstur er frábær grunnur fyrir al-
menna stjórnun að mínu mati þar
sem maður snertir á öllu frá sam-
skiptum við viðskiptavini til þekk-
ingar á bókhaldi. Gallarnir eru
einna helst þeir að kostnaðar-
umhverfið er of óhagstætt þannig
að allt of oft lendir maður í því að
ná árangri sem hverfur í aukinn
kostnað sem hækkar allt of hratt á
Íslandi miðað við þá markaði sem
við berum okkur saman við. Eins
er smæð markaðarins áskorun og
maður þarf stöðugt að minna sig á
að við störfum á örmarkaði og það
þarf að sníða sér stakk eftir vexti.
Hvaða lögum myndirðu breyta
ef þú værir einráður í einn dag?
Lög um jarðarkaup og áfengis-
lögin væru efst á lista. Auðlindir
landsins eru í enda dagsins það eina
sem við eigum og sökum smæðar
landsins er hægðarleikur fyrir er-
lenda auðjöfra að kaupa upp stóran
hluta landsins, eins og hefur sýnt
sig á norðausturhorninu. Með
þessu geta fylgt vatnsréttindi,
veiðiréttindi og fleira og heilu döl-
unum gæti verið lokað fyrir al-
menning. Sem veiðimaður og Ís-
lendingur vil ég ekki hugsa þá
hugsun til enda ef heilu landsvæð-
unum yrði allt í einu lokað og aðeins
í boði fyrir fáa útvalda. Þetta er
byrjað að gerast og því myndi ég
vilja setja frekari skorður og tak-
markanir og láta þær gilda aftur-
virkt til ársins 1980. Ég fagna því
frumvarpi sem nú er í umræðunni
um að létta á hömlum á sölu áfengis
til neytenda en þar mætti ganga
lengra að mínu mati.
SVIPMYND Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa
Verslunin fjölbreytt starfsumhverfi
Morgunblaðið/Eggert
„Samkeppnin á íslenska dagvörumarkaðinum er gríðarlega hörð og af-
koma úr hverju seldu stykki er lág,“ segir Gunnar Egill.
NÁM: B.Sc. í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst
2003 m. skiptinámi í eitt ár við Otaru University of Commerce í
Otaru, Japan; lagði stund á MBA-nám við Babson College, F.W.
Olin Graduate School of Business, Wellesley, MA og lauk CAM-
gráðu 2016.
STÖRF: Starfsmaður Samkaupa hf. óslitið síðan 2003, síðast
framkvæmdastjóri verslunarsviðs síðan 2008. Í stjórn Háskólans
á Bifröst frá 2016; í stjórn SVÞ frá 2018; í stjórn SA frá 2018 og í
stjórn Rannsóknaseturs verslunarinnar frá 2020.
ÁHUGAMÁL: Ég er mikill áhugamaður um fluguveiði og þykir
sérstaklega gaman þegar fjölskyldan fer saman í árlega veiði-
ferð. Allir í fjölskyldunni eru á snjóbrettum og við erum dugleg að
fara saman í brekkurnar.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Guðnýju Maríu Jóhannsdóttur til
tíu ára. Við eigum saman tvö börn: Arngrím Egil 14 ára og Öglu
Maríu 10 ára.
HIN HLIÐIN
Allt um
sjávarútveg