Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 14
ÚR BÆJARLÍFINU
Gunnar Kristjánsson
Grundarfirði
Grundarfjörður er vettvangur
átta þátta sjónvarpsþáttaraðar sem
væntanlega kemur fyrir almenn-
ingssjónir árið 2022. Það er kvik-
myndafyrirtækið Glassriver sem
stendur að þessari þáttaröð ásamt
erlendum aðilum.
Myndataka, aðallega utanhúss,
hefur staðið yfir frá því í byrjun
september en lauk um síðustu mán-
aðamót. Þáttaröðin ber vinnuheitið
Vitjanir og fjallar um líf söguper-
sóna í litlu sjávarþorpi. Það verður
spennandi að sjá hvernig til hefur
tekist þegar þættirnir birtast á
skjánum en vænta má að kunn-
ugleg andlit birtist í einhverjum
senunum sem gerast í þorpinu
Hólmafirði.
Það má segja að tilkoma þessa
kvikmyndahóps hafi verið himna-
sending þeim sem boðið hafa upp á
gistingu í Grundarfirði því þeir sem
að verkinu komu, fyrir utan leik-
arana sjálfa, voru 40-50 manns sem
dvöldu hér allan tímann meðan á
tökum stóð og það var nóg af auðu
gistirými fyrir alla.
Norðurgarður hefur lengst um
130 metra á einu ári og hefur Borg-
arverk skilað af sér sínum verk-
hluta en Almenna umhverfisþjón-
ustan í Grundarfirði tekið að sér
næsta verkhluta sem er m.a. frá-
gangur á bryggjukanti auk þess að
ganga frá viðeigandi lögnum og
steypu á þekju og er áætlað að
þessum verkhluta ljúki næsta sum-
ar og höfnin verði þá tilbúin til að
taka á móti fleiri og stærri skipum.
Hvort þar á meðal verði einhver
skemmtiferðaskip verður tíminn að
leiða í ljós.
Rökkurdagar hafa verið árleg-
ur viðburður hér til fjölda ára. Í ár
voru þeir með breyttu sniði í ljósi
aðstæðna í þjóðfélaginu en vörpuðu
samt birtu og yl í hjarta íbúa en þar
bar hæst söngstund sem varpað var
út á youtube. Þar kom berlega í ljós
enn og aftur hversu Grundarfjörður
er ríkur að hæfileikafólki á sviði
sönglistar. Slíkt væri þó ekki hægt
ef tæknikunnátta væri ekki fyrir
hendi en þar munar mest um hljóð-
tæknimanninn og upptökustjórann
Þorkel Mána Þorkelsson sem er al-
gjör listamaður á þessu sviði. Hann
er einnig organisti við Grund-
arfjarðarkirkju, það má sjá á
messuhaldi á Covid-tímum en mess-
ur og helgistundir eru nú sendar út
á youtube nánast hvern sunnudag.
Vélsmiðja Grundarfjarðar
hefur í sumar verið að stækka hús-
næði sitt með viðbyggingu og var
sú aðstaða tekin í notkun um síð-
ustu helgi. Í hinu nýja húsnæði
verður almennt bifreiðaverkstæði
með allri almennri verkstæðisþjón-
ustu en varahlutaverslun verður
þar sem bifreiðaþjónustan var áður.
Vélsmiðjan er til húsa austast í
bænum, inn við steypustöð Al-
mennu umhverfisþjónustunnar.
Jólavertíð fer nú senn af stað
og kannski fyrr en ella vegna hins
undarlega ástands sem við búum
við á þessum tímum. Grundfirskir
þjónustuaðilar hafa tekið höndum
saman og benda fólki á að styðja
við þá sem sinna þjónustu við
íbúana hver á sínu sviði og hleypa
jólavertíðinni af stokkunum nú um
helgina.
Sjónvarpsþættir teknir upp í Hólmafirði
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Grundarfjörður Tökur hafa staðið yfir síðustu vikur á sjónvarpsþáttaröð sem ber vinnuheitið Vitjanir og gerist í litlu sjávarþorpi.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020
Þorgerður J. Einarsdóttir, prófess-
or í kynjafræði við stjórnmálafræði-
deild Háskóla Íslands, og fulltrúar á
vegum Textílmiðstöðvar Íslands og
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eru
meðal þátttakenda í alþjóðlega verk-
efninu CENTRINNO sem nýlega
hlaut 8,2 milljóna evra styrk úr
Horizon 2020-áætlun ESB, jafnvirði
um 1,3 milljarða króna.
Í hlut Háskóla Íslands koma tæp-
ar 28 milljónir en heildarstyrkur ís-
lensku þátttakendanna er í kringum
130 milljónir íslenskra króna.
Að verkefninu standa 26 stofnanir
og fyrirtæki í níu löndum og verða
miðstöðvarnar í Amsterdam, Barce-
lona, Genf, Kaupmannahöfn, Mílanó,
París, Tallinn, Zagreb og á Blöndu-
ósi. Þar verður í Textílmiðstöð Ís-
lands, gamla Kvennaskólanum, sett
á fót miðstöð nýsköpunar og þekk-
ingar í stafrænni textílframleiðslu
sem byggð er á menningararfi og
handverkskunnáttu íslenskra
kvenna með sérstakri áherslu á ull
og umhverfisvæna nýtingu hennar.
