Morgunblaðið - 10.11.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Bíljöfur – Varahlutir Smiðjuvegi 72
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
544 5151
tímapantanir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Þjónustuaðilar IB Selfossi
Getum sótt og skilað bílum
á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Umhverfisstofnun hefur heimilað
Hafnarfjarðarbæ að grafa allt að
tíu rannsóknarholur við Krýsuvík-
urbjarg í því skyni að kanna þar
jarðveg fyrir undirstöður útsýnis-
palla sem setja á upp við bjarg-
brún. Deiliskipulag fyrir svæðið,
sem gerir ráð fyrir mannvirki, hef-
ur verið samþykkt og eins hafa
lauslegar skissur að pallinum verið
gerðar.
Á vettvangi landsáætlunar um
uppbyggingu ferðamannastaða hef-
ur verið samþykkt að styðja fram-
kvæmd þessa, en hvenær hafist
verður handa liggur enn ekki fyrir,
að sögn Helgu Stefánsdóttur, for-
stöðumanns á umhverfis- og skipu-
lagssviði Hafnarfjarðarbæjar.
Með tilliti til landamæra sveitar-
félaga er Krýsuvíkursvæðið sem
eyja innan marka Hafnarfjarðar-
bæjar. Nærliggjandi svæði tilheyra
Grindavíkurbæ – og víðfeðmar
slóðir þarna í kring mynda Reykja-
nesfólkvang.
Til stendur að reisa útsýnispall
við Hælisvík, vestarlega á Krýsu-
víkurbergi, sem er 30-50 m hátt og
6,5 km langt. Annar pallur yrði
nokkru austar, þar sem heita
Rauðuskriður. Alls verpa 34 teg-
undir fugla í berginu og þar eru
svartfugl og rita mest áberandi.
Margt er því að sjá og skoða á
svæðinu og þangað koma þúsundir
manna á ári hverju. Gera má svo
ráð fyrir að með betri aðstöðu, eins
og gert er ráð fyrir í deiliskipulagi,
fjölgi gestum á svæðinu. Þannig
stendur til að útbúa stæði fyrir alls
35 bíla og fimm rútur nærri
Heiðnabergi. Slóðar eru fyrir á
svæðinu og verða þeir endurbættir
og einnig vegurinn sem liggur frá
Suðurstrandarvegi fram að Krýsu-
víkurbjargi, en við það verða sett
upp skilti og skýrar merkingar.
sbs@mbl.is
Vilja útsýnispalla á bjargið
Undirbúa nú
framkvæmdir á háu
Krýsuvíkurbjargi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sjávarhamrar Krýsuvíkurbjarg er
langt og hér er horft til vesturs.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
GRÓ, er enn útkallshæf að sögn Ás-
geirs Erlendssonar, upplýsingafull-
trúa Landhelgisgæslunnar, en flug-
virkjar gæslunnar hófu ótíma-
bundið verkfall í síðustu viku.
Fulltrúar flugvirkja og Landhelgis-
gæslunnar ræddust óformlega við í
gær en engin tíðindi bárust af þeim
fundi í gærkvöldi.
Ásgeir sagðist í samtali við mbl.is
í gær ekki hafa fréttir að færa um
stöðu samningaviðræðna. Þá sagði
hann erfitt að segja til um hversu
langt væri í næstu yfirferð á TF-
GRÓ og í rauninni ófyrirséð hversu
lengi hægt yrði að halda henni í
þjónustu. „En það er ljóst að drag-
ist verkfallið á langinn mun það
hafa alvarlegar afleiðingar fyrir
björgunargetuna,“ sagði Ásgeir og
bætti við að allir kostir yrðu skoð-
aðir ef til þess kæmi.
Verkfall gæti haft
áhrif á björgunargetu
Heimsfaraldur kórónuveirunnar
hefur haft í för með sér mikinn
kostnaðarauka og tekjutap í
rekstri Ríkisútvarpsins. Áætlað
tap á rekstri RÚV á þessu ári er
250 milljónir króna, sem má ein-
göngu rekja til áhrifa af faraldr-
inum. Þetta kemur fram í umsögn
Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra,
sem hann hefur sent fjárlaganefnd
við fjárlagafrumvarp næsta árs.
Fram kemur að þegar farald-
urinn skall á fyrr á þessu ári féllu
tekjur Ríkisútvarpsins vegna aug-
lýsinga umtalsvert. „Er áætlað að
tekjufallið á þessu ári verði um
300 [milljónir kr.]. Þá hefur RÚV
orðið fyrir umtalsverðum beinum
kostnaði vegna Covid-19, m.a.
vegna þess hlutverks sem RÚV
gegnir samkvæmt landsáætlun
vegna heimsfaraldurs inflúensu og
lögum. Beinn aukinn kostnaður
verður hátt í 80 milljónir kr. á
þessu ári. Áhrif Covid-19 á rekstur
RÚV eru víðtækari vegna þess að
fjármagnsliðir hafa hækkað um 90
[milljónir kr.] vegna gengislækk-
unar krónunnar auk fleiri atriða.
Niðurstaðan er því sú að þessir
þættir hafa mikil áhrif á rekstur
RÚV á árinu, eða um 470 [millj-
ónir kr.] til hins verra,“ segir Stef-
án.
Lægri tekjur af útvarpsgjaldi
Minnir Stefán á að í vor hafi
verið ráðist í umfangsmiklar hag-
ræðingaraðgerðir sem beindust
einkum að yfirstjórn og stjórnend-
um RÚV og starfsemi stoðdeilda,
dregið hafi verið úr starfsemi með
uppsögnum og breytingum á störf-
um til að verja eins og kostur er
dagskrá og fréttir. Þrátt fyrir það
liggi ljóst fyrir að mikið vanti enn
á að jafnvægi náist í rekstrinum.
„Staðan á næsta ári er svo enn
alvarlegri. Áfram er gert ráð fyrir
verulegum samdrætti í auglýsinga-
tekjum,“ segir í umsögn hans.
Í frumvarpinu sé gert ráð fyrir
að tekjur af útvarpsgjaldi muni
lækka umtalsvert eða um 310
milljónir kr. Árið 2021 muni því í
heild vanta yfir 600 milljónir kr. í
fjármögnun Ríkisútvarpsins. 10%
lækkun tekna á næsta ári verði
ekki mætt einungis með enn frek-
ari hagræðingu og niðurskurði.
„Fyrirsjáanlegt er að mæta þurfi
þessu með breytingum og sam-
drætti í dagskrárgerð og frétta-
þjónustu RÚV.“ omfr@mbl.is
Dregur upp dökka mynd
Tekjufall og kostnaðarauki hjá RÚV vegna faraldursins 250 milljóna kr. áætl-
að tap í ár Á næsta ári vantar yfir 600 milljónir Samdráttur fyrirsjáanlegur
Ólöf Helga Hilmarsdóttir, knapi frá unga aldri, kembir hér
hestana Ísak og Kötlu í nóvemberveðrinu í Víðidal. „Ég var
þarna að hlusta á fyrirlestur í háskólanum og bara að dunda
mér við að kemba á meðan. Ég vildi aðeins skipta um
umhverfi, ef svo má segja,“ segir Ólöf í samtali við Morgun-
blaðið. Þó að veðrið hafi ekki leikið við íbúa höfuðborgar-
svæðisins í gær, mánudag, segist Ólöf ekki hafa látið veðrið
stöðva sig. „Ég fer á hverjum degi; þegar ég er ekki að læra
er ég á hestbaki,“ segir Ólöf.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sinnti Ísak og Kötlu og hlýddi á fyrirlestur um leið