Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
591063
KIA Picanto LX ‘16, beinskiptur,
ekinn 100 þús. km. Verð: 599.000 kr.
550165
Toyota C-hr c-ult ‘19, sjálfskiptur,
ekinn 50 þús. km. Verð: 3.690.000 kr.
446408
Opel Corsa Enjoy ‘15, beinskiptur,
ekinn 117 þús. km. Verð: 690.000 kr.
Opel Astra Innovation ‘18, beinskiptur,
ekinn 80 þús. km. Verð: 2.190.000 kr.
446452
Opel Crossland X Innovation ‘18, sj.skiptur,
ekinn 29 þús.km. Verð: 2.890.000 kr.
590964
446230 446525 446471
BMW X5 Xdrive ‘11, sjálfskiptur,
ekinn 187 þús.km. Verð: 3.490.000 kr.
590500 112900
Notaðir bílar
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Bílasala Suðurnesja
Sími: 420 3330
Opnunartímar:
Virka daga 12-17Meira úrval á
notadir.benni.is
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2035
Opnunartímar:
Virka daga 9-18
Laugardaga 12-16
* Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl.
Öryggi á góðum bíl í vetur!
Nissan Navara Np300 Tekna ‘17, sj.skiptur,
ekinn 103 þ. km. Verð: 5.590.000 kr.
Jeep Grand Cherokee Laredo ‘09. sj.skiptur,
ekinn 139 þús. km. Verð: 1.690.000 kr.
SsangYong Tivoli DLX ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 9 þús. km. Verð: 2.990.000 kr.
SsangYong Rexton DLX ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 53 þús. km. Verð: 4.790.000 kr.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Kristinn H. Þorsteinsson neitaði
því ekki að titla mætti hann sem
bankastjóra í birkibankanum þeg-
ar haft var samband við hann í
vikunni. Hann er framkvæmda-
stjóri Skógræktarfélags Kópavogs
og í húsakynnum félagsins í Guð-
mundarlundi hefur verið mynd-
arlegur bingur af fræjum sem
bíða þess að vera sáð víða um
land.
Þar var tekið á móti um 30
milljónum fræja af höfuðborg-
arsvæðinu, sem af gætu sprottið
milljónir birkitrjáa ef öll skilyrði
verða fræinu hagstæð en árang-
urinn kemur í ljós á næstu árum.
Kristinn er ánægður með árang-
urinn í landsátaki í söfnun birki-
fræja í haust og segist sannfærður
um að framhald verði á með mik-
illi þátttöku almennings.
Fjölskyldur og hópar
„Mjög mikið var um að
fjölskyldur, vinnustaðahópar og
skólafólk legði okkur lið. Ótrúlega
margir voru tilbúnir að taka þátt í
þessu verkefni til að klæða landið
skógi og endurheimta fyrri gæði
og um leið vinna að heimsmark-
miðum Sameinuðu þjóðanna,“ seg-
ir Kristinn um þessa nýju almenn-
ingsíþrótt.
Tugir sjálfboðaliða dreifðu fræi
í landi Kópavogsbæjar í Selfjalli
við Lækjarbotna tvo laugardaga í
haust. Kristinn segir að aft-
urkippur hafi komið í sáningu
vegna kórónuveikinnar því ekki
hafi verið hægt að stefna fólki
saman í þeim aðstæðum.
Þráðurinn verður tekinn upp við
sáningu næsta vor í samvinnu
Skógræktarfélags Kópavogs og
Kópavogsbæjar. Kristinn segir að
slíkt hið sama verði gert víða á
landinu og þá er talsverð inni-
stæða til að taka út úr fræbank-
anum. Fræin sem eftir eru verða
þurrkuð og geymd í kæli eða
frysti í bækistöðvum Landgræðsl-
unnar.
Einstaklingar og hópar dreifðu
fræi á eigin vegum víða um land í
haust. Til að mynda söfnuðu og
dreifðu margir skólahópar, allt frá
leikskóla upp í framhaldsskóla, og
átján Lionsklúbbar réðust í fræ-
söfnun og dreifingu nú í haust.
Nú þegar hefur verið sáð tölu-
verðu af fræi á Hekluskógasvæð-
inu. Í ráði er að nýta birkifræ þar
og á Hólasandi samhliða kjöt-
mjölsdreifingu í svæði sem auðguð
hafa verið með gori eða moltu.
Mikið var af birkifræjum í ár,
sérstaklega á Suður- og Vest-
urlandi.
Áberandi var hversu mikið fræ
var á tilteknum svæðum, svo sem í
Þórsmörk og í Steinadal í Suð-
ursveit og á birki ættuðu úr Bæj-
arstaðaskógi. Sums staðar var lítið
sem ekkert fræ að finna, sér-
staklega á stöðum þar sem birki
er mjög lágvaxið og kræklótt svo
sem í Hítardal á Vesturlandi.
Möguleg skýring er sú að eftir því
sem birki er meira blandað fjall-
drapa treystir það meira á dreif-
ingu og endurnýjun með rótar-
skotum frekar en með fræi,
samkvæmt upplýsingum frá Skóg-
ræktinni.
Fræsöfnunarverkefnið var
skipulagt af Landgræðslunni og
Skógræktinni í samstarfi við Bón-
us, Terra, Prentmet Odda, Lions
og Landvernd. Síðar komu ýmsir
aðrir aðilar myndarlega að verk-
efninu, til að mynda Skógrækt-
arfélag Kópavogs og Kópavogs-
bær.
Mikið af fræjum í bankanum
Ánægjulegt og árangursríkt átak við söfnun birkifræja í haust Gæti skilað
milljónum birkitrjáa ef skilyrði verða góð Gott fræár á Suður- og Vesturlandi
Ljósmynd/Kristinn Þorsteinsson
Verk að vinna Ívar Kristinsson og Fany Larota Catunta tóku þátt í birkiverkefninu ásamt dætrum sínum þremur;
Gabrelíu Sif, Andreu Lind og Júlíu Líf, og sáðu birkifræi í Selfjalli. Sú yngsta í hópnum var aðeins tveggja mánaða.
Morgunblaðið/Eggert
Bankastjórinn Kristinn Þorsteinsson við bing af fræjum úr söfnun haustins.
Sjávarútvegsráðherrar Íslands og
Færeyja náðu fyrr í vikunni sam-
komulagi um fiskveiðiheimildir
Færeyinga innan íslenskrar lög-
sögu fyrir næsta ár og um gagn-
kvæman aðgang að veiðum í lög-
sögu landanna fyrir norsk-íslenska
síld og kolmunna. Flest er með
líkum hætti og í síðasta samningi
þjóðanna hvað varðar kolmunna,
síld og loðnu.
Heimildir Færeyinga til veiða á
botnfiski verða þær sömu og í ár
eða 5,600 tonn og hámark þess
sem veiða má af þorski verður
óbreytt eða 2,400 tonn. Vegna
bágs ástands keilustofnsins voru
ráðherrarnir sammála um að
keiluafli Færeyinga yrði minni en
verið hefur. Heimildir þeirra til
veiða á keilu lækka því úr 650
tonnum í 400 tonn.
Samið við Færey-
inga um fiskveiðar