Morgunblaðið - 10.11.2020, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN
Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
Hrekkjavökuvika
í Sambíóunum
Sjáðu nokkrar að frægustu Hrollvekjum allra tíma
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þótt sýningarsalir séu víðast hvar lokaðir
þessa dagana þá eru nokkrar sýningar opnar,
að viðhöfðum tilskildum sóttvarnareglum. Ein
þeirra er hin athyglisverða sýning Helga Más
Kristinssonar í Listamönnum galleríi á Skúla-
götu 32. Og heitið er við hæfi á þessum tímum:
„Afsakið óþægindin“.
Verk Helga Más hafa sést víða á undan-
förnum árum, bæði abstrakt málverk hans og
skúlptúrar sem einkennast af leikgleði og vís-
unum í íþróttir og leiki. Þá hefur hann komið
að hönnun sviðsmynda og sett upp sýningar
með verkum annarra listamanna. Á þessari
sýningu eru abstakt málverk áberandi, verk
með sterkum litum og línum sem dansa yfir
hornrétt og hárnákvæm geómetrísk form. En
þar er líka röð abstrakt verka á pappír, sem
eru síður úr teiknimyndasögum, og tveir
skúlptúrar.
Þegar Helgi Már hittir blaðamann í
sýningarsalnum og er spurður hvort verkin
endurspegli tímann í veirufaraldrinum segir
hann málverkin ekki vera nein Covid-verk. En
skúlptúrinn sem heiti sýningarinnar er sótt í
tengist þó ástandinu.
– Þessi málverk eru í framhaldi af verk-
unum sem þú hefur verið að gera en þó eru
talsverðar breytingar, hvað varðar liti og
form.
„Ég held það sé bara rökrétt þróun. Það er
eins konar hægeldun að vera málari,“ segir
Helgi. „Í verkunum hér færist ég yfir í úr-
vinnslu á vissu litajafnvægi. Áður var áherslan
meira á það hvernig formin togast á.“
Spenna og togstreita
– Allra síðustu ár hefurðu samt ekki sýnt
málverk heldur hefur unnið út frá dansi, til að
mynda, og hefur komið að sviðsmyndagerð.
Hentar þér vel að fara á milli ólíkra verkefna?
„Mér finnst þetta allt hjálpa hvert öðru – og
mér að staðna ekki. Mér finnst gott að fá að
spreyta mig í leikhúsinu, þar sem eru allt aðrir
skalar, allt önnur fúnksjón.
Í leikhúsinu hef ég mest unnið kringum
dans og mér finnst það tengjast málverkunum
hér, það má líta á dans línunnar sem það sama
og hreyfingar dansarans, bara í öðru formi.
Í mínum verkum er frekar hreyfing en tón-
listin sem oft má sjá í verkum abstraktmálara.
Samt er þetta algjörlega ósjálfráð teikning í
grunninn,“ segir Helgi og fylgir með fingr-
inum einni dansandi línunni á yfirborði mál-
verks á sýningunni. „Grunnurinn að þessum
málverkum eru dúllur, litlar skissur sem ég
vinn áfram.“
– Skúlptúrinn litli sem er titilverk sýning-
arinnar, „Afsakið óþægindin“, kallast á við
málverkin, í lit og bókstaflega formrænni
spennu.
„Já. Ég hef lengi duflað við ready-made
skúlptúra eins og þennan samhliða málverk-
inu. Og hef til dæmis unnið með fyrirbæri úr
íþróttum. Ég æfði einu sinni tennis og hér er
tennisbolti kominn í þvingu; í því samspili má
sjá ástand sem er vissulega líka í málverk-
unum. Það er þessi spenna og togstreita – hér
er tennisbolti í þvingu sem hvílir laus á einum
nagla, en í fullkomnu jafnvægi. Slík spenna
birtist líka í málverkunum, spenna milli flata,
forgrunns og bakgrunns …“
– Svo eru sömu litir í skúlptúr og málverki.
„Já, þeir eru gegnumgangandi hér á þessari
sýningu, og hafa verið í verkum mínum áður.
