Morgunblaðið - 02.11.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.11.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meiri frítími með fleiri gæða- stundum, jafnari fjölskyldu- ábyrgð, sveigjanleika á vinnustað og aukinni starfsánægju. Þetta er meðal þess sem vænst er að fé- lagsmenn BSRB njóti með stytt- ingu vinnutímans frá næstu ára- mótum. Styttingin nær til þorra félagsmanna BSRB, sem eru um 22.000, auk margra annarra sem starfa á vinnustöðum ríkis, sveit- arfélaga og í tengdri starfsemi. „Í samtölum stjórnenda og starfsfólks er leiðarljósið hvernig má endurskipuleggja störf, en halda sömu afköstum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formað- ur BSRB. „Við byrjum hjá dag- vinnufólkinu þar sem heimilt er að stytta í 36 stundir á viku en fyrirkomulag styttingar ræðst af eðli starfsemi á hverjum stað. Á vaktavinnustöðum, þar sem um 4.000 félagar okkar starfa, þarf lengri undirbúning og þar tekur stytting vinnuvikunnar gildi 1. maí á næsta ári.“ Fjarvinna stökk inn í framtíðina Á Íslandi hefur vinnuvikan verið 40 stundir í nær hálfa öld og á þeim tíma hefur vinnumark- aðurinn breyst mikið. Konur hafa flykkst út á vinnumarkaðinn og tæknibreytingar umbylt flestu. Á sama tíma hefur dregið úr vægi einsleitra líkamlegra starfa. „Við erum því venjuföst um fyrirkomulag vinnutímans. Fyrr á árinu var tekið stórt stökk inn í framtíðina með því að tileinka okkur fjarvinnu á örfáum dögum og þannig þurfti að hugsa hlutina upp á nýtt. Stór hluti félags- manna BSRB er í framlínu og getur ekki unnið að heiman. Taka þarf tillit til fjarvinnu í kjarasamningum framtíðar og að skiptar skoðanir eru um ágæti hennar,“ segir Sonja og heldur áfram: „Nýleg könnun Gallup sýnir að um helmingur þeirra sem eru í fjarvinnu vill halda því áfram, en aðrir ekki Að loknu kófi verð- ur fjarvinnan væntanlega áfram í boði sem hluti af sveigjanlegu vinnufyrirkomulagi. Um slíkt þarf auðvitað að setja reglur og viðmið. Einnig að fræða fólk og aðstoða við að skipuleggja vinnu- daginn sem best. Hjá BSRB verð- ur þetta hluti af þeirri vinnu sem er í gangi hjá bandalaginu í tengslum við vinnumarkað fram- tíðar og fjórðu iðnbyltinguna.“ Með þeim samningsbundnu breytingum sem nú eru fram- Samtök launafólks, ríki og sveitarfélög eiga í góðu sam- starfi við að fylgja styttingu vinnutímans úr hlaði með stuðn- ingi og fræðsluefni. Nýlega opn- aði BSRB vefinn styttri.is þar sem er farið yfir þetta ferli í smá- atriðum og ýmsar upplýsingar eru sömuleiðis á betrivinnutimi- .is. Karlar sinna heimilinu „Við vonumst til þess að dag- leg rútína fólks taki jákvæðum breytingum með skemmri vinnu- tíma og umhverfið sömuleiðis. Þetta gæti leitt til minni umferð- arþunga ef það verður meiri fjöl- breytileiki í því hvenær fólk fer í og úr vinnunni. Þau sem hafa reynt styttingu á eigin skinni nefna gjarnan að þau séu síður þreytt og hafi aukna orku til að gera eitthvað með fjölskyldunni og fyrir sig sjálf,“ segir Sonja Ýr og bætir við að lokum: „Væntingar okkar eru hvað mestar varðandi þennan þátt, að stytting vinnuvikunnar stuðli að aukinni hamingju fólks. Annað sem við sjáum út úr niðurstöðum tilraunaverkefnanna eru jákvæð áhrif á jafnrétti á heimilunum. Karlar sem tóku þátt í stytting- unni notuðu aukinn frítíma til að sinna heimilinu, þrífa, kaupa í matinn og sækja börnin fyrr í leikskólann til dæmis. Við vitum að konur bera almennt þyngri byrðar á heimilunum svo vonandi mun þetta hafa jákvæð áhrif þar.“ undan getur vinnuvika þeirra fé- laga í BSRB sem eru með þyngstu vaktabyrðina farið úr 40 stundum á viku í 32, það er átta tíma vinnudagur eða heil vinnu- vika á mánuði. Sonja segir þetta viðurkenningu á því að erfitt sé að vera aðeins í vaktavinnu og styttingin sé leið til að draga úr álagi á starfsfólk. Álag fylgir vöktum „Fólki sem nú er í til dæmis 60-80% vinnu býðst að hækka starfshlutfallið. Við þekkjum að fjölmargar stéttir í velferðar- þjónustunni eru yfirleitt í hluta- starfi, vegna þess álags sem fylgir því vera á sólarhrings- vöktum. Að vera ekki í 100% starfi leiðir af sér lægri laun og lífeyri hjá þessum kvennastéttum sem vonandi geta hækkað starfs- hlutfallið og tekjur með.“ Vinnutími félaga í BSRB styttist um áramótin samkvæmt kjarsamningum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mannlíf Væntingar okkar eru hvað mestar varðandi að stytting vinnu- vikunnar stuðli að aukinni hamingju, segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir. Hafi jákvæð áhrif á jafnrétti á heimilum  Sonja Ýr Þorbergsdóttir er fædd 1982 og er með B.Sc.- gráðu í viðskiptalögfræði og ML-gráðu í lögfræði frá Háskól- anum á Bifröst. Ráðin lögfræð- ingur BSRB 2008 og formaður frá 2018.  Sonja hefur setið í ýmsum opinberum stjórnsýslu- nefndum fyrir hönd BSRB í tengslum við vinnumarkaðinn, auk þess að sinna stunda- kennslu í háskólum. Hver er hún? Efri og neðri sérhæðir með sérinngang Stærðir frá 133,4-138,5 fm Allar íbúðir eru fjögurra herbergja Húsið verður klætt að utan Stórar svalir Sérafnotareitur Golfbílageymsla Nánari upplýsingar veita Bæjarlind 4. Sími: 510 7900. lind@fastlind.is OPIÐ HÚS Þriðjuda ginn 3. n óv. Kl. 17:30 - 18:00 Kristján Þórir Hauksson Lögg. fasteignasali 696 1122 kristjan@fastlind.is KINNARGATA 82-90 Magnús Már Lúðvíksson Lögg. fasteignasali 699 2010 magnus@fastlind.is ERUM FLUTT BÆJARLIND 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.