Morgunblaðið - 02.11.2020, Side 20

Morgunblaðið - 02.11.2020, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020 ✝ Sigurður Hall-ur Sigurðsson fæddist á Hvamms- tanga 11. febrúar 1967. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 23. októ- ber 2020. Sigurður Hallur var annað barn foreldra sinna, Sig- urðar Sigurðs- sonar, f. 1. ágúst 1932, d. 20. maí 2011, og Ásu Guðmundsdóttur, f. 17. sept- ember 1933. Bróðir Sigurðar Halls er Guðmundur, f. 13. mars 1955, maki Guðmundar er Jónína Sigurðardóttir f. 20. ágúst 1956. Sigurður Hallur lætur eftir sig eiginkonu, Stellu Stein- grímsdóttur, f. 9. nóvember til Reykjavíkur með eiginkonu og börnum árið 2006. Hann hóf ungur störf í brú- arflokki Vegagerðarinnar og lærði til húsasmíðameistara í Iðnskóla Reykjavíkur. Sigurður Hallur starfaði alla tíð við brú- arvinnu hjá Vegagerðinni. Fyrst undir stjórn afa síns, Guðmundar Gíslasonar, og síð- ar sem verkstjóri hjá Guð- mundi Sigurðssyni uns hann tók við sem brúarsmiður flokksins árið 2011. Í sept- ember 2019 tók hann svo við sem yfirmaður vinnuflokka Vegagerðarinnar. Sigurður Hallur starfaði einnig í samninganefnd ríkis- starfsmanna um nokkurt skeið og var virkur félagi í frímúr- arareglunni. Útför Sigurðar Halls fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 2. nóvember 2020, klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur við- staddir, en streymt verður frá athöfninni á vefsíðu Sonik: Sonik.is/hallur 1965. Foreldrar hennar eru Stein- grímur Leifsson, f. 28. apríl 1943, d. 29. nóvember 2015, og Björg Ingólfs- dóttir, f. 20. ágúst 1947. Börn Sig- urðar Halls og Stellu eru: 1) Eva Björg, f. 19. októ- ber 1985, eigin- maður hennar er Jón Viðar Hreinsson, f. 5. júní 1992. Börn þeirra eru Tristan Máni, Dagur Örn og Arnar Þór. 2) Sigurður Örn, f. 8. október 1993, unnusta hans er Sara Rut Kristbjarnardóttir, f. 29. janúar 1994. Sigurður Hallur ólst upp á Hvammstanga og bjó þar sín fyrstu hjúskaparár en fluttist Það var mikil sorgarfrétt að heyra að Hallur væri dáinn. Við vissum að hann var að berjast við krabbamein, en hann var bara þessi týpa sem maður var viss um að myndi vinna, alltaf sterkur og jákvæð- ur. Við vorum heimalningar hvort heima hjá öðru. Ólumst upp saman öll frændsystkinin á Hvammstanga. Við eigum svo margar minningar saman, þær sem fyrst koma upp í hugann tengjast einhverju stússi með afa, oftast tengt kindunum, það var eitthvað sem við bæði höfð- um mjög gaman af. Seinna meir bjuggum við tímabundið saman í Reykjavík, þá var Hjalti kominn inn í myndina og þið náðuð svo vel saman, þið deilduð sömu áhuga- málum og áttuð margt sameig- inlegt. Seinna fjarlægðumst við eins og gengur, með okkar fjölskyld- ur, sitt í hvoru landinu. En það var alltaf gaman þegar við hitt- umst, við vorum í sambandi á Facebook og ég fékk reglulega fréttir af Halli og fólkinu hans frá mömmu og Ásu. Elsku Ása, Stella, Eva, Siggi, Gúndi og fjölskyldur, hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Minningin um góðan mann lifir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Guðrún, Hjalti og fjölskylda. Hallur var enginn venjulegur frændi, hann var nokkurs konar eldri bróðir. Fyrsta árið mitt bjuggum við heima hjá afa og ömmu og alla tíð eftir það var ég nánast daglegur gestur í Mánagarði þar sem komið var við á leið heim úr skóla eða hve- nær sem var. Þar var hægt að hlusta á plöturnar og lesa bæk- urnar hans Halls ásamt ýmsu fleira. Fyrsti laxinn var veiddur undir leiðsögn hans og afa í Tjarnaránni, fyrstu 18 holurnar voru undir leiðsögn Halls löngu síðar á Kormáksmótinu. Þá kom þolinmæði hans ekki síst í ljós gagnvart byrjandanum sem hitti ekki alltaf og hafði ábyggi- lega ekki góð áhrif á hans leik þar sem stefnt var á sigur. Því var tekið með bros á vör. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var gert af alúð og elju- semi og vandvirkni hans var engu lík, hvort sem var í leik eða starfi. Hann var afburða- veiðimaður. Í minningunni eru margar heimsóknir í Mánagarð þegar Hallur og afi voru mættir heim að lokinni vel heppnaðri veiðiferð og tugum laxa var rað- að á flötina. Þegar komið var nóg í veiðinni var stöngin lögð á hilluna og þá sneri hann sér að golfinu. Að loknum löngum vinnudegi í brúarvinnu spiluðu félagarnir golf á kvöldin, nokkr- um árum síðar var hann kominn með lága forgjöf, fyrirliði Vega- gerðarmanna í golfmótum og áttu þau Stella frábæra tíma saman þar. Hallur og Stella. Stella flutt- ist til Hvammstanga sem stærð- fræðikennari þegar ég var á síð- asta ári í grunnskóla. Árið eftir voru þau flutt saman og hafa verið nefnd í sömu andrá síðan. Þau hafa síðan eignast dásam- lega og samheldna fjölskyldu sem hefur misst svo mikið, fjöl- skylduföður og afa. Við bundumst ekki bara nán- um fjölskylduböndum. Frá því ég kom til starfa til Vegagerð- arinnar höfum við unnið saman að fjölmörgum verkefnum. Hallur varði allri sinni starfsævi hjá Vegagerðinni, sem smiður, verkstjóri og tók svo við brúar- flokknum. Árið áður en hann veiktist kom hann svo til starfa í Borgartúnið og hafði yfirum- sjón með vinnuflokkum Vega- gerðarinnar. Hallur var alltaf búinn að hugsa nokkur skref fram í tímann. Við skipulagn- ingu flókinna verka við krefj- andi aðstæður kom honum sjaldnast eitthvað á óvart. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín varðandi allan undirbúning og hafði mikinn metnað fyrir vel unnu verki. Hann var jafningi okkar tæknimannanna og held ég að hann hefði blómstrað næstu árin í nýju hlutverki þar sem hæfni hans og þekking fengi að njóta sín til fulls. Við leituðum ráða hjá honum, á hann var hlustað og honum treyst til krefjandi verka. Hvort sem það var flókin steyputækni, áætlanagerð eða bygging brúa á methraða þegar hringvegurinn hafði rofnað. Enda hafði Hallur 40 ára reynslu í brúarsmíði þrátt fyrir ungan aldur. Missir okkar sem vegagerðarmanna er mikill, ekki einungis var hann frábær vinnufélagi heldur var verkþekking hans einstök. Það er sárt að sjá á bak góð- um manni svo snemma, manni sem hafði svo mikið að gefa en minningin mun lifa. Stella, Eva Björg, Siggi og fjölskyldur, amma og pabbi, megi guð blessa ykkur og styrkja í sorginni. Valur. Í kassettutækinu í bílnum hjá Sigga löggu hljómaði lagið „Traustur vinur“ sem var vin- sælasta popplagið á þessum tíma. Við vorum á leiðinni til Blönduóss á unglingaball. Pabbi Halls var að sinna skyldustörf- um og við fengum að fljóta með. Í hugum okkar hljómar nú lagið um leið og við minnumst æsku- vinar okkar sem er fallinn frá allt of snemma. Við fylgdumst að frá unga aldri, börn alin upp við sömu götu í sama þorpi þar sem við lékum okkur á björtum sumar- kvöldum. Svo urðum við ung- lingar með öllu sem því fylgdi og straumar og stefnur heims- ins náðu til okkar. Eitt kvöldið gerðumst við meira að segja pönkarar, þegar Ebba hans Hafsteins kennara klippti okkur eftir nýjustu tísku. Í næstu Reykjavíkurferð var svo keypt- ur grænn hermannajakki í Vinnufatabúðinni og þá var þetta komið. Pönkið hafði hafið innreið sína á Hvammstanga. Hallur og hinir strákarnir í grænum hermannajökkum með sígarettu í munnvikinu á mót- orhjólunum. Hallur hætti reyndar fljótlega að reykja, það átti ekki við hann. Hallur vissi alltaf hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór, hann vildi verða brúar- smiður eins og afi hans og stóri bróðir. Hann byrjaði líka snemma að vinna í brúarvinnu- flokknum og fljótlega fylgdu fleiri vinir okkar í kjölfarið. Þegar þeir komu heim aðra hverja helgi á sumrin var farið á rúntinn og Hallur sagði okkur skemmtisögur af hinum strák- unum, enda máttum við ekki missa af neinu. Þegar fullorðinslífið tók við urðu fundirnir færri en alltaf var fylgst með úr fjarlægð, allt- af þessi hlýja og væntumþykja. Svo komu fréttir um veikindi Halls eins og þruma úr heið- skíru lofti. Nýlega hittumst við og áttum saman yndislega kvöldstund sem fer nú í höll minninganna. Til Halls Ef lífið væri 18 holu golfhringur hefðir þú spilað undir pari farið holu í höggi fengið örn og fugl. Því hefði verið réttlátt að þú kæri vinur fengir að spila allan hringinn. Hugur okkar er hjá Stellu, börnunum tveimur og barna- börnum. Og hugur okkar er hjá elsku Ásu sem sér á eftir yngri syni sínum. Traustur vinur er genginn. Eygló, Eyrún og Hjördís. Kæri vinur. Þetta varð nöturlegur dagur þegar ég fékk fréttirnar af þér. Vinnuþrekið hvarf og ég lagðist eiginlega í híði þann daginn, hundarnir urðu varir við hve illa mér leið og komu að hugga mig. Um huga minn streymdu minn- ingar um þig, hver annarri betri. Góðar stundir á golfvell- inum, í útlöndum og í vinnunni. Mér er minnisstætt þegar okk- ar kynni bar að þegar þú tókst að þér verkstjórn á brúar- flokknum hans bróður þíns. Ákveðinn, vinnusiðferðið og seiglan endurspeglaðist í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þegar við vorum að steypa gólf- ið á Blöndu, þú fárveikur, dálít- ið stressaður enda mátti ekkert klikka, en þú stoppaðir ekki, lést ekki deigan síga og neitaðir algjörlega að hvíla þig. Varst allan tímann á meðan steypan var kláruð og það var ekki fyrr en strákarnir ráku þig í bælið að þú lést segjast. Daginn eftir hélstu áfram eins og ekkert hefði í skorist, samt ennþá las- inn. Þær mörgu stundir sem við sátum og skipulögðum verk í þaula, hvernig best væri að framkvæma hlutina, þá dáðist maður oft að útsjónarseminni í þér. Tryggðin við vinnustaðinn var einstök, vildir láta verkin tala og í stað þess að hanga inni sem verkstjóri og klára alla pappírsvinnuna sem því fylgdi þá gerðir þú hana bara á kvöld- in og fékkst aldrei greitt fyrir. Betri golffélaga getur maður ekki hugsað sér, ég man alltaf þegar þú og Stella spiluðuð með okkur Betu í fyrsta skipti. Þú varst svo mikill herramaður, hjálpaðir Betu stanslaust, hug- hreystir hana þegar illa gekk og varst alltaf fyrstur til hjálpar, ég skammaðist mín og hugsaði með mér að ég yrði að aðstoða Betu meira heldur en ég hafði gert hingað til. Svona lærir maður góða siði. Þú varst mikill keppnismaður, ástríðumaður í golfi. Þegar við fórum saman í golfferð til Costa Ballena og ákváðum að hafa punktakeppni alla ferðina, sá sem tapaði átti að útvega bikar með þeirri áletrun að siguvegarinn væri betri í golfi. Aldrei fékk ég bik- arinn en sættist á góða koníaks- flösku í staðinn. Keppnisskapið var svo mikið að þú gast ekki viðurkennt að ég hefði verið betri, enda varst þú miklu betri í golfi en ég, bara óheppinn í ferðinni. Þegar við fórum sex saman til Danmerkur og spil- uðum í viku á dönskum golfvelli, elduðum sjálf, lékum og skemmtum okkur saman. Það var ógleymanleg ferð og líklega besta golfferð sem ég hef farið í, enda frábær félagsskapur. Fjöl- skyldan var þér allt, afastrák- arnir og börnin ykkar, ég öfund- aði þig alltaf af afahlutverkinu og skil fyrst núna hversu ynd- islegt og gefandi það er. Ótrúleg seigla í þér að fara bara fyrir viku í ísbíltúr með afastrákana, en þannig varstu, alltaf að gefa af sjálfum þér, hugsa um aðra. Maður fann það þegar maður kynntist ykkur bræðrunum og Stellu hversu heilsteypt þið er- uð öll saman og vinátta ykkar er mér og Betu ómetanleg. Þín er sárt saknað bæði í vinnu og leik. Minning þín mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Hvíl í friði, kæri vinur. Við sendum innilegar samúð- arkveðjur til ykkar, kæra Stella og fjölskylda. Aron og Elísabet. Á lífsleiðinni verða á vegi manns fjölmargir ólíkir einstak- lingar. Allur gangur er á hversu kynnin vara lengi, rista djúpt eða hversu samverustundirnar eru margar. Halli og Stellu kynntist ég fyrir fáum árum. Þau miklir dýravinir og það voru hundarnir okkar sem leiddu okkur saman. Við, ásamt fleira fólki, tilheyrðum svo opn- um gönguhópi sem hittist reglu- lega og gekk saman með hundana sína. Gönguferðirnar eru orðnar ansi margar. Sam- verustundirnar orðnar að dýr- mætum minningum um góðan vin sem við syrgjum sárt. Það þurfti ekki margar gönguferðir til að átta sig á því að Hallur var einstakur maður. Hann hafði þægilega nærveru og við mannfólkið ekki síður en hundarnir löðuðumst að honum. Í göngunum voru Hallur og Kókó oftar en ekki fremstir í flokki; enda báðir léttir í spori og kvikir í hreyfingum. Hallur var góður göngufélagi. Um- ræðuefnin skorti ekki; lífið og tilveran í allri sinni dýrð var óþrjótandi uppspretta sam- ræðna. Hallur var mikill fjöl- skyldumaður. Stella, börnin, tengdabörnin og barnabörnin, ásamt honum Kókó, áttu hug hans allan. Hann var örugglega draumasonur sérhverrar móð- ur. Traust, fegurð og heilindi koma upp í hugann þegar ég minnist Halls. Hann lifði fal- legu, innihaldsríku og skemmti- legu lífi með sínu fólki. Eitt áhugamála þeirra hjóna var golfið. Á sumardögum mættu þau snemma í morgungönguna með Kókó og svo beið golfvöll- urinn með öllum sínum 18 hol- um. Þegar heim kom var svo farinn annar hringur með Kókó. Fjölskyldumaturinn var líka á sínum stað og eitthvað olli því að bíllinn hans var líka alltaf hreinn. Snyrtimennskan, at- hafnasemin og dugnaðurinn leyndu sér ekki. Stella og Hall- ur, Hallur og Stella. Þau í golfi; hérlendis eða erlendis, þau á tónleikum með Elton John, þau að ganga með Kókó og þau með börnin, tengdabörnin og barna- börnin. Þau svo samstiga í líf- inu, svo falleg hjón og lánsöm. En svo breyttist allt og það dró ský fyrir sólu. Í tæpt ár barðist Hallur við krabbameinið og hann barðist ekki einn. Hann sagði að Stella væri kletturinn sinn og saman sýndu þau aðdáunarverðan styrk og kjark. Hallur auðgaði líf þess fólks sem þekkti hann og hans verður sárt saknað. Missir Stellu og fjölskyldunnar allrar er meiri er orð fá lýst. Megi allar góðu minningarnar styrkja þau og styðja. Guð blessi og varðveiti minn- ingu Halls. María Solveig Héðinsdóttir. Neistinn er slokknaður. Sig- urður Hallur Sigurðsson er all- ur, aðeins 53 ára. Hallur var sérstakur maður, alltaf rólegur og vel hugsandi. Kynni okkar Halls urðu í veiðiferð í Miðfjarðará. Ég og félagi minn lentum í veiðihópi með mönnum frá Hvamms- tanga. Þeir voru Siggi, faðir Halls, og Kalli, við félagarnir gátum ekki fengið betri veiði- félaga. Félagi minn Jón Kaldal, Siggi og Kalli eru látnir og nú kveður Hallur. Um 20 ára tíma- bil veiddum við í ýmsum veiði- ám. Það var ómetanlegt að kynnast slíkum öðlingum. Vin- átta okkar var sérstök öll þessi ár. Með þessum fátæklegu orð- um kveð ég veiðifélaga minn Sigurð Hall Sigurðsson og góð- an vin sem kenndi mér leynd- armál í veiði. Lífið óskiljanlegt er enginn veit ævi manns fyrr en öll er. Stella mín, það er sárt að missa ástvin, en minningar ylja. Ég votta þér og börnum ykkar hluttekningu á sorgarstund. Ykkur styrki góður Guð. Jón Róbert Karlsson. Það var á sólríkum sumar- degi fyrir rúmum átta árum að ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta Hall fyrst, á mínum fyrsta vinnudegi fyrir Vega- gerðina. Þarna var ég mætt, nýi yfirmaðurinn hans, nýútskrifuð og alveg blaut á bak við eyrun. Ég get rétt ímyndað mér að það hafi ekki verið auðvelt, stórt og flókið verkefni var fram undan og mikið í húfi. Hallur hafði stuttu áður tekið formlega við verkstjórn vinnuflokksins af bróður sínum og hafði mikinn metnað fyrir verkefnunum fram undan. Það voru því krefjandi fyrstu mánuðirnir, ég þurfti að læra bókstaflega allt og á sama tíma vorum við að þróa nýtt verklag við að nota slitsterka steypu í slitlag á brúm, fyrsta verkefnið af mörgum. Með mik- illi eljusemi tókst okkur að skila góðu verki sem var grunnurinn að öllum þeim verkum sem á eftir komu, enda fáir sem leggja jafn hart að sér við vinnu og Hallur gerði. Í vinnunni heyrðumst við í síma oft á dag og saman ferð- uðumst við um allt Ísland við að skoða brýr sem þurfti að laga. Það voru langir dagar en skemmtilegir og mikið talað. Stundum tókumst við á um póli- tík og samfélagsmál, enda bæði blóðheit með miklar skoðanir. Það gátu orðið læti en með tím- anum urðum við sammála um að vera ósammála, við vorum á sömu blaðsíðu í flestu öðru sem skipti máli. Á ferð okkar um landið og í krefjandi verkefnum lentum við endrum og eins í erfiðum að- stæðum. Ég segi oft að Hallur hafi nokkrum sinnum bjargað lífi mínu. Fyrsta skiptið var þegar þrjóskur hitti þrjóskari og við enduðum á að fjúka út af veginum í Langadal. Hallur stýrði bílnum pollrólegur út af veginum og við sluppum ómeidd með óskemmdan bíl. Seinna, þegar ég upplifði eina af mínum erfiðustu stundum, var Hallur til staðar og passaði að allt færi vel. Fyrir það verð ég honum ævinlega þakklát. Eftir Hall liggja fjöldamörg verk um allt land. Öll hafa þau skilað samfélaginu betri og öruggari mannvirkjum, mismik- ið í húfi en öll mikilvæg á sinn einstaka hátt. Verkin öll unnin af fagmennsku og með það að leiðarljósi að standa eins lengi og mögulegt er fyrir þá fjár- muni sem voru í boði hverju sinni. Það er því mikill missir fyrir okkur öll að fagþekkingar, reynslu og handverks Halls nýt- ur ekki lengur við. Það er skarð sem verður erfitt að fylla. Það er rétt rúmlega ár síðan hann tók síðast á móti mér í græna vinnuskúrnum, með hvíta hjálminn í vinnubuxunum með axlaböndin. Að klára sitt síðasta verk sem verkstjóri áður en hann tæki við nýju starfi sem Sigurður Hallur Sigurðsson Ástkær sonur minn, bróðir okkar, frændi og mágur, ÖRN THORS, varð bráðkvaddur á heimili sínu 13. október. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 2. nóvember klukkan 15. Aðeins allra nánustu aðstandendur mega vera viðstaddir athöfnina. Streymt verður á slóðinni: https://youtu.be/VGr5YBj3KeI. Svanhildur J. Thors Örn Oddgeirsson Lára Thors Iðunn Thors Jakob Hagedorn-Olsen Jóna Thors Svanhildur Thors James M. Fletcher börn og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.