Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 13
Ég nýt þess, ég tek það fram, en þegar ég var farin að taka upp myndbönd og senda fólki til að sýna því hvernig ætti að gera sá ég að þetta væri snilldarleið til að kenna fólki að prjóna.“ Tinna segir að þetta sé fimm vikna námskeið þar sem hver og einn geti farið á sínum hraða. „Við reynum samt að halda hópinn á þessum fimm vik- um og vera nokkurn veginn sam- ferða. Námskeiðið inniheldur 30 leiðbeiningamyndbönd en ég býð auk þess öllum upp á klukkustund- ar langt myndsamtal einu sinni í viku í þessar fimm vikur. Þess á milli geta þeir sem eru á nám- skeiðinu varpað fram spurningum til mín á lokuðum facebookhópi svo fólk sé aldrei stopp í sínu verkefni. Í lok námskeiðs verða svo allir búnir að prjóna húfu og peysu á sig eða sína.“ Námskeiðið er á vegum vef- verslunar Tinnu, Tiny Viking, sem er barnavöruverslun. „Þar seldi ég upphaflega barnafatnað sem ég prjónaði og heklaði sjálf. Allt byrj- aði það á rauðum kraga sem ég heklaði á dóttur mína, Viktoríu Lind, en eftirspurn eftir honum og öðru sem ég gerði í höndunum á hana varð svo mikil að ég ákvað að opna vefverslun. Kraginn var áður í sölu hjá okkur en síðar gaf ég uppskrift að honum með mynd- bandi,“ segir Tinna og bætir við að hún hafi ekki haft undan í prjóna- skapnum og því láti hún núna framleiða fyrir sig þær vörur sem eru til sölu á Tiny Viking. „Þar sem Tiny Viking er barnavöruverslun hugsaði ég þetta prjónanámskeið fyrst fyrir mæður sem væru heima hjá sér með lítil börn og kæmust lítið frá. En ég áttaði mig á að miklu fleiri en eingöngu mæður ungra barna langar að læra að prjóna, í mig hringja til dæmis 19 ára unglingar sem þurfa leiðbeiningu með að prjóna peysu á sjálfa sig.“ Tinna var nýlega með prufunámskeið og prjónanámskeið til að sjá hvort allt virkaði, hverju þyrfti að breyta eða bæta. „Þetta ætti því að vera alveg smurt þegar þetta fer af stað á mánudaginn. Ég ætla að vera með annað prjónanámskeið í janúar, því eftirspurnin er mikil. Mig langar líka að vera með sauma- námskeið, heklunámskeið og alls konar. Þetta á eftir að vinda upp á sig.“ Þeir sem hafa áhuga á að fara á námskeiðið sem hefst nk. mánu- dag 9. nóvember geta skráð sig á heimasíðu vefverslunar Tinnu: tinyviking.net. Upphaf Viktoría Lind með kragann sem Tinna heklaði og varð svo vinsæll að hún ákvað að opna vefverslun- ina Tiny Viking. Slaufan í hárinu fæst einmitt þar. Fallegt Svona peysur og húfur, fyrir börn eða fullorðna, ætlar Tinna að kenna fólki að prjóna á netnámskeiðinu. Fær aldrei leiða Tinna við uppáhaldsiðju sína, að prjóna eina flíkina enn. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 Þriggja manna verk Að fanga stork er ekki létt verk, hér freista þrír starfsmenn dýragarðs þess að ná einum slíkum fugli garðsins. Namm Hann fúlsaði ekki við graskeri þessi fíll í dýragarði í Danmörku sem fékk að gæða sér á slíku eftir hrekkjavökuna. Rómó Þessir svanir röltu um á ströndinni á frönsku rivíerunni í Nice í Frakklandi, alls ómeðvitaðir um heimsfaraldur. AFP mjolka.is Fylgdu okkur á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.