Morgunblaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 43
Kremið sem vinnur á hrukkum að næturlagi N ýja næturkremið frá Shiseido, Future Solution LX er kremið sem kröfuharðar konur hafa beðið eftir. Kremið kemur í ein- staklega fallegri krukku sem stend- ur á glerbakka með skeið sem aðstoðar við rétta magnið af næt- urkreminu. Allar konur þrá að halda í æskuljómann sama á hvaða aldri þær eru. Kremið hentar sér- staklega þeim konum sem eru með þroskaða húð og þrá meiri ljóma og færri línur í kringum augun. Kremið er að margra mati náttúruleg lyfting í krukku með ein- stökum raka sem dregur úr bólgum á svæðinu sem skiptir hvað mestu máli á andlitinu. Þær konur sem þrá slétt og fallegt augnsvæði þurfa ekki að örvænta lengur því nýja næt- urkremið frá Shiseido gerir kraftaverk. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Shiseido Future Solution LX næturkremið. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 MORGUNBLAÐIÐ 43 F rá japanska snyrtivörumerkinu kom nýlega vara sem er fullkomin í það verkefni. Sensai Dual Essence er tveggja þrepa elexír sem veitir húðinni fullkominn raka. Í henni er að sjálfsögðu að finna eitt af aðalsmerkjum Sensai- snyrtivaranna, Koishimaru-silki, eða hið konunglega silki eins og það er kallað í Japan. Silkið var á sínum tíma aðeins framleitt fyrir keisarafjölskylduna í Jap- an. Auk silkisins er að finna hágæða olíur úr jurtaríkinu sem veita húðinni enn meiri næringu. Sensai er þekkt fyrir áralangar rann- sóknir sínar á innihaldsefnunum sem fyrirtækið notar í húðvörurnar sínar og hér er engin undantekning frá því. Rannsóknir sýna að einstök efna- samsetning á Koishimaru-silki Sensai dregur verulega úr hrukkumyndun og kemur í veg fyrir að húðin verði hrjúf, auk þess sem það styrkir varnarkerfi húðarinnar gagnvart skaðlegu ut- anaðkomandi áreiti. Nærandi olía sem stíflar ekki húðina Í Dual Essence er að finna ólífuolíu sem er unnin úr sjálfu ólífualdininu þeg- ar það er sem ferskast. Einnig er þykkni úr laufum perilla-jurtarinnar og squalane- olía sem unnin eru úr þroskuðum syk- urreyr. Með því að sameina tvær formúlur í eina veitir tveggja þrepa tæknin húðinni samtímis alla kosti bæði olíu og annarra vel valinna efni. Kostir olíanna í Dual Essence eru meðal annars þeir að þær stífla ekki húðina og þau sem eru með bólur þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því að nota vöruna. Áður en þú notar Dual Essence á að hrista flöskuna rólega til að blanda innihaldsefnunum saman. Þumalputt- areglan þegar notaðar eru fleiri en ein vara í einu er að byrja á að nota þynnstu vöruna fyrst og síðast þykk- ustu vöruna. Þannig tryggir maður hámarksvirkni í hverri vöru. Fyrst skaltu þrífa húðina með mildum hreinsi. Næst skaltu setja þynnstu vöruna sem þú ætlar að nota. Það getur til dæmis verið Ab- solute Silk Micro Mousse Treat- ment sem er létt rakafroða sem smýgur hratt inn í húðina og veitir henni raka. Næst skaltu bera Dual Essence á þig. Eftir nokkrar mín- útur skaltu svo bera á þig gott rakakrem, til dæmis Absolute Silk Cream eða Absolute Silk Fluid frá Sensai. Það má líka blanda 1-2 drop- um af Dual Essence út í rakakrem og bera þannig á andlitið. Sömuleiðis má gjarnan nota það á líkama og neglur til að laða fram silkigljáa. Vöruna er hægt að nota bæði kvölds og morgna. Dragðu fram ljómann í skammdeginu Nú þegar dagurinn tekur að styttast og við verðum öll frekar grá í framan er nauðsynlegt að fríska upp á andlitið og draga fram ljómann og birtuna. Sonja Sif Þórólfsdóttir | sonja@mbl.is Mundu að hrista flöskuna rólega áður en þú notar hana til að blanda inni- haldsefnunum saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.