Morgunblaðið - 02.11.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020
England
Newcastle – Everton............................... 2:1
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn
með Everton.
Manchester United – Arsenal ................ 0:1
Rúnar Alex Rúnarsson var á vara-
mannabekk Arsenal.
Burnley – Chelsea ................................... 0:3
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley.
Sheffield United – Manch.City ............... 0:1
Liverpool – West Ham............................. 2:1
Aston Villa – Southampton...................... 3:4
Tottenham – Brighton ............................. 2:1
Staðan:
Liverpool 7 5 1 1 17:15 16
Tottenham 7 4 2 1 18:9 14
Everton 7 4 1 2 15:11 13
Southampton 7 4 1 2 14:12 13
Wolves 7 4 1 2 8:8 13
Chelsea 7 3 3 1 16:9 12
Aston Villa 6 4 0 2 15:9 12
Leicester 6 4 0 2 13:8 12
Arsenal 7 4 0 3 9:7 12
Manch.City 6 3 2 1 9:8 11
Newcastle 7 3 2 2 10:11 11
Leeds 6 3 1 2 12:9 10
Crystal Palace 7 3 1 3 8:11 10
West Ham 7 2 2 3 13:10 8
Manch.Utd 6 2 1 3 9:13 7
Brighton 7 1 2 4 11:14 5
WBA 6 0 3 3 6:14 3
Sheffield Utd 7 0 1 6 3:10 1
Fulham 6 0 1 5 5:14 1
Burnley 6 0 1 5 3:12 1
B-deild:
Millwall – Huddersfield .......................... 0:3
Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá Mill-
wall á 79. mínútu.
Þýskaland
Augsburg – Mainz ................................... 3:1
Alfreð Finnbogason kom inn á hjá Augs-
burg á 75 mínútu og lagði upp mark.
Ítalía
Bologna – Cagliari................................... 3:2
Andri Fannar Baldursson var á vara-
mannabekk Bologna.
Rússland
Rotor Volgograd – CSKA Moskva ........ 0:1
Hörður Björgvin Magnússon lék allan
leikinn með CSKA og Arnór Sigurðsson lék
fyrstu 70 mínúturnar.
Holland
AZ Alkmaar – Waalwijk ......................... 3:0
Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk
fyrir AZ.
Grikkland
Panetolikos – PAOK ............................... 1:3
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Olympiacos – Smyrnis ............................ 2:0
Ögmundur Kristinsson var á vara-
mannabekknum hjá Olympiacos.
Svíþjóð
Rosengård – Uppsala .............................. 5:1
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Rosengård.
Anna Rakel Pétursdóttir kom inn á hjá
Uppsala eftir 74 mínútur.
Kristianstad – Vittsjö.............................. 4:0
Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmunds-
dóttir léku ekki með Kristianstad. Elísabet
Gunnarsdóttir þjálfar liðið.
Eskilstuna – Djurgården ........................ 3:2
Guðrún Arnardóttir og Guðbjörg Gunn-
arsdóttir léku allan leikinn með Djurg.
Noregur
Haugesund – Aalesund ........................... 0:1
Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Aalesund.
Kristiansund – Bodö/Glimt.................... 2:3
Alfons Sampsted lék allan leikinn og
lagði upp mark fyrir Bodö/Glimt.
Rosenborg – Start ................................... 1:0
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn
með Rosenborg.
Guðmundur A. Tryggvason lék ekki með
Start. Jóhannes Harðarson þjálfar liðið.
Sandefjord – Brann................................. 3:3
Viðar Ari Jónsson lék fyrstu 81 mínút-
una og skoraði fyrir Sandefjord. Emil Páls-
son kom inn á eftir 67 mínútur.
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn fyr-
ir Brann.
Strömsgodset – Vålerenga..................... 0:2
Valdimar Þór Ingimundarson lék allan
leikinn með Strömsgodset. Ari Leifsson
var á varamannabekknum.
Viðar Örn Kjartansson lék fyrstu 78
mínúturnar fyrir Vålerenga og Matthías
Vilhjálmsson kom inn á fyrir Viðar.
Stabæk – Viking ...................................... 1:1
Axel ÓskarAndrésson lék fyrstu 67 mín-
úturnar fyrir Viking og Samúel Kári Frið-
jónsson kom inn á eftir 66 mínútur.
