Morgunblaðið - 10.11.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020
Frumvarpsdrög um
auðlindaákvæði í
stjórnarskrá voru
kynnt í samráðsgátt
stjórnvalda 2019. Í
ákvæðinu felast tvö
meginatriði, sbr. grein
sem birtist þann 2. nóv-
ember sl. Annars vegar
að náttúruauðlindir og
landsréttindi sem ekki
eru háð einkaeignar-
rétti verði engum feng-
in til eignar eða varanlegra afnota.
Hins vegar að lög skuli kveða á um
gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar
auðlinda ríkisins í ábataskyni.
Það er vandasamt að afmarka hvað
telst auðlind. Það birtist t.d. í þessari
í umfjöllun frumvarpdraganna:
Löggjöf um nýtingu sólar- og vind-
orku þarf á hverjum tíma að taka mið
af eignarrétti fasteignareiganda, um-
hverfissjónarmiðum, orkustefnu o.fl.
Á meðan um ótakmarkaða auðlind er
að ræða sem kallar ekki á stýringu
aðgangs er vandséð að ákvæði um
þjóðareign á náttúruauðlindum hafi
bein áhrif.
Mörk auðlinda og hluta náttúrunn-
ar sem eru grundvöllur auðlinda eru
ekki skýr. Einnig þarf að gæta að
mörkum auðlinda sem háðar eru
einkaeignarrétti gagn-
vart öðrum auðlindum
sem fullveldisréttur rík-
isins nær til. Auðlinda-
ákvæðið virðist byggjast
á þeirri hugmynd að af-
dráttarlaus skil séu þar
á. Svo er ekki heldur er
inntak eignarréttar háð
breytingum.
Í dómi Hæstaréttar í
máli nr. 645/2006 var
fjallað um hugtakið auð-
lind. Málið varðaði það
hvort jarðefni sem kæmi
innan úr jarðgöngum væri auðlind
sem greiða skyldi landeiganda fyrir.
Ljóst þótti að verðgildi efnisins eftir
nám væri einungis lítið brot af kostn-
aði við að vinna það. Verðgildi efnis í
jörðu var því ekkert og það taldist
ekki auðlind í skilningi laga. Málið
sýnir að tæknileg atriði, vinnslu-
kostnaður og verð á afurð, afmarkar
umfang auðlindar sem háð er einka-
eignarrétti.
Þá getur ný tækni eða ný eftir-
spurn eftir afurðum beinlínis skapað
nýjar auðlindir. Nefna má nýtingu
vindorku eða bindingu kolefnis. Slík
starfsemi hefst á landi háð einkaeign-
arrétti en er í ákveðnu löggjafartóm-
arúmi í upphafi. Auðlindin verður til
vegna nýrra leiða að nýta almanna-
gæði í skjóli einkaeignarréttar.
Breytileiki eignarréttar kemur
einnig fram með löggjöf sem leggur
almennar takmarkanir á eignarrétt-
indi, meðal annars á nýtingu auð-
linda. Slík löggjöf hefur á síðustu ára-
tugum þynnt út eignarrétt
landeigenda og gerir ákveðin lands-
réttindi óvirk eða háð aukinni hlut-
deild hins opinbera við ákvarðana-
töku.
Auðlindaákvæðið má skilja á þann
hátt að auðlindir sem ekki eru háðar
einkaeignarrétti við samþykkt þess
verði þjóðareign. Ákvæðið frysti inn-
tak núverandi eignarréttar yfir auð-
lindum sem ekki getur gengið til
baka vegna nýja
stjórnarskrárákvæðisins. Í öllu falli
er ljóst að auðlindaákvæðið verður
notað sem rök til að draga úr vernd
eignarréttar þegar kemur að nýrri
lagasetningu um auðlindir.
Síðara efnisatriði ákvæðisins er
krafa um skilyrðislausa gjaldtöku ef
auðlindir eru nýttar í ábataskyni.
Þjóðhagslega virðist æskilegra að
þjóðareignir séu nýttar í atvinnu-
starfsemi frekar en að umbuna nýt-
ingu án verðmætasköpunar. Krafan
um skilyrðislausa gjaldtöku felur í
raun í sér breytingu á grundvall-
arhlutverki ríkisins um að löggjöf
stýri nýtingu almannagæða og al-
mannarétti í þágu heildarhagsmuna.
Slíkt hagsmunamat fer fram án þess
að litið sé á atvinnustarfsemi og aðra
nýtingu sem andstæða eða eðlisólíka
hagsmuni. Siglingar, umferðarréttur
um land, veiðar í sjó, skotveiðar í
þjóðlendum og nýting niturs úr and-
rúmslofti eru dæmi um auðlindanýt-
ingu. Sá sem veiðir til eigin neyslu og
hinn sem selur aflann sækjast eftir
sama ábata, rétt eins ferðamaður á
eigin vegum eða í skipulagðri ferð.
