Morgunblaðið - 10.11.2020, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020
✝ Bjarni Pét-ursson fæddist
á Grund í Skorra-
dal 30. apríl 1936.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Ísa-
fold 29. október
2020.
Foreldrar
Bjarna voru hjónin
Pétur Bjarnason,
bóndi og hrepp-
stjóri í Skorradal, f.
8.12. 1903, d. 10.12. 1944, og
Guðrún Davíðsdóttir bóndi, f.
6.10. 1914, d. 18.10. 1995. Börn
Péturs og Guðrúnar eru Guð-
rún, f. 1937, Davíð, f. 1939, og
Jón, f. 1942. Guðrún átti síðar
Áslaugu, f. 1953, með Þorgeiri
Þorsteinssyni, f. 26.8. 1902, d.
1999.
Eiginkona Bjarna var Magn-
ea Kolbrún Sigurðardóttir,
Maddí, fjármálastjóri, f. 8.4.
1939, d. 22.7. 2020. Þau giftust
9.11. 1961. Foreldrar Maddíar
voru Sigurður Einarsson, f.
29.2. 1908, d. 27.2. 1988, og Guð-
rún Gísladóttir, f. 2.5. 1911, d.
30.1. 1994.
Börn Bjarna og Maddíar eru:
1) Guðrún, f. 5.12. 1963, gift
Melchior Wolfgang Lippisch, f.
16.2. 1950. Barn Guðrúnar og
Melchiors er Lea Véný Felice, f.
Menntaskólanum á Laug-
arvatni. Hann fór til Reykjavík-
ur 1955 og stundaði fyrst leigu-
bílaakstur hjá Steindóri og
stuttu síðar á eigin bíl þar til
hann réðst til Iðnaðardeildar
Sambandsins sem sölumaður
1957. Bjarni fór til Samvinnu-
trygginga 1959 og gegndi þar
ýmsum ábyrgðarstörfum áður
en hann var ráðinn fulltrúi
framkvæmdastjóra Endur-
tryggingarfélags Sam-
vinnutrygginga 1975 og síðar
sem aðstoðarframkvæmdastjóri
félagsins. Frá 1. maí 1985 til
starfsloka 2006 var Bjarni deild-
arstjóri endurtryggingadeildar
Sjóvár.
Hann var félagi Frímúrara-
reglunnar á Íslandi um 57 ára
skeið þar sem hann sinnti ýms-
um ábyrgðarstörfum samfellt í
marga áratugi. Hann var sæmd-
ur heiðursmerki Gimli 1979, 50
ára heiðursmerki reglunnar
2001 og heiðursmerki hennar
árið 2008. Bjarni spilaði mikið á
orgel og harmonikku og hafði
unun af lestri, ferðalögum og
samverustundum með fjöl-
skyldu og vinum.
Kistulagning og bálför
Bjarna fer fram frá Kapellunni í
Fossvogskirkju í dag, 10. nóv-
ember 2020, klukkan 11.30.
Minningarathöfn og útför
Bjarna verður haldin síðar, þeg-
ar aðstæður í þjóðfélaginu leyfa
það aftur.
18.8. 1992. 2) Pétur,
f. 20.12. 1967,
kvæntur Brynju
Ástráðsdóttur, f.
7.1. 1970. Börn
þeirra eru a) Bjarni
Þór, f. 20.5. 1991, í
sambúð með Bryn-
dísi Jónsdóttur, f.
25.10. 1989, og
langömmubarn
Bjarna er Kolbrún
Edda, f. 17.4. 2020,
b) Andrea Sif, f. 17.8. 1996, og c)
Baldur Ingi, f. 21.3. 2004. 3) Sig-
urður, f. 1.12. 1970, kvæntur
Dröfn Guðmundsdóttur, f. 20.2.
1973. Börn þeirra eru a) Júlía
Kolbrún, f. 7.2. 1999, og b) Jas-
mín Eva, f. 27.6. 2005.
Heimili Bjarna og Maddíar
var lengst af í Holtsbúð í Garða-
bæ en þau fluttust 2017 á
Sautjándajúnítorg í Garðabæ og
2019 á hjúkrunarheimilið Ísa-
fold, einnig í Garðabæ.
Bjarni ólst upp á Grund í
Skorradal (Borgarfirði). Faðir
Bjarna varð bráðkvaddur er
hann var einungis átta ára gam-
all. Eftir það tók hann að sér að
vera elsti karlmaðurinn á heim-
ilinu og var alla tíð nátengdur
móður sinni og systkinum.
