Morgunblaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 36
H
vað finnst þér einkenna förðunartísk-
una þetta haustið?
„Hausttískan í ár var kynnt rétt fyrir
heimsfaraldurinn og í því ljósi er
áhugavert að stúdera hana. Að vanda
sáum við glimmer og glans, skæra liti
og ýmislegt listrænt á tískusýning-
arpöllunum en það má segja að allt sé
leyfilegt og allar reglur megi brjóta. Ég var að enda við að
skrifa grein um hausttískuna í förðun og það sem mér
fannst standa upp úr er no makeup makeup, ljómandi húð,
skærrauðar varir og seventís-stíll í litavali, ekki eingöngu í
fötum og fylgihlutum heldur líka þegar kemur að förðun og
litavali í augnskuggum, vara- og kinnalitum.“
Hvað er fólk að vinna með sem ekki hefur sést áður?
„Ef ég á að svara heiðarlega höfum við séð þetta allt sam-
an áður á einhverjum tímapunkti en mér finnst samt alltaf
jafn gaman að skyggnast baksviðs hjá stærstu tískuhúsum heims
og sjá helstu förðunarmeistarana fara á kostum.“
Hvernig finnst þér áferðin á farðanum vera best þetta haust-
ið (er það matt eða glans)? „Ljómandi húð er ekki að fara neitt í
bráð en auðvitað virðist meiri þekja og mattari áferð eiga frek-
ar upp á pallborðið þegar rökkva fer.“
Hver er besti farði sem þú hefur prófað?
„Þessi er svolítið erfið þar sem ég hef prófað þá marga. Ég
segi ekki að þetta sé eins og að gera upp á milli barnanna sinna en
spurningin er trikkí! Ég verð að nefna þrjá sem standa upp úr og
ég hef virkilega orðið orðlaus yf-
ir. Fyrst ber að nefna farða frá
Pharmaceris sem Lilja snyrti-
penni uppgötvaði fyrir mörgum
árum þegar við unnum saman
fyrir Vikuna og Nýtt líf. Hann
þekur ótrúlega vel en nær að
vera mjög náttúrulegur, er góður fyrir
viðkvæma húð og hannaður af húðsér-
fræðingum. Það er svo mikill plús
að hann fæst í apótekinu á um þrjú
þúsund krónur.
Synchro Skin Self-Refreshing-farðinn frá
Shiseido fékk líka mikið umtal þegar hann
kom á markað og ég verð að segja að hann stóð
undir öllum væntingum. Áferðin er dásamleg og
hyljarinn í stíl er geggjaður. Miðlungsþekja og
náttúruleg áferð sem endist vel á húðinni.
Svo get ég ekki talað um uppáhaldsfarða án
þess að nefna Total Finish-púðurfarðann frá
Sensai. Ég sem var með ákveðna fordóma fyrir
púðri áður en ég kynntist honum, nú get ég ekki
hugsað mér lífið án hans! Ég kalla hann fótó-
sjopp í dós og ég nota hann yfir fljótandi farða,
undir augun og aðallega á t-svæðið. Sjón er sögu
ríkari þegar kemur að þessari helberu snilld.
Hægt er að sjá hann í aksjón í myndböndum
mínum fyrir Sensai á Facebook-síðu Sensai á Ís-
landi.“
Hvað um húðumhirðu, hvernig hugsar þú um
húðina á þér?
„Ég hef gerst sek um að fara að sofa með farða
á húðinni oftar en ég vil viðurkenna. Síðasta árið
hef ég tekið mig í gegn og eftir að ég kynntist
hreinsitvennunni frá Sensai hef ég verið mjög
dugleg að þrífa hana og sé mikinn mun. Það er
svo mikilvægt að hreinsa tvisvar, fyrst með olíu-
kenndu efni til að leysa farðann upp og svo
hreinsikremi eða froðu til að hreinsa húðina bet-
ur. Ég er líka á síðustu dropunum af Pure Shots
Night Reboot Resurfacing Serumi frá YSL sem
inniheldur Glycolic-sýru sem er nýja uppáhalds-
„Teddy-augnblýantur frá
MAC í vatnslínuna þeg-
ar smokey-förðun er
gerð finnst mér
ómissandi,“
segir Helga.
Fendi er að
gera góða
hluti þetta
haustið.
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
innihaldsefnið mitt þegar kemur að húðumhirðu. Ég hef líka ver-
ið mjög hrifin af Extra Intensive-augnkreminu frá Sensai. Svo er
ég að endurnýja kynni mín við Advanced Night Repair frá Estée
Lauder sem kom nýverið á markað í nýrri útgáfu. Alger költ-
vara.“
Hvað finnst þér besta trix allra tíma þegar kemur að augnförð-
un?
„Teddy-augnblýantur frá MAC í vatnslínuna þegar smokey-
förðun er gerð finnst mér ómissandi, hann gerir augnumgjörðina
svo svakalega sexí. Eins finnst mér engin förðun fullkomnuð án
þess að nota sólarpúður með stórum bursta og blanda skuggann
þannig upp að augabrún.“
Hvernig er best að skyggja augnlokið?
„Mér finnst auðvelt að „krota“ mjúkum eyeliner upp við
augnháralínu og blanda svo með mjóum bursta. Svo er sniðugt að
nota trixið með sólarpúðrið og ljósan skugga í miðjuna.“
Getur þú kennt lesendum að skyggja á sér andlitið?
„Það er engin ein leið til að skyggja andlit allra enda erum við
svo dásamlega ólík. Til þess að láta kinnbeinin poppa er um að
gera að nota grátóna skuggalit undir þau en alls ekki draga litinn
of langt. Svo er um að gera að skyggja náttúrulega með sól-
arpúðri í kringum andlitið og yfir nefið með stórum stippling-
bursta.“
Hvað um varaliti, eru það gloss eða mattar varir?
„Ég nota gjarnan uppáhaldsvarablýantinn minn til að stækka
varirnar og lita þær allar, þannig fæ ég frekar náttúrulegt og „ef-
fortless“ lúkk. Uppáhaldslitirnir mínir heita Classy Rose (Your
lips but better-litur) og Stunning Nude (brúntóna nude-litur).“
Hvað dreymir þig um að eignast í snyrtibudduna?
„Mig langar í augnhárabrettara frá Shiseido sem ég hef heyrt
góða hluti um en var uppseldur á Tax Free. Svo langar mig til
þess að prófa CC-kremið frá It Cosmetics og allar húðvörurnar
frá SkinCeuticals sem eru seldar í Húðlæknastöðinni, þær fá
geggjaða dóma. C E Ferulic-serumið er mest selda varan frá
þeim en C-vítamín gerir kraftaverk fyrir húðina og þessar vörur
innihalda mikið magn virkra efna eins og C- og E-vítamína og
ferulic-sýru. Ég er svo tilíða!“
Ljómandi húð,
skærrauðar var-
ir og seventís-föt
Helga Kristjáns, ritstjóri HÉR ER sem er tísku- og lífsstílsvefur Smáralindar og samfélags-
miðlari verslunarmiðstöðvarinnar, veit nákvæmlega hvernig hún ætlar að farða sig þetta
haustið. Hún er förðunarfræðingur að mennt með yfir tíu ára reynslu úr tískuheiminum þar
sem hún hefur starfað sem stílisti, förðunarfræðingur og blaðamaður.
Marta María |mm@mbl.is
Helga Kristjáns, ritstjóri HÉRER.IS, sem er tísku-og lífsstílsvefur,
veitir lesendum innblástur, hugmyndir og ráð um allt sem tengist
tísku, fegurð, hönnun og lífsstíl. Hægt er að sjá förðunarmyndband
með þessari förðun á Helgu á Facebook-síðu Sensai á Íslandi.
Pure Shots
frá YSL.
Ljómandi húð er
ekki að fara neitt í
bráð, segir Helga.
Þessi farði
frá Shiseido
er einn af
hennar
uppáhalds.
Sólarpúður frá
Guerlain er löngu
orðið klassískt
og notar Helga
það mikið.
Varablýant-
urinn Classy
Rose frá
Sensai er í sér-
legu uppáhaldi.
FÖRÐUN
SMARTLAND
Hausttíska
Fendi er mjög
seventís-leg.