Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 fór strax að spinna og prjóna úr kanínufiðunni og þær flíkur voru einstaklega mjúkar og hlýjar. Barnabörnin voru svo heppin að Emelía hafði gaman af að spila við þau og segja þeim sögur en mér er til efs að þær hafi verið sannar að öllu leyti! Þar var fært í stílinn til að kalla fram hlátur og auka gleðina í samskiptunum og þá var hún í essinu sínu kímin á svip. Emelía átti sitt fasta sæti í eld- húsinu í Vorsabæ og þurfti ekki nema að snúa stólnum til að ná í kaffikönnuna, opna búrið eða teygja sig í eldavélina. Það var hennar svæði og þar leið henni vel. Út um gluggann sá hún til Birnustaða þar sem hún var fædd og það útsýni var henni mikil- vægt. Eftir að hún flutti á Ljós- heima fækkaði ferðum hennar í Vorsabæ og 6. júní settist hún í síðasta skiptið í sætið sitt og horfði til Birnustaða. Það var eft- irminnilegt. Henni hrakaði mjög seinustu mánuði og kvaddi þenn- an heim í lok október. Ég vil af einlægni þakka Emelíu alla já- kvæðnina og umhyggjuna sem hún sýndi mér frá fyrsta degi og það mun ekki gleymast. Takk. Guðmundur O. Ásmundsson. Það eru líklega sjaldgæf for- réttindi að eiga samfylgd með ömmu sinni í næstum hálfa öld. Ég var svo lánsamur að dvelja langdvölum heima í Vorsabæ hjá afa mínum og ömmu sem barn, sá þráður slitnaði aldrei og síðar kom ég þangað oft sem fullorðinn maður með mín eigin börn. Amma fæddist á Birnustöðum, í skjóli Vörðufellsins, og lifði alla sína ævi undir þessu sama fjalli. Hún sótti mannsefnið ekki lengra en á næsta bæ, Vorsabæ. Þar byggðu þau afi upp nýbýli. Í íbúð- arhúsinu var hennar ríki í búrinu og eldhúsinu, úr eldhúsgluggan- um gat hún horft á bernskuheim- ilið. Reyndar setti hún það sem skilyrði þegar húsið og útihúsin voru teiknuð að útsýninu heim að Birnustöðum yrði ekki raskað. Þangað átti hún líka oft erindi, enda bjó Sigrún systir hennar þar og þær voru alla tíð einstak- lega samrýndar. Ef ég ætti að velja mér eina minningu um ömmu í Vorsabæ yrðu það sjálfsagt „flatkökupartí- in“ sem þær systur héldu reglu- lega í eldhúsinu. Ég man fyrst eftir slíkum viðburði þegar ég var átta ára og dvaldi í fyrsta sinn einn sem snúningastrákur og kúarektor í sveitinni. Einhverja hugmynd hafði ég um merkingu orðsins „partí“ og bjóst þess vegna við miklu fjöri og jafnvel fjölmenni. Svo var þó ekki. Þetta nafn notuðu systurnar um það þegar þær hittust tvær og bök- uðu heilu staflana af flatkökum. Ef maður kom sér fyrir á eldhús- bekknum var manni stundum réttur biti af köku, beint af hellunni – þá varð að hafa hraðar hendur og sporðrenna góðgætinu áður en smjörið bráðnaði. Þetta voru eftirminnileg „partí“ og í minningunni um þau sameinast margt í fari ömmu minnar, rösk- leikinn og ákveðnin, en líka hlýj- an. Heimilið á Vorsabæ var oft mannmargt og þar var mikill gestagangur, enda var það líka skrifstofa hreppsins og miðstöð ýmissa félagsstarfa. Það mæddi mikið á ömmu en hún var forkur til vinnu og þrátt fyrir annríkið átti hún sér líka sinn sérheim. Það er ekki laust við að maður velti því stundum fyrir sér þegar maður gengur um gamla bæinn hvort hún hefði, við aðrar að- stæður, getað orðið enn meiri listakona en hún var. Hannyrðir léku í höndum hennar og hún vann alla tíð að þeim. Hún fram- leiddi prjónaföt í stórum stíl, en hún lét sér það ekki nægja og hannaði líka sjálf bæði flíkur og mynstur. En hún hafði líka áhuga á myndlist og málaði sjálf. Eftir að amma og afi hættu bú- skap hægðist um á heimilinu og þau höfðu bæði meiri tíma til að sinna sínu. Í rúman aldarfjórð- ung var amma líka langamma og þar var hún í essinu sínu, lang- ömmubörnin muna hana sem skemmtilega og ljúfa konu sem spilaði við þau rommý og klepp- ara og átti alltaf handa þeim lit- ríka vettlinga og sokka, fyrst heima í Vorsabæ, síðar á Ljós- heimum þar sem