Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 Rekstur hjúkrunarheimila - þjónusta við aldraða Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn án.-m. kl. 9-18, fs. kl. 9-180, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-1 Kolibri trnur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavrum WorkPlus Strigar frá kr. 195 Vopnafjarðar- hreppur tók yfir rekstur hjúkr- unarheimilisins Sundabúðar af ríkinu í byrjun árs 2013. Tap hefur verið á rekstrinum öll ár- in, samtals 175 milljónir króna, sem greitt hefur verið úr sveitar- sjóði. Vopnafjarðarhreppur hefur sent heilbrigðisráðuneytinu kröfu- bréf þar sem farið er fram á að þessi reikningur verði greiddur og tryggt verði nægt fjármagn svo hægt sé að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til reksturs hjúkr- unarheimila. Sundabúð er meðal minnstu hjúkrunarheimila landsins, með 10 hjúkrunarrými og eitt sjúkrarými að auki. Athyglisvert er að það hefur verið á flakki á milli ríkis og sveitarfélags í mörg ár. Hreppur- inn rak heimilið til ársins 2000 en óskaði þá eftir að Heilbrigðis- stofnun Austurlands tæki við. Ell- efu árum síðar ákvað heilbrigðis- stofnunin að loka heimilinu vegna niðurskurðar á framlögum til stofnunarinnar og óhagkvæmrar rekstrareiningar á Vopnafirði. Sveitarfélagið vildi tryggja að þjónusta við eldri borgara héldist í heimabyggð og tók aftur við í byrj- un árs 2013. Sara Elísabet Svansdóttir sveit- arstjóri segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um að skila þjón- ustunni aftur til ríkisins. Beðið sé eftir svari yfirvalda heilbrigðis- mála við kröfubréfinu og vekur at- hygli á því að einnig vinni starfs- hópur að greiningu á stöðunni. Hjúkrunarheimili á flakki SUNDABÚÐ Sara Elísabet Svansdóttir Hjúkrunarheimili fá daggjöld frá Sjúkratryggingum Íslands, út á hvern dag sem heimilisfólk býr í sínu herbergi. Daggjaldið er misjafnt á milli heimila enda ræðst það meðal annars af hjúkrunarþyngd einstakra heimilismanna og síðan fá smærri heimilin sérstaka ábót. Daggjaldið er nú að meðaltali 38.449 krónur. Það samsvarar um 1.190 þúsund krónum á mánuði. Heimilisfólk getur þurft að greiða hluta af þessu gjaldi. Markið er við tæpar 100 þúsund krónur á mánuði, eftir skatt, eins og sjá má á meðfylgj- andi grafi. Tryggingastofnun reiknar kostnaðarþátttökuna út og rennur hún þá til Sjúkratrygginga Íslands því hjúkrunarheimilið fær aðeins daggjaldið eða ígildi þess. Hins vegar þarf viðkomandi hjúkrunarheimili að innheimta hjá íbúum kostnaðarhlutdeildina og ber ábyrgðina ef það tekst ekki. Hafa forystumenn hjúkrunarheimilanna kvartað undan þessu hlutverki, að standa í innheimtu fyrir ríkið hjá skjólstæðingum sem þeir eru að þjóna. Margir heimilismenn eru með það lágar tekjur að þeir greiða ekki kostnaðarhlutdeild. Ekki hefur tek- ist að afla upplýsinga um hversu stórt hlutfall það er og heldur ekki hvað greiðsluþátttaka þeirra sem greiða er mikil að meðaltali. Forystumenn hjúkrunarheim- ilanna kvarta mjög undan því að dag- gjöldin dugi ekki fyrir útgjöldum heimilanna, eins og fram hefur komið í greinum síðustu daga. Ekki sé gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna hjúkrunar en daggjöld skorin flatt niður um hálft prósent á ári. Einn forstjóri hafði þó samband við blaðið og vildi vekja athygli á því að staðan væri misjöfn. Núverandi daggjöld dygðu sumum heimilanna ágætlega. Erfitt er að átta sig á fjárveitingum til hjúkrunarheimila því þær eru ekki sundurliðaðar í fjárlögum. Til dæmis er ekki hægt að sjá hvaða heimili eru undir liðnum „hjúkrunarheimili“ í fjárlögum. Svo eru hliðstæðar stofn- anir Landspítalans og heilbrigð- isstofnanir á föstum fjárlögum. Íbúar greiða hluta kostnaðar hjúkrunarheimilin fari frá sveitar- félögunum til ríkisins. Það geti vissulega átt við á minni stöðum þar sem heilbrigðisstofnanir eru með hliðstæða þjónustu og hægt að hag- ræða með samrekstri. Hann segir þó skiljanlegt að sveitarfélögin segi sig frá rekstrinum, daggjöldin fylgi ekki auknum kostnaði og þau ráði ekki við hagræðingarkröfu ríkisins. Reksturinn verði sífellt þyngri og að lokum gefist menn upp. „Mér finnst að það þurfi að finna leið til að leið- rétta grunninn, þannig