Verkefnið hófst 1. september 2020
og stendur yfir til 2024. Því er stýrt
frá Mílanóborg.
Þorgerður J. Einarsdóttir mun
ásamt Laufeyju Axelsdóttur, ný-
doktor í kynjafræði, kanna og kort-
leggja umgjörð, bakgrunn og sögu
textíliðnaðar á Íslandi. Í því felst að
skoða núverandi landslag á sviði
textíls, þróun í sögulegu samhengi,
samfélagslegt umfang og mikilvægi,
menningarlegar rætur og kynja-
sjónarmið. M.a. verður spurt hvern-
ig textíllinn og handverkið geta tek-
ið skrefið inn í framtíðina á
umhverfisvænan og sjálfbæran hátt,
eins og fram kemur í tilkynningu frá
HÍ.
Blönduós Miðstöð nýsköpunar
verður í Textílmiðstöð Íslands.
Miðstöð nýsköpunar í textíliðnaði
„Núna erum við að bíða eftir því að
stjórnvöld komi hressilega til móts
við greinina svo að það fari ekki illa,
sérstaklega hjá fyrirtækjum í veit-
ingarekstri í miðbænum,“ segir
Birgir Örn Birgisson, forstjóri Dom-
inós á Íslandi. Hann bindur vonir við
að Samtök fyrirtækja á veitinga-
markaði geti beitt sér á þeim erfiðu
tímum sem fram undan séu. Stærstu
aðilarnir í geiranum séu í samtökun-
um, sem létu KPMG vinna skýrslu
um launakostnað í veitingageiran-
um. Birgir segir að það hafi komið
sér mest á óvart í skýrslunni hversu
veitingageirinn var á erfiðum stað
áður en kórónuveirufaraldurinn
hófst. „Hann var kominn í mjög
þrönga stöðu en það er augljóst að
Covid-19 er búið að fara með grein-
ina á mun verri stað,“ segir Birgir
Örn en miðað við skýrsluna lítur út
fyrir að staðan verði enn verri eftir
tvö ár þegar lífskjarasamningurinn
hefur runnið sitt skeið.
Hann segir að það hafi einnig verið
athyglisvert í skýrslunni að hér á
landi séu langhæstu launin í veit-
ingageiranum miðað við í hinum nor-
rænu ríkjunum. „Það sýnir hvað það
er skringilega gefið í þessu öllu sam-
an.“
Greindur var launakostnaður í
veitingageiranum til að varpa ljósi á
launa- og afkomuþróun í geiranum
frá árinu 2014 og draga saman sér-
stöðu veitingarekstrar. Þar kemur
fram að veitingageirinn á Íslandi
hefur ekki náð að velta launahækk-
unum út í verðlag og því má áætla að
launahækkanir næstu ára sem voru
samþykktar í lífskjarasamningnum
muni lækka enn frekar arðsemi af
veitingarekstri.
Hann segir veitingastaði hafa
komið mjög illa út úr síðustu kjara-
samningum. „Við höfum góðan skiln-
ing á því að það þurfi að hækka
lægstu launin en að sama skapi er
það augljóst af lestri skýrslunnar að
það var gengið of langt hvað varðar
getu greinarinnar til að borga þau
laun,“ bætir hann við. Nánar er
fjallað um þetta á mbl.is. freyr@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Veitingahús Erfiðir tímar eru fram undan í veitingageiranum á næstunni.
Þröng staða blasir
við veitingahúsum
Kjarasamningar reyndust þungir
Hof 1 Austurhús, Öræfum
Fasteignamiðstöðin er með til sölu jörðina
Hof 1 Austurhús. Hof 1 Austurhús á um
1/5 hluta heildarjarðarinnar. Húsakostur er
mjög glæsilegt einbýlishús og sumarhús.
Einbýlishúsið er um 120,1 m2 auk þess
sambyggt sérstakt gestaherbergi 28 m2 og
geymsla 10,2 m2. Einbýlishúsið skiptist í
alrými með eldhúsi, 2 svefnherbergi, bað-
herbergi og þvottahús. Sumarhúsið er 32,2 m2
stakstætt fullbúið hús með 1 svefnherbergi,
alrými með eldhúskróki og baðherbergi.
Hlíðasmára 17 - Til leigu/sölu
Til leigu 181.7 m2 verslunarhúsnæði og/eða
skrifstofuhúsnæði á götuhæð. Húsnæðið er
laust. Sérinngangur inn í rýmið á tveimur
stöðum frá götu. Húsnæðið skiptist upp í
móttöku við aðalanddyri, ásamt þjónusturými
sem er með litlu eldhúsi og salerni. Við mót-
töku er aðgengi að góðu opnu rými með
góðum gluggum. Á bak við móttöku er rúm-
góður lager, salerni, ræsting og skrifstofa.
Á lager eru lagerdyr og góð aðkoma til að
taka á móti vörum. Mögulegt er að skipta
húsnæðinu upp í tvær einingar til útleigu.
Lækargata 4, skrifstofuhúsnæði
Áhugavert skrifstofuhúsnæði á annari hæð
við Lækjargötu 4 í Reykjavík auk þess tvö
bílastæði í lokaðri bílageymslu. Um er að
ræða sex skrifstofuherbergi, elhúskrók og
snyrtingu. Lyfta og vel um gengin sameign.
Tvö stæði í lokuðu bílastæðishúsi. Gæti verið
laust við kaupsamning. Tilboð óskast.