hún dvaldi síð- ustu árin. Jón Yngvi Jóhannsson. Elsku amma í Vorsabæ. Sorg- in er þung þegar kveðja þarf svo kærleiksríka og umhyggjusama ömmu. Þegar við lítum til baka yfir þann tíma sem við eyddum saman koma margar minningar upp í hugann. Amma og afi höfðu bú í Vorsa- bæ á Skeiðum. Okkur þótti ansi flott að eiga tengingu í sveitina. Oft spurðum við ömmu um „gömlu dagana“ sem okkur þótti mjög spennandi. Öll fórum við systkinin í sveit yfir sumrin til afa og ömmu, þó misoft. Við eldri barnabörnin fengum fleiri tækifæri til að eyða sumrunum hjá ömmu og afa og munum þá best eftir þeim sveita- sumrum þar sem við vorum ráðin í vinnu hjá þeim, en í því fólst að hjálpa til við húsverkin auk þess sem við hjálpuðum við kartöflu- ræktina, í garðinum og í skógun- um. Þar lærðum við að vinna, sem og hvað það er að vinna fyrir laununum sínum. Í sveitinni upplifðum við margt nýtt, eins og að borða fimm sinn- um á dag en það þótti okkur mjög skrítið. Stundum fengum við skyr með arfa, sem við tíndum sjálf, eða Litlu gulu hænuna, sem er með bestu súpum í heimi! En þó má ekki gleyma kjötsúpunni sem hún gerði alltaf á réttardaginn en hún var afbragðsgóð. Auðvitað var allt sem amma bar á borð lostæti en öll skiptin sem við eyddum jóladegi uppi í sveit með henni og afa standa mikið upp úr. Þá bar amma kalt hangikjöt á borð ásamt kartöflum, uppstúf og auðvitað heimabökuðum flatkök- um en það gerist ekki mikið betra en hjá ömmu. Amma var alltaf hress, hún tók fólki opnum örmum og leyfði sér að vera barn í anda. Sem dæmi má nefna að hún gat verið mjög hrekkjótt og átti það til að svindla í spilum við okkur barnabörnin og þá sérstaklega í rommí. Við gátum þó aldrei sannað það, en hún skemmti sér ætíð konung- lega við að reyna að leyna spil- unum og sást það á glottinu. Hún fann alltaf tíma til að eyða með okkur barnabörnunum, hvort sem það var í formi útivistar, spila, teiknimyndaáhorfs eða föndurs. Einnig var hún dugleg að hjálpa okkur við lestur. Eins og kunnugt er var amma mjög listræn, elskaði föndur og hafði ómælda ánægju af að kenna okk- ur barnabörnunum að föndra, og þá kannski gagnaðist það henni hversu þolinmóð hún var. Algeng sjón var að sjá hana prjóna yfir sjónvarpinu og eiga flestir í fjöl- skyldunni sjálfsagt margar ullar- peysur og sokka frá henni. Amma var afar hlý manneskja og við fundum vel hversu vænt henni þótti um okkur. Þegar við dvöldum í sveitinni og fengum heimþrá á kvöldin leyfði amma okkur að skríða upp í sitt rúm og þá fengum við að kúra í faðmi ömmu. Af og til gátum við barna- börnin verið óþekk. Eitt okkar datt t.d. í skítaskurðinn þegar hann var að teygja sig í bolta, og gekk inn heimreiðina þakinn kúa- skít. Ömmu þótti það nú ekkert fyndið en ekki skammaði hún barnabarnið mikið. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin og við eigum ekki eftir að eyða fleiri jólum með þér, sem og öðrum gæðastundum, en það er þó ákveðin huggun í því að geta rifjað upp þær stundir sem við höfum átt saman í gegnum tíðina. Við munum ávallt minnast þín af gleði, kærleik og þakklæti. Takk fyrir að hafa verið amma okkar! Birgir, Berglind, Davíð og Hilmar. Það er eitthvað aðeins öðruvísi við að missa þann sem maður heitir eftir; þó að ég líti nú á það þannig að amma hafi heitið eftir mér því hún breytti nafninu sínu úr Emilía í Emelía fyrir nokkrum árum, eins og hún átti alltaf að heita. Ég ólst upp að hluta til hjá ömmu og afa í Vorsabæ, ég var nefnilega hjá þeim öll sumur þar til ég var 13 ára. Ég hlakkaði allt- af til að fara í sveitina og fékk meira að segja að taka vorprófin fyrr til að komast í sauðburðinn og setja niður kartöflur, ég var vinnukona og tók það hlutverk al- varlega. Þú tókst þitt hlutverk líka alvarlega, þú ætlaðir greini- lega ekki að skila mér í verra ásigkomulagi en ég kom í en það endurspeglaðist í því að þú pass- aðir vel (stundum of vel) upp á að ég færi mér ekki að voða, ég fékk því aldrei að moka heyinu í blás- arann eins og stóru krakkarnir og ekki að keyra traktor fyrr en mörgum árum á eftir stóra frænda mínum. Ég komst því klakklaust frá vistinni (fyrir utan eitt ör á lærinu) enda var ég of hrædd við þig til að óhlýðnast þér mikið; sú hræðsla rann ekki al- mennilega af mér fyrr en fyrir svona sjö árum. Þú varst ströng en við áttum margar góðar stundir saman, oft bara tvær einar þegar afi var á flakki. Við spiluðum endalaust mikið, þú varst alltaf til í að spila við mig, kannski af því að þú vannst oftar og þú elskaðir að vinna; mögulega fæ ég þetta mikla keppnisskap frá þér. Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum sem ég fór að vinna þig meira, það voru sætir sigrar þótt þeir kæmu seint. Ostabrauð í ofni þegar afi var ekki heima, súkkulaðiskyr, kakó- súpu, makkarónusúpu, litlu gulu hænuna og fleiri eftirrétti tengi ég við þig; það var alltaf eftirmat- ur hjá þér og skyr finnst mér óætt nema það sé baðað í kakó- malti. Og í hvert sinn sem ég gisti með dætur mínar hjá þér í sveit- inni fyrir nokkrum árum dróstu fram kvöldkaffi fyrir svefninn af gömlum vana, það var nefnilega alltaf kvöldkaffi í sveitinni. Þú varst prjóna- og föndur- brjálæðingur, varst alltaf að fyrir framan sjónvarpið og alltaf voru jólapakkarnir frá þér skreyttir með einhverjum hlutum sem þú bjóst til; mér þykir vænt um þessa hluti sem prýða jólatréð mitt árlega. Þú fékkst óteljandi hugmyndir og fannst gaman að prófa eitthvað nýtt sem þér hug- kvæmdist eða sem þú last í ein- hverju magasíni, þú miðlaðir hugmyndum og aðferðum til kvennanna í sveitinni en aldrei tróðstu þessum áhuga þínum upp á mig, þú leyfðir mér bara að vera ég, þú tókst mér alltaf bara eins og ég var. Það voru forréttindi að fá að alast upp í sveitinni hjá þér, vera ávallt velkomin og líða elskað, vera nóg. Þú komst líka oft í bæ- inn að passa mig og Hauk bróður þegar á þurfti að halda, alveg þar til ég var tvítug. Og aldrei kvart- aðir þú yfir neinu, heldur hélst þínu striki. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar og hlýjuna sem þú sýndir mér alla tíð, amma mín. Emelía litla. Emelía Kristbjörnsdóttir, besti kennarinn minn og elskuleg húsmóðir, er fallin frá. Við hittumst fyrst árið 1978. Ég kom til Íslands til að læra ís- lensku, sem ég hélt að myndi hjálpa mér að skilja fornmálið. Ég var svo heppin að lenda á Vorsabæ á Skeiðum, þar sem húsmóðurinni var jafn umhugað um að kenna mér íslensku eins og mér að læra hana. Í þá daga var ekkert sjónvarp í júlí, og við not- uðum allan daginn til að æfa: ég hrærði í pottinum, setti hann á borðið, nú var hann á borðinu hjá diskunum, bollunum, o.s.frv. Á kvöldin las ég upp úr æfingabók á meðan Emelía prjónaði og leið- rétti mig, bæði framburð og mál- fræði. Auðvitað bannaði hún krökkunum að tala við mig á ensku. Allt þetta tókst svo vel að ég skildi málið vel þegar ég kom í háskólann næsta haust og það jafnvel þótt Emilía sjálf hafi verið hraðmæltasta manneskja sem ég hef nokkurn tíma hitt, á hvaða tungumáli sem var. Hjá henni lærði ég meira en tungumálið, t.d. að sauma vamb- ir, og fyrsta árið, 1978, að rýja kindur með gömlum klippum, eins og sjást á myndum frá mið- öldum. Næsta ár var það sonur hennar, Bubbi, sem stjórnaði rúningu, enda notaði hann raf- magnsklippur. Við Emelía urðum góðar vin- konur og skiptumst gjarnan á matar- og prjónauppskriftum. Á hverju sumri, þegar ég kom til Ís- lands og gisti í Vorsabæ, var Emelía búin að læra eitthvert nýtt handverk um veturinn; að mála á postulín eða tré, brenna myndir í tré, búa til muni úr perl- um og margt fleira. Ég mat það mikils, þegar ég var atvinnulaus einu sinni, að hún ráðlagði mér að sækja um ráðskonustöðu sem laus var á næsta bæ – þá vissi