Morgunblaðið - 02.11.2020, Síða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020
Ýmsar rannsóknir
og kannanir hafa sýnt
okkur að of mörgum
nemendum líður ekki
vel í skóla og of margir
nemendur telja skóla-
námið gagnslítið.
Skólahald í breyttri
mynd getur skapað
óöryggi og aukið álag
hjá nemendum. Við
getum verið sammála um að það
skiptir miklu máli að öllum nem-
endum líði vel í skóla. Það er algjör
forsenda þess að námsárangur
verði góður. Hvað er þá til ráða?
Hugmyndavinna
Margar góðar hugmyndir er að
finna innan skólanna. Látum
skólana í sjálfstæði sínu ákveða
hvaða breytingar þeir gera til að
bæta líðan nemenda og árangur.
Föllum ekki í þá gryfju að láta ein-
hvern „stóra bróður“ ákveða hvað
gert er. Venjulega fylgja slíkum
vinnubrögðum skýrslu- og grein-
argerðir sem lenda iðulega í möpp-
um uppi í hillum og eru aldrei lesn-
ar. Ein leið er að skólarnir efni til
víðtækrar hugmyndasamkeppni
meðal nemenda, forráðamanna og
skólamanna. Nám þarf að vera fjöl-
breytt til að höfða til breiðs hóps
nemenda.
Samvinna skólastiga
Til að auka fjölbreytileika í námi
kemur til greina að skipuleggja
margs konar samstarf á milli
grunn- og framhaldsskóla sem
bjóða upp á verk- og listnám. Tvær
til þrjár kennsluvikur í framhalds-
skólunum gætu verið hluti af nám-
inu t.d. í 10. bekk. Kennslan yrði í
höndum kennara framhaldsskól-
anna og nemendur framhaldsskól-
anna gætu verið til aðstoðar í
kennslustundum. Þá mætti hugsa
sér að í efstu bekkjum grunnskól-
ans færi fram tónlistarkennsla þar
sem þekktir hljóðfæraleikarar yrðu
fengnir til að kenna nemendum á
hljóðfæri sem njóta vinsælda meðal
ungs fólks. Fjölmargar aðrar gagn-
legar hugmyndir eru þegar til-
tækar til að bæta líðan ungs fólks,
þátttöku þess í list- og verkgreinum
og fjölbreytt námsframboð.
Náms- og starfsráðgjafar
Við flesta skóla eru starfandi
náms- og starfsráðgjafar sem vinna
frábært starf við að leiðbeina nem-
endum og styðja þá. Stjórnendur
skóla, kennarar og annað starfsfólk
nýtur einnig fagmennsku náms- og
starfsráðgjafa í vinnu sinni með
nemendum. Skólastjóri á Stór-
Reykjavíkursvæðinu sagði fyrir
mörgum árum að aldrei hefði einn
starfsmaður hjálpað jafn mörgum
nemendum og nýráðinn náms-
ráðgjafi. Nú þegar skólahald er
með breyttu sniði hefur vanlíðan
margra nemenda aukist. Skólar
hafa eflaust gert ýmislegt til að
hjálpa nemendum sínum. Á næstu
vikum og misserum er sérstaklega
mikil þörf á að sinna vel þeim hluta
nemendahópsins sem hefur staðið
höllum fæti. Með markvissum að-
gerðum má ef til vill draga úr brott-
hvarfi nemenda í framhaldsskólum
sem hefur verið of mikið undan-
farin ár.
Sóknarfæri
í skólamálum
Eftir Þorstein
Þorsteinsson og
Gunnlaug
Sigurðsson
» Á næstu vikum og
misserum er sér-
staklega mikil þörf á að
sinna vel þeim hluta
nemendahópsins sem
hefur staðið höllum fæti.
Þorsteinn
Þorsteinsson
Höfundar eru fyrrverandi skóla-
meistarar.
thorsteinn2212@gmail.com
Gunnlaugur
Sigurðsson
Herferðin í kring-
um hina „nýju stjórn-
arskrá“ hefur varla
farið fram hjá nein-
um. Það sem virðist
hins vegar gleymast í
umræðunni, og er í
raun kjarni málsins,
er: hvað er stjórn-
arskrá? Hvaða hlut-
verki er henni ætlað
að gegna? Hvaða
málefni eiga heima í stjórn-
arskránni og hvað er betra að út-
færa með almennri löggjöf?
Stjórnarskrá er meðal annars
ætlað að geyma helstu megin-
reglur um stjórnskipulag ríkis og
ákvæði um ýmis grundvallarrétt-
indi borgaranna. Hún ætti að vera
fáorð og hnitmiðuð, enda ætlað að
standa af sér stefnur og strauma
og veita réttaröryggi. Almennri
löggjöf frá Alþingi er hins vegar
ætlað að útfæra nánar það sem
segir í stjórnarskránni, án þess að
fara gegn henni, og breytast í takt
við tíðarandann. Einmitt af þeirri
ástæðu er auðveldara að breyta
almennum lögum.
Í frumvarpi til stjórnskip-
unarlaga um breytingu á stjórn-
arskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/
1994 eru lagðar til hinar ýmsu
breytingar. Nánar tiltekið er þar
að finna hvorki meira né minna en
114 ákvæði. Þess má geta að nú-
gildandi stjórnarskrá inniheldur
81 ákvæði og er fimm síður að
lengd. Í frumvarpinu er til að
mynda kveðið á um að tryggja
skuli rétt manna til viðeigandi og
fullnægjandi heilbrigðisþjónustu,
og rétt manna á heil-
næmu umhverfi,
fersku vatni, ómeng-
uðu andrúmslofti og
óspilltri náttúru. Allt
er þetta gott og gilt
en hvað telst viðeig-
andi og fullnægjandi
heilbrigðisþjónusta?
Hvenær telst and-
rúmsloft mengað eða
náttúran spillt? Að
minnsta kosti það
mengað eða spillt að
brotið sé gegn stjórn-
arskrárvörðum réttindum? Er yf-
irhöfuð hægt að framfylgja þess-
um ákvæðum, hvort sem þau eru í
stjórnarskrá eða almennri löggjöf?
Þá hefur efnislegt inntak
ákvæða stjórnarskrárinnar verið
túlkað af dómstólum síðan hún tók
gildi 17. júní 1944, fyrir 76 árum.
Það er því ekki nóg að lesa texta
stjórnarskrárinnar þegar efnislegt
inntak hennar er kannað heldur
þarf að líta til dómaframkvæmdar
síðastliðin 76 ár. Þá verður einnig
að hafa til hliðsjónar dóma Mann-
réttindadómstóls Evrópu. En
hverjar eru afleiðingar þess að
kollvarpa núgildandi stjórnarskrá?
Munum við enn geta litið til þess-
ara dómafordæma þegar kemur að
því að túlka efnislegt inntak
ákvæða „nýju“ stjórnarskrár-
innar? Eða þurfum við hreinlega
að byrja upp á nýtt?
Líkt og áður var vikið að hafa
ákvæði stjórnarskrárinnar verið
túlkuð af dómstólum í langan
tíma. Efnislegt inntak margra
þeirra, einkum mannréttinda-
ákvæðanna í VII. kafla, er því
annað og meira en beint orðalag
þeirra gefur til kynna. Hefur til að
mynda hugtakið „friðhelgi einka-
lífs“ verið túlkað rúmt og talið ná
yfir friðhelgi heimilis og fjöl-
skyldu, þá fellur þar undir réttur
einstaklings til að ráða yfir lífi
sínu, líkama og tilfinningalífi. Lög-
festing á „nýju“ ákvæði sem bein-
línis nefnir öll þessi atriði er ekki
nauðsynlegt en kann vissulega að
auðvelda lesturinn.
Ég er ekki mótfallin stjórnar-
skrárbreytingum. Þvert á móti.
Ég tel hins vegar ekki ástæðu til
að kollvarpa núgildandi stjórn-
arskrá. Slíkt er til þess fallið að
skapa réttaróvissu, sem fer ein-
mitt gegn hlutverki stjórnarskrár-
innar. Þá tel ég sum ákvæðanna í
frumvarpinu óframkvæmanleg og í
mörgum tilvikum væri fullnægj-
andi að breyta almennri löggjöf.
Er ekki skynsamlegra, og þá eink-
um í ljósi þess að það er nokkuð
ljóst að frumvarpið fær ekki
brautargengi í heild sinni, að taka
fyrir einstaka ákvæði stjórn-
arskrárinnar, laga þau að breytt-
um aðstæðum og eftir atvikum að
bæta við ákvæðum gerist þess
þörf?
Vangaveltur um gagnsemi
nýrrar stjórnarskrár
Eftir Eydísi Ýri
Jónsdóttur
Eydís Ýr Jónsdóttir
»Er ekki skynsam-
legra að taka fyrir
einstaka ákvæði stjórn-
arskrárinnar, laga þau
að breyttum aðstæðum
og eftir atvikum að bæta
við ákvæðum gerist
þess þörf?
Lögfræðingur (fulltrúi) hjá LEX
Lögmannsstofu.
Efnahagskreppan nú
er ekki sú fyrsta sem Ís-
lendingar kljást við.
Gagnlegt getur þá verið
að rýna í fyrri hallæri
og læra af þeim. Árin
1881-82 var afspyrnu-
erfitt veður á landinu
sem skemmdi beitar-
land og drap fjöldann
allan af fé og kúm í
flestum landshlutum.
Ræktun þeirra og nýt-
ing skipti þá sköpum í atvinnulífinu,
sem fór illa úr skorðum í þessu óveðri.
Ekki bætti úr skák að alvarlegir misl-
ingar herjuðu líka í landinu.
Erlendis hjá nokkrum vinaþjóðum
var safnað fyrir velferð þjakaðra Ís-
lendinga. Í Öldinni okkar segir frá
slíkum framlögum. Þau voru mest frá
Dönum en einnig mikil frá Englandi.
Þaðan kom stórt skip með fóður, hey
og matvæli. Þessa sendingu má eink-
um rekja til athafnasemi Eiríks nokk-
urs Magnússonar (1833-1913), þá
bókavarðar í Cambridge, eins og fram
kemur í ævisögu sem ber nafn hans
(1933) eftir Stefán Einarsson.
Sambönd og álit Eiríks voru þá góð
í Englandi. Hann kynnti líka ástandið
í blaðagreinum þar og söfnunin gekk
vel. Síðan sigldi hann
með afraksturinn til Ís-
lands. Áður en það verð-
ur rakið nánar er við
hæfi að ræða aðeins um
þennan mann. Hann var
prestssonur frá Stöðv-
arfirði og lauk námi frá
Prestaskólanum áður
en hann flutti alfarið frá
Íslandi með Sigríði konu
sinni. Þau settust síðar
að í Englandi.
Eiríkur þýddi mörg
íslensk rit yfir á ensku
og öfugt, bæði sjálfur og
í samvinnu við aðra. Með öðrum þýddi
hann þjóðsögur Jóns Árnasonar og
margar Íslendingasögur. Einn þýddi
hann Lilju (Kristin kvæði eftir Ey-
stein Ásgrímsson frá 14. öld). Sú þýð-
ing fékk mjög góða dóma en leikritið
Stormurinn eftir William Shakespere
fékk slæma dóma. Á íslensku þýddi
hann líka forna sögu Tómasar Bec-
ketts; Tómasar sögu erkibiskups.
Gjöf frekar en gróði
Nóg um það. Í um 40 ár vann hann
sem bókavörður í Cambridge, en
hafði svigrúm til að skrifa oft í íslensk
blöð, til reglulegra bréfaskrifta við
Jón Sigurðsson forseta og ferðalaga
til Íslands af og til. Haustið 1882 sigldi
Eiríkur með hlaðið skip til Íslands
með söfnunarafrakstur sem hann sá
um úthlutun á, til stuðnings kreppu-
þjökuðum löndum sínum. Sumarið
hér hafði þá verið slæmt og kalt. Siglt
var umhverfis landið og víða komið
við og úthlutað vörum við góðar und-
irtektir fólks. Biblíufróður maður
þarna hefði e.t.v. munað eftir þessu
versi úr Postulasögunni: Þannig ber
okkur að annast óstyrka og minnast
orða Drottins Jesú sjálfs: „Sælla er að
gefa en þiggja.“ (Post. 20:34.)
Vel var þá úthlutað í Reykjavík, þar
sem um helmingur íbúa var veikur af
mislingum. Mörgum þótti þessi ferð
árangursrík en nokkuð bar á gagn-
rýni.
Ýmsum þótti Eiríkur hafa farið of-
fari í þessari söfnun og sendingu.
Hann svaraði því til að æðstu yfirvöld
landsins hefðu þá haldið því fram að
forða þyrfti mörgum frá hung-
urdauða. Það hefði svo verið kynnt í
söfnunarátakinu ytra. Þessi kreppa
fjaraði fljótlega út og við tók betri tíð
hjá mönnum og málleysingjum á Ís-
landi.
Öflug úrræðauppspretta
Þessi söfnunar- og úthlutunar-
viðbrögð vegna kreppu virðast hafa
gert mikið gagn í þjóðfélagsgerð og
atvinnulífi þessa tíma. Væru þetta við-
eigandi kreppuviðbrögð í dag? Varla.
Fátækum myndi þó fækka. En hvað-
an kæmi björgin? Allar tengslaþjóðir
glíma við sömu Covid-vandamálin.
Lausnin hér kann m.a. að finnast í
innlendri nýsköpun í atvinnulífinu,
sem eykur vöruvandaðan útflutning.
Fiskeldi víða virðist farsælt. Framtíð-
arútflutningur Landsvirkjunar gæti
orðið grænt vetni, sem orkugjafi.
Eitt af efnilegri fyrirtækjunum nú
er Kerecis, sem nýtir þorskroð við
meðferð á sárum. Þessi nýting hindr-
ar m.a. aflimanir vegna sykursýki og
offitu. Umsvifin eru mikil og líknandi,
ágóðinn ágætur og afurðin virðist
vera umhverfisvæn og sjálfbær. Með-
al stjórnarmanna þar er Ólafur Ragn-
ar Grímsson, sem liðsinnti mörgum ís-
lenskum fyrirtækjum í forsetatíð
sinni.
Marga aðra ágæta íslenska starf-
semi hefði mátt nefna, sem gæti stuðl-
að að kreppulausnum, en ekki svig-
rúm fyrir hér. Margþættar aðgerðir
stjórnvalda virðast farsælar í okkar
fjölþætta samfélagi. Tillögur um auk-
in ríkisútgjöld á ákveðnum sviðum
verða oft umdeildar, því svo margir
vilja fá sinn skerf af útgjaldakökunni.
Samt verður hvatt til þess hér að ríkið
auki rekstrarframlög til dvalar- og
hjúkrunarheimila, auk þess að lækka
hátt búsetugjald íbúa þar. Þessi til-
laga hefur að leiðarljósi framtíð-
arhagsmuni íbúa, starfsfólks og staða
víða um land. Hún myndi auka lífs-
gæði og bæta aðbúnað hinna van-
metnu; eldri borgara. Fyrirsjáanleg
ríkisvæðing þessara heimila yrði að
mestu afturför.
En ef við lítum okkur nær erum við
öll almannavarnir, þurfum oft að
muna að spritta og nota grímu. Líka
umbuna okkur sjálfum af og til, svo
sem eftir heilsurækt. Það gerði ég nú í
október með þremur sneiðum af
rjómatertu vegna jafnmargra áttræð-
isafmæla. Fyrst til að heiðra minn-
ingu hins friðelskandi bítils Johns
Lennons. Svo vegna afmælis hins já-
kvæða og þrautseiga tónlistarmanns
Cliffs Richards. Síðast en ekki síst
vegna afmælis knattspyrnukappans
Pelés, sem varð þrisvar sinnum
heimsmeistari með Brasilíu. Ýmislegt
gagnlegt má læra af gömlum sigrum.
„Spyrjið um gömlu göturnar.“ (Jer.
6;16.)
Kreppulausnir fyrr og nú
Eftir Ævar Halldór
Kolbeinsson »Forðum daga kom
fulllestað skip frá
Englandi með björg í bú
vegna kreppu á Íslandi.
Vel þegið þá, en hvað nú?
Ævar Halldór
Kolbeinsson
Höfundur er (h)eldri öryrki og áhuga-
samur um íslenska velferð.
Allt um sjávarútveg