Morgunblaðið - 10.11.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Eftirlitsmaður frá Vinnueftirlitinu
fór í tvígang á staðinn til að skoða
krana sem féll í Mosagötu í Urriða-
holti sl. fimmtudag og var svo gefin
út skýrsla sem bannar notkun hans,
að því er segir í svari eftirlitsins.
Kraninn sem féll á þak húss og að-
liggjandi bílastæði var skoðaður síð-
ast 8. ágúst 2019, að beiðni eiganda.
Kraninn hefur síðan verið færður til
innan sama byggingarsvæðis en ekki
var óskað eftir skoðun eftir þá fram-
kvæmd, að sögn eftirlitsins. Rann-
sókn standi yfir.
Var fastur í vindbremsu
Þá féll byggingarkrani í Hraun-
götu í Urriðaholti í janúar sl.
„Niðurstaða Vinnueftirlitsins var
sú að kraninn hefði að öllum líkind-
um verið fastur í vindbremsu … Við
reglubundið eftirlit hefur Vinnu-
eftirlitið brýnt fyrir eigendum og
umráðamönnum krana að þeir fari
eftir leiðbeiningum framleiðanda við
frágang á krönum í lok hvers vinnu-
dags og sérstaklega þegar spáð er
hvassviðri. Á námskeiðum Vinnu-
eftirlitsins um byggingarkrana eru
sérstaklega tekin fyrir þau atriði
sem talin eru hafa valdið slysum
ásamt þeim atriðum sem eftirlits-
menn verða varir við í eftirliti að sé
ítrekað ábótavant heilt yfir markað-
inn. Þar á meðal hefur verið farið
sérstaklega yfir þær öryggiskröfur
sem gerðar eru til krana að því er
varðar notkun vindbremsu.“
Meirihlutinn rúmlega 10 ára
„Almennt er ástand byggingar-
krana á markaði talið nokkuð gott og
er það reynsla Vinnueftirlitsins að
eigendur sinni viðhaldi þeirra. Það
er á ábyrgð eigenda krana og ann-
arra vinnuvéla og -tækja að gæta að
öryggi þeirra og á það ekki hvað síst
við þegar þau eldast. Samkvæmt
skrám Vinnueftirlitsins er rúmlega
helmingur krana hér á landi eldri en
2009-árgerð en fyrir liggur að nokk-
ur endurnýjun hefur orðið á krönum
á markaði síðan 2017. Tæplega 30%
krana á skrá hjá Vinnueftirlitinu eru
árgerð 2017 og yngri. Í ljósi þeirra
tilvika sem hafa komið upp þar sem
kranar hafa fallið hefur Vinnueftir-
litið ákveðið að taka málið upp í ný-
skipuðu vinnuverndarráði í mann-
virkjagerð þar sem sitja fulltrúar
aðila vinnumarkaðarins í mann-
virkjagerð ásamt fulltrúum Vinnu-
eftirlitsins. Markmið vinnuverndar-
ráðsins er að koma með tillögur að
heildrænni áætlun um leiðir til að
bæta vinnuverndarstarf í starfs-
greininni. Að því er varðar öryggi
krana verður skoðað hvort ástæða sé
til að taka upp sérstakar skoðanir
þegar kranar verða 10 ára og eldri
eða hvort grípa eigi til annarra að-
gerða að því er þá varðar.“
54% krana árgerð 2009 og eldri
– Hvernig hefur meðalaldur krana
þróast síðustu ár?
„Samkvæmt upplýsingum úr skrá
Vinnueftirlitsins eru tæplega 54%
krana árgerð 2009 og eldri og 46%
eru yngri. Þess ber að geta að tæp-
lega 30% krana eru árgerð 2017 og
yngri.“
– Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var reglugerð um ástand
byggingarkrana í smíðum. Ef svo er,
hvenær er hennar að vænta?
„Það hefur verið í skoðun hvort
taka eigi upp sérstakar skoðanir
þegar kranar eru 10 ára og eldri og
mun sú vinna halda áfram í vinnu-
verndarráði í mannvirkjagerð.“
Kranaskoðun
í endurskoðun
Morgunblaðið/SES
Mosagata Kraninn féll á þak hússins og yfir bílastæði á fjærhliðinni.
Til skoðunar að auka eftirlitið
Alls bárust 30.094 gildar undir-
skriftir í undirskriftasöfnun á síð-
unni 39.is sem lauk á sunnudags-
kvöld. Fólk skrifaði nöfn sín til að
hvetja til aðgerða til að setja geð-
heilsu í forgang.
Grímur Atlason,
framkvæmda-
stjóri Geðhjálpar,
segir að undir-
skriftalistinn
verði afhentur
stjórnvöldum síð-
ar í vikunni.
„Það er gríðar-
lega góður árang-
ur þegar 12%
þjóðarinnar, eldri
en 18 ára, skrifa undir áskorunina,“
sagði Grímur. „Við leggjum til níu
aðgerðir og höfum birt þær á síðunni
39.is.“ Talan 39 er fjöldi þeirra sem
tóku líf sitt hér á landi í fyrra. Grím-
ur segir að því miður sé útlit fyrir að
fjöldinn verði talsvert mikið meiri á
þesu ári.
„Lögreglan setti fram tölur fyrir
lok ágúst og þá var fjöldi sjálfsvíga
orðinn 30 en hafði verið 18 á sama
tíma í fyrra. Það var greint frá þessu
á fundi hjá landlækni en þess ber að
geta að þetta eru ekki staðfestar töl-
ur úr dánarmeinaskrá. Þetta kemur
heim og saman við það sem við höf-
um heyrt,“ sagði Grímur. „Erfiðleik-
arnir vegna faraldursins hafa áhrif á
geðheilsu fólks. Við eigum að hætta
að fela fjölda sjálfsvíga heldur horf-
ast í augu við töluna og ræða vernd-
andi þætti geðheilsu.“
Grímur segir að hætt sé við að
margir 16-19 ára nemendur flosni
upp úr námi vegna faraldursins.
Brottfallið sé mjög dýrt samfélaginu
og slæmt fyrir þau sem hætta námi.
Unga fólkið fái hvergi vinnu, enda
mikið atvinnuleysi, og það komist lít-
ið áfram vegna skorts á menntun.
Þetta ástand geti m.a. hækkað ör-
orkutölur framtíðarinnar og það sé
samfélaginu miklu dýrara heldur en
að taka strax á vandanum. Grímur
segir að augu fólks séu að opnast
fyrir mikilvægi góðrar geðheilsu.
„Það að huga að geðheilsunni er
ekki síður mikilvægt en að stunda
heilbrigða lifnaðarhætti almennt.
Geðheilsan er svo dýrmæt og það
skiptir svo miklu að rækta hana.
Kórónuveirufaraldurinn hefur gert
það að verkum að fólk áttar sig á
þessu,“ sagði Grímur. Hann sagði að
líkamsrækt væri að vissu leyti líka
geðrækt því líkamleg heilsa og atriði
eins og að fá nægan svefn, nærast
vel, fara almennt vel með sig og að
vera í samskiptum við annað fólk og
að láta sér annt um það hefði beinlín-
is áhrif á geðheilsuna. Hann sagði
mikilvægt að hvetja fólk til tengsla-
myndunar við aðra frá unga aldri og
að kenna öllum að hlúa að geðheils-
unni og að gæta að henni alla ævi.
gudni@mbl.is
Teikn eru um að sjálfs-
vígum sé að fjölga
Rúmlega 30 þúsund skrifuðu undir áskorun á 39.is
Morgunblaðið/Hallur Már
39.is Taldar eru upp níu aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang. Undir-
skriftasöfnun lauk í fyrravöld og verður listinn afhentur stjórnvöldum.
„Þörfin fyrir starfsemi okkar eykst stöðugt,“ segir
Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píetasamtak-
anna, sem sinna fræðslu- og forvarnarstarfi gegn
sjálfsvígum og sjálfskaða. Í október sl. leituðu alls 174
til samtakanna eftir aðstoð í alls 416
viðtölum og símtöl til samtakanna
voru 418. Í þessum sama mánuði í
fyrra voru viðtölin 186 við 97 manns.
„Auðvitað er nærtækt að segja að
Covid-19 valdi þessum aukna þunga
og vissulega líður mörgum illa á und-
arlegum tímum. Hitt má líka hafa í
huga að þjónusta sú sem hér er í boði
verður æ fleirum þekkt og fólk virð-
ist almennt tilbúnara til að leita sér
aðstoðar.“
Hjá Píetasamtökunum starfa í dag
sálfræðingar, félagsráðgjafar og iðjuþjálfi og læknir,
allt fagfólk sem hefur menntun og reynslu í því að
aðstoða fólk sem glímir við andlegar áskoranir. „Nálg-
unin er fagleg og um leið margt öðruvísi en hjá öðrum
stofnunum sem eru á sömu slóðum og við. Í fyrra komu
til okkar og leituðu aðstoðar 316 manns og það sem af
er ári hafa hingað komið 644,“ tiltekur Kristín. Hún
segist fagna mikilli umræðu um andlega heilsu þjóð-
arinnar og forvarnir gegn sjálfsvígum, sem auki skiln-
ing á máli sem margir styðji við.
Æ fleiri leita til Píetasamtakanna
Morgunblaðið/Golli
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur upplýst fjölda innbrota í
Sunnusmára í Kópavogi í síðasta
mánuði. Um var að ræða innbrot í
bæði geymslur og hjólageymslur
og stálu þjófarnir öllu steini létt-
ara, m.a. reiðhjólum, matvælum
og húsmunum af ýmsu tagi.
„Í fyrstu var á litlu að byggja
við rannsókn málsins, en með
þrautseigju og útsjónarsemi tókst
lögreglu að komast á slóð hinna
óprúttnu aðila, sem reyndust vera
tveir karlar á fertugsaldri, en
þeir hafa báðir játað sök. Fram-
kvæmdar voru húsleitir í þágu
rannsóknarinnar og lagt hald á
mikið af þýfi. Undanfarið hefur
verið unnið að því að koma hlut-
unum aftur í réttar hendur, en
eitthvað af þýfinu hafði þegar
verið selt á sölusíðum á netinu,“
segir í dagbók lögreglunnar.
Hvetur lögreglan fólk til að
sýna árvekni þegar keyptir eru
hlutir á sölusíðum á netinu, t.d.
að seljandi sýni kvittun fyrir vör-
unni.
Upplýsa fjölda inn-
brota í Kópavogi
Kristín
Ólafsdóttir
Grímur
Atlason
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS