Morgunblaðið - 10.11.2020, Page 14
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Lagt er til í frumvarps-drögum fjármála- og efna-hagsráðuneytisins að ein-staklingum verði heimilt
að draga einstaka fjárframlög til lög-
aðila sem starfa til almannaheilla frá
skattskyldum tekjum. Að hámarki
350 þúsund kr. á hverju ári og að lág-
marki má framlagið eða gjöfin þó
ekki vera lægri en tíu þúsund kr.
Í frumvarpsdrögunum, sem hafa
verið birt í samráðsgátt stjórnvalda,
eru settar fram tillögur um að lög-
festir verði ýmiss konar skattalegir
hvatar fyrir þá lögaðila sem starfa til
almannaheilla og falla undir svo-
nefndan þriðja geira. Jafnframt verði
auknir hvatar lögfestir fyrir gefendur
slíkra framlaga, gjafa eða styrkja.
Nokkuð rúm skilgreining er á því
hvaða starfsemi til almannaheilla
geta fallið hér undir, s.s. mannúðar-
og líknarfélög, íþróttafélög, æsku-
lýðs- og menningarmálastarfsemi,
björgunarsveitir, vísindastarfsemi og
trú- og lífsskoðunarfélög.
Fyrirtækjum og öðrum lög-
aðilum og einstaklingum sem stunda
atvinnurekstur hefur verið heimilt að
draga framlög og gjafir til kirkju-
félaga, líknarstarfsemi, menningar-
mála, stjórnmálaflokka og vísinda-
legra rannsóknarstarfa frá tekjum,
þó aldrei meira en 0,75% af tekjum af
atvinnurekstrinum. Lagt er til að
þessi frádráttarheimild verði hækkuð
í 1,5%.
Meðal annarra breytinga sem
eiga að örva skattalega hvata eru til-
lögur um að lögaðilar sem starfa til
almannaheilla verði undanþegnir
tekjuskatti af tilgreindum fjármagns-
tekjum og undanþegnir staðgreiðslu
skatts á tilgreindar fjármagnstekjur.
Ennfremur verði lögum um erfða-
fjárskatt breytt og kveðið á um að
ekki skuli greiða erfðafjárskatt af
gjöfum og framlögum til aðila sem
starfa til almannaheilla.
Frumvarpsdrögin byggjast að
miklu leyti á tillögum starfshóps um
skattalegt umhverfi þriðja geirans,
sem kynntar voru 3. febrúar sl.
Ljóst er að skattalegir hvatar
geta haft veruleg áhrif á framlög til
þessarar starfsemi. Þegar hlutfallið
sem lögaðilar mega draga frá tekjum
vegna gjafa var hækkað í 0,75% í jan-
úar 2016 vegna tekna á árinu 2015,
hækkuðu framlögin í kjölfarið. Yfirlit
frá Skattinum sem fylgir frumvarps-
drögunum sýnir að gjafir og framlög
hækkuðu þá milli ára um tæpan millj-
arð og fóru í rúma 3,7 milljarða á
árinu 2015.
Skatttekjur gætu minnkað
um tvo milljarða á ári
Breytingar eru ennfremur lagð-
ar til á skilgreiningu hugtaksins al-
mannaheill í drögunum og fram kem-
ur í umfjöllun um framlög fyrirtækja
að lögð er til sú breyting að frádrátt-
arheimildin taki ekki til stjórnmála-
flokka eins og nú er samkvæmt gild-
andi lögum.
Fastlega má búast við að ein-
staklingar muni notfæra sér þessa
skattalegu hvata til frádráttar verði
heimildin lögfest, sem hafi umtals-
verð áhrif á tekjur félaga sem vinna
að almannaheill af gjöfum og styrkj-
um. Hjá Landsbjörg komu t.d. 44%
allra móttekinna styrkja og framlaga
á árinu 2018 frá einstaklingum.
Fjármálaráðuneytið metur það
svo að tekjutap ríkssjóðs af heimild
einstaklinga til að draga framlögin
frá skattskyldum tekjum gæti orðið
500 milljónir á ári og ef heimild lög-
aðila til frádráttar verður hækkuð
geti skatttekjurnar lækkað um 800
milljónir á ári. Heildaráhrif allra
þeirra ívilnana sem lagðar eru til
gætu lækkað skatttekjur ríkisins um
tvo milljarða á ári.
Geti dregið gjafir til
almannaheilla frá skatti
Gjafir og framlög tekjuárin 2013-2018
Gjafir og framlög atvinnurekstraraðila til almannaheilla, m.kr.
Gjafir og framlög atvinnurekstraraðila til stjórnmálaflokka, m.kr.
150
120
90
60
30
0
4.000
3.000
2.000
1.000
0
2013 2014 2015 2016 2017 2018
2013 2014 2015 2016 2017 2018
Heimild: Skatturinn
2.571 2.760
3.706
3.380
3.732 3.716
140
60
81
67 60
74
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Um liðna helgivar lands-fundur Sam-
fylkingarinnar hald-
inn – rafrænt að
sjálfsögðu – en með
honum er öðrum
þræði ætlað að slá
tóninn í aðdraganda Alþingis-
kosninga á næsta ári. Það olli því
nokkrum vonbrigðum hversu
daufleg stefnumótun landsfund-
arins var, sem kann að vera ein
ástæða þess hve litla almenna
eftirtekt hann vakti. Þar var sam-
þykkt stjórnmálaályktun, ekki
ýkja löng eða flókin, þar sem
megináherslurnar voru á efna-
hagsviðnám vegna afleiðinga kór-
ónuveirunnar, en jafnframt var
þar stuttlega minnst á loftslags-
málin og stjórnarskrármál.
Greining landsfundarins á að-
steðjandi vanda í efnahags- og at-
vinnulífi þjóðarinnar er ágæt, en
sker sig ekki heldur úr því, sem
aðrir hafa haft um hann að segja.
Lausnirnar koma þó jafnvel enn
minna á óvart, sem í stuttu máli
eiga að felast í stórkostlega aukn-
um umsvifum og afskiptum hins
opinbera í atvinnulífi. Það sér
hver maður í hendi sér, að slík
lausn er ekki sjálfbær, stjórnvöld
tefla nú þegar á tæpasta vað í
þeim efnum og fráleitt að auka
enn frekar á umsvif hins opin-
bera, einmitt á þann hátt sem erf-
iðast myndi reynast að vinda ofan
af þegar við vinnum bug á far-
sóttinni.
Hitt var þó e.t.v. merkilegra,
þótt ekki hafi það hlotið athygli
heldur, að í ályktuninni er tekið
undir kröfu undirskriftasöfnunar
um að stjórnarskrártillögur
Stjórnlagaráðs verði lögfestar
strax. Heiða Björg Hilmisdóttir
varaformaður Samfylkingarinnar
hnykkti á þessu með þeim rökum
helstum, að í tillögunum væri
kveðið á um meira sjálfstæði
sveitarfélaga.
Það er sjálfsagt að benda vara-
formanninum og borgarfulltrúan-
um á það, að í núgildandi stjórn-
arskrá er skýrt kveðið á um að
„sveitarfélög [skuli] sjálf ráða
málefnum sínum eftir því sem lög
ákveða“. Það er því greið leið til
þess að auka sjálfstæði sveitar-
félaga eða eftir atvikum minnka
það með einfaldri lagasetningu.
Hitt er beinlínis hlægilegt, að sjá
borgarfulltrúa meirihlutans í
Reykjavík kalla eftir meira sjálf-
stæði sveitarfélagsins í sama
mund og borgarstjóri Samfylk-
ingarinnar knýr dyra hjá
fjárlaganefnd með betlistaf sín-
um eftir að hafa gersamlega
misst af langvinnasta og mesta
góðæri Íslandssögunnar.
Þrátt fyrir að stefnumótun
landsfundarins hafi ekki hlotið
mikla athygli, þá fór meira fyrir
kosningum í helstu embætti
flokksins, en þar var forystan
endurkjörin þótt hún hafi ekki
beinlínis verið leiðandi afl í
stjórnarandstöðu eða stjórn-
málum almennt. Logi Einarsson
formaður var sjálfkjörinn á ný, en
Heiða Björg hélt varaformanns-
stólnum, sem Helga Vala Helga-
dóttir alþingismaður bauð sig
fram á móti henni í.
Það var þó athygl-
isvert í aðdraganda
landsfundarins raf-
ræna, að frambjóð-
endur í varafor-
mannsembætti
lögðu þar mikla
áherslu á að flagga
stuðningsmönnum sínum, m.a.
fólki eins og Andra Snæ Magna-
syni rithöfundi, Illuga Jökulssyni
blaðamanni, Óttari Proppé, fv.
ráðherra Bjartrar framtíðar, og
Sóleyju Tómasdóttur, fv. borg-
arfulltrúa vinstrigrænna, sem
ekki er víst að allir hafi áttað sig á
að væru flokksbroddar í Samfylk-
ingunni.
Hitt var þó ekki minna
athyglisvert hve fáir kjörnir
trúnaðarmenn flokksins gáfu sig
upp í þessari styrkleikamælingu.
Ekki einn einasti þingmaður
flokksins og ekki borgarstjóri
heldur. Aðeins tveir borgar-
fulltrúar (annar þeirra bróðir
fallkandídatsins) og stöku sveit-
arstjórnarfulltrúi úti á landi. Eru
þessir samstarfsmenn frambjóð-
endanna á þingi og í borgarstjórn
þó þeir, sem best þekkja til starfa
þeirra, visku og kapps, lagni og
leiðtogahæfileika. Og höfðu ekk-
ert að segja.
Það hlýtur að vera skrýtið fyr-
ir almenna flokksmenn, að ekki
sé minnst á almenna kjósendur,
að horfa upp á gervalla flokksfor-
ystu Samfylkingarinnar öldungis
afstöðu- og áhugalausa um hver
gegni næstmikilvægasta embætti
flokksins.
Hugsanlega hafa
samfylkingarmenn verið með
hugann við aðrar kosningar. Það
var a.m.k. hjákátlegt að fylgjast
með samfylkingarfólki tvist og
bast fagna kosningasigri Joes
Bidens í nánast trúarlegri hrifn-
ingu, ekki þá síst orðum hans um
að sameina bandarísku þjóðina,
græða sárin og vinna með öllum
að þjóðarhag. Hér skal ekki lítið
gert úr þeirri hugsjón forsetaefn-
isins, enda mikilvægt verkefni.
Það skaut samt sem áður skökku
við, að á sama tíma og Joe Biden
var lofsunginn fyrir sáttfýsi sína
og samstarfsvilja af helstu for-
ystumönnum og málpípum Sam-
fylkingarinnar voru þessi sama
Samfylking og Logi Einarsson,
formaður hennar, beinlínis að
boða sundrungu og skautun í ís-
lenskum stjórnmálum með því að
útiloka samstarf við flokka, sem
a.m.k. 35% þjóðarinnar styðja.
Það kann að vísu að henta þjóð-
inni vel og vera til sáttargjörðar
fallið, að Samfylkingin útiloki sig
þannig frá velflestu ríkis-
stjórnarsamstarfi. En er það
samt uppbyggilegt í frjálslyndu
lýðræðisþjóðfélagi, að þar séu
það ætlaðir jafnaðarmenn (í
bland við trúsystkinin í Pírata-
flokknum) sem mest ala á skaut-
uninni, leggja alla áherslu á að
einfalda og niðursjóða stjórn-
málin í umgjörðina „við og þau“?
Hverjir eru þá popúlistarnir?
Hverjir ala þá á öfgunum? Hverj-
ir hafna málamiðlun samstarfs-
stjórnmála fjölflokkakerfisins?
Útiloka samtalið, já, sjálf sam-
ræðustjórnmálin?! Þá er lítið eft-
ir af erindi jafnaðarmanna.
Samfylkingin styður
samstarf í Banda-
ríkjunum en hafnar
því hér á landi}
Samræðustjórnmálin
G
eðhjálp stendur nú fyrir áskorun
til stjórnvalda og samfélagsins
alls um að setja geðheilsu í for-
gang. Félagið stendur fyrir und-
irskriftasöfnun í samstarfi við
Píeta-samtökin og hefur opnað vefsíðuna
www.39.is. Framtak Geðhjálpar er bæði mik-
ilvægt og þakkarvert.
Ég er sammála því að setja eigi geðheilsu í
forgang. Ég hef lagt sérstaka áherslu á að
sýna þennan vilja í verki í embætti heilbrigð-
isráðherra og á mínum tíma hefur geðheil-
brigðisþjónusta verið bætt, til að mynda með
auknu fjármagni til málaflokksins og áherslu á
aukna fjölbreytni í meðferðarúrræðum. Með
ráðningu sálfræðinga í heilsugæslunni og með
því að setja á laggirnar geðheilsuteymi í öllum
heilbrigðisumdæmum stórbætum við geðheilbrigð-
isþjónustu óháð búsetu. Þarna er um að ræða stórátak.
Áskorun Geðhjálpar inniheldur níu aðgerðir sem fé-
lagið leggur áherslu á að komist til framkvæmda. Að-
gerðirnar varða t.d. eflingu heilsugæslunnar, aukinn
stuðning og fræðslu fyrir foreldra, að geðrækt verði hluti
af aðalnámskrá grunnskóla og samráðsvettvang um geð-
heilbrigðismál.
Aðgerðirnar sem Geðhjálp nefnir eru í góðum takti við
stefnu mína í málaflokknum. Í ráðherratíð minni hefur
markvisst verið unnið að eflingu heilsugæslunnar sem
fyrsta viðkomustaðar í heilbrigðiskerfinu með fjölgun
sálfræðinga og stofnun geðheilsuteyma um allt land. Sál-
fræðingar í heilsugæslu um land allt eru nú tvöfalt fleiri
en á árinu 2017 og í fjáraukalögum á þessu ári
og því næsta hefur verið samþykkt 540 m.kr.
tímabundin viðbótarfjárveiting vegna Co-
vid-19 til eflingar geðheilbrigðisþjónustu.
Sérstakt geðheilsuteymi hefur verið stofn-
að með það að markmiði að efla og styrkja
geðheilsu foreldra og stuðla að öruggri
tengslamyndun barna og unnið er að innleið-
ingu geðræktar og forvarnastarfs í leik-,
grunn- og framhaldsskólum. Heilbrigðisráðu-
neytið hefur fundað reglulega með samráðs-
vettvangi geðúrræða á höfuðborgarsvæðingu
og sem sérstakt viðbragð við Covid-19 hefur
verið sett á fót tímabundið geðráð sem byggir
á grundvelli samráðsfunda ráðuneytisins og
samráðsvettvangsins.
Árum saman hefur verið bent á mikilvægi
þess að tryggja geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum. Í lok
síðasta árs settum við á laggirnar geðheilsuteymi sem er
sérstaklega sniðið að þörfum þess hóps. Það var löngu
tímabær ákvörðun sem hefur þegar sannað gildi sitt.
Einnig má nefna að í ár ákvað ég að veita Píeta-
samtökunum sex milljónir króna til að efla forvarnastarf
samtakanna og að tryggja 12 milljóna króna fjármagn
fyrir stöðu verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá emb-
ætti landlæknis út næsta ár.
Ég fagna átaki Geðhjálpar og tek undir mikilvægi
þess að við höldum áfram að styrkja geðheilbrigðisþjón-
ustuna hérlendis. Ég mun halda því áfram.
Pistill
Aukum geðheilbrigði
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Svandís
Svavarsdóttir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Í frumvarpsdrögunum um að
settir verði skattalegir hvatar
vegna framlaga til þeirra sem
starfa til almannaheilla er að
finna tæmandi lista yfir þá starf-
semi sem getur fallið hér undir.
Þar er meðal annars um að ræða
sjúkra-, umönnunar- og meðferð-
arstofnanir, sambýli fyrir fatlaða,
björgunarsveitir, háskólasjóði og
öldrunarstofnanir. Undir æsku-
lýðsstarfsemi fellur einnig ýmis
starfsemi og er m.a. tekið fram
að geti átt við félög og samtök
sem sinna æskulýðsmálum á
frjálsum áhugamannagrundvelli
og unnt verði líka að nýta skatta-
hvata varðandi framlög til menn-
ingarmálastarfsemi og er þá til-
tekin íþróttastarfsemi, bygging
skólahúsa „o.fl. sem til menning-
armála heyrir“, eins og segir í
skýringum. Öll sú starfsemi sem
hvatarnir snúa að þarf að vera
skráð á opinni almannaheilla-
félagaskrá Skattsins.
Á opinni skrá
Skattsins
STARFA AÐ ALMANNAHEILL