Morgunblaðið - 02.11.2020, Síða 1
M Á N U D A G U R 2. N Ó V E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 258. tölublað 108. árgangur
NÝJASTA
PLATA BENNA
HEMM HEMM
MEISTARAR
FÖGNUÐU EN
AÐRIR EKKI
JÁKVÆÐ ÁHRIF
Á JAFNRÉTTI
Á HEIMILUM
ÁKVÖRÐUN KSÍ 26 FORMAÐUR BSRB 6MÁ EKKI TÝNAST 29
Omeprazol
Actavis 20mg14 og 28 stk.
Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka
efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast-
andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar,
varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi-
seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða
lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um
áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar
um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Markaðsleyfishafi:
Actavis Group PTC ehf.
T
ev
a
0
2
8
0
6
2
Markmið aðgerða að
halda skólunum opnum
Menntamálaráðherra segir menntun í fyrirrúmi án þess að slaka á sóttvörnum
barna og ungs fólks að menntun,“
sagði Lilja Alfreðsdóttir í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi. Hún
sagði að jafnvel í löndum eins og
Bretlandi og Frakklandi, þar sem
nánast gilti útgöngubann, hefði samt
verið sleginn hringur um skólastarf-
ið. Það ætti ekki síður við hér. „Það
er mitt hlutverk að tryggja menntun
í landinu og svona gerum við það
best.“
Hólfaskipting misjöfn
Helsta sóttvarnaaðgerðin sam-
kvæmt reglugerðinni felst í hólfa-
skipingu í skólum. Á fyrsta skóla-
stigi, í leikskólum og í 1.-4. bekk
grunnskóla, eru nemendur undan-
þegnir 2 m mörkum og grímum, og
mega alls vera 50 í hverju hólfi. Í 5.–
10. bekk mega nemendur hins vegar
mest vera 25 í hverju hólfi, með 2
metra reglu eða grímu ef það er ekki
hægt. Hið sama á við um starfsfólk.
Í háskólum og tónlistarskólum og
einnig á framhaldsskólastigi, að und-
anskildum áföngum á fyrsta náms-
ári, gildir almennt reglan um 10
manna fjöldatakmörkun, 2 metra ná-
lægðarmörk og grímuskyldu. Blönd-
un nemenda milli hópa í kennslu er
óheimil, en starfsfólki og kennurum
er heimilt að fara á milli hópa. Í sam-
eiginlegum rýmum skóla má víkja
frá fjöldatakmörkun og reglu um
blöndun hópa ef grímur eru notaðar.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra
um takmarkanir á skólastarfi var
gefin út seint í gærkvöldi og tekur
gildi á morgun, þriðjudaginn 3. nóv-
ember. Hún gildir um allt skólastarf
í landinu, en nær auk þess til frí-
stundaheimila, félagsmiðstöðva og
íþrótta- og tómstundastarfs barna
og ungmenna. Að sögn menntamála-
ráðherra var haft víðtækt samráð við
skólasamfélagið við undirbúning
reglugerðarinnar.
„Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á
að forgangsraða í þágu menntunar,
við viljum auka sóttvarnir í skólun-
um, en um leið tryggja aðgengi
Sóttvarnir í skólum
» Skólar hólfaskiptir svo ekki
þurfi að loka þeim við smit.
» 50 barna hólf í leikskólum
og 1.-4. bekk grunnskóla.
» Eldri nemendur verða í 25
manna hólfum.
» Grímuskylda í 5. bekk og
eldri bekkjum þar sem 2 m
reglu verður ekki komið við.
» 10 manna fjöldatakmörkun,
2 metra mörk og grímuskylda í
framhaldsskólum.
MÓskert skólastarf »6
Ljóst er að allur gangur er á því hvort farið er
eftir tilmælum almannavarna til rjúpnaskytta,
en þeim er ráðlagt að halda sig heima. SKOT-
VÍS, Skotveiðifélag Íslands, furðar sig á tilmæl-
unum og harmar samstarfsleysi vegna þessa –
tilmælunum sé beint til veiðimanna en ekki ann-
ars útivistarfólks. Landeigendur Reykjahlíðar í
Mývatnssveit bönnuðu rjúpnaveiði á jörðinni
næstu tvær vikurnar vegna tilmælanna.
Morgunblaðið/Ingó
Skyttum bannað að veiða en tímabilið hafið
Veiðitímabilið hófst í gær og rjúpnaskyttur lagðar af stað
„Við erum að fara úr algjörlega
óviðunandi húsnæði, sem byggt var
árið 1967, yfir í nútímann,“ segir
Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri
Brunavarna Suðurnesja, en
slökkviliðið er að flytja í glænýtt
2.252 fermetra húsnæði.
Aðbúnaðurinn er mun betri að
sögn hans og gerir staðsetning
stöðvarinnar það að verkum að
slökkviliðið getur þjónustað íbúa og
fyrirtæki mun betur. „Héðan liggja
vegir til allra átta og leiðin er greið
jafnt innanbæjar sem til nágranna-
sveitarfélaganna. »11
Fengu nýja
slökkvistöð
Í betri aðstöðu
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Slökkviliðsstjóri Jón Gunnlaugsson
kveðst ánægður með nýja húsnæðið.
Áhyggjur af upp-
byggingu Rússa
Robert Burke, flotaforingi og
yfirmaður bandaríska sjóhersins,
segir að samstarf Íslands og Banda-
ríkjanna sé gríðarlega mikilvægt í
þágu NATO. Bandaríkjaher vill
fjölga sínum valkostum og lítur sér-
staklega til Íslands vegna land-
fræðilegs mikilvægis þess.
Eining er meðal NATO-ríkja um
að auka útgjöld til varnarmála til
að styrkja bandalagið á norður-
slóðum, en erfiðlega virðist ganga
að finna hafnir til að þjónusta her-
skip bandalagsins. »2 og 14