Morgunblaðið - 02.11.2020, Page 2

Morgunblaðið - 02.11.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Umhyggja er inntak þessa verk- efnis og í því felst heilmikill lærdóm- ur fyrir krakkana. Fyrst voru ein- hver treg til, en svo þegar þau skildu málið voru þau öll himinlif- andi og ánægð,“ segir Pálína Þor- steinsdóttir, móðir og kennari í Grafarvogi í Reykjavík. Á dögunum kom Pálína af stað því sem hún kall- ar umhyggjuverkefni í árgangi Söndru Bassíar dóttur sinnar sem er nemandi í 7. bekk í Borgaskóla. Nokkur skólasystkini Söndru hafa verið frá skóla vegna kórónuveir- unnar og þykir mikilvægt að huga að líðan þeirra. „Sandra hefur verið í góðu sam- bandi við Oliver Sigurjónsson bekkj- arbróðir sinn sem er heima. Oliver og foreldrar hans kunnu vel að meta framlagið. En svo fór ég að að hugsa, hvað ef í hópnum leynast ein- hverjir sem eiga ekki vini sem vitja þeirra,“ segir Pálína sem kynnti Söndru, jafnöldrum hennar og for- eldrum þeirra hugmynd. Geisli inn í fábreyttan dag „Útfærslan varð sú að skipta krökkunum upp í hópa, sem sjá um þá sem eru heima. Viðkomandi sem þá eru í sóttkví eða með smit fá at- hygli og glaðning sem léttir lundina í einangrun. Slíkt er geisli inn í fá- breyttan dag og getur framkallað stórt bros,“ segir Pálína. Í Borgaskóla ákveður hver hópur fyrir sig fyrirkomulag vitjana og geta foreldrar komið þar sterkir inn til að hjálpa. Ágætt þykir að setja áætlun til dæmis um hvað gera skuli og hverjir sjái um málin hvern dag. Bekkjarsystkini geta vitjað þess sem er heima, til dæmis með hópfundi á netinu, eða komið með glaðning sem er settur við útidyrnar eða stungið inn um bréfalúguna. Í stafrænum samskiptum má svo til dæmis taka upp myndband á síma og senda. Einnig skrifa tölvupóst og segja frá því hvað gerst hafi í skólanum eða vinahópnum, semja ljóð, vísur eða lag. Að spila tölvuleik saman á net- inu getur líka komið til greina eða baka muffins og skilja eftir fyrir ut- an útidyrnar. Enginn sé afskiptur „Einnig setti ég upp hugmyndir sem væru háðar samþykki foreldra eins og að kaupa til dæmis góðgæti eða Andrésblað. Mér fannst mikil- vægt að setja þetta upp sem tillögur, en annars eru krakkar svo hug- myndaríkir að þess þarf kannski ekki. Stóra málið er að enginn á að þurfa að vera afskiptur og okkur varðar hvert um annað,“ segir Pál- ína. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinátta Sandra Bassí Brynjólfsdóttir með móður sinni, Pálínu Þorsteindóttur, á spjalli við Oliver skólabróður. Glaðningurinn sem léttir lund nemenda í einangrun  Umhyggja í Borgaskóla  Vitja um bekkjarsystkini Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Eldfjallasafnið í Stykkishólmi hefur verið sett á sölu. Því fylgja allir safn- munirnir sem Haraldur Sigurðsson hefur komið sér upp á ferli sínum sem spannar um fimm áratugi, en hús- næðið sem hýsir safnið er í eigu Stykkishólmsbæjar. „Það er áfall fyr- ir mig að svona skyldi fara,“ segir Haraldur. Spurður hvers vegna ákveðið hafi verið að setja safnið á sölu svarar hann að reksturinn hafi um langt skeið verið skiptur milli sín og bæj- arins, „en nú tilkynna þeir mér að þeir geti ekki haldið við húsinu og við verð- um að loka safninu. Þá er ekki um annað að ræða en að flytja það á brott og set ég það hér með á sölu sem eina heild – þetta verður selt sem ein heild. Þetta er nú fæðingar- og uppeldis- staður minn – Stykkishólmur. Ég hef viljað gera mitt fyrir bæjarfélagið og lagði fram safnið og þá hefur þetta bara farið svona hjá þeim. Það er eng- inn skilningur á gildi safnsins og hvað þetta er verðmætt fyrir ferðamann- inn.“ Gríðerlegur fjöldi gripa fylgir safn- inu, að sögn Haraldar. „Já, og miklu meira sem er í geymslum, steinasafn, bókasafn, skjalasafn og listasafn. Vonandi kemst þetta á góðan stað einhvers staðar, erlendis eða á Ís- landi.