Morgunblaðið - 10.11.2020, Side 28

Morgunblaðið - 10.11.2020, Side 28
VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tölvuleikurinn Assassin’s Creed: Valhalla kemur út í dag og fer leikarinn Guðmundur Ingi Þor- valdsson með eitt af aðal- hlutverkum hans, hlutverk vík- ingsins Sigurd Styrbjornson. Leikurinn er sá tólfti í Assassin’s Creed-syrpunni og fylgir eftir leik sem kom út fyrir tveimur árum, Assassin’s Creed: Odyssey. Í nýja leiknum segir af innrás víkinga í Bretland árið 873 og sá sem spilar leikinn stýrir Eivor, vík- ingaforingja nokkrum sem einnig getur ver- ið kona, að sögn Guðmundar, en Sigurd er bróðir Eivarar. Leikur- inn er bannaður leikmönnum und- ir 18 ára aldri og verður hægt að spila hann í PC-tölvum, PlaySta- tion 4 og 5, Xbox One, Xbox Ser- ies X og S og Stadia. Gríðarleg vinna býr að baki leiknum sem Ubisoft, eitt helsta tölvuleikjafyrirtæki heims, fram- leiðir og komu 15 smærri fyrir- tæki að framleiðslunni. Af frétta- flutningi að dæma undanfarna mánuði er leikurinn að öllum lík- indum sá dýrasti í framleiðslu hjá Ubisoft til þessa og þó svo hann komi út í dag hafa þegar birst um- sagnir um hann og á vefnum Metacritic, þar sem tekin er sam- an gagnrýni ólíkra miðla, er hann með meðaleinkunnina 81 af 100 mögulegum. Það hlýtur að teljast harla gott. Taldi sig vera í prufu fyrir lélega víkingamynd „Þetta er stærsta hlutverkið fyrir utan þá persónu sem þú spil- ar,“ segir Guðmundur um víking- inn Sigurd. Hann segir umboðs- mann sinn í London hafa landað honum í prufu fyrir hlutverkið. „Þetta var allt svo mikið leyndarmál, við skildum ekkert þessa prufu. Þetta leit út fyrir að vera léleg kanadísk víkingamynd með teiknuðum atriðum og gekk undir dulnefni, þetta hét eitthvað allt annað af því þetta er svo rosa- lega mikið leyndarmál,“ segir Guð- mundur. „Ég fór bara í þessa prufu, heyrði svo ekkert meira af þessu og mér var eiginlega alveg sama af því ég hélt þetta væri eitthvað glatað. Svo segir umboðs- maðurinn að menn séu spenntir fyrir því að fá mig í verkefnið og þá fór ég til London og hitti alla þessa gaura sem hafa verið að leikstýra þessu og Darby McDe- vitt sem býr til þessa leiki í raun- inni, á þessar sögur allar og er al- veg ótrúlega klár því þetta er eins og að semja tuttugu bíómyndir í einu. Hann skrifar þetta allt sam- an og á þetta allt, meira og minna, allt frá því fyrsti leikurinn kom út sem var um krossferðirnar,“ segir Guðmundur. Hann fór í aðra prufu í London og í kjölfarið var hann beðinn um að leika á móti Dananum Magnus Bruun sem leikur karlkyns útgáfu Eivarar en kvenkyns útgáfuna leikur danska leikkonan Cecilie Stenspil. Guðmundur segir þá Bruun strax hafa smollið saman. „Við vissum strax að við myndum fá þetta,“ segir Guðmundur um samleik þeirra Bruun. – Þetta hlýtur að vera allt öðru- vísi en að leika í bíómynd eða á leiksviði. Geturðu sagt mér hvað þú þurftir að gera? „Þetta er í raun svolítið eins og að leika á sviði. Þú ferð í þröngan, svartan búning með skærlitum lín- um og svo eru eins og pínulitlir tennisboltar um allan búninginn sem um 160 myndavélar í stúd- íóinu nema, taka upp hreyfing- arnar frá þessum ljósnæmu punkt- um. Síðan fær maður hjálm með fjórum myndavélum,“ útskýrir Guðmundur en þessi tækni er köll- uð „motion capture“ á ensku. Guðmundur segir það sem á eft- ir kom ekki svo ólíkt því að vinna á leiksviði þegar byrjað sé að æfa leiksýningar. „Þetta er eins og risastór leikfimisalur og þar er bú- in til leikmynd úr dýnum, kössum og alls konar dóti svo þú stígir ekki í gegnum tré eða gangir ofan í tjörn. Þessir hlutir eru merktir inn í rýmið.“ Gamaldags Shakespeare Guðmundur segir að þar sem þetta sé tölvuleikur vilji leikstjór- arnir fá „stóran leik“, svolítið eins og í gamaldags Shakespeare-upp- færslu. „Þú þarft að gefa í, tala hátt og vera með skýrar hreyfing- ar og ég keypti mér bara Playstat- ion 4 með syni mínum og fór að spila Assasin’s Creed: Black Flag til að skilja hvað ég væri að gera. Það varð augljóst þegar ég fór að spila þetta, þá sá ég hvernig leik- stíl þurfti til,“ útskýrir hann. Tökurnar fóru fram í Montréal í Kanada og segir Guðmundur að áhugavert hafi verið fyrir hann að kynnast hinum ógnarstóra heimi tölvuleikjabransans. „Montréal er ein af höfuborgum tölvuleikjaiðn- aðarins í heiminum og þar er fullt af leikurum í fullri vinnu við að leika og vera áhættuleikarar í tölvuleikjum. Það er bara sér- stakt fag þannig að mjög oft lék- um við fram að bardaga og þá komu áhættuleikarar inn og skiptu við okkur og kláruðu dæm- ið. Það var bara ótrúlegt að sjá, þeir eru svo góðir í þessu að mað- ur á ekki breik,“ segir Guð- mundur og hlær að minningunni. Sturluð eftirvænting Mikil eftirvænting virðist vera fyrir leiknum og bendir Guðmundur á að horft hafi verið á fyrstu stikluna fyrir leikinn um hundrað milljón sinnum á You- Tube. Tölvuleikjaunnendur bíða líka margir hverjir eftir nýju Playstation-tölvunni og segir Guðmundur að leikurinn verði meðal þeirra fyrstu sem hægt verði að spila í henni. „Það er rosaleg eftirvænting eftir þessum leik, hún er alveg sturluð,“ segir hann. Guðmundur er spurður að því hversu umfangsmikil framleiðsla leiksins hafi verið, hvort hann viti til dæmis hversu mikill fram- leiðslukostnaðurinn hafi verið og segist hann ekki vera með slíkar tölur á hreinu. „Ég veit ekki ná- kvæmlega hvað þetta kostar en þeir sögðu okkur að sex til átta þúsund manns væru búin að vera að vinna í þessu,“ segir Guð- mundur. „Þetta er alveg sturlað,“ segir hann um umfangið og nefnir sem dæmi að rússneskt fyrirtæki, tengt Ubisoft, sérhæfi sig í því að búa til dýr í leiki fyrirtækisins. „Sumir eru að gera refi, sumir eru að búa til húsdýr, það eru alls konar teymi af forriturum,“ nefn- ir Guðmundur. Óljóst framhald Guðmundur er spurður að því hvort hann eigi von á að vera boðin fleiri hlutverk í tölvu- leikjum og segir hann erfitt um slíkt að spá. Hann og umboðs- maðurinn hans hafi í raun ekki hugmynd um hvert framhaldið verði. „En þetta var stórkostlega skemmtilegt ferðalag,“ segir hann um þessa reynslu sína en hann var við tökur í Kanada eina viku í mánuði um sjö mánaða skeið, fram að farsótt. Hvað sem verður geta Íslendingar nú kynnst Sig- urd Styrbjornsyni, farið í víking með honum og bróður hans, gyrt sig í brók, bitið í skjaldarrendur og höggvið menn í herðar niður. „Stórkostlega skemmtilegt ferðalag“  Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikur eina af aðalpersónum tölvuleiksins Assassin’s Creed: Valhalla sem er ein umfangsmesta framleiðsla tölvuleikjaframleiðandans Ubisoft til þessa Tilkomumikið Hönnuðir og teiknarar tölvuleikja á borð við Asassin’s Creed: Valhalla þurfa að kunna vel til verka og teikna og hanna alls konar persónur, dýr, hluti og bakgrunna og þá meðal annars landslag. Hér má sjá stillu úr kynningarmyndbandi fyrir leikinn sem finna má á YouTube og víðar. Víkingur Svona lítur persóna Guðmundar, Sigurd, út í leiknum. Í vígamóð Svona lítur hylki leiksins út fyrir Playstation 4. Guðmundur Ingi Þorvaldsson 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.