Aðstæður og þörf til að takmarka al-
mannarétt og stýra nýtingu geta
verið mjög mismunandi. Þörf á stýr-
ingu breytir ekki eðli nýtingar og er
óháð því hvort hún er í ábataskyni.
Forsendur til gjaldtöku þurfa ekki
að haldast í hendur við þörf á stýr-
ingu auðlindanýtingar. Dæmin sýna
einmitt að takmörkun auðlindanýt-
ingar er þörf þegar skerða þarf nýt-
ingaheimildir og menn standa
frammi fyrir vanda. Gjaldtaka á
þeim tímapunkti er þungbær.
Illframkvæmanlegt er að afmarka
hvenær krafan um skilyrðislausa
gjaldtöku á við. Sá vandi birtist m.a. í
umfjöllun frumvarpsins um skilgrein-
ingu auðlindahugtaksins og óljós
tengsl við það hvenær löggjafinn
grípur til stýringar. Einnig kemur
hann fram í umfjöllun um stöðu al-
mannaréttar gagnvart auðlindanýt-
ingu, t.d. vegna ferðaþjónustu. Þá
verður alltaf verulegt álitamál hve-
nær starfsemi telst í ábataskyni. Það
virðist óumflýjanlegt að krafan um
skilyrðislausa gjaldtöku verði ómark-
viss. Hún breytir einnig rótgrónu
hlutverki ríkisins að stýra almanna-
rétti og aðgangi að almannagæðum á
grunni heildarhagsmuna.
Fjalla þarf frekar um þýðingu auð-
lindaákvæðis gagnvart eignarrétt-
arákvæði stjórnarskrár við undirbún-
ing málsins. Eyða þarf vafa um hvort
ákvæðið stjórnarskrárbindi sósíalísk
markmið um að ný verðmæti falli
sjálfkrafa til ríkisins. Ákvæðið ætti
heima í kafla stjórnarskrár um lög-
gjafarvaldið við hlið 40. gr. um ráð-
stöfun fasteigna ríkisins og gæti
orðast á þessa leið:
Náttúruauðlindir og landsréttindi
sem ekki eru háð einkaeignarrétti
verða engum fengin til eignar eða
varanlegra afnota.
Auðlindaákvæðið – Breytileiki eignarréttar
og hlutverk ríkis vegna almannagæða
Eftir Jón Jónsson
Jón Jónsson
»Krafan um skilyrð-
islausa gjaldtöku fel-
ur í sér breytingu á
grundvallarhlutverki
ríkisins að stýra nýtingu
almannagæða í þágu
heildarhagsmuna.
Höfundur er lögmaður.
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Atvinnuleysi er böl
og það er skelfilegt til
þess að hugsa hve mikill
fjöldi fólks er atvinnu-
laus nú um stundir og
verst er ástandið í mín-
um heimabæ, Reykja-
nesbæ, rétt eins og áður
þegar krísur ganga yfir.
Talandi um atvinnu-
leysi og það sem slíku
böli fylgir þá mun lausn
stjórnvalda aldrei verða sú að velta
kreppunni alfarið yfir á almenning, sú
aðferðafræði er liðin tíð og það er
deginum ljósara að fjölskyldurnar,
heimilin, ellilífeyrisþegar og öryrkjar
munu aldrei samþykkja slíkt án þess
að til verulegrar mótspyrnu komi,
ofangreindir hópar fólks eru vel
minnugir á það eitt. Það eru kosning-
ar til Alþingis á komandi ári og öll
tromp eru á höndum ofangreindra
hópa; tími réttlætis og jafnaðar er
genginn í garð og það ætti öllum
kjörnum fulltrúum og
þeim sem kalla eftir
nýju umboði þjóðarinn-
ar að vera orðið ljóst.
Minnkandi ráðstöf-
unartekjur ásamt óhóf-
legu atvinnuleysi
minnka getu fólks til
framkvæmda og draga
þannig úr skatttekjum
og möguleikum á sókn.
Einmitt þess vegna
eiga stjórnvöld að
tryggja störfin í stað
þess að ganga harðar
fram en raunveruleg þörf er í upp-
sögnum, slíkar aðgerðir leiða bara til
þess að svartsýni eykst, sem svo aftur
hefur neikvæð áhrif á allt atvinnulíf
og almenning í landinu, sem upplifir
bara þunglyndi og eymd í kjölfarið.
Enn þann dag í dag lifir fjöldi barna
við sára fátækt hér á landi, enn höfum
við einstaklinga sem þurfa að lifa
undir fátæktarmörkum, hræðsla, ör-
vænting, grátur og gnístran tanna er
allsráðandi. Þetta er einmitt sú staða
sem ofangreindir hópar fólks upplifa í
landi allsnægta, Íslandi, þar sem allir
eiga að geta haft það skítsæmilegt.
Þessu ætlum við að breyta og það
mun gerast með samtakamætti þjóð-
arinnar því uppgjör er í vændum á
nýju ári.
Ég hef oft spurt mig þeirrar stóru
spurningar um hvað pólitíkin snúist í
dag og alltaf komist að sömu niður-
stöðu: Stefna stjórnvalda hér á landi
er að koma skuldum auðvaldsins
(hrunsins) yfir á almenning, rétt eins
og gerðist eftir hrun fjármálakerfis-
ins.
Ég sé fyrir mér að eina leiðin,
þ.e.a.s. ef fólk ætlar sér ekki hrein-
lega að upplifa gjaldþrot o.fl. slíku
tengt, sé að stjórnvöld, bankar og líf-
Afskriftir skulda skulu ná yfir
okkur öll en ekki bara fáa útvalda
Eftir Sigurjón
Hafsteinsson » Staðan er því áfram-
haldandi óviss og
verður meira krefjandi
með hverjum deginum
sem líður en vonlaus
er hún ekki.
Sigurjón Hafsteinsson
Höfundur er íbúi í Reykjanesbæ.
molikarlinn@simnet.is
eyrissjóðir afskrifi skuldir í stað þess
að bæta á þær. Ég sé fyrir mér af-
skriftir um 40% skulda yfir alla lín-
una, það er það eina sem gæti hugs-
anlega komið okkur út úr þeirri
kreppu sem blasir við okkur næstu
árin.
Ágæta þjóð, þau eru ekki ný af nál-
inni slík gylliboð, þessu var lofað eftir
bankahrunið þegar öll sund lokuðust
og eina í stöðunni var Guð blessi Ís-
land! Hver man ekki eftir skjaldborg-
inni frægu fyrir heimilin og fjölskyld-
urnar og hverjir fengu. Vandamálið
er að peningar eru ekki bara ávísun á
verðmæti, þeir eru frekar spurning
um völd sem vissir aðilar, ættir o.fl.,
eru ekki tilbúnir að gefa þjóðinni eftir.
Raunin er bara önnur í dag: Við al-
menningur, þjóðin, getum og ætlum
að breyta því viðhorfi á komandi
kosningaári því öllum landsmönnum
er það orðið kunnugt að allt eru þetta
mannanna verk og þau verk virka á
báða vegu.
Tökum höndum saman á nýju ári
2021, gerum kröfuna skýra: Launa-
fólk, fjölskyldur og heimili, ellilífeyr-
isþegar og öryrkjar ætla sér ekki að
taka skellinn enn eina ferðina vegna
þeirra aðstæðna sem nú blasa við með
því að taka á sig stighækkandi afborg-
anir lána, sem endar bara á einn veg;
með gjaldþrotum heimila og fjöl-
skyldna þessa lands. Sú tíð er liðin.
Staðan er því áframhaldandi óvissa
sem verður meira krefjandi með
hverjum deginum sem líður en von-
laus er hún ekki, það er alveg kristal-
tært í mínum huga. Þessi krísa mun
reyna á okkur öll en hve lengi hún
mun standa er ómögulegt að segja til
um. Verum þess vel minnug: Okkur
mun takast að sigrast á þessu ástandi
og hjólin munu snúast aftur til betri
vegar hjá okkur öllum en það gerist
ekki ef við tökum ekki öll þátt í um-
ræðunni og gerum stjórnvöldum og
þeim sem kalla eftir nýju umboði
þjóðarinnar á Alþingi 2021 ljóst að
okkur er fúlasta alvara með hlutina
og við erum eitt teymi almannavarna.
Við ætlum að standa vörð fyrir fram-
tíðarbúsetu hér á landi, það á jafnt við
um fyrirtæki, einstaklinga, heimili og
fjölskyldur. Við erum öll í sama liðinu
og afskriftirnar skulu ná yfir okkur
öll en ekki bara fáa útvalda, rétt eins
og raunin hefur verið hjá stjórnvöld-
um þessa lands gegnum tíðina.
Tökum höndum saman, förum var-
lega, sprittum, þvoum hendur og not-
um grímur, en númer eitt: Umvefjum
hvert annað kærleika, trú og festu
fyrir átökin fram undan í að gera Ís-
land betra en það er fyrir alla, óháð
stöðu og efnahag viðkomandi.