Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 56
25%
afsláttur
af völdum vörum
Kringlukast
552 2201
Söngkonan Hera Björk og meðleikari hennar, Benni Sig.,
stjórna samsöng frá menningarhúsinu Hannesarholti á
morgun, sunnudag, klukkan 14 og vegna samkomu-
bannsins verður hann í streymi á fésbókarsíðu Hann-
esarholts. Hvetja þau alla til að taka undir í söngnum
heima í stofu. Í Hannesarholti hefur undanfarin ár verið
hlúð að sönghefðinni með því að bjóða upp á fjöldasöng í
salnum Hljóðbergi tvisvar í mánuði, með ólíkum söngv-
urum. Hera Björk og Benni hyggjast syngja saman mörg
sín eftirlætislög við dillandi harmónikkuleik.
Hera Björk og Benni Sig. stjórna
samsöng í streymi Hannesarholts
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 312. DAGUR ÁRSINS 2020
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.196 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
„Þetta var bara lánssamningur hjá Breiðabliki og ég er
komin aftur til Keflavíkur. Ég hef ekki ákveðið hvað ég
ætla að gera en mér finnst mjög ólíklegt að ég spili
með Keflavík næsta sumar,“ segir Sveindís Jane Jóns-
dóttir, landsliðskona í knattspyrnu, en hún er í ítarlegu
viðtali í blaðinu í dag.
Sveindís Jane varð efst í einkunnagjöf Morgunblaðs-
ins í Pepsí Max-deildinni, M-gjöfinni, annað árið í röð og
hún var einnig kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins af
leikmönnum deildarinnar. »48
Sú besta ekki tekið ákvörðun
varðandi næsta keppnistímabil
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hjónin Dýrleif Hallgríms og Gunnar
Ólafsson hafa verið gift lengst ís-
lenskra hjóna eða í 76 ár og 157
daga, samkvæmt samantekt Jón-
asar Ragnarssonar, sem heldur úti
vefnum Langlífi á Facebook. „Þetta
er eina metið mitt,“ segir Dýrleif
forviða, þegar henni er sagt frá því.
„Ég skil þetta ekki en þetta er
þokkalegur tími,“ eru fyrstu við-
brögð Gunnars. „Ég sem reiknaði
ekki með að ég myndi lifa stríðið af.“
Aðeins fjögur önnur dæmi eru um
að hjón hafi verið gift í 75 ár eða
lengur. Agnar Bjarnason og Krist-
rún Guðmundsdóttir voru gift í 76 ár
og 156 daga, Gunnar Jónsson og
Dallilja Jónsdóttir í 75 ár og 299
daga, Kristján Kristjánsson og
Svanfríður Jónsdóttir í 75 ár og 297
daga og Sigurður Magnússon og
Ingibjörg Daðadóttir í 75 ár og 140
daga.
Hjónavígslan fór fram í kirkjunni
á Þingeyri við Dýrafjörð 3. júní
1944. Dýrleif var þá 21 árs og Gunn-
ar að verða 23 ára. Hann var stýri-
maður á togaranum Júpiter og sigldi
með aflann til Fleetwood á Eng-
landi.
Einu sinni stungið inn
„Ég lenti einu sinni í fangelsi á
stríðsárunum, var haldið yfir nótt en
sleppt svo án skýringa og ekki var
ég beðinn afsökunar.“ Hann segir að
flugvél hafi verið skotin niður í
grennd við skipið og þegar þeir hafi
komið til Fleetwood hafi verið spurt
hver kynni á byssu um borð. „Ég
sagðist halda að ég kynni á hana og
því var ég tekinn, þeir héldu að við
hefðum skotið vélina niður.“
Dýrleif segist hafa haft nóg að
gera við að ala upp fjögur börn og
ekki óttast um mann sinn á stríðs-
árunum. „Ég átti framtíðina fyrir
mér og 21 árs velti ég því ókomna
ekki fyrir mér heldur naut hvers
dags. Hver stund var góð stund og
við nutum þess að hittast aftur eftir
hverja siglingu hans.“
Gunnar fór oft á síld með föður
sínum, skipstjóranum á Eldborg, en
var á togurum þess á milli. „Hann
var mikill síldarmaður, enginn troll-
aramaður, og maður þénaði vel á
síldinni,“ rifjar Gunnar upp, en hann
tók við skipstjórninni af föður sín-
um. Ekki voru sömu uppgrip á Eld-
borg eftir að hún var leigð 1952 til
að sinna vöru- og fólksflutningum á
milli Reykjavíkur, Akraness og
Borgarness, á Hvítá og Akraborg-
inni, sem tók við þjónustunni 1956.
„Það var engin sjómennska,“ segir
hann, en Gunnar var fyrst stýrimað-
ur og síðar skipstjóri á síðastnefnda
skipinu.
Eftir að Gunnar fór í land stund-
uðu hjónin síldarsöltun í Mjóafirði í
tvö sumur. „Þetta dróst fram á
haustið og annað árið komum við
heim á Þorláksmessu en jólin gengu
samt sinn vanagang,“ segir Dýrleif.
„Þetta voru tvö góð ár en það vit-
lausasta sem hægt var að gera því
þarna var ekkert til neins,“ segir
Gunnar.
Dýrleif segir að þau hafi átt gott
og áfallalaust líf, hún lesi og grípi í
prjóna, en hafi ekki verið upptekin
við að tæknivæðast, hafi hvorki
áhuga á því að vita allt um náungann
né segja allt um hann.
„Einu tækin sem ég glími við eru
síminn, sjónvarpið og útvarpið, og
hrærivélin ef mér dettur það í hug.
Einveran er samt hundleiðinleg,“
segir hún og vísar til samkomu-
bannsins í faraldrinum og þess að
Gunnar flutti á Hrafnistu fyrir
skömmu. „Það þýðir samt ekkert
annað en að vera bjartsýn.“
Ljósmynd/Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir
Met Gunnar Ólafsson og Dýrleif Hallgríms á 75 ára brúðkaupsafmælinu.
Lengsta hjónabandið
Dýrleif og Gunnar hafa verið gift í 76 ár og 157 daga