Morgunblaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 12
E
llen býr ásamt unnusta sínum
Arnmundi Ernst Björnssyni
og syni þeirra Hrafni Jóhanni
í Vesturbænum.
Ellen er að hefja lokaárið
sitt í leiklist við Listaháskóla
Íslands. Hún er um þessar
mundir að æfa fyrir fyrstu
sýninguna á árinu í skólanum.
„Sýningin heitir Þrjár systur og er eftir
Anton Tsjekov. Við erum að vinna að uppsetn-
ingunni undir leiðsögn Halldóru Geirharðs-
dóttur. Þetta eru mjög sérstakir tímar í skól-
anum því við erum öll að leika leikritið með
grímur og með metra á milli okkar. Við spritt-
um alla leikmuni stöðugt og reynum að vanda
okkur eins mikið og hægt er. Það gengur vel
miðað við aðstæður en það getur verið mjög
sérstakt að nota röddina undir grímunni og að
lesa í mótleikarana þegar maður sér bara aug-
un í þeim og líkamsbeitinguna. Eins og staðan
er núna er maður bara þakklátur fyir að geta
mætt í skólann. Við krossum fingurna fyrir að
hægt verði að sýna sýninguna fyrir einhverja
utanaðkomandi áhorfendur.
Utan skóla er ég líka að taka þátt í sýning-
unni „Ég býð mig fram“ eftir Unni Elísabetu
Gunnarsdóttur sem frumsýnd verður þann 22.
október í Hafnarhúsinu. Ég er náttúrulega
alltaf í móðurhlutverkinu svo ég þarf að skipu-
leggja mig vel. Ég er þannig að ég vil ekki að
það bitni á syni mínum og tímanum hans að ég
er í krefjandi námi og að sama skapi vil ég ekki
að það bitni á náminu að ég sé móðir. Ég er
eina foreldrið í bekknum mínum.“
Reynir að vera mild við sjálfa sig
Ellen á það til að gera miklar kröfur til sín
að eigin sögn.
„Auðvitað er ekki alltaf hægt að vera hundr-
að prósent í öllu þannig að ég er líka alltaf að
æfa mig í að mæta sjálfri mér í mildi.“
Ellen á jákvæða upplifun að því að ganga
með og fæða barnið sitt.
„Ég var mjög heppin. Meðgangan mín gekk
vel og fæðingin sömuleiðis. Krummi kom
reyndar út með aðra höndina samferða höfð-
inu eins og Súperman svo ég get ekki sagt að
það hafi verið þægilegt, þvert á móti. Ég rifn-
aði við það og það þurfti að sauma mig saman í
40 mínútur að fæðingu lokinni og það var
eiginlega bara ógeðslega vont. Engu að síður
gæti ég ekki verið þakklátari fyrir fæðinguna.
Krummi kom öruggur í heiminn og ég var
örugg og það voru bara 12 klukkutímar frá því
ég fór að finna fyrstu verki og þar til ég var
komin með litla drenginn minn í hendurnar.
Hugur minn og hjarta er alltaf hjá þeim kon-
um sem þurfa að vera í heilan sólarhring eða
meira að koma börnunum sínum í heiminn. Ég
bara get ekki ímyndað mér þreytuna sem þær
ganga í gegnum.“
Hefur lífið breyst mikið frá því þú eignaðist
barn?
„Já það hefur margt breyst. Sumt tengi ég
beint við það að hafa eignast barn en svo
breytist líka bara ýmislegt eftir því sem tíminn
líður. Ég hef til dæmis öðlast meiri jarðteng-
ingu og er öruggari í eigin skinni. Að bera
ábyrgð á lífi einhvers annars en sínu eigin er
hollt og þroskandi en líka mjög krefjandi og
ástin fer náttúrulega á algjörlega nýtt hæðar-
plan. Það er rosalega mikið nýtt til að taka inn
og læra á. Það er komin heil ný manneskja í
heiminn svo að það þarf að finna jafnvægi í
öllu. Að verða foreldri hefur því krafið mig um
mikla sjálfsskoðun og sjálfsvinnu sem stoppar
aldrei og það er bara jákvætt.
„Ég er eina foreldrið
í bekknum mínum“
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Ellen og sonurinn
Hrafn Jóhann.
Ellen Margrét Bæhrenz, leikaranemi og dansari, er á lokaári sínu á leiklistarbraut í Listaháskóla Íslands. Hún er eina
móðirin í bekknum og segir það dásamlega tilfinningu en oft flókið að vera til staðar hundrað prósent alls staðar.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
SJÁ SÍÐU 14
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020