ég hvað ég hafði náð langt í íslensku sveitamenningunni! Ég verð æv- inlega þakklát fyrir bréfið sem hún skrifaði til stuðnings umsókn minni um íslenskan ríkisborgara- rétt. Mér fannst ekkert geta ver- ið betra en að geta framvísað bréfi frá íslenskum bónda. Emelía var athugul um allt og hafði mikið ímyndunarafl. Hún lýsti því þegar hún fór á næsta bæ í jólasveinabúningi og lækn- irinn ók fram hjá með börnum sínum. Þessi börn hefðu aldrei síðan efast um að jólasveinar væru til og ættu heima í Vörðu- felli! Þegar ég sá Emelíu síðast var hún rúmliggjandi og sofandi og varð ekki vör við mig. En ein- hverjir aðrir voru viðstaddir sem hún ein sá, e.t.v. gestir sem hún heilsaði og talaði við … „sælir“ … „líklega“ … „er það svo?‘‘ sagði hún. Ég hefði gjarnan viljað fá að vita hverjir komumennirnir voru og hvað þeir voru að segja en það fæ ég aldrei. Ég sendi börnum hennar, barnabörnum og barna- barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Margaret Cormack. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI MOGENS BJÖRNSSON prentari og prentsmiðjueigandi, lést föstudaginn 23. október á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 9. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni og má nálgast virkan hlekk hér: www.mbl.is/andlat Sigþrúður Þórhildur Guðnadóttir Björn Styrmir Árnason Jakobína Björk Sigvaldadóttir Guðni Jón Árnason Hrönn Ámundadóttir Árni Þór Árnason Soffía Lára Hafstein Þyri Huld Árnadóttir Hrafnkell Hjörleifsson barnabörn og langafabarn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR JÓHANNESSON, Skólavegi 36a, Fáskrúðsfirði, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 7. nóvember klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Hægt verður að nálgast streymi á facebooksíðu Fáskrúðsfjarðarkirkju. Rannveig Ragna Bergkvistsdóttir Bergkvist Ómar Erlendsson Steinar Jón Erlendsson Dagbjört Snæbjörnsdóttir Jóhannes Michelsen Erlendsson Ragnar Steinarsson Agnes Rut Högnadóttir Nína Lee, Marsibil Perla, Nanna Steinunn, Elísabet Harpa og Birgitta Rós Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHEIÐUR Ó. FRIÐÞJÓFSDÓTTIR frá Rifi á Snæfellsnesi, lést föstudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 14. Aðeins nánustu aðstandendur verða viðstaddir en streymt verður frá athöfninni. Hlekkur er aðgengilegur á vef Akraneskirkju www.akraneskirkja.is Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Höfða á Akranesi. Erlingur S. Jóhannsson Lára Hreinsdóttir Margrét B. Jóhannsdóttir Magnús Gunnarsson Friðgerður Ó. Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku hjartans móðir okkar, amma og tengdamóðir, BJÖRG THORBERG, lést miðvikudaginn 28. október á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. nóvember klukkan 13. Aðeins nánustu aðstandendur verða viðstaddir, en athöfninni verður streymt á https://youtu.be/sKGbHLJ1FbM Hulda Berglind Gunnarsd. Katrín Perla Gunnarsdóttir Helgi B. Sigurðsson Björg Thorberg Sigurðard. barnabörn Ástkær eiginmaður minn, mágur okkar og frændi, BALDUR H. ASPAR prentari, til heimilis að Sólheimum 25, lést á Landakoti mánudaginn 2. nóvember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina, en henni verður streymt á slóðinni https://youtu.be/WbqQJHMGbpQ Þeim sem vilja minnast Baldurs er bent á Minningarsjóð Samtakanna '78. Þóra Guðnadóttir systkini og frændfólk Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÁRNI SVEINSSON skipstjóri, Bogabraut 17, Skagaströnd, lést á HSN Blönduósi að kvöldi þriðjudagsins 3. nóvember. Hjördís Bára Þorvaldsdóttir Gunnar Þór Gunnarsson Bryndís Björk Guðjónsdóttir Anna Elínborg Gunnarsdóttir Matthías Björnsson Áslaug Sif Gunnarsdóttir Örn Torfason Tinna, Frímann, Sveinn Kristófer, Katla, Brynja, Diljá, Bára Sif, Gunnar Þór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.