Morgunblaðið - 11.11.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020 30% AFÖLLUMVÖRUM www.lindesign.is SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS KÓÐI í VEFVERSLUN “1111” DAGUR VEFVERSLUNAR Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sala á jólabjór fór óhemju vel af stað hjá Vínbúðunum í liðinni viku. Hún hófst á fimmtudag og fyrstu þrjá dagana seldust alls 182.978 lítrar. Fyrstu þrjá söludagana í fyrra nam salan 98.526 lítrum. Þetta er aukning upp á 85,7%. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá var sala á jólabjór viku fyrr á ferðinni í ár en verið hefur. Ástæðan er kórónuveirufaraldurinn en af hans sökum hefur ekki verið hægt að taka forskot á sæluna á börum eða í Fríhöfninni eins og jafnan. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að- stoðarforstjóri ÁTVR, kveðst að- spurð ekki hafa skýringu á þessari miklu söluaukningu á jólabjór. Trú- legt sé að áðurnefndar skýringar eigi við sem og það að fólk sé meira heima vegna veirunnar. Hún bendir þó á að þessi mikla sala þurfi alls ekki að vera viðbótarneysla. „Sala á hefðbundnum tegundum dregst al- mennt eitthvað saman á meðan jólabjórinn er í sölu. Það er líklega ekki hægt að sjá það í tölum miðað við svo stutt tímabil en það hefur almennt gerst,“ segir Sigrún. Eins og Morgunblaðið fjallaði um í liðinni viku er mikil gróska á markaðinum; sextíu tegundir af ís- lenskum jólabjór og 88 tegundir alls. Framboðið hefur aldrei verið meira en í ár. Það breytir því þó ekki að ein bjórtegund ber höfuð og herðar yfir aðrar í vinsældum. Yfir 56% seldra lítra eru Tuborg Jule- bryg og hefur það hlutfall aukist frá því í fyrra. Sala á jólabjór jókst um 86% Sala jólabjórs fyrstu þrjá söludagana 10 mest seldu tegundir jólabjórs í Vínbúðunum 5.-7. nóvember 2020 Heimild: Vínbúðin Heiti Sala, lítrar Hlutdeild Tuborg Julebryg 102.637 56,1% Viking Jólabjór 12.663 6,9% Thule Jólabjór 8.107 4,4% Jólagull 7.329 4,0% Jóla Kaldi 7.101 3,9% Föroya Bjór Jólabryggj 4.791 2,2% Hvít Jól Mandarínu White Ale 4.046 2,2% Egils Malt Jólabjór 3.814 2,1% Askasleikir nr. 45 Amber Ale 2.174 1,2% Víking Jólabóndi IPA 2.115 1,2% 183 þúsund lítrar seldust alls af jólabjór sem er 86% aukning frá í fyrra  Salan hófst fyrr nú en áður  Tuborg langvinsælastur „Blóðgjafar hafa svarað kalli og hér hefur verið órofin starfsemi þrátt fyrir að aðstæður séu óvenjulegar,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans. Mikilvægt hefur þótt á tímum kórónuveirunnar að nægar blóðbirgðir séu tiltækar eins og tekist hefur að tryggja. Tryggir blóðgjafar hafa mætt, til að mynda Ólöf Bóasdóttir sem var á bekknum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom við og gaf blóð í fjórða sinn. Tekist hefur að halda uppi samstarfi Landspítalans við blóðlækningadeild Landspítalans um stofnfrumu- meðferðir. Jafnframt er nægt framboð á blóðflögum til stórra aðgerða og krabbameinslækninga. „Blóðgjafar hafa verið viljugir að mæta, bæði á Snorrabraut í Reykjavík og á Sjúkrahúsið á Akureyri og ýtrustu smitvarna er gætt. Ferðir Blóðbankabílsins liggja hins vegar niðri,“ segir Sveinn. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tryggir blóðgjafar mæta áfram Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði ánægjulegt að þrátt fyrir auk- inn fjölda sýna hefðu ekki greinst nema 11 smitaðir af kórónuveirunni í fyrradag. Hann vonar að þróunin haldi áfram í sömu átt. Þórólfur sagði að áhrif hertra sótt- varnaaðgerða færu að skila sér í þessari viku. Sem kunnugt er tóku tíu manna samkomubann og frekari takmarkanir gildi fyrir ellefu dögum. Hann sagði fréttir af bóluefna- framleiðslu Pfizer og BioNTech ánægjulegar og vita á gott, væntan- lega yrði hægt að ljúka faraldrinum með tilkomu rétta bóluefnisins. Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að samningum við tvö lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við kórónuveir- unni, Sanofi og Janssen. Ísland hefur þegar gert samning við AstraZeneca um bóluefni. Ísland fær aðild að bóluefnasamningum Evrópusam- bandsins (ESB) í gegnum Svíþjóð. ESB er komið langt í samningavið- ræðum við Pfizer og BioNTech um kaup á bóluefni. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðargreiningar, segir að vitað hafi verið um nokkra hríð að bóluefnið sem sagt er gefa góða raun í baráttunni við nýju kórónuveiruna væri á leiðinni. Flest bendi til þess að bóluefnið sé gott. Hann telur að líf hér á landi gæti orðið eðlilegt upp úr miðju næsta ári. Valkvæðar skurðaðgerðir og aðr- ar ífarandi aðgerðir á sjúkrahúsum eru aftur leyfðar. Frestun þeirra tók gildi 26. október eftir að Landspítali var færður á neyðarstig. Vonir bundnar við bóluefni  Hertar aðgerðir eru að skila árangri Kórónu- veirusmit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands 9. nóvember: 129,0 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 569 eru með virkt smit og í einangrun 1.076 einstaklingar eru í sóttkví 70 eru á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu Nýgengi, landamæri: 13,9 11 ný inn an lands smit greindust 9. nóvember 24 einstaklingar eru látnir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Síðustu ár hafa erfðabreyttir sebra- fiskar verið notaðir hérlendis af fyrirtækinu 3Z til rannsókna á sjúk- dómum í fólki. Miðtaugakerfi sebra- fiska er hliðstætt því sem er í mönn- um og hafa rannsóknir beinst að sjúkdómum sem leggjast á mið- taugakerfið, að sögn Karls Ægis Karlssonar, framkvæmdastjóra 3Z og prófessors við Háskólann í Reykjavík. Með leyfi til 2036 Hann nefnir í því sambandi MND, flogaveiki, parkinson, svefntruflanir og ADHD. Síðustu misseri hefur áhersla verið á leit að lyfjum, þróun og prófanir, en einnig á grunnrann- sóknir. Fyrirtækið vinnur nú að einkaleyfisumsókn á lyfjum sem fundist hafa við lyfjaskimanir á síð- ustu árum. Sebrafiskar þykja henta vel til rannsókna á hlutverki og starfsemi gena og hafa m.a. verið notaðir til að líkja eftir sjúkdómum manna. Karl segir að fyrirtækið bæði erfðabreyti og flytji inn erfðabreytta sebrafiska með tiltekna erfðagalla. Hverju sinni hýsi fyrirtækið þúsund- ir fiska og eru rannsóknir fram- kvæmdar á hluta þeirra. Nýlega veitti Umhverfisstofnun 3Z leyfi fyr- ir afmarkaðri notkun erfðabreyttra sebrafiska og gildir það til 2036. Líkt eftir breytileikanum „Kjarnastarfsemin hjá okkur beinist að sjúkdómum sem herja á miðtaugakerfið í mönnum,“ segir Karl þegar hann lýsir starfseminni í stuttu máli. „Ef erfðafræðin á bak við sjúkdóminn er þekkt þá reynum við að líkja eftir þeim breytileika og endurskapa í sebrafiski. Ef vel tekst til er hægt að fram- kalla sama sjúkdómsástand í til- raunadýrinu, því næst er þess freist- að að búa til atferlismælingar með tölvusjón til að greina á milli stökk- breyttra og heilbrigðra (villigerðar) fiska. Þá erum við komin með mæli- tæki til að hefja leit að lyfjum við sjúkdómnum eða að við getum snúið okkur að miðtaugakerfinu og reynt að skilja í hverju munurinn felst ná- kvæmlega.“ Sebrafiskar fræða um sjúkdóma  Fyrirtækið 3Z rannsakar sjúkdóma sem leggjast á miðtaugakerfið í fólki  Fiskarnir henta vel til slíkra rannsókna  Unnið að einkaleyfisumsókn á lyfjum Ljósmynd/Wikipedia Sebrafiskur Litfagur fiskur sem kemur að góðum notum í vísindastarfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gær að hún hefði nú til rannsóknar umfangsmikið mál sem snýr að meintum fjár- svikum og peningafölsun. Sagði í tilkynningu lögreglunnar að sjö er- lendir ríkisborgarar hefðu verið handteknir í síðustu viku vegna málsins og færðir til yfirheyrslu, en talið er að um skipulega brota- starfsemi sé að ræða. Þá hafi nokkrir til viðbótar verið yfirheyrðir í tengslum við málið, auk þess sem lögreglan hefur ráðist í tvær húsleitir í þágu rannsókn- arinnar. Í tilkynningunni segir að grunur leiki á að hópurinn hafi framvísað fölsuðum peningaseðlum í allmörg skipti og einnig svikið út peninga með því að komast yfir greiðslukort og PIN-númer hjá viðskiptavinum öldurhúsa. Lögreglan hvetur því fólk til að gæta að sér þegar PIN- númer eru slegin inn og eins að upplýsingar um þau séu ekki geymdar með greiðslukortum. Þá þurfi starfsfólk við afgreiðslukassa sömuleiðis að vera á varðbergi vegna falsaðra peningaseðla. Sjö handteknir vegna fjársvikamáls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.