Einn kunningi minn sem kom hér inn að skoða
kallaði bæði málverkin og skúlptúr „tilfinn-
ingahleðslur“ og það á ágætlega við verkin hér
og nú í þessu furðulega Covid-ástandi.“
Annan skúlptúr sem er á sýningunni nefnir
Helgi „Feðgar á ferð“. Þar standa tvennir
íþróttaskór á spegli, aðrir fyrir fullorðinn
mann í stærð 47 og hinir fyrir barn, helmingi
minni í stærð 23 og hálft. Helgi segir þetta
vera mynd af sér og syni sínum sem nú sé
kominn yfir tvítugt. „Þetta er viss nostalgía,“
segir hann og bætir við að slíkt hafi áður sést í
skúlptúrum hans, til að mynda þeim sem hann
hafi gert úr BMX-reiðhjólum og vísi til
bernskunnar.
Eftirsóknarverð endastök
– En talandi um endurlit til bernsku- og
unglingsára, þá hefurðu líka unnið raðir ab-
strakt málverka á síður úr teikninmynda-
sögubókum. Ein slík myndaröð er hér á sýn-
ingunni.
„Ég hef notað í þetta síður úr bókum sem ég
las á sínum tíma, eins og Tinnabókunum. Ég
safna slíkum bókum og geri úr þeim verk. Það
byrjaði fyrir um sex árum þegar mikil umræða
var um það hvort ætti að fara að ritskoða
Tinna í Kongó. Ég greip það á lofti og fór að
gera eins konar ósjálfráð málverk, þar sem ég
skapa jafnvægi með litnum í abstrakt verkum.
Erlendis hef ég leitað uppi gamlar teikni-
myndasögur á mörkuðum, til dæmis í Berlín,
bækur sem bókasöfn hafa afskrifað, en papp-
írinn í þessum eldri bókum hefur efniskennd
sem heillar mig. Mér finnst þetta líka vera
ákveðið framhaldslíf fyrir bókina.“
– Hvaða saga er undir þessum sex abstrakt
málverkum hér á veggnum?
„Þetta er saga um Gorm [eftir Franquin].
Ég hef gert tvær seríur upp úr teiknimynda-
sögum um Gorm og þar heillar mig tölusetn-
ingin á blaðsíðunum, miðjusettar tölur með
hring utan um. Aðdáendur sagnanna um Gorm
þekkja tölusetninguna þótt ég hafi málað yfir
myndrammana.“
– Í verkunum þínum er alltaf markviss úr-
vinnsla úr hugmyndum og ekki allt sem sýnist,
hvort sem það er dans línunnar um strigann
eða litalögin í römmum teiknimyndasagnanna.
„Ég er mjög hrifinn af slíkri lagskiptingu,
spennu og togstreitu. Ég hef til dæmis unnið
með það í skúlptúrunum sem ég læt svífa og
þessi togstreita er líka í málverkunum en birt-
ist þar í leit að kyrrð. Sem er nokkuð sem ég
er líka að fást við í sjálfum mér og það mynd-
gerist með þessum hætti.
Ég á oft í miklu stríði við strigann en allt í
einu gengur verkið upp og það færist yfir það
kyrrð. Maður kemst á eftirsóknarverða enda-
stöð og það er góð tilfinning,“ segir Helgi Már.
„Á oft í miklu stríði við strigann“
„Afsakið óþægindin“ er heiti sýningar Helga Más Kristinssonar í Listamönnum galleríi Sýnir
abstrakt málverk, sum á teiknimyndasögur, og skúlptúra „Eins konar hægeldun að vera málari“
Morgunblaðið/Einar Falur
Listamaðurinn Helgi Már segir að það megi líta á dans línunnar í málverkunum á sýningunni
eins og hreyfingar dansara á sviði en hann hefur áður unnið verk út frá dansi og sviðsmyndir.
Í þvingu Skúlptúrinn sem sýningin í Lista-
mönnum heitir eftir, Afsakið óþægindin.