“ Þúsundir sérprentana Í safni Haraldar eru mörg hundruð listaverk, þar á meðal stórt verk eftir Andy Warhol frá 1985. Meðal annars málverk, málmstungur og svartlist ýmiskonar frá eldvirkni um allan heim. Einnig er þar að finna frum- stæða list frá Indónesíu, Mexíkó, Mið- Ameríku og víðar. Þá fylgir vandað safn bóka um eldgos og eldfjallafræði auk rúmlega 6.000 sérprentana með vísindagreinum og safn jarðfræði- korta. „Safnið er einstakt, því það fókú- serar alveg á eldvirkni og það er ekki til neitt slíkt safn sem tekur á list- ræna þættinum líka. Þarna eru myndir allt frá 14. öld. Þetta er líka al- þjóðlegt safn og ekki bara gripir frá Íslandi,“ segir Haraldur og bætir við að þegar hafa tveir sýnt safninu áhuga. Eldfjallasafnið auglýst til sölu  Ekki hægt að sinna viðhaldi hússins Gunnlaugur Snær Ólafsson Veronika Steinunn Magnúsdóttir Robert Burke, flotaforingi og yfirmaður bandaríska sjóhersins í Evrópu, segir að á vissan hátt sé áríðandi að Atlantshafs- bandalagið styrki stöðu sína á norðurslóð- um. Rússar njóti sterkrar stöðu á svæðinu án þess að tilgangur viðbúnaðar þeirra sé ljós. Þetta kom fram á kynningarfundi í banda- ríska sendiráðinu, þar sem Burke fór yfir ástæður Íslandsheimsóknar sinnar en bandaríski sjóherinn viðrar nú hugmyndir um aukna fjárfestingu hér á landi, sem myndi fjölga þjónustusvæðum fyrir flotann við Íslandsstrendur. „Markmið okkar er að hafa traustar stoð- ir til þess að geta varið okkur,“ sagði hann en herinn lítur sérstaklega til Austurlands þar sem sá staður sé hentugri fyrir hern- aðaraðgerðir en til dæmis höfuðborgar- svæðið, vegna nálægðar við svæðin þar sem rússneskir kafbátar athafna sig reglulega. Burke sagði, eins og fram hefur komið, að málið væri á byrjunarstigi og ekki væri enn ljóst hve móttækileg íslensk stjórnvöld væru gagnvart samstarfinu. „Ég vil ekki taka fram fyrir hendurnar á íslenskum stjórnvöldum. Við þurfum að virða þeirra óskir,“ sagði Burke þegar hann var inntur eftir frekari upplýsingum um hvaða umsvif hersins hann hefði í huga. Þegar Burke var spurður hvort NATO væri að dragast aftur úr Rússum hvað varðar sýnileika á norðurslóðum sagði hann: „Ég myndi segja að núna værum við að reyna að fjölga valkostunum. Við höfum ekki sömu val- kosti og við vildum gjarnan hafa – á þann hátt erum við eftir á.“ Vék Burke næst að því hvernig Rússar haga sínum aðbúnaði í sjóhernaði; ekki væri alls kostar ljóst í hvaða tilgangi sá aðbúnaður væri. „Ef við lítum á hegðun þeirra og hvernig þeir byggja sig upp, þá virðist tilgangurinn vera frábrugðinn okkar tilgangi. Ég er ekki viss um hvað þeir hafa í huga en spurningin er hvað vakir fyrir þeim,“ sagði hann og bætti við að þeir hefðu gert tilkall til svæða, sem aðildarríki NATO hafa litið á sem al- þjóðleg hafsvæði. Lýsti hann því að rússnesk stjórnvöld gætu þannig krafist þess að menn hefðu leyfi frá Rússlandi til þess að fara um þessi svæði, sem flestar þjóðir myndu telja al- þjóðleg svæði. „Þeir hafa byggt upp herstöðvar á norðurslóðum með eldflaugavörnum sem hæglega væri hægt að nota til þess að krefj- ast leyfa frá þeim sem eiga leið um svæðið,“ sagði hann. Þá hafi Rússar þróað vopnaða ísbrjóta. „Við viljum ekki stuðla að slíkri uppbygg- ingu. Við viljum hafnarþjónustu á vissum stöðum og vinna að lausnum sem henta einnig bandamönnum okkar, til dæmis stofna grundvöll fyrir viðskiptum þar sem bækistöðvarnar verða,“ sagði hann. NATO með færri valkosti en Rússar  Robert Burke flotaforingi segir bækistöðvar hér á landi geta haft efnahagslega jákvæð áhrif  Hernaðarleg uppbygging Rússa á norðurslóðum áhyggjuefni fyrir Atlantshafsbandalagið Samstarf Robert Burke, flotaforingi og yfir- maður bandaríska sjóhersins í Evrópu, telur NATO þurfa að eflast á norðurslóðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.