Morgunblaðið - 10.11.2020, Qupperneq 26
FRAKKLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Framherjinnn Berglind Björg Þor-
valdsdóttir er byrjuð að minna á sig
í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu
með Le Havre en hún gekk til liðs
við félagið frá Breiðabliki í byrjun
september.
Berglind, sem er 28 ára gömul,
skrifaði undir tveggja ára samning
við franska félagið en hún hefur
skorað þrjú mörk í fyrstu sex leikj-
um tímabilsins til þessa.
Þrátt fyrir góða spilamennsku
Berglindar hefur Le Havre, sem er
nýliði í efstu deild Frakklands, ekki
gengið sem skyldi og er í tólfta og
neðsta sæti deildarinnar með fjögur
stig, þremur stigum frá öruggu sæti,
eftir fyrstu sjö umferðirnar.
„Ég vissi að ég væri að fara í mjög
sterka deild og fótboltinn hérna hef-
ur svo sannarlega staðið undir vænt-
ingum,“ sagði Berglind í samtali við
Morgunblaðið.
„Allir leikir hérna eru gríðarlega
erfiðir og maður vissi það svo sem.
Ég er mjög sátt í Frakklandi en
ætlu mestu vonbrigðin hérna séu
ekki þau að við skulum ekki vera
með fleiri en fjögur stig eftir sjö
leiki.“
Frábær reynsla
Stærstan hluta ferilsins hefur
Berglind Björg leikið með Breiða-
bliki þar sem krafan er að vinna alla
þá bikara sem í boði eru.
„Ég get alveg viðurkennt að það
hefur aðeins tekið á að vera í liði
sem er að berjast svona neðarlega í
töflunni. Þetta er nýtt fyrir mér og
nokkuð sem maður hefur ekki vanist
á sínum ferli en á sama tíma frábær
reynsla líka.
Þetta hefur verið ákveðið bras en
á samt sem áður finnst manni við
vera búnar að vera óheppnar líka og
hlutirnir hafa ekki alveg fallið með
okkur. Við höfum verið að fá á okkur
mjög ódýr mörk, undir lok leikja,
sem er óþolandi og það er eflaust
hægt að skrifa eitthvað af þessu á
reynsuleysi.
Við höfum líka verið óheppnar
með meiðsli og fjarveru leikmanna
vegna kórónuveirunnar. Við fengum
frábæran leikmann í Linu Boussaha
frá PSG fyrir tímabilið sem dæmi en
hún meiddist í fyrsta leik sem segir
kannski ýmislegt um hvernig þetta
er búið að vera.
Þegar ég horfi til baka eru alla-
vega tveir til þrír leikir sem við
hefðum bara átt að klára og vinna.
Það eru hins vegar lykilmenn að
snúa til baka eftir meiðsli á næstu
dögum og ég hef fulla trú á því að
hlutirnir fari að detta með okkur í
næstu leikjum.“
Íslenski varnarmaðurinn Anna
Björk Kristjánsdóttir gekk til liðs
við Le Havre 18. september en hún
kom til félagsins frá Selfossi.
Liðstyrkur frá Selfossi
„Fyrirliðinn okkar, sem er mið-
vörður, sleit krossband rétt fyrir
mót og félagið fór því að leita að
varnarmönnum til þess að fylla
skarð hennar. Sú leit gekk ekkert
sérstaklega vel og forráðmenn fé-
lagsins komu því að máli við mig og
spurðu hvort ég vissi um góðan mið-
vörð sem væri á lausu.
Mér datt Anna Björk strax í hug
enda þekkjumst við mjög vel eftir
tíma okkar saman með landsliðinu
og PSV í Hollandi. Ég setti mig í
samband við Önnu sem var samn-
ingsbundin Selfossi en eftir að ég
bar þessa hugmynd undir hana í
fyrstu gerðust hlutirnir ansi hratt.
Hún var sjálf mjög spennt fyrir
því að koma út og reyna fyrir sér í
Frakklandi og það var frábært að fá
hana hingað út. Þetta er frábær
deild, gæðin eru mikil í öllum leikj-
um, og það er ógeðslega gaman að
spila hérna.
Okkur hefur báðum gengið vel og
fyrir mig sem framherja er alltaf
gaman að skora mörk. Það dregur
hins vegar mikið úr gleðinni að við
séum ekki að vinna leiki og tilfinn-
ingin eftir fyrstu leiki tímabilsins er
því oft á tíðum frekar skrítin.“
Erfitt fótboltaár
Berglind varð Íslandsmeistari
með Breiðabliki á dögunum eftir að
ákveðið var að hætta keppni á Ís-
landsmótinu en hún skoraði tólf
mörk í níu deildarleikjum fyrir Blika
áður en hún hélt út til Frakklands.
„Þetta var mjög skrítið allt saman
fyrst þegar ég fékk fréttirnir af því
að við værum orðnar meistarar. Ég
var nýkomin á hótel í Guingamp í
Frakklandi þar sem við vorum að
fara að spila deildarleik gegn Gu-
ingamp á útivelli.
Allt í einu byrjar hamingjuósk-
unum að rigna inn í símanum hjá
mér og ég fatta ekkert hvað er í
gangi. Ég kíki svo á netið og var þá
allt í einu orðin Íslandsmeistari,
sem var sérstakt. Þetta er búið að
vera erfitt fótboltaár og að ná
þessu, þótt það hafi verið nokkrir
leikir eftir, var frábært.
Við vorum búnar að spila tvíveg-
is við Val og vinna báða leikina. Ég
held þess vegna að það sé alveg
sanngjarnt að tala um að við höfum
unnið deildina þótt það hefði vissu-
lega verið sanngjarnast að klára
mótið en það var ekki í boði.
