Morgunblaðið - 02.11.2020, Side 15
Mögulegar breyt-
ingar á stjórnarskrá
og svokallað auðlinda-
ákvæði hafa verið í
undirbúningi. Frum-
varpsdrög voru síðast
kynnt almenningi vor-
ið 2019 í samráðsgátt
stjórnvalda. Ákvæðið
orðaðist svo:
Auðlindir náttúru
Íslands tilheyra ís-
lensku þjóðinni. Nýting auðlinda
skal grundvallast á sjálfbærri þró-
un.
Náttúruauðlindir og landsréttindi
sem ekki eru háð einkaeignarrétti
eru þjóðareign. Enginn getur fengið
þessi gæði eða réttindi tengd þeim
til eignar eða varanlegra afnota.
Handhafar löggjafarvalds og fram-
kvæmdarvalds fara með forræði og
ráðstöfunarrétt þeirra í umboði
þjóðarinnar.
Veiting heimilda til nýtingar á
náttúruauðlindum og landsrétt-
indum sem eru í þjóðareign eða eigu
íslenska ríkisins skal grundvallast á
lögum og gæta skal jafnræðis og
gagnsæis. Með lögum skal kveða á
um gjaldtöku fyrir heimildir til nýt-
ingar í ábataskyni.
Við skoðun ákvæð-
isins kemur í ljós að
umbúðir um þau efnis-
atriði sem eru meg-
inástæður lagasetning-
arinnar eru miklar.
Í athugasemdum
frumvarpsdraganna
við fyrstu málsgrein er
tekið fram að hún fjalli
um auðlindir í náttúru
Íslands, þ.e. allar auð-
lindir sem fullveld-
isréttur íslenska rík-
isins nær til á landi, innan landhelgi,
efnahagslögsögu og á landgrunninu.
Í fullveldisréttinum felst réttur rík-
isins til að beita löggjafar- og fram-
kvæmdavaldi um málefnið. Önnur
málsgrein ákvæðisins vísar hins
vegar til auðlinda sem ekki eru háð-
ar einkaeignarrétti.
Það er heldur ruglingslegt að
orðalagið auðlindir tilheyri þjóðinni
vísi til fullveldisréttar og allra auð-
linda Íslands, en þjóðareign til auð-
linda í afmarkaðri merkingu.
Óþarft er að tilgreina að fullveld-
isréttur Íslands nái sérstaklega til
ákveðinna málefna á íslensku yfir-
ráðasvæði, eins og felst í raun í
fyrstu málsgrein ákvæðisins. Full-
veldisrétturinn verður hvorki meiri
né minni fyrir vikið. Þá er hugtakið
þjóðareign óþarfar umbúðir um full-
veldisréttinn, eins og oft hefur verið
bent á. Handhafar löggjafarvalds og
framkvæmdavalds eiga að hafa for-
ræði og ráðstöfunarrétt þjóðareign-
arinnar rétt eins og þeir hafa nú
þegar á grunni fullveldisréttarins.
Óþarft er að taka fram í ákvæðinu
að ríkið starfi með löggjafar- og
framkvæmdavaldi, enda gert ráð
fyrir hvoru tveggja í gildandi
stjórnarskrá.
Einnig þarf að líta til hugmynda
um stjórnarskrárákvæði um náttúru
Íslands. Það er verðugra efni í sér-
stakt stjórnarskrárákvæði sem mun
hafa þýðingu fyrir auðlindanýtingu
og gerir sérstakt auðlindaákvæði
e.t.v. óþarft. Miðað við ákvæði um
náttúru Íslands, sem kynnt var árið
2019, fælist í því tvítekning að taka
sérstaklega fram að nýting auðlinda
skuli grundvallast á sjálfbærri þró-
un. Eigi að veita sjálfbærri þróun
stjórnskipulega merkingu væri
órökrétt að það yrði einungis vegna
nýtingar auðlinda en hefði ekki víð-
tækari þýðingu fyrir náttúru Ís-
lands og önnur málefni. Svo þröngt
gildissvið felur í raun í sér ákveðna
mótsögn við hugmyndafræði sjálf-
bærrar þróunar.
Þýðing þriðju málsgreinar ákvæð-
isins virðist einkum vera krafa um
skilyrðislausa gjaldtöku ef nýting
auðlinda fer fram í ábataskyni. Önn-
ur atriði ákvæðisins fela í sér endur-
tekningar og skapa ósamræmi.
Stjórnarskráin hefur þegar að
geyma jafnræðisreglu. Jafnframt er
órökrétt að nálgast það sem sér-
stakt auðlindamálefni að starfsemi
framkvæmdavaldsins sé gagnsæ. Sú
skipan leiðir af meginreglum rétt-
arríkis sem almennt er byggt á.
Nú er í 40. gr. stjórnarskrár kveð-
ið á um að ekki megi selja eða með
öðru móti láta af hendi neina af fast-
eignum ríkisins né afnotarétt þeirra
nema samkvæmt lagaheimild.
Ákvæði stjórnarskrár ná því þegar
til auðlinda sem falla undir einka-
eignarrétt íslenska ríkisins enda eru
þær tengdar fasteignum. Órökrétt
er að stjórnarskrá geri sérstakar
kröfur til laga um gjaldtöku vegna
nýtingar auðlinda sem háðar eru
einkaeignarrétti íslenska ríkisins
þegar ekki koma fram beinar kröfur
til löggjafar um endurgjald við aðra
ráðstöfun fasteigna ríkisins, þ.m.t.
við sölu fasteigna sem auðlindir
fylgja. Þýðing auðlindaákvæðis fyrir
fasteignir ríkisins er því takmörkuð
og ástæðulaus nema ef endurskoða
ætti 40. gr. stjórnarskrár um al-
menna stöðu löggjafans og fram-
kvæmdarvalds við ráðstöfun fast-
eigna.
Auðlindákvæðið sem kynnt var
2019 gæti verið mun styttra og þjón-
að sömu markmiðum. Það gæti
orðast svo:
Náttúruauðlindir og landsréttindi
sem ekki eru háð einkaeignarrétti
verða engum fengin til eignar eða
varanlegra afnota. Með lögum skal
kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir
til nýtingar þeirra í ábataskyni.
Það er svo annað mál hvort auð-
lindaákvæðið feli í sér æskilegar
stjórnskipunarreglur. Frekari um-
fjöllun um það er ráðgerð í fram-
haldsgrein þar sem einkum verður
fjallað um stöðu ákvæðisins gagn-
vart einkaeignarrétti og kröfu
ákvæðisins um skilyrðislausa gjald-
töku.
Auðlindaákvæðið – Hvað er í umbúðunum?
Eftir Jón
Jónsson » Við skoðun ákvæð-
isins kemur í ljós að
umbúðir um þau efnis-
atriði sem eru megin-
ástæður lagasetning-
arinnar eru miklar.
Jón Jónsson
Höfundur er lögmaður.
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020
Brauðið Að gefa öndunum brauð er athöfn sem hvert mannsbarn ætti að kannast við. En þá vaknar spurningin: Ætli brauðið sé hollt fyrir endurnar? Eða er það kannski eins og sælgæti?
Eggert
Þjóðin er að eldast
eins og sjá má á spá
Hagstofunnar. Helstu
breytingar á aldurs-
samsetningu þjóð-
arinnar verða að árið
2035 verða 20% mann-
fjöldans eldri en 65 ára
og árið 2055 yfir 25%.
Enn fremur verða þeir
sem eru eldri en 65 ára
fleiri en þeir sem eru
19 ára og yngri frá árinu 2046 þvert
á fyrri mannfjöldaþróanir á Íslandi.
Þetta þýðir færri vinnandi hendur
til að standa undir rekstri ríkis og
sveitarfélaga m.a. í velferðarmálum.
Félagsþjónusta aldraðra
Félagsleg aðstoð og þjónusta er
veitt af sveitarfélögum og eiga aldr-
aðir rétt á þeirri þjónustu sem sveit-
arfélögum er skylt að veita sam-
kvæmt lögum um félagsþjónustu.
Þá eru þjónustumiðstöðvar aldraðra
einnig starfræktar af sveit-
arfélögum, þær eiga að tryggja eldri
borgurum félagsskap, næringu,
hreyfingu, tómstundaiðju og eftirlit
með heilsu. Þjónustan er stuðnings-
þjónusta, svo sem heimaþjónusta og
heimsending matar, akstursþjón-
usta, dagdvalarþjónusta ásamt
leigu- og þjónustuíbúð-
um. Þá niðurgreiða
mörg sveitarfélög að
hluta eða að fullu al-
menna þjónustu til
aldraðra að sundi,
strætó og lista- og
bókasöfnum.
Dagdvöl aldraðra
Dagdvöl aldraðra og
heimahjúkrun er
stuðningsúrræði við þá
sem að staðaldri þurfa
eftirlit og umsjá til að
geta búið áfram heima
utan stofnana, sem er yfirlýst stefna
stjórnvalda og má finna í lögum um
aldraða og félagsþjónustu. Í dagdvöl
aldraðra er veitt hjúkrunarþjónusta
til þjálfunar og læknisþjónustu.
Boðið er upp á akstursþjónustu, mat
á heilsufari, þjálfun, tómstundir, fé-
lagslegan stuðning, fræðslu, ráðgjöf
og aðstoð við athafnir daglegs lífs.
Uppbygging hjúkrunarheimila
Óvíst er hversu háu hlutfalli af
landsframleiðslu er varið til fé-
lagslegrar aðstoðar eldri borgara en
ljóst er að stór hluti þess kostnaðar
fellur á sveitafélögin en einnig er
umræða um að daggjöld hjúkr-
unarheimila standi ekki undir
rekstri heimilanna.
Það er mikilvægt að markviss
uppbygging hjúkrunarheimila eigi
sér stað. Dvalartími einstaklinga
sem komast á hjúkrunarheimili er
ekki langur þar sem vegið meðaltal
dvalartíma er 2,6 ár og árið 2020 eru
408 á biðlista eftir hjúkrunarrými.
Þar sem öldruðum fjölgar mikið á
næstu árum verður það til þess að
biðlistar hjúkrunarheimila munu
áfram lengjast ásamt því að kostn-
aður og þörf fyrir aukna heimaþjón-
ustu eykst hjá sveitarfélögum jafnt
og þétt. Þessu þarf að mæta á ein-
hvern hátt. Það er samhljómur í
þjóðfélaginu að búa öldruðum
öruggt og gott ævikvöld. Til þess að
svo megi vera þarf samhent átak
sveitarfélaga og ríkis í uppbyggingu
dagdvalar- og hjúkrunarrýma. Með
fjölgun aldraðra og fækkun yngra
fólks þyngist hins vegar slíkur róður
töluvert og þarf íslenskt samfélag
mikið til að reiða sig á erlent vinnu-
afl, fjölgun barneigna og auknar
þjóðartekjur til þess að standa undir
velferðarkerfinu.
Þeir sem hafa
gleymst, „gráu svæðin“
Ákveðinn hópur sem þarfnast
þjónustu er á svokölluðum gráum
svæðum, það er bæði á ábyrgð ríkis
og sveitarfélaga. Það er fólk yngra
en 67 ára sem hefur langvinna sjúk-
dóma eða hefur farið mjög illa í slys-
um og getur ekki búið heima. Þetta
eru einstaklingar sem þurfa sólar-
hringsaðhlynningu og hafa nú engan
annan kost en að bíða eftir hjúkr-
unarrýmum með sér mun eldra fólki
sem samkvæmt meðaldvalartíma
dvelur þar aðeins í skamman tíma.
Slíkt dæmi sást nýlega í fréttum af
konu með MS-sjúkdóminn sem
lendir á milli skips og bryggju í sín-
um málum og á hvergi heima og bíð-
ur eftir hjúkrunarrými.
Tækifæri vegna, „grárra
svæða“ í Boðaþingi
Á undanförnum árum hefur verið
lögð áhersla á uppbyggingu hjúkr-
unarheimila fyrir aldraða, enda er
þjóðin að eldast og biðlistinn er
langur. En það eru ekki aðeins aldr-
aðir sem fá þjónustu í hjúkr-
unarrýmum því í lok sl. árs dvöldu
139 einstaklingar yngri en 67 ára í
þessum hjúkrunarrýmum sem ætl-
uð eru fyrir aldraða. Þetta eru ein-
staklingar sem oftast dvelja þar til
lengri tíma sökum veikinda eða
slysa og eru í þörf fyrir umfangs-
mikla þjónustu og oft sérhæfða.
Maður spyr sig; er það sanngjarnt
að búa þessu fólki aðstæður þar sem
aldraðir búa og oftast innan við tvö
ár? Svarið hlýtur að vera nei. Huga
þarf að öðrum þáttum fyrir þessa
einstaklinga, ekki síst félagslegum
þáttum. Fyrir liggur að fjölga hjúkr-
unarrýmum í Boðaþingi í Kópavogi.
Hér gefast tækifæri til að huga sér-
staklega að þessum einstaklingum
og þeirra þörfum og viðhorfum. Ef
til kæmi yrði uppbygging á hjúkr-
unarrýmum í þessum tilgangi sér-
stakur hluti byggingarinnar þar
sem megináhersla yrði á stærri
einkarými, heimilislegan brag og
möguleika á sérhæfðri þjónustu til
að koma til móts við þær þarfir sem
til staðar eru. Með þessu mundi
skapast valmöguleiki fyrir ein-
staklinga til að búa sér heimili og
taka þátt í hversdagsleikanum eins
og nokkur kostur er. En slík upp-
bygging er háð samþykki ríkisins og
það er von mín að svo verði þannig
að slík uppbygging yrði bæði ríki og
sveitarfélaginu til sóma.
Ég vil hvetja báða ráðherra vel-
ferðarmála til að kanna þennan
möguleika vel nú þegar verkefni
hjúkrunarheimilis í Boðaþingi er
komið í áætlunargerð Fram-
kvæmdasýslu ríkisins.
Öldrun þjóðarinnar og
tækifæri innan hjúkrunarheimila
Eftir Karen
Elísabetu
Halldórsdóttur
»En það eru ekki að-
eins aldraðir sem fá
þjónustu í hjúkrunar-
rýmum því í lok sl. árs
dvöldu 139 einstakling-
ar yngri en 67 ára á
hjúkrunarheimilum.
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi og formað-
ur velferðarnefndar í Kópavogi.