að sveit- arfélögin fáist til að vera með þenn- an rekstur, þar sem það er skynsamlegt,“ segir Jón Helgi. Kostir við einkaframkvæmd Við vanda dagsins í dag bætist framtíðarvandinn, sem fjallað var um í grein í blaðinu í fyrradag. Hvernig á að standa að uppbygg- ingu þjónustu aldraðra sem fer ört fjölgandi á næstu árum og áratug- um? Þar á meðal þarf að byggja fjölda hjúkrunarheimila. Hvert heimili kostar 4-5 milljarða króna. Getur ríkið séð um uppbyggingu og rekstur þegar stöðugt fækkar þeim sem vilja vinna með því að þessum málum? Þórir Kjartansson, stjórnar- formaður Öldungs hf. sem rekur hjúkrunarheimilið Sóltún, telur að ríkið ráði ekki við að byggja upp jafnmörg hjúkrunarrými og þörf verður á með því fyrirkomulagi sem hefur verið. Kerfið sé hreinlega of þungt í vöfum. Það sýni sagan. „Rík- ið hefur verið að byggja um það bil eitt hjúkrunarheimili á höfuðborg- arsvæðinu á hverjum fimm árum en þörfin í framtíðinni er margföld,“ segir Þórir og kallar eftir breyttu pólitísku viðhorfi ráðamanna til einkaframkvæmdar í byggingu hjúkrunarheimila. Skynsamlegt sé að láta einkafyrirtæki um hluta upp- byggingarinnar, eins og gert er ann- ars staðar á Norðurlöndunum. Þórir fullyrðir einnig að einkarek- in hjúkrunarheimili séu að minnsta kosti jafn hagkvæm í rekstri og stofnanir með öðru formi reksturs og þau séu jafnframt leiðandi í tækni og háu þjónustustigi. Segist hann hafa boðið fulltrúum heilbrigðis- og fjármálaráðuneyta að sýna þeim út- reikninga um hagkvæmni einka- reksturs en það boð hafi ekki verið þegið. Það segi sína sögu. Vantar skýrari stefnu María Fjóla Harðardóttir, for- stjóri Hrafnistu, bendir á að Íslend- ingar hafi lengi treyst á þjónustu fé- lagasamtaka á heilbrigðissviði, svo sem í rekstri hjúkrunarheimila, SÁÁ og Krabbameinsfélags Íslands, svo dæmi séu tekin. Nú séu blikur á lofti með afstöðu ríkisins. Raunar vanti skýrari stefnu um það hvað ríkið vilji. „Því má velta fyrir sér hvort ríkið sé betur í stakk búið til að reka alla þessa þjónustu en sjálfseignar- stofnanir og félagasamtök. Ég hef á tilfinningunni að starfsemin og kostnaður blási frekar út hjá ríkinu en hjá samtökum þar sem horfa þarf í það hvert hver króna fer,“ segir María. Daggjöld á hjúkrunarheimilum og væntanlegar framkvæmdir Fjöldi rýma Fjárfesting, þús.kr./m2 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 Ísafold, Garðabæ 60 325 Nesvellir, Reykjanesbæ 60 380 Sólvangur, Hafnarfirði 60 470* Seltjörn, Seltjarnarnesi 40 590* Selfoss 60 720* Hrafnista, Sléttuvegi 99 425 Nesvellir, Reykjanesbæ 60 620 Hvammur, Húsavík 60 Boðaþing, Kópavogi 64 Daggjöld hjúkrunarheimila og dæmi um kostnaðarþátttöku íbúa Kr./mánuði Kostnaðar- hlutdeild íbúa Kostnaður ríkisins Daggjald að meðaltali á mánuði DÆMI 1: LÁGMARK Heimilismaður með tekjur undir 98.892 kr. eftir skatt 0 + 1.190.000 = 1.190.000 DÆMI 2: ALGENGT Heimilismaður með „nokkrar tekjur“ 100.000 + 1.090.000 = 1.190.000 DÆMI 3: HÁMARK Heimilismaður með tekjur yfir 537.639 kr. eftir skatt 438.747 + 751.253 = 1.190.000 Framkvæmdir við nýleg og verðandi hjúkrunarheimili *Áætlun. Heimild: Sjómannadagsráð. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 Mismunandi fjárveitingar Milljónir króna Kr./dag35.613 1.501 -1.760Hjúkrunarrými Áætluð greiðslu- þátttaka Dvalarrými 52.303 kr. Kostnaður við Landspítala á Vífilsstöðum 38.449 kr. Meðaldaggjald hjúkrunarheimila 13.854 kr. Mismunur á dag 36% 429.474 kr. mis-munur á ári Samið: mars 2010. Rekstur hefst: apríl 2013 (3,1 ár) Samið: maí 2010. Rekstur hefst: mars 2014 (3,8 ár) Samið: júní 2010. Rekstur hefst: júlí 2019 (9,1 ár) Samið: júní 2013. Rekstur hefst: febrúar 2019 (5,7 ár) Samið: febrúar 2016. Rekstur hefst: júní 2021* (5,3 ár) Samið: október 2016. Rekstur hefst: febrúar 2020 (3,3 ár) Samið: febrúar 2020. Rekstur hefst: maí 2024* (4,2 ár) Samið: febrúar 2020. Rekstur hefst: maí 2024* (4,2 ár) Samið: september 2016. Rekstur hefst: nóvember 2023* (7,2 ár)  Á mánudag: Lokagrein. Sjónar- mið stjórnvalda og fulltrúa í velferð- arnefnd Alþingis og fleiri viðhorf. Morgunblaðið/Ómar Heldri borgari Hluti heimilisfólks greiðir kostnaðarhlutdeild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.