Morgunblaðið - 11.11.2020, Page 10

Morgunblaðið - 11.11.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Single? That's a funny way to say happy with nine cats! Skráðu inn kóðann „Single“ og fáðu 20% afslátt í vefversluninni okkar af öllummeðferðumhjá okkur. Tilboð í dag GJAFABRÉF Gerðu vel við góðan vin,mömmu, bróðir eða þig sjálfanmeðgjöf semgefur bætta heilsu húðar! Sá íbúi á hjúkrunarheimili sem hefur það miklar tekjur að hann greiðir tæpar 71 þúsund krónur til ríkisins fyrir dvölina, en það er meðaltal kostnaðarhlutdeildar þeirra íbúa sem á annað borð greiða, heldur eftir um 105 þúsund krónum þegar búið er að draga frá dvalarkostnað og skatta. Þá niðurstöðu úr tilbúnu dæmi sýnir reiknivél Trygginga- stofnunar. Í blaðinu í gær sýndu sömu út- reikningar mun lægri ráðstöfunar- tekjur, eða 51 þúsund á mánuði. Sú ranga útkoma stafaði af því að skatt- kortið var skráð á greiðslur frá Tryggingastofnun og nýttist ekki við greiðslur úr lífeyrissjóði. Hins vegar falla niður bætur frá TR þegar líf- eyrisþegi flytur á dvalar- eða hjúkr- unarheimili. Þá tekur við greiðsla kostnaðarhluta eftir tekjum viðkom- andi og þeir sem lægstu tekjurnar hafa fá dagpeninga frá Trygginga- stofnun. helgi@mbl.is Ráðstöfunartekjur íbúa á hjúkrunar- heimili Tilbúið dæmi um meðalgreiðanda Þús. kr. Á mánuði Á ári Tekjur úr lífeyrissjóði 157 1.888 Fjármagnstekjur 25 300 Tekjur samtals 182 2.188 Afdregin staðgreiðsla -6 -72 Kostnaðarþátttaka íbúa á hjúkrunarheimili -71 -851 Ráðstöfunartekjur 105 1.265 Heimild: Reiknivél TR Heimilismaður held- ur eftir 105 þúsund  Hægt að sjá afganginn í reiknivél TR Endurnýjun og viðhald girðinga á milli varnarhólfa er á forræði at- vinnuvegaráðuneytisins. Það út- hlutar fjármagni til málaflokksins sem Matvælastofnun forgangsraðar eftir ástandi girðinga, sjúkdóma- stöðu hólfa og mikilvægi varnarlína. Varnir á milli hólfa þar sem riða er annars vegar en hreint hólf hins- vegar eru í forgangi, einnig hrein hólf þar sem líