Morgunblaðið - 10.11.2020, Page 17

Morgunblaðið - 10.11.2020, Page 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020 Í íslenskri orðabók eru laun útskýrð sem „endurgjald, kaup, borgun (einkum fyrir vinnu)“. Þessi túlkun á að hafa sama gildi í lögum. Hvort þú færð laun greidd eftir viku, mánuð, í lok vertíðar eða við starfslok á ekki að skipta máli. Mein- ing/útskýring orðsins er eins eftir öll tímabilin. Launaráðstöfun hins vinnandi manns Í áratugi hefur hinn vinnandi maður á Íslandi lagt til hliðar hluta af vinnulaunum sínum, í eft- irlaunasjóði (lífeyrissjóð og til al- mannatrygginga). Í lífeyrissjóðinn voru tekin 4% við hvert uppgjörs- tímabil af kaupinu og vinnuveitand- inn greiddi 8% í viðbót til lífeyr- issjóðsins. Einnig greiddi vinnuveitand- inn sérstakt launatengt tryggingagjald (til al- mannatrygginga), sem að hluta til var ætlað til greiðslu ellilauna (elli- lífeyrir í lagatextan- um). Í öllum tilfellum eru þetta laun (endur- gjald, kaup, borgun fyrir unna vinnu), sem sett eru til hliðar til greiðslu ellilífeyris við starfslok, hjá flestum einhvern tíma milli 67 og 80 ára ald- urs. Þeim er ætlað að tryggja eldri borgurum mánaðarlegt lágmarks- kaup. Árið 2020 er það 256.789 kr. á mánuði. Eftirlaun frá lífeyrissjóðum koma til viðbótar í samræmi við það sem hver og einn lagði til hliðar á starfsævi sinni. Lágmarkskaupið er þeim takmörkunum háð að þegar 595.642- króna tekjum á mánuði er náð, annaðhvort með atvinnutekjum eða eftirlaunum, fellur það niður. Flestir hafa samviskusamlega og skipulega lagt, eins og lög kveða á um, hluta af launum sínum í eftir- launasjóð (lífeyrissjóð), með það að markmiði að hafa betri launatekjur við starfslok en lágmarksellilífeyrir Tryggingastofnunar er. Við teljum okkur trú um að því meira og því lengur sem við greiðum í lífeyris- sjóð, því betri verði afkoman, bæði hjá okkur og Tryggingastofnun, því þar er það einnig svo, að vegna launatengingar tryggingagjalds þá leggja þeir, sem hafa hærri laun og vinna lengur, meira fé til Trygginga- stofnunar (almannatrygginga). Skattalega barbabrellan og brot á stjórnsýslulögum Stjórnvöld hafa því miður sett reiknireglu í lögin um almanna- tryggingar (1. mgr. 23 gr.), sem minnkar stórlega tiltrú fólks á líf- eyrissjóðakerfinu. Sérstaklega með- ferð stjórnvalda á greiðslu ellilífeyr- is Tryggingastofnunar, sem er svona nokkurs konar skattaleg barba- brella og veldur í raun misrétti og falinni eignaupptöku/skattlagningu hjá meirihluta ellilífeyrisþega. Reiknireglan virkar þannig að því meira sem þú hefur lagt fyrir til elli- áranna í lífeyrissjóð (og um leið til almannatrygginga), því meira skerða þeir ellilaunin þín frá Trygg- ingastofnun. Í raun er þessi reikn- iregla ígildi aukaskattlagningar fyr- ir ríkissjóð á lífeyrisþega, sérstaklega á þá eftirlaunaþega sem fá laun frá lífeyrissjóðum, en eftir- launaþegar sem fá greidd eftirlaun úr eftirlaunasjóðum fyrirtækja eða stofnana njóta sérkjara hjá Trygg- ingastofnun (sjá næstu málsgrein). Tryggingastofnun bítur höfuðið af skömminni og brýtur gróflega stjórnsýslulög (þ.e. 11. gr. um jafn- ræðisregluna í III. kafla laganna) með því að taka greiðslur frá lífeyrissjóðum út fyrir sviga við út- reikning frítekjumarks og reikna þær launatekjur með fjármagns- tekjum. Á sama tíma ef þú færð eft- irlaun frá fyrirtæki eða stofnun (úr „eftirlaunasjóði“), eða ef þú færð tekjur af atvinnu, þ.e. laun og aðrar starfstengdar greiðslur, þá færðu 100 þúsund krónur á mánuði í for- gjöf (frítekjumark) við útreikning ellilífeyris frá stofnuninni. Ef þú færð eftirlaunin þín frá lífeyrissjóði þá færðu 25 þúsund króna frítekju- mark á mánuði eins og um fjár- magnstekjur væri að ræða. Það að gera mun á tekjum frá eftirlauna- sjóði eða lífeyrissjóði er orðheng- ilsháttur. Það að gera mun á hvort þú færð vinnulaunin þín greidd í vikulok, í mánaðarlok, í lok vertíðar eða með dreifðum mánaðarlegum greiðslum eftir að þú ert 67 ára er líka útúrsnúningur embættismanna. Á meðan lífeyrisþegar þurfa að þola skattalegu barbabrelluna í 1. mgr. 23. gr. laga um almannatryggingar er algjörlega óþolandi að í skjóli hennar sé jafnréttisregla stjórn- sýslulaga einnig brotin á eftir- launaþegum lífeyrissjóða. Eftir Sigurð T. Garðarsson » Það að gera mun á tekjum frá eftir- launasjóði eða lífeyris- sjóði er orðhengils- háttur. Sigurður T. Garðarsson Höfundur er ellilaunaþegi Trygg- ingastofnunar og lífeyrissjóða. Óþolandi brot Tryggingastofnunar á jafnréttisreglu stjórnsýslulaga „Alllt sem fer upp, það fer niður aftur,“ sagði banka- fræðingurinn og leit yfir gestina á námskeiðinu. Hann var að tala um hlutabréf og bætti við að það ætti að kaupa þegar verðið væri lágt, en selja væri það hátt. Þetta er tiltölulega einföld speki, þótt ekki fari allir eftir henni, og svona gengur það til í hagsögunni. Ým- ist góð ár eða mögur, og það er gott að eiga afgang frá góðu árunum og hafa þannig salt í grautinn þegar kreppir að eins og núna. Nú er einblínt á veiruna en kosið að gleyma því að góðærið var búið áður en hún kom til. Flugbólan var sprungin og ekki bara hér á landi. Efnahagur heimsins var á niðurleið eftir metupp- gang, og viðskiptastríð stærstu blokka heimsins voru farin að lama hagkerfin. Svo bætist veiran við og öllu er skellt í lás. Það þarf því mikla bjartsýni til að trúa því að allt falli í ljúfa löð þegar, segjum við, bóluefni finnst eða veiran deyr út. Líklegra er að það taki áratug eða meir að komast þangað sem við vorum þegar hún drap á dyr. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Mögur ár og feit Skimun Veiran hefur víðtæk áhrif. Morgunblaðið/Eggert Nú er Kaupfélag Árnesinga með 90 ára sögu. Þetta gamla samvinnufélag hefur lifað tímana tvenna en hefur ekki verið í beinum at- vinnurekstri í nokkur ár. Í tilefni afmælisins var ákveðið að gefa út sögu samvinnu- starfs á Suðurlandi. Þetta er rit samantekið og ritað af Guðjóni Friðrikssyni að beiðni og kostað af KÁ og útgefið af bókaútgáfunni Sæmundi. Hvet ég sem flesta til að kaupa ritið, það er mikil heimild um allt það mikla starf sem hefur verið unnið í samvinnu og í samvinnu- rekstri á Suðurlandi. Hvers vegna að gefa út sögu samvinnustarfs á Suðurlandi? Þetta er saga um hvernig Sunn- lendingar komust úr ánauð til bjargálna. MBF, nú inni í MS, og Sláturfélag Suðurlands starfa enn og eru máttarstólpar hvort á sínu sviði. Getur nútíminn lært af þessari sögu? Er samvinnurekstrarfyrir- komulagið úrelt? Ég tel að við getum lært mikið af þessari sögu og séð hversu miklu samtakamáttur getur áork- að og sveitir og bæir stutt hvert annað. Þar með eru minni líkur á togstreitu milli sveita og bæja og allir vinna að sama markmiði. Samvinnurekstrarformið er ekki úrelt og í dag eru nokkur kaup- félög starfandi, þeirra stærst er KS á Sauðárkróki og Kaupfélag Suðurnesja, þá Kaupfélag Fá- skrúðsfjarðar, svo eru nokkur smærri í rekstri. Það getur verið að við ættum að huga að því að taka upp samvinnu- rekstur í ýmsum fyrirtækjum, þá með þátttöku starfsmanna, svo- kölluð starfsmannasamvinnufélög þar sem starfsmenn eru félags- mennirnir og aðrir mjög takmark- að. Þá yrði stofnfé ekki 100 krónur heldur t.d. tvær til tíu milljónir sem félagsmenn fengju greiddar til baka með vísitölu þegar þeir hættu störfum. Búseti er samvinnufélag. Þar greiða menn búsetugjald sem fæst endurgreitt þegar búsetu lýkur. Það er ekki ósvipað. Þannig yrði meiri samheldni og allra starfsmanna hagur af því að vel gengi hjá fyrirtækinu. Með þessu væri betri skiln- ingur á milli vinnuveit- enda og starfsmanna, því það er sami hópur- inn. Kynslóðaskipti í fyrirtækjum væru úr sögunni þar sem reikna mætti með meira flæði á starfs- mönnum. Sett væri í stofnskrá hvernig fara ætti með hagnað og tap. Þá gæti t.d. verið ákvæði um hámarkslaun miðað við lág- markslaun, aukinn jöfnuður. Í dag eru hf. allsráðandi í félagsformi. Ókostur þess er að þar er langt frá eigenda til starfs- manns og mikil hringamyndun. Auður fer á fáar hendur, sem veld- ur mikilli togstreitu milli verka- lýðsfélaga og eigenda, og er það að verða mjög áberandi nú með kyn- slóðaskiptum í verkalýðsfélögum sem er mjög slæmt fyrir alla. Fylgifiskur stórra hringa eru of- urlaun, sem eru að mínu mati komin langt fram úr því sem eðli- legt er. Laun upp á margar millj- ónir á mánuði eru græðgi og svo arðgreiðslur því til viðbótar. Ehf. er annað félagsform. Oft fáir einstaklingar sem hefja rekst- ur og ná að verða stór fyrirtæki, svo kemur að kynslóðaskiptum, þá þarf að finna kaupendur. Jú, ein- hver yfirtekur það með lánum frá lánastofnunum að mestu leyti. Hvað þýðir það? Jú, fyrirtækið þarf að geiða þann kostnað með því að hækka vöruverð. Þegar hann hefur svo verið greiddur lækkar ekki verðið heldur rennur í vasa eigenda. Vonandi tekur Samvinnuháskól- inn á Bifröst upp merki samvinnu- félaga og útskýrir og kennir hvernig gangur er í þannig fyrir- tækjum; einblínir ekki á hvernig kaupfélögin og SÍS störfuðu held- ur horfir á þetta með nýrri nálgun. Ég vil biðja stjórnendur og þá sem eru að hefja starfsemi að huga að samvinnufélagsforminu, þ.e. að breyta eldri félögum í sam- vinnufélög, t.d. starfsmannasam- vinnufélög. KÁ 90 ára Eftir Jón Ólaf Vilhjálmsson Jón Ólafur Vilhjálmsson » Samvinnurekstrar- formið er ekki úrelt og í dag eru nokkur kaupfélög starfandi Höfundur er formaður stjórnar KÁ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.