Bjarni stundaði nám í Reyk-
holtsskóla í Borgarfirði og
Það bættist við stjarna á
himninum rétt eftir klukkan
fimm að morgni 29. október er
elsku besti pabbi minn lagði af
stað í ferðalagið langa til að hitta
mömmu. Aðdragandinn var
stuttur en hann var orðinn
þreyttur á að vera innilokaður
og fá engar heimsóknir í nokkr-
ar vikur. Hann saknaði mömmu
mikið og er ég viss um að hún
sagði honum bara að koma til
sín.
Pabbi fékk að fara í svefni án
þess að vera kvalinn, bara eins
og hann hefði viljað. Kvöldið áð-
ur sögðum við „góða nótt og Guð
blessi þig“ hvort við annað, en í
þetta skiptið sagði hann ekki
eins og á hverju kvöldi er ég
sagði við hann „svo heyrumst við
bara aftur annað kvöld pabbi
minn“ … „já elskan mín alveg
eins og á hverju kvöldi“ … við
vissum að hverju stefndi.
Ég sakna hans og mömmu
endalaust en þau fóru bæði með
þriggja mánaða millibili. Þau
áttu 59 ára brúðkaupsafmæli í
gær, hinn 9. nóvember, og voru
búin að vera saman í vel yfir 60
ár. Ég trúi því að þau hafi bara
verið búin að ákveða að halda
upp á þetta saman.
Þú varst tryggur förunautur í
lífi mínu og þó að ég væri er-
lendis síðustu 37 árin þá leið
varla sá dagur að við hringdum
ekki hvort í annað og þakka ég
innilega fyrir það. Þú passaðir
alltaf upp á litlu stelpuna þína og
litlu stelpuna hennar. Þú sleppt-
ir mér ekki til útlanda 19 ára
gamalli bara sí svona. Það fóru
mörg kvöld og helgar í fortölur
veturinn þar á undan, en er þú
loksins skildir að mér yrði ekki
haggað snerist þú um 180 gráð-
ur og hjálpaðir mér í alla staði
sem og að finna húsnæði með
vinum þínum í München. Það
var óneitanlega gott að koma inn
í góða íbúð eftir langt ferðalag
til ókunnugs staðar og langt frá
sínu fólki. Þú krafðist þess einn-
ig að ég fengi mér síma sem var
ekki á planinu hjá mér, enda við-
bótarkostnaður fyrir budduna.
En þér varð ekki haggað og sá
ég aldrei eftir því, þó að hvert
símtal endaði á „og svo kemurðu
beint heim þegar þú ert búin að
læra“! Ég lofaði því, en við vor-
um síðar ekki alveg sammála um
það loforð því ég gat setið á því
að ég er að læra eitthvað nýtt á
hverjum degi lífsins, en þú
meintir víst alltaf bara skólalær-
dóm, þó að það hafi aldrei verið
sagt. Ég sveik sem sagt ekki lof-
orðið eins og þú vissir en það
mátti alltaf halda í vonina og
enduðu oft símtölin á „ætlarðu
ekki bara að fara að koma heim
elskan mín“, nú síðast bara fyrir
nokkrum dögum!
Maður er smá dofinn í þetta
skiptið að horfa á eftir báðum
foreldrum sínum á þremur mán-
uðum og sérstaklega á þessum
erfiðu tímum þegar maður fær
varla að koma saman með sínum
nánustu og syrgja þau. Það er
mikilvægt að eiga góða að á
svona tímum. Við Lea, dóttir
mín, lifum á yndislegum minn-
ingum. Við áttum svo góða stund
með pabba og afa þrjú saman í
sumar, er við sátum og rifjuðum
upp gamlar minningar og dutt-
um í hláturskast yfir þeim á
meðan við gæddum okkur á ís-
lenskum pylsum saman.
Hvíldu í friði elsku pabbi
minn, ég elska ykkur mömmu
endalaust og við sjáumst aftur.
Þangað til bið ég góðan Guð að
vera með ykkur og okkur.
Þín
Guðrún.
Vinur minn og kær frændi er
allur. Við sáumst síðast við útför
Magneu eiginkonu hans þann 30.
júlí 2020. Við lát Maddýjar var
sem slökkt væri á lífslönguninni
og fátt til að fjörga tilveruna.