Við héldum svo góðan fjarfund,
leikmenn, þjálfarar og stjórn, á
samfélagsmiðlinum zoom þar sem
bikarnum var fagnað og sumarið
rifjað upp. Ég var lúmskt fegin að
þessu var bara fagnað á zoom því
það hefði verið talsvert erfiðara
fyrir mig persónulega að vera föst í
Frakklandi, vitandi af öllum stelp-
unum að fagna með bikarinn í
Smáranum.
Vonandi getum við fagnað þess-
um Íslandsmeistaratitli vel og inni-
lega í desember, öll saman, ef að-
stæður leyfa,“ bætti framherjinn
við í samtali við Morgunblaðið.
Óvænt Íslandsmeistari
á hóteli í Frakklandi
Ljósmynd/Le Havre
Mark Berglind Björg Þorvaldsdóttir skorar og kemur Le Havre yfir gegn Paris í Bondoufle í lok september.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið vel af stað með félagsliði sínu Le Havre
Njarðvíkingurinn Elvar Már Frið-
riksson heldur áfram að gera það gott
í litháíska körfuknattleiknum en hann
var í gær valinn í lið umferðarinnar í
efstu deild þar í landi í annað skipti á
tímabilinu. Elvar skoraði 21 stig á tæp-
lega 36 mínútum en gaf þar að auki
tólf stoðsendingar og fimm fráköst í
93:88-sigri Siauliai á Neptunas.
Þýski miðjumaðurinn Hanna
Kallmaier hefur framlengt samning
sinn við ÍBV um eitt ár. Kallmaier er 26
ára og kom til ÍBV fyrir síðasta tímabil.
Hún lék sextán leiki í Pepsi Max-
deildinni á síðustu leiktíð og var valin
besti leikmaður liðsins af félaginu eftir
tímabilið.
Spænski kylfingurinn Sergio García
verður ekki með á Masters-mótinu í
golfi þar sem hann hefur verið greind-
ur með kórónuveiruna. Verður mótið
fyrsta risamótið sem Garcia missir af
síðan árið 1999 eða í 21 ár. García fann
fyrir slappleika eftir að hann missti af
niðurskurðinum á Houston Open á
PGA-mótaröðinni. Hann fór í próf í kjöl-
farið og greindist með veiruna.
Óvíst er hvort Noregur getur haldið
EM kvenna í handbolta en strangar
reglur um sóttkví í Noregi gera Norð-
mönnum afar erfitt fyrir í mótahaldi.
Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá
því í gær að leggja þyrfti fram nýjar
sóttvarnareglur fyrir EM til að hægt
yrði að halda riðla í Þrándheimi eins og
til stóð. Reglurnar í Noregi eru harðar
og greinist einn leikmaður með veiruna
þarf að senda tvö heil lið heim, sam-
kvæmt núgildandi reglum. Verði ekki
hægt að fá undanþágu frá þeim reglum
þarf að öllum líkindum að finna nýjan
mótstað í staðinn fyrir Þrándheim en
mótið fer einnig fram í Herning í Dan-
mörku.
Eiður Smári Guðjohnsen mun að
öllum líkindum hætta þjálfun U21 árs
landsliðs karla í fótbolta en hann skrif-
aði fyrir helgi undir tveggja ára samn-
ing við FH og verður hann aðalþjálfari
liðsins. „Eðlilegast er að ég muni ekki
halda áfram með U21 landsliðið. Hugs-
anlega kemur upp önnur staða ef við
förum á stórmót og það er hlé á deild-
inni hér, þá mætti
endurskoða það,
en þetta er nokk-
uð sem við eigum
eftir að ræða
og fara yf-
ir,“ sagði
Eiður við
Vísi.
Eitt
ogannað
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020
Fjórir möguleikar eru í stöðunni
hvað viðkemur leik Englands og Ís-
lands í Þjóðadeild UEFA. Leikurinn
á að fara fram samkvæmt áætlum á
Wembley-vellinum fræga í London
en vegna ferðabanns frá Danmörku
til Englands kemur það væntanlega
ekki til greina, en Ísland leikur við
Danmörku í Kaupmannahöfn þrem-
ur dögum fyrr.
Sky greindi frá því í gær að enska
liðið gæti þurft að gefa leikinn, tak-
ist ekki að finna lausn, og yrði ís-
lenska liðinu þá væntanlega dæmd-
ur 3:0-sigur. Það verður hins vegar
að teljast ólíkleg niðurstaða. Sömu-
leiðis er ólíklegt að ensk stjórnvöld
veiti íslenska liðinu undanþágu til
að ferðast frá Danmörku til Eng-
lands.
Þá er í stöðunni að færa leikinn.
BBC greindi frá því að Albanía hefði
boðið völl til afnota og enska knatt-
spyrnusambandið væri að skoða
þann möguleika. Þá kemur einnig
til greina að spila leikinn í Grikk-
landi, en niðurstaða er væntanleg á
næstu dögum. johanningi@mbl.is
Fjórir möguleikar í stöðunni
hjá Íslandi og Englandi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landsleikur Ísland og England eiga að mætast á miðvikudag eftir viku.
Katar
Deildabikarinn, B-riðill:
Al-Arabi – Al-Kharitiyath ..................... 2:1
Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Al-
Arabi þar sem hann er staddur í verkefni
með íslenska karlalandsliðinu. Heimir
Hallgrímsson þjálfar liðið.
Al-Gharafa 13 stig, Al-Arabi 11, Al-Ra-
yyan 7, Al-Kharitiyath 6, Umm-Salal 5, Al-
Ahli Doha 1.
KNATTSPYRNA
Pólland
Kielce – Tarnów .................................. 37:26
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt
mark fyrir Kielce, Haukur Þrastarson er
meiddur.
HANDBOLTI