Morgunblaðið - 02.11.2020, Side 22

Morgunblaðið - 02.11.2020, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is ÝmislegtHúsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Framkvæmdir er í gangi í Félagstarfinu í Árskógum. Aðalingangur lokaður, aðgangur í félagsstarf í gegnum Árskogar 6 - 8 . Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Opinn handa- vinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Ganga kl. 10:00. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Handavinnuhornið kl. 13:00. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar i síma 411-2790. Garðabæ Jónshús er opið og heitt á könnunni. Minnum á grímuskyldu og muna að halda áfram upp á 2 metra regluna. Tilkynningar um breytingar koma líka fram á facebooksíðu okkar https://www.facebook.com/eldriborgararfelagsstarfgardabaer Korpúlfar Ganga kl. 10 gengið frá Grafarvogskirkju, Borgum og inni Egilshöll. Höldum fjarlægð og virðum allar sóttvarnir. Þátttökuskráning í hádegisverð og kaffitíma í eldhúsinu. Skart í listas- miðju kl. 13:00 í dag og Línudans með Guðrúnu kl. 13 í Borgum í stórum sal, grímuskylda og 2 metrar. Grímuskylda í Borgum. Starf á Korpúlfsstöðum fellur niður í óákveðin tíma. Seltjarnarnes Námskeiðin í leir og gleri eru í samráði við leiðbeinendur. Jóga í salnum á Skólabraut kl. 10.00 fyrir íbúa Skólabrautar og kl. 11.00. fyrir íbúa utan Skólabrautar. Kaffikrókurinn og aðrar samverustundir í dag eru eingöngu í boði fyrir íbúa Skólabrautar 3-5. Minnum handþvott og sprittun og að grímuskylda er í félagsaðstöðunni bæði hjá gestum og starfsmönnum. Hluthafafundur Hluthafafundur í Þorbirni hf. verður haldinn þriðjudaginn 17. nóvember nk. kl. 11.00 á skrifstofu félagsins í Grindavík Dagskrá: 1. Kosning stjórnar 2. Önnur mál Stjórn Þorbjarnar hf. Fundir/Mannfagnaðir Færir þér fréttirnar mbl.is FINNA.is Kæri vinur, það er margs að minn- ast frá samskipt- um okkar í rúm 30 ár sem við félagarnir unnum saman. Alltaf var það gleðin sem stýrði sam- skiptum okkar. Það voru fáir sem stóðu þér á sporði við að stjórna stærstu lyfturunum hjá Eimskip. Síðan tókst þú að þér að stjórna akstrinum hjá okkur bílstjórunum og vitum við að það gat tekið á. Þú með skjá- inn fyrir framan þig og við bíl- stjórarnir gjammandi í talstöð- ina, já eða í símanum við þig. Við vitum að ein þín besta af- slöppun var að fara með hólk- inn upp á heiði og sitja þar fyr- ir rebba. Síðan voru það veiðiferðirnar í Brúarár, Álftá og fleiri ár með góðum vinum, þar sem þú greipst í gítarinn og við vinirnir sungum hver með sínu nefi. Þar var oft glatt á hjalla og mikið hlegið. Eft- irminnilegasta stundin var þegar þú spilaðir á gítarinn austurrískan slagara og Pétur var að reyna að kenna Steina stóra að jóðla. Við vorum 3 mínútum frá því að fara yfir um af hlátri. Við söknum þess að heyra í þér í talstöðinni. Þar sem við eða þú helltum úr viskubrunnum okkar enda þóttumst við hafa svör við öllu. Það skal ekki haft eftir hér hversu svörin gátu verið öf- ugsnúin, enda skemmtum við okkur vel yfir þeim. Jæja, „Strandamaðurinn sterki“, nú ert þú kominn í sumarlandið og við vitum hver tekur á móti okkur þegar að því kemur. Björn Smári Sigurðsson ✝ Björn SmáriSigurðsson fæddist 18. sept- ember 1966. Hann lést 19. október 2020. Útför Björns Smára var gerð 29. október 2020. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. (Bubbi Morthens) Þín verður sárt saknað, elsku vin- ur, og guð geymi þig. Sendum ættingjum og vin- um okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Jóhann Geirharðsson, Pétur B. Snæland, Halldór Þórisson og Páll Sævar Guðjónsson. Öll eigum við það fyrir hönd- um að hverfa yfir móðuna miklu þegar þar að kemur en við von- umst þó til þess að eiga langa og góða ævi áður en kemur að þeirri kveðjustund. Núna þegar Björn Smári, samstarfsmaður okkar hjá Eimskip til 35 ára, er hrifinn á brott með litlum fyr- irvara, ekki nema 54 ára, stönd- um við eftir og vitum vart hvað- an á okkur stendur veðrið. Fyrir fáeinum vikum var hann hér á meðal okkar kátur og hress eins og hans var vandi. Björn Smári hóf störf í út- flutningi og strandflutningi hjá Eimskip þann 19. ágúst 1985, þá 19 ára gamall. Árið 1988 færðist hann yfir í skipaaf- greiðslu og starfaði þar fram í janúar 1997 er hann færðist yfir í hlið 1 í Sundahöfn sem vigt- armaður. Hann tók síðan við starfi fulltrúa í flutningastýr- ingu innanlands í júlí árið 2000 og vann lengi við akstursstýr- ingu og þar með við beina þjón- ustu og samskipti við viðskipta- vini félagsins. Björn Smári færðist yfir í ör- yggisdeild Eimskips í septem- ber 2017 og hefur síðan sinnt þjónustu við samstarfsmenn og viðskiptavini á athafnasvæði fé- lagsins í Sundahöfn og Flytj- anda. Hann var hvers manns hugljúfi og alltaf boðinn og bú- inn að aðstoða við hverskyns verkefni sem geta verið mjög fjölbreytt á stórum vinnustað. Ég veit að ég tala fyrir hönd okkar allra hjá Eimskip þegar ég segi að það er mikill sökn- uður hjá okkur sem höfum unn- ið með Birni Smára og átt hann að bæði sem vinnufélaga og mörg okkar ekki síður sem vin. Fyrir hönd okkar allra sendi ég foreldrum hans og systrum og fjölskyldunni allri okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Eyþór H. Ólafsson. Mig langar að minnast kærs vinar míns, Björns Smára Sig- urðssonar með nokkrum línum. Björn lést 19. október sl. og út- för hans fór fram frá Lang- holtskirkju fimmtudaginn 29. október. Við kynntumst í starfi okkar hjá Eimskip og báðir átt- um við sameiginlegt að við byrj- uðum ungir að vinna þar. Okkar vinskapur hófst upp úr síðustu aldamótum, en þá vorum við saman á deild undir stjórn Ragnars Þórs Ágústsson- ar. Okkur varð strax vel til vina og sá vinskapur efldist sífellt og núna nokkur síðustu árin töl- uðumst við saman í síma alveg vikulega og stundum oftar ef eitthvað sérstakt var í gangi, svo sem eftir að hann veiktist í lok september. Hvorugum okk- ar gat dottið í hug að þessi veikindi væri þetta alvarleg, sem í raun reyndist. Björn var á þessum tíma fullur tilhlökk- unar, því hann var búinn að finna sér bíl sem hann var ákveðinn í að kaupa. Ekki nýj- an, en bíl í góðu standi og sem myndi gera honum kleift að keyra hálendis slóða. Við vorum töluvert í sambandi á þessum tíma og 1. október kvöldið, sem hann gekk frá bíla kaupunum hringdi hann í mig, reyndar sárlasinn en hann hafði tekið smá hring á bílnum og var yfir sig ánægður. Svo fékk ég senda mynd af bílnum þegar hann var kominn á stæðið fyrir fram hús- ið hans. Mér er til efs að hann hafi keyrt bílinn meira, því næsta kvöld föstudaginn 2. október sendi hann mér SMS um að hann hefði verið keyrður með sjúkrabíl beint uppá bráða- móttöku. Við heyrðumst aðeins á laugardeginum og hann sendi mér SMS seint á sunnudeginum um að hann ætlaði að reyna að hringja í mig um kvöldið, sem varð ekki því þá var hann kom- inn á gjörgæslu. Og þetta voru okkar síðustu samskipti. Björn var afar vel gerður og traustur maður og vinur vina sinna. Hann var líka afar trúr vinnuveitanda sínum og ég þyk- ist viss um að þar ríkir eftirsjá. Björn var mikill veiðimaður bæði með skotvopn og veiði- stöng. Hann hafði dregið mikið úr skotveiðinni síðustu árin, en á árum áður fór hann bæði til rjúpna og gæsa veiða. Deildin okkar var mjög samheldinn og Ragnar Þór deildarstjóri bauð til villibráðar kvölds nokkur ár í röð. Þá skaffaði Björn megnið af villibráðinni, en Ragnar sá um eitthvað til að skola henni niður með. Við Björn vorum ekki alveg sammála með rjúpuna en ég var með áróður um að það ætti að friða hana algjörlega en ekki skjóta. Björn var snillingur í mannlegum samskiptum og ekki veit ég hvort hann komst að því að konan mín hafði alist upp við að hafa rjúpur á jól- unum og núna voru engar rjúp- ur til og hvergi hægt að fá rjúp- ur. Þannig að Björn bauð mér að koma með sér til rjúpna. Þar kom vel á vondan og svo átti ég átti enga byssu. Þá segir Björn „ég lána þér bara byssu“. Ég fékk 6 rjúpur, sem víst bara gott hjá byrjanda en Björn fékk yfir 20. Í lok dags spurði hann mig hvað ég þyrfti margar og ég sagði 9 stykki. Þá seildist hann í pokann sinn og dró upp 4 stykki handa mér. Konan mín var alsæl með rjúpna jólin, þökk sé Birni. Ég votta fjölskyldu Björns mína dýpstu samúð vegna frá- falls hans. Dagþór Haraldsson. ✝ Elsa HreindalSigurðardóttir fæddist í Reykjavík 16. apríl 1941. Hún lést á heimili sínu 15. október 2020. Foreldrar hennar voru Sigurður Krist- jánsson, f. 14. febr- úar 1897, d. 28. nóv- ember 2001, og Kristjana Bjarna- dóttir, f. 3. sept- ember 1910, d. 5. maí 2008. Þeirra börn voru, auk Elsu, Bjarni Hrein- dal og Inga Hreindal, sem bæði eru látin. Eftirlifandi systkini Elsu eru Björg Hreindal, Sigurður Hreindal og Ásgeir Hreindal. Elsa giftist 7. október 1961 Eyj- ólfi Halldórssyni, f. 11. janúar 1939, d. 9. ágúst 2004. Börn Elsu og Eyjólfs eru: 1) Fríða, maki Sig- mar Óðinn Jónsson, þeirra barn er Agnes. 2) Ragnheið- ur Linda, maki Björgvin Ólafsson, börn hennar og Ólafs Þorgeirssonar eru Ísak Andri og Elsa Rakel. 3) Hall- dór Eyjólfur, maki Elva Jóhanna Thom- sen Hreiðarsdóttir, þeirra börn eru Sunneva Thomsen og Sandra Thomsen. Elsa ólst upp við ástríki for- eldra sinna og systkina í Skóla- vörðuholtinu og gekk í Austur- bæjarskóla. Hún vann mestan sinn starfsaldur við versl- unarstörf. Útför Elsu fór fram í kyrrþey 28. október 2020. Elskuleg tengdamóðir mín til 32 ára, Elsa H. Sigurðardóttir, er látin. Á þessum tímamótum fer hugurinn á flakk og minningar streyma fram. Í hugann koma fyrstu kynni af henni og tengda- föður mínum, Eyjólfi Halldórs- syni, hvað þau tóku mér vel og voru umvefjandi. Þau áttu fallegt heimili í Úthlíð 4 í Reykjavík þau ár sem ég stundaði nám í Kenn- araháskólanum sem var skammt frá. Oft skrapp maður í hádeginu til Elsu og Eyfa sem kom alltaf heim í hádegismat. Þar mynduð- ust verðmæt tengsl. Þau hjónin voru sérstök að því leyti að þau gerðu sér far um að kynnast ungu fólki og setja sig inn í líf þess. Börnin þeirra voru þeim allt og vinir þeirra og félagar urðu þeim nánir vinir sem minnast þeirra með