Morgunblaðið - 02.11.2020, Síða 13

Morgunblaðið - 02.11.2020, Síða 13
AFP Viðbúnaður Bifreiðar slökkviliðs og lögreglu tóku sér stöðu við þinghús Quebec-héraðs í Kanada eftir ódæðið sem framið var þar í fyrrinótt. Tveir óbreyttir borgarar létu lífið og fimm eru með alvarleg stungu- sár eftir morðárás manns í mið- aldaklæðum í gamla borgarhluta Quebec-borgar í Kanada í fyrri- nótt. Fólkið tók þátt í hrekkjavöku er það varð fyrir árás manns á þrí- tugsaldri klukkan eitt að nóttu í Quebec. Sveiflaði hann sverði og lagði með því til fórnarlamba sinna. Lögregla handtók manninn sem fluttur var á spítala vegna ástands hans. Hún vildi ekki segja frekari deili á honum né hvort hann væri lögreglunni kunnugur. Klæddur að miðaldasið „Það eina sem ég get sagt er að þetta er maður sem klæddur var að miðaldasið. Hann var með sverð á sér og veitti stungusár,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Að hans sögn eru hinir fimm særðu mis- jafnlega alvarlega sárir. Kanadíska lögreglan sagði síð- degis í gær að ódæðismaðurinn í Quebec hefði ekki tengst neinum hópi hryðjuverkamanna. „Í gær reið hér hryllingsnótt yfir þegar 24 ára gamall maður, sem ekki er búsettur í Quebec, kom hingað þeirra erinda að ráða nið- urlögum sem flestra fórnarlamba,“ sagði lögreglustjóri Quebec-borgar, Robert Pigeon. Hryllileg árás „Allt bendir til þess að maðurinn sem við höfum grunaðan og var vopnaður japönsku sverði hafi valið fórnarlömb sín af handahófi,“ bætti hann við. Hann kom frá heimili sínu í útborg Montreal í þessu skyni, í þeim tilgangi að valda sem mestu tjóni.“ Maðurinn var handtekinn mót- þróalaust árla dags í gær eftir skipulega leit að glæpamanninum um gamla borgarhverfið. Justin Trudeau forsætisráðherra lýsti harmi sínum vegna hinnar „hryllilegu árásar“. Samhryggðist hann aðstandendum hinna látnu og bað fyrir bata hinna særðu. Fyrsta ódæðisverk sitt vann maðurinn við löggjafarsamkundu Quebec-fylkis, en hann var síðan handtekinn við svonefndan Espace 400e business park. Að sögn blaðs- ins Le Soleil var maðurinn ber- fættur og að krókna úr kulda er hann náðist. agas@mbl.is Morðárás að nóttu í Quebec  Ekki sagður tengjast hryðjuverkahóp FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020 Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is Rafhlöðutími u.þ.b. 45 mínútur • Takmarkað magn í boði. Næsta kynslóð skúringarvéla er komin Ä R FC 7 PREMIUM ÞRÁÐLAUS SKÚRINGARVÉL Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Donald Trump forseti og mótfram- bjóðandinn Joe Biden unnu sér ekki hvíldar um helgina heldur hófu mik- inn endasprett baráttunnar um hylli kjósenda fyrir bandarísku forseta- kosningarnar, sem fram fara á morg- un. Trump hóf skyndisókn helgarinnar með því að mæta á fimm framboðs- fundi í ríkjum sem enn eru talin geta sveiflast á hvorn veginn sem er. Er hér um að ræða fundi í borgunum Washington í Michigan-ríki, Dubu- que í Iowa, Hickory í Norður-Karól- ínu, Róm í Georgíu og Opa-Locka í Flórída. Biden fór um Pennsylvaníuríki sem þykir geta gegnt miklu hlutverki í kosningunum á morgun, þriðjudag. Kom hann fram á fundi í borginni Fíladelfíu í gær en þar eru 45% íbúa þeldökk á hörund. Trump fór með nauman sigur af hólmi í Pennsylvaníu 2016. Skoðanamælingar sýna nauma for- ystu Bidens í ríkjunum sem hvað harðast er tekist á um. Allt frá innan við 1% í Flórída til 4% í Pennsylvaníu og meira en 6% í Michigan og Wis- consin. Trump er svo naumlega á undan í Iowa, samkvæmt fylgismæl- ingum Real Clear Politics. Útlit er fyrir mestu þátttöku í bandarískum forsetakosningum í meira en heila öld. Þegar hafa um 90 milljónir kjósenda nýtt rétt sinn utan kjörstaðar. Stjórnmálaskýrendur telja að niðurstaða forsetakjörsins muni meira og minna ráðast af útkomunni í 10 ríkjum, en þar hafa íbúar viljað sveiflast til og frá í stuðningi við flokk- ana. Árið 2016 tryggði sigur Trumps í Pennsylvaníu, Wisconsin, Michigan, Flórída, Iowa og Ohio meira og minna sigurinn í sjálfu forsetakjörinu. Kannanir þykja benda til að Biden geti rofið kosningaveldi Repúblikana- flokksins í Georgíu, Arizona, Norður- Karólínu og Texas. Fyrir utan forsetakjörið munu milljónir kjósenda einnig endurnýja öll 435 þingsæti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og 35 af hundrað sætum öldungadeildarinnar. Demó- kratar ráða meirihluta fulltrúadeild- arinnar og er talið að hann sé ekki í hættu. Verði Biden kjörinn forseti og demókratar nái meirihluta í öldunga- deildinni munu tök Demókrataflokks- ins á vogarstöngum valds alríkisins verða algjör. Þess hefur flokkurinn ekki notið frá því snemma í forsetatíð Baracks Obama. Á kjörskrá kosninganna eru 230 milljónir manna en venjulega lætur stór hluti þeirra ógert að nota kosn- ingarétt sinn. Dæmið hefur snúist við í ár og útlit er fyrir metkjörsókn. Kosning utan kjörfundar hefur nú þegar slegið öll met, en á hádegi sl. föstudag höfðu tæplega 84 milljónir atkvæða verið greiddar. Með þessu vilja kjósendur fyrst og fremst kom- ast hjá löngum biðröðum á kjördegi. Árið 2016 kusu alls 138 milljónir manna. Samhliða aukinni þátttöku hefur kostnaður framboða aukist gríðar- lega. Forsetaefnin tvö munu hafa var- ið 6,6 milljörðum dollara hvort í aug- lýsingar og rekstur framboða. Er það tveimur milljörðum dollara meira en kosningabarátta Trumps og Hillary Clinton kostaði fyrir fjórum árum, samkvæmt útreikningum stofnunar- innar Center for Responsive Politics. AFP Fjörugt Stuðningsmenn Donalds Trumps bíða komu hans til kosn- ingafundar á flugvelli borgarinnar Dubuque í Iowa-ríki í gær. Lokasókn á leifturhraða  Útlit fyrir metkjörsókn – nær 90 milljónir hafa kosið utan kjörfundar  Kostnaður milljarðar dollara Breski ráðherrann Michael Gove segir það sína einlægustu ósk að lok- un landsins vegna stríðsins gegn kórónuveirunni ljúki 2. desember nk. Aðstæður myndu þó ráða niðurstöð- unni og ná þyrfti sýkingarstuðlinum (R) niður fyrir einn. Strangar ráðstafanir til að hindra útbreiðslu veirunnar koma til fram- kvæmda á miðvikudagskvöld. Knæp- ur, veitingahús, líkamsræktarstöðv- ar verða lokaðar, einnig verslanir með ónauðsynjar og bænahús, en skólar á öllum stigum geta starfað. Gert er ráð fyrir því að Boris Johnson forsætisráðherra greini þinginu frá ráðstöfunum stjórnar- innar í dag. Að því loknu verða greidd atkvæði og ríkir enginn vafi um lyktir tillögunnar þar sem Verka- mannaflokkurinn hefur lýst yfir stuðningi við hana. Johnson væntir þess að aflétta megi ráðstöfununum 2. desember og Gove sagði við BBC í gær að á grundvelli fyrirliggjandi gagna ætti að verða mögulegt að aflétta þeim. Fram að því er almenningur beðinn að halda sig heima hjá sér og ein- ungis fara af heimilum sínum af sér- stökum ástæðum. Heimsóknir verða bannaðar heima og á einkalóðum. Til átaka hefur komið í fjölda bæja og borga á Spáni undanfarna daga milli lögreglu og fólks sem mótmælt hefur ráðstöfunum vegna kórónu- veirufaraldursins. Reiði og gremja hefur verið að aukast víða vegna að- gerða yfirvalda sem raska daglegu lífi fólks. Ólgan eykst á Spáni á sama tíma og fjöldi Evrópuríkja er að herða sínar aðgerðir gegn veirunni. Þeim er ætlað að stöðva útbreiðslu veirunnar sem færst hefur í aukana síðustu vikur og dregið minnst 1.191.743 manns til dauða frá því hennar varð fyrst vart, í Kína í des- ember sl. Þýskaland og Grikkland hafa ekki gripið til jafn takmarkandi ráðstaf- ana en þar hefur knæpum, veitinga- húsum og menningarstofnanir verið lokað og hefur það vakið vanþóknun. Uppþot hafa af sömu ástæðum átt sér stað um helgina í Argentínu. Veiran hefur sýkt 45.760.644 um heim allan. Verst hafa Bandaríkin orðið úti með 229.710 dauðsföll og 9.048.177 sýkingar. agas@mbl.is England kann að loka til jóla  1,2 milljónir dáið  Vaxandi óþol gagnvart ráðstöfunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.