Morgunblaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
H
austið er minn uppáhaldstími í förðun þar sem áherslan
færist úr léttri náttúrulegri förðun yfir í meiri augnförð-
un og dekkri varir. Ég sótti innblástur að þessu sinni í
förðun Dua Lipa sem er andlit LIBRE-ilmvatnsins frá
YSL, þar sem áhersla er á dökka og dramatíska augn-
förðun með náttúrulegum vörum,“ segir Björg.
Þegar kólna fer í veðri er enn mikilvægara að und-
irbúa húðina til að ná fram fallegri og jafnri áferð.
„Ég vil ekki nota of þykk og mikil krem fyrir förðun og vel því að nota gott
andlitsvatn sem fyllir húðina raka og létt serum
yfir sem jafnar áferð og dregur fram
ljóma húðarinnar, Pure Shots-línan
frá YSL er mín „go to“ núna.
Yfir haust- og vetrartíma vilj-
um við margar meiri þekju svo
ég notaði All Hours-línuna á
Telmu, farðinn og hyljarinn
gefa miðlungs upp í mikla
þekju, endast í allt að 24
klukkutíma og eru vatns-
heldir.“
Til að fríska upp á húðina
og fá meiri hreyfingu í förð-
unina notaði hún létt sól-
arpúður og mildan kinnalit.
„Fyrir stuttu komu nýjar augn-
skuggapallettur frá YSL sem innihalda
10 liti sem henta fyrir hvaða förðun sem er.
Ég notaði pallettu nr.1, Paris, sem inniheldur ótrú-
lega klæðilega litasamsetningu sem toppar hvaða augnförðun sem er. Til að
fá meiri dýpt notaði ég fyrst Couture Kajal-augnblýant og blandaði honum
vel, því næst dreifði ég augnskugganum yfir augnlokið og endaði svo á vin-
sælasta maskaranum frá YSL, Mascara Volume Effet Faux Cils.
Þar sem ég ákvað að leggja aðaláhersluna á augun finnst mér fallegt að
velja frekar hlutlausan varalit á móti. Slim sheer-varalitirnir gefa matta
satínáferð og koma ótrúlega fallega út á vörunum, ég notaði lit nr.102 sem er
nude með örlitlum bleikum tóni. Mitt lokaskref í hverri förðun er svo All
Nighter setting sprey frá Urban Decay sem gefur förðuninni allt að 16 klst.
endingu.“
Haustförðun
í anda
Dua Lipa
Björg Alferðsdóttir, international makeup artist
Yves Saint Laurent á Íslandi, farðaði Telmu Kristínu
Bjarnadottur með nýjustu litunum frá YSL.
Marta María | mm@mbl.is
Varaliturinn
Slim sheer
frá YSL.
Litur númer
102.
All Hours
farðinn
frá YSL.
Telma Kristín Bjarnadóttir
var förðuð af Björgu
Alfreðsdóttur í anda
söngkonunnar Dua Lipa.
Volume
Effet Faux
Cils-
maskarinn
frá YSL.
Couture
Kajal-
augn-
blýanturinn
frá YSL.
Hér sést hvað það er
fagurt að nota litapallett-
una frá YSL á augnlokið.
FÖRÐUN
SMARTLAND
HAUSTIÐ ER OKKAR TÍMI
HLÝJAR VÖRUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | Feldur. is