væntumþykju og virðingu. Elsa var afskaplega góð móðir og helgaði hún í raun líf sitt börn- um sínum og eiginmanni um ára- bil. Þó ég væri nemandi í Kenn- araháskólanum að læra fræðilega uppeldisfræði þá lærði ég ekki síð- ur mikið af Elsu hvað varðaði upp- eldi barna og unglinga. Það nýtt- ist mér í námi mínu og seinna í uppeldi dætra minna. Hún var einstaklega natin við börn og bar virðingu fyrir þeim. Hún kenndi mér að hlusta á börn, eyða tíma með þeim og það að leyfa þeim að líða eins og þeim liði hverju sinni. Á sumrin fórum við stundum í útilegur og þá með smekkfull box af samlokum smurðum af Elsu. Það að setjast út í náttúruna með heimalagaðar samlokur var engu líkt. Samlokurnar hennar Elsu voru engar venjulegar samlokur enda smurðar með majónesi og kryddaðar með karríi. Í þessa hefð höfum við fjölskyldan haldið. Einföld samvera en svo dásamleg og mikils virði. Elsa og Eyfi voru samrýnd hjón. Það varð Elsu mikið áfall þegar hann féll frá. Hún varð ein- hvern veginn aldrei söm eftir frá- fall hans. Kannski var hún ekki jafn fær í að rækta sjálfa sig eins og aðra. Alltaf hlúði hún að sam- bandi sínu við börnin sín og hringdi mjög reglulega í þau og fylgdist með öllum. Hún þreyttist ekki á að tjá þakklæti sitt við þau og mig og barnabörnin sín. Hún var stolt móðir. Síðustu mánuðir voru Elsu erf- iðir. Heilsunni fór hrakandi. Þeg- ar ég hitti hana í síðasta sinn sagði hún mér að sig hefði alltaf langað til að læra myndlist. Í gegnum tíð- ina teiknaði hún mikið af fallegum kortum handa okkur öllum og skrifaði í þau hvetjandi og hlý orð. Hún hefði orðið góður myndlist- armaður og sennilega gert mynd- ir af blómum í björtum litum en af þeim var hún alla tíð mjög hrifin. Að lokum vil ég þakka þér, elsku Elsa, fyrir elsku þína til mín og okkar allra. Guð verndi þig á nýjum stað. Blessuð sé minning þín. Elva J. Thomsen Hreiðarsdóttir. Elsku fallega amma. Það var alltaf best að vera hjá þér þegar við frænkurnar vorum litlar. Það var ávísun á vellystingar og dekur að koma og gista, þú eld- aðir bestu kjötbollur í heimi, kenndir okkur að föndra fiska- búr úr pappír og punktaleikinn. Við héldum tískusýningu í gömlu skvísufötunum þínum, bjuggum til dúkkulísur og töl- uðum við páfagaukinn Jóhann- es. Þegar ég var orðin eldri var ennþá svo notalegt að koma í heimsókn til þín, við helltum okkur upp á kaffi, spjölluðum um heima og geima, tískuna í gamla daga, bíómyndirnar sem þið afi sáuð, hamingjuna, lífið og dauðann. Spiluðum svo kannski „lagið okkar“ og aldrei var hláturinn langt undan. Þú hafðir svo góða nærveru, ást þín til okkar allra var næstum áþreifanleg og þú þreyttist aldrei á að segja hve vænt þér þætti um okkur. Það var stund- um erfitt að halda sambandi meðan ég bjó erlendis, en við bættum það upp með bréfa- skriftum, ég sendi þér póstkort og þú sendir mér til baka bréf með fallegum orðum sem ég mun alltaf geyma. Ég er svo þakklát fyrir tímann sem ég fékk að eiga með þér og fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þú sagðir að við værum trúnaðar- vinkonur og það var alveg satt. Þú elskaðir alltaf blóm, liti og sólskin og ég er viss um að það er nóg af því þar sem þú ert núna, komin til afa, þar sem þið tvö dansið saman inn í eilífðina. Takk fyrir allt elsku amma. Þín Sunneva. Elsa Hreindal Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.