Vålerenga – Lilleström........................... 4:2
Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik-
inn með Vålerenga.
Rosenborg – Avaldsnes........................... 3:1
Hólmfríður Magnúsdóttir lék fyrstu 69
mínúturnar fyrir Avaldsnes.
B-deild:
Lilleström – Tromsö................................ 3:1
Tryggvi Hrafn Haraldsson lék í 81 mín-
útu og skoraði fyrir Lilleström. Björn
Bergmann Sigurðarson kom inn á eftir 68
mín en Arnór Smárason var ekki með.
Adam Örn Arnarson lék ekki með Tromsö.
FRÉTTASKÝRING
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Stjórn Knattspyrnusambands Ís-
lands, KSÍ, ákvað að hætta keppni á
bæði Íslandsmótinu og í bikar-
keppninni á fundi sínum á föstudaginn
síðasta vegna hertra sóttvarnaaðgerða
ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kór-
ónuveirufaraldurinn.
Skiptar skoðanir hafa verið um
ákvörðun stjórnar KSÍ á meðal félag-
anna í landinu en sumir hafa fagnað
alla helgina en aðrir íhuga að leita
réttar síns.
„Þetta var afar sérstakt svo ekki sé
meira sagt,“ sagði Haukur Páll Sig-
urðsson, fyrirliði Íslandsmeistara
Vals í knattspyrnu, í samtali við mbl.is
um helgina þegar hann var spurður út
í fyrstu viðbrögð sín við Íslandsmeist-
aratitli Valsmanna í karlaflokki.
Valsmenn voru með 8 stiga forskot
á toppi úrvalsdeildar karla, Pepsi
Max-deildarinnar, þegar keppni var
hætt og eru því Íslandsmeistarar
2020.
„Ég bjóst satt best að segja ekki
við því að þetta yrði blásið af á föstu-
daginn. Ég átti von á því að það yrðu
einhverjir fundir og reynt að bíða
með að klára mótið eitthvað lengur og
það kom manni á óvart ef ég á að vera
alveg hreinskilinn,“ bætti Haukur
Páll við.
Fyrirliðinn ítrekar að sjálfur hefði
hann viljað klára mótið á vellinum.
„Það hefði allavega verið hægt að
gera eitthvað til að halda mótinu
gangandi að mínu mati þótt það hefði
kannski verið erfitt að spila grasleik-
ina.
Við spiluðum úrslitaleik BOSE-
mótsins í desember í fyrra á okkar
gervigrasi þannig að við hefðum klár-
lega getað spilað en vegna reglugerð-
arinnar sem KSÍ setti í júlí var þetta
kannski of flókið mál.“
Ósætti í Vesturbæ
Íslandsmeistarar síðasta árs í KR
voru í fimmta sæti deildarinnar þegar
mótið var blásið af og missa af Evr-
ópusæti þar sem stuðst var við hlut-
fall stiga miðað við spilaða leiki þegar
lokaniðurstaða deildarinnar var
reiknuð út.
„Ég er verulega ósáttur með þessa
ákvörðun og ég er sjálfur þeirra skoð-
unar að ég efast um lögmæti hennar,“
sagði Páll Kristjánsson, formaður
knattspyrnudeildar KR.
„Þegar maður efast um lögmæti
einhvers þá kannar maður að sjálf-
sögðu rétt sinn og hvaða möguleikar
eru fyrir hendi.
Ég hef alltaf verið þeirra skoðunar
að þessi reglugerð sem KSÍ setti
fram í júlí gangi ekki upp þar sem
tímamörkin sem þeir setja sér, 1. des-
ember, eigi sér enga stoð í knatt-
spyrnulögunum. Þetta er því heima-
tilbúið vandamál hjá KSÍ að búa til
þetta viðmið í desember,“ bætti Páll
við.
Vesturbæingar sendu frá sér yfir-
lýsingu um helgina þar sem þeir hafa
ákveðið að vísa ákvörðun KSÍ til
áfrýjunardómstóls sambandsins.
Gleði í Breiðholti
Leiknir úr Reykjavík var í öðru
sæti 1. deildar karla, Lengjudeild-
arinnar, þegar keppni var hætt og
leikur því í efstu deild næsta sumar í
annað sinn í sögu Leiknis.
„Þetta er búið að vera erfitt sumar,
bæði hjá sjálfum mér og auðvitað
leikmönnum líka. Að halda fókus á
verkefnið var virkilega krefjandi.
Sérstaklega í lokin þegar það kom
upp að það ætti mögulega að flauta
mótið af,“ sagði Sigurður Heiðar
Höskuldsson, þjálfari Leiknismanna.
Sigurður ítrekar að Leiknismenn
hafi alltaf viljað klára mótið á knatt-
spyrnuvellinum.
„Það vildu allir og hafa allir alltaf
viljað klára mótið hjá Leikni. Það
hefði verið töluvert skemmtilegra en
þetta var líka komið út í einhverja
þvælu, bæði umræðan og allt í kring-
um hana.
Fyrst mótið var flautað af þá
fannst okkur við eiga það skilið að
fara upp um deild og við vorum alltaf
staðráðnir í að láta það ekki hafa áhrif
á fögnuðinn að mótið hefði verið blás-
ið af,“ bætti Sigurður við.
Vonbrigði í Safamýri
Leiknismenn voru með 42 stig, líkt
og Fram, en þar sem Breiðholtsliðið
var með betri markatölu fara þeir
upp um deild, ásamt Keflavík, á
kostnað Framara sem sitja eftir með
sárt ennið.
Framarar sendu frá sér yfirlýsingu
um helgina þar sem þeir hörmuðu
ákvörðun stjórnar KSÍ.
„Knattspyrnudeild Fram gerir at-
hugasemd við að stjórn KSÍ hafi
heimild til að ákveða að Leiknir
Reykjavík skuli hljóta sæti í úrvals-
deild á næsta tímabili,“ segir í yfir-
lýsingu Framara.
Í reglugerð sem stjórn KSÍ byggir
á segir að við ákvörðun um endanlega
niðurröðun ráði „meðalfjöldi stiga
hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem
það hefur lokið á þeim degi þegar
móti er aflýst.
Fram og Leiknir voru með sama
meðalfjölda stiga er mótinu var af-
lýst. Samkvæmt skýru orðalagi
reglugerðarinnar eru félögin því jafn-
stæð og sama má segja um þrjú
neðstu lið deildarinnar. Ákvörðun
stjórnar KSÍ er því markleysa enda í
andstöðu við reglugerð KSÍ,“ segir
ennfremur í yfirlýsingunni.
Þá sendu forráðamenn íþrótta-
félagsins Magna á Grenivík einnig frá
sér tilkynningu um helgina þar sem
ákvörðun KSÍ var hörmuð.
Magni var með 12 stig í ellefta og
næstneðsta sæti 1. deildarinnar, líkt
og Leiknir frá Fáskrúðsfirði og
Þróttur úr Reykjavík, en þar sem
markatala Þróttara var hagstæðust
þeirra þriggja heldur Reykjavíkur-
liðið sæti sínu í deildinni.
Frábær fótbolti í Kópavogi
Breiðablik er Íslandsmeistari í
kvennaflokki en liðið hefur haft mikla
yfirburði í deildinni í allt sumar, tapað
einum leik, skorað 66 mörk og aðeins
fengið 3 á sig.
„Þetta var allt öðruvísi tímabil en
maður hefur vanist og eitthvað sem
gleymist seint,“ sagði Þorsteinn Hall-
dórsson, þjálfari Blika.
Þjálfarinn segir að vegna lands-
leikja Íslands við Slóvakíu og Ung-
verjaland í undankeppni EM í byrjun
nóvember þá hefði verið ansi erfitt að
halda leik áfram í kvennaboltanum.
„Staðreyndin er sú að miðað við
niðurstöðu fundar ríkisstjórnarinnar
á fimmtudaginn hefði kvennaboltinn
aldrei byrjað aftur fyrr en í fyrsta
lagi í kringum 10. desember út af
landsleikjahléi og sóttkvíarveseni.
Það hefði verið hægt að spila síðustu
leikina rétt fyrir jól og þá erum við að
horfa á að bikarinn hefði farið fram
milli jóla og nýárs.
Það er sá raunveruleiki sem við er-
um að horfa á og hann miðast við það
að allt gangi upp. Svo gæti auðvitað
einhver þurft að fara í sóttkví eða
eitthvað slíkt og þá frestast þetta
ennþá frekar. Þetta er niðurstaðan og
eins sárt og það er fyrir marga þá er
þetta bara sú niðurstaða sem menn
verða að taka.“
Eins og Þorsteinn bendir á hafa
Blikar verið besta lið sumarsins.
„Við höfum spilað frábærlega í allt
sumar, það er ekkert launungarmál.
Við höfum verið best í sumar og Vals-
liðið næstbest líkt og taflan segir til
um.
Maður á alltaf eftir að muna eftir
þessum bikar og hann verður alltaf
sögulegur í ljósi þess að við vinnum
hann án þess að ljúka mótinu en von-
andi gerist þetta aldrei aftur.“
KR-ingar í sóttkví
Kvennalið KR er fallið úr úrvals-
deild kvenna en liðið var í neðsta sæti
deildarinnar þegar tímabilið var blás-
ið af og átti tvo leiki til góða á liðin
fyrir ofan sig.
Þrívegis hefur KR-liðið þurft að
fara í sóttkví vegna kórónuveiru-
faraldursins og það hefur haft sitt að
segja um frammistöðu liðsins á vell-
inum.
„Það hefur verið spilað ansi þétt í
allt sumar og sérstaklega í okkar til-
felli enda þurft að fara nokkrum sinn-
um í sóttkví,“ sagði Þórdís Hrönn
Sigfúsdóttir, leikmaður KR.
„Við höfum nánast ekkert náð að
æfa saman, ekki nema kannski þessa
fyrstu mánuði ársins. Við höfum svo
bara mætt beint í leiki, stuttu eftir
sóttkví, og það kann ekki góðri lukku
að stýra.
Liðið hefur allt farið í sóttkví í þrí-
gang en það eru leikmenn í hópnum
sem hafa þurft að fara í sóttkví fjór-
um til fimm sinnum í sumar og það
segir sig sjálft að það hefur áhrif,“
bætti Þórdís Hrönn við.
Sitt sýnist hverjum
um ákvörðun KSÍ
Íslandsmeistarar fögnuðu en önnur félög íhuga að leita réttar síns
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Meistarar Valsarinn Patrick Pedersen fagnar einu af fimmtán mörkum
sínum í deildinni í sumar ásamt liðsfélaga sínum Kristni Frey Sigurðssyni.
Guðlaugur Victor Pálsson, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, skoraði í
öðrum leiknum í röð er Darmstadt
vann 4:3-sigur á Karlsruhe á úti-
velli í þýsku B-deildinni.
Guðlaugur jafnaði metin fyrir
gestina í 2:2 á 65. mínútu, sem unnu
að lokum dramatískan sigur. Ís-
lendingurinn spilaði allan leikinn
fyrir Darmstadt sem er með tíu stig
í 8. sæti eftir fyrstu sex leikina.
Í efstu deild lagði Alfreð Finn-
bogason upp mark fyrir Augsburg í
3:1 sigri á Mainz eftir að hafa kom-
ið inn á sem varamaður.
Aftur skoraði
Guðlaugur Victor
Morgunblaðið/Eggert
Góður Guðlaugur Victor Pálsson
hefur leikið vel síðustu vikurnar.
Rhein-Neckar Löwen er ásamt Kiel
á toppi þýsku 1.deildarinnar í hand-
knattleik eftir sex umferðir en liðið
vann 36:27-stórsigur á Balingen í
Íslendingaslag. Ýmir Örn Gíslason
skoraði eitt mark fyrir Löwen en
Alexander Petersson var ekki með
liðinu. Oddur Gretarsson skoraði
fimm mörk fyrir gestina sem eru í
næstneðsta sæti deildarinnar.
Í 2. deild kvenna átti landsliðs-
konan Díana Dögg Magnúsdóttir
stórleik og skoraði átta mörk fyrir
Sachsen Zwickau sem vann 34:25-
sigur á Kirchhof.
Löwen og Kiel á
toppnum
Morgunblaðið/Eggert
Þýskaland Díana Dögg Magnús-
dóttir var mjög atkvæðamikil.