Morgunblaðið - 10.11.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is UMFERÐAREYJAR Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki Henta vel til að stýra umferð, þrengja götur og aðskilja akbrautir Til eru margar tegundir af skiltum, skiltabogum og tengistykkjum sem passa á umferðareyjarnar. 10. nóvember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 137.75 Sterlingspund 180.75 Kanadadalur 105.33 Dönsk króna 21.949 Norsk króna 14.968 Sænsk króna 15.898 Svissn. franki 153.08 Japanskt jen 1.3332 SDR 196.07 Evra 163.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 197.1272 Hrávöruverð Gull 1947.95 ($/únsa) Ál 1891.5 ($/tonn) LME Hráolía 40.63 ($/fatið) Brent viðráðanlegt. Um leið myndi tekjustreymið ekki raskast hjá sveitarfélögum. Auðvelt er að útfæra þessa leið og ég tel að það sé vilji hjá ríkinu til að þetta geti orðið lausn. Lánasjóður sveitarfélaga er nógu öflugur en mögulega þyrfti að koma til ríkisábyrgð til sjóðsins til að liðka fyrir þessari útfærslu. Þetta er allt fram- kvæmanlegt innan núverandi kerfis og kallar ekki á mjög róttækar breytingar,“ segir Krist- ófer. Nái til allt að tíu ára Lagt er til að sveitarfélögin fái heimild til að veita atvinnurekendum heimild til að fresta greiðslu fasteignagjalda sem stofnað er til á árunum 2020-2022 til allt að tíu ára. Með þessari útfærslu yrði gengið lengra í að fresta greiðslum en löggjafinn samþykkti sl. vor (lög 25/2020) með breytingu á ýmsum lög- um til að mæta efnahagslegum áhrifum farald- ursins. Samkvæmt 14. grein laganna var gjald- endum fasteignaskatta, sem glíma við tímabundið tekjufall, heimilt að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteigna- skatts sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020. Að mati FHG og SAF ber löggjöfin með sér að löggjafinn hafi talið að vandinn yrði tímabundinn. Frestað til lengri tíma Önnur frestunarleiðin sem samtökin leggja til er sögð lík leiðinni sem samþykkt var sl. vor. Með henni yrði heimilt að fresta fasteigna- skatti árin 2020-2022 til lengri tíma. Til dæmis þannig að hann myndi leggjast á fasteigna- gjöld árin 2023-2028. „Þá myndi koma inn lagaheimild sem myndi mæla fyrir um að þrátt fyrir ákvæði 7. gr. lag- anna þá fylgir fasteignaskatti vegna áranna 2020-2022 lögveð í fasteign þeirri sem hann er lagður á og skal hann fylgja lögveði í fimm ár. Sú lagaheimild sækir sér fyrirmynd í lögum 6/ 2009 en þá var lengt í lögveðum í fasteign í fjögur ár í stað tveggja fyrir árin 2008 til 2010,“ segir í bréfi samtakanna til sveitarfélag- anna. Tekjufall næstu sjö mánuði Spurður um horfur fram að næsta sumri segir Kristófer ekki hægt að reikna með því að þessir mánuðir verði tekjuberandi. Staðan sé almennt þung hjá mörgum hótelum. „Hver og einn er að semja við sinn banka og horfa á til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggst grípa til. Nú er þingið búið að afgreiða sk. tekjufallsstyrki og ríkisstjórnin hefur kynnt hugmyndir um viðspyrnustyrki. Við höfum reifað þann möguleika að hlutabótaleiðin verði framlengd til næsta sumars. Menn eru að átta sig á því að faraldurinn er miklu þyngri og langvinnari en reiknað var með. Ég held að menn verði að vera þakklátir ef þeir fá eitthvað út úr næsta sumri. Ég veit ekki um neinn sem gerir ráð fyrir að það verði komin alvöruhreyf- ing fyrr en næsta sumar,“ segir Kristófer. Kristófer á og stýrir Miðbæjarhótelum (CenterHotels). Hann segir 20-30% starfsmanna fyrirtækis- ins á hlutabótum. Án þessara bóta væri hlutfall starfandi mun lægra. Mikil óvissa í spánum Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslands- hótela, kveðst ekki reikna með mörgum ferða- mönnum fyrr en 2022. Samkvæmt einni spánni komi 1-1,5 milljónir erlendra ferðamanna á næsta ári en slíkar spár séu í raun út í bláinn. „Við viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur og frekar hafa þetta dekkra en ljósara,“ segir Ólafur. Hann segir hótelin hafa óskað eftir því að hlutabótaleiðin verði framlengd fyrir starfs- fólk hótela. Rætt hafi verið um að æskilegt væri að bæturnar væru 80% af launum. Leggja til skuldabréfaleið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við Hlemm CenterHótel Miðgarður er með 170 herbergi. Það var opnað í tveimur áföngum.  Hótelkeðjurnar leggja til að fasteignagjöldum verði frestað með útgáfu skuldabréfa til margra ára  Gera ekki ráð fyrir umtalsverðum tekjum næstu sjö mánuði  Óskað eftir hlutabótum í lengri tíma BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar stærstu hótelkeðja landsins leggja til að sveitarfélögunum verði heimilað að fresta fasteignagjöldum fyrirtækjanna. Þá ýmist með útgáfu skuldabréfa eða með því að frestaðar skattgreiðslur bætist við fasteignagjöldin yfir nokkurra ára tímabil. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG), segir FHG og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa kynnt þessar leiðir í bréfi til sveitarfélaganna. „Við fengum SAF til liðs við okkur að skrifa bréf til sveitarfélaganna. Fyrsta krafa okkar var að óska eft- ir því að fasteignagjöldin verði felld niður á tímum veirunnar. Til vara lögðum við fram þá tillögu, af því að við vitum að sveitarfélögin hafa ekki mikið aflögu, að fasteignagjöldunum verði dreift með löngu skuldabréfi,“ segir Kristófer en hann starfaði eitt sinn sem sérfræðingur í fjármálum sveitarfélaga. Lánað með veði í fasteign Hugmyndin sé að Lánasjóður sveitarfélaga láni sveitarfélögunum fjárhæð sem samsvarar ógreiddum fasteignagjöldum. Skuldabréf yrði svo gefið út á hvert fyrirtæki í gistiþjónustu með lögveði í þeirri fasteign sem fasteigna- skatturinn fylgir. Sú leið kalli á lengingu í lög- veði fasteignaskatta með hliðstæðri lagasetn- ingu og gripið var til eftir efnahagshrunið. Þá hafi með lögum 6/2009 verið lengt í lögveðum í fasteign í fjögur ár í stað tveggja ára fyrir árin 2008-2010. „Kjörin á skuldabréfunum yrðu að vera mjög hagstæð og spegla vexti Lánasjóðs sveit- arfélaga. Þannig yrðu vextirnir í flestum til- vikum vel innan við 1%. Ef sú vaxtaprósenta gengi áfram til okkar félagsmanna yrði þetta Kristófer Oliversson STUTT ● Þrír núverandi hluthafar í Skelj- ungi, sem fara samanlagt með ríf- lega 36% hlut í félaginu, hafa komið á fót sam- starfi sín í milli og hefur með því skapast skylda á þeim til að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Hyggjast hluthafarnir í því skyni leggja eign sín í Skeljungi inn í nýstofnað félag sem nefnist Strengur. Félögin eru 365 sem er í eigu Ingi- bjargar Pálmadóttur. Stjórnarformaður Skeljungs er Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar. Þá félagið RES 9 sem er í eigu Sigurðar Bollasonar og Nönnu Bjarkar Ásgrímsdóttur og fé- lagsins No. 9 Investments Limited. Þriðja félagið er RPF sem er í eigu Þór- arins A. Sævarssonar, stjórnarmanns í Skeljungi, og Gunnars Sverris Harð- arsonar. Samkvæmt yfirlýsingu um samstarf ofangreindra aðila hyggst Strengur gera hluthöfum tilboð um kaup á hlutum þeirra á genginu 8,315 kr. á hlut sem var 6,6% yfir lokagengi viðskipta í liðinni viku. Bréf Skeljungs hækkuðu um 6,8% í viðskiptum gær- dagsins og standa nú í 8,33 krónum á hlut. Er markaðsvirði félagsins 16,5 milljarðar króna og verði af yfirtökunni mun það fela í sér kaup á bréfum fyrir allt að u.þ.b. 10 milljarða króna. Strengur vill eignast Skeljung að fullu Ingibjörg Pálmadóttir ● Hlutabréf flestra félaga hækkuðu mikið í Kauphöll Íslands í gær í kjölfar jákvæðra tíðinda af þróun bóluefnis sem Pfizer hyggst beita gegn kórónu- veirunni. Var þróunin á sömu lund í flestum kauphöllum austanhafs og vestan. Mest hækkuðu bréf Icelandair Group eða um 22,2% í tæplega 260 milljóna viðskiptum. Þá hækkuðu bréf Eikar fasteignafélags um 9,6% í 231 milljónar viðskiptum. Mest voru viðskipti með bréf Festar sem hækkuðu um 2,8% í 612 milljóna viðskiptum. Hin mikla sigling á flestum félögum olli því að úrvalsvísiatalan hækkaði um 4,3% og stendur í 2.351 stigi. Bjart yfir hlutabréfum vegna frétta af bóluefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.