Þau hjón bjuggu síðustu miss-
erin á dvalarheimilinu Ísafold í
Garðabæ þar sem vel fór um þau
en skorður settar við heimsókn-
um vegna heimsfársins. Þau
bjuggu á eigin heimili fram und-
ir það síðasta og þangað var
ætíð ljúft að koma. Kynni okkar
Grundarsystkina, Bjarna, Guð-
rúnar, Davíðs og Jóns, hafa stað-
ið allt frá bernsku og síðar Ás-
laugar frá unglingsárum. Það
var sumarið 1944 sem ég kom
fyrst að Grund, þá sex ára. Við
brottför var tekin mynd af þeim
glæsilegu hjónum Pétri Bjarna-
syni og konu hans Guðrúnu Dav-
íðsdóttur og börnum þar sem
þau stóðu keik og glöð við heim-
reiðina, sól skein í heiði, hárið
blakti í sumarblænum og lífið
var gott. Fáum mánuðum seinna
stóð Guðrún ein uppi ekkja með
barnahópinn og allt gjörbreytt,
erfið ár fram undan, maka- og
föðurmissir sár. Bjarni var elst-
ur systkinanna, þá átta ára og
tók eðlilega forystu. Það setti
mark sitt á hann ævilangt. Eng-
um hefi ég kynnst er sýndi slíkt
utanumhald um fjölskyldu sína
og vini; hann þurfti ætíð að vita
að allt væri lagi hjá öllu sínu
fólki. Foreldrum mínum sýndi
hann einstaka umhyggju, tryggð
og hjálpsemi og þess naut ég
einnig alla tíð. Ég naut þeirrar
gæfu að fá að dveljast ógleym-
anleg sumur í sveit á Grund og
tryggðaböndin voru hnýtt, síðast
á unglingsárum og þá var yngsta
systirin komin til sögunnar,
dóttir bústjóra Guðrúnar, öð-
lingsmannsins Þorgeirs Þor-
steinssonar. Bjarni var sérlega
glæsilegur ungur maður, hár og
spengilegur og ljós yfirlitum og
hefur mörg meyja eflaust litið
hann hýru auga. Ungur kvæntist
hann ástinni sinni, henni Maddý,
og þau áttu farsæla samfylgd.
Bjarni var hressilegur í fram-
göngu og hvarvetna metinn að
verðleikum. Það var sérstök
reisn yfir Bjarna allt til hins síð-
asta og sjá má sem ættarfylgju.
Ung byggðu þau hjón sér hús í
Garðabæ þar sem fjölskyldan
bjó í áratugi. Mörg var ferðin í
heimahagana og þar lögð hönd á
plóg þegar þurfa þótti. Þau
byggðu sér glæsilegan bústað á
vatnsbakkanum þar ásamt
systkinunum, Guðrúnu og Jóni;
þangað var gaman að koma.
Grundarræturnar eru sterkar
þar sem margir ættliðir í föð-
urlegg hafa setið og Davíð tók
við óðalinu af Guðrúnu móður
þeirra og hefur rekið búið af
rausnarskap alla tíð, á seinni ár-
um ásamt Pétri syni sínum. Þau
Bjarni og Maddý höfðu gaman
af að ferðast, fóru oft til Frakk-
lands þar sem Guðrún dóttir
þeirra býr og lögðust einnig í
löng ferðalög, oft með Bænda-
ferðum, og voru systkini Bjarna
með í för. Þá var skemmtilegt og
fróðlegt að heyra af ævintýra-
ferðum þeirra heimkomnum, svo
sem um Íslendingaslóðir í Kan-
ada, siglingu á Volgu og þrammi
á Kínamúrnum. Með söknuði
kveðjum við Hjalti kæran og
traustan vin, margra ljúfra
stunda er að minnast og skammt
varð milli þeirra hjóna. Við send-
um hlýjar kveðjur til barna
þeirra, Guðrúnar, Péturs og Sig-
urðar, ásamt afkomendum og
Grundarfjölskyldunni allri.
Bjarna verður sárt saknað.
Edda Óskarsdóttir.
Það var snemma árs 1985 sem
samstarf okkar Bjarna hófst og
stóð það í 19 ár án þess að
skugga bæri á. Ég hafði árið áð-
ur tekið við sem forstjóri Sjóvá-
tryggingafélagsins, seinna
Sjóvá-Almennar. Mitt fyrra
starf fólst í því að sjá um end-
urtryggingavernd félagsins og
þegar þarna var komið vantaði
félagið mann með þekkingu á því
sviði til að taka við þeim verk-
efnum.
Mér var bent á að Bjarni Pét-
ursson hefði mikla reynslu í
þessum efnum eftir að hafa
starfað hjá Endurtrygginga-
félagi Samvinnutrygginga um
árabil við góðan orðstír, en það
félag hafði farið í þrot skömmu
áður. Ég fékk Bjarna á minn
fund og til þess að gera langa
sögu stutta þá var hann ráðinn á
staðnum og hófst þar með langt
og farsælt samstarf.
Bjarni var mjög sterkur kar-
akter og gegnheill. Hann var
duglegur og fastur fyrir og mað-
ur sem talaði enga tæpitungu.
Ég fann það strax á ferðalög-
um okkar erlendis er við vorum
að hitta viðsemjendur félagsins
að Bjarni naut virðingar þeirra
sem honum kynntust. Hann kom
strax að kjarna máls án mála-
lenginga og yfirleitt gengu
samningaviðræður fljótt og vel
fyrir sig með sanngjarnri nið-
urstöðu fyrir báða aðila.
Það var líka í þessum ferðum
að ég upplifði hve sterkt sam-
band Bjarni hafði við alla sína
fjölskyldu. Hann virtist hringja
daglega í þau öll. Hann var
sannkallað höfuð fjölskyldunnar.
Bjarni var átta ára gamall og
elstur fjögurra systkina er faðir
þeirra lést. Móðir hans, Guðrún
Davíðsdóttir ættuð frá Arn-
bjargarlæk, var mikill kvenskör-
ungur og náði hún að halda
heimilinu á Grund í Skorradal
saman þrátt fyrir erfiða tíma og
koma börnum sínum til manns.
Þessi kraftur náði einnig til
Bjarna.
Maddý, eiginkonu sína til 59
ára, missti Bjarni fyrir þremur
mánuðum og var hennar sárt
saknað. Síðustu mánuðir voru
Bjarna því mjög erfiðir og þá
ekki síst einangrunin sem
ástandið í samfélaginu krafðist
vegna sóttarinnar er núna herj-
ar á þjóðina.
Við Birna vottum fjölskyldu
Bjarna Péturssonar einlæga
samúð okkar og biðjum góðan
Guð að blessa minningu hans.
Einar Sveinsson.
Bjarni Pétursson
Ástkær eiginkona mín, mamma, amma og
langamma,
RAGNHILDUR ANDRÉSDÓTTIR,
Ystu-Görðum,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 8. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Ölver Benjamínsson
Óskar Ölversson Þórunn S. Þorsteinsdóttir
Benjamín Ölversson
Andrés Ölversson Þóra Sif Kópsdóttir
Björk Ben Ölversdóttir
Björgvin Ölversson Margrét Kolbeinsdóttir
ömmu- og langömmubörn
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS HALLGRÍMSSON
verkfræðingur,
lést sunnudaginn 8. nóvember á Landakoti.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hörður Magnússon Linda Börk Þórðardóttir
Hallgrímur Magnússon Elín Sigurðardóttir
Óskar Magnús Harðarson
Ásta Hlíf Harðardóttir
Snædís Hallgrímsdóttir
Magnús Snær Hallgrímsson
Halldís Ylfa Hallgrímsdóttir
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma,
dóttir og systir,
INGIBJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Akurhvarfi 7,
varð bráðkvödd á heimili sínu
miðvikudaginn 4. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Brynjar Stefánsson Tinna Jóhönnudóttir
Baldur Freyr Stefánsson Sóldís Dröfn Kristinsdóttir
Darri Jökull, Ársól, Sesar Jan, Emiliana Ósk, Elías Orri,
Fanney Rán og Sonja Sól
Ólína Þorleifsdóttir
Hansína Ásta, Þorleifur, Jón Björgvin, Eyþór og Elín Ebba
Björgvinsbörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SVERRIR I. AXELSSON
vélfræðingur,
Hæðargarði 29, Reykjavík,
lést á Landakoti sunnudaginn 8. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristín Sverrisdóttir
Ragnheiður Sverrisdóttir Hjalti Hugason
Þorsteinn Sverrisson Magnea Einarsdóttir
Ólafur Sverrisson Ellen Símonardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR,
Skarðshlíð 14, Akureyri,
sem lést 3. nóvember, verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju föstudaginn 13. nóvember
klukkan 13.30.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu
aðstandendur viðstaddir útförina.
Streymt verður frá útförinni á facebookslóðinni jarðarfarir í
Akureyrarkirkju, beinar útsendingar.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarhlíðar fyrir gott atlæti
síðustu árin.
Ingi Hólmar Jóhannesson
María Ingadóttir Daníel Guðjónsson
Laufey Ingadóttir Kristján V. Kristjánsson
Bryndís Sæunn Ingadóttir
Ingibjörg Ingadóttir Bergþór Aðalsteinsson
Agnes Ingadóttir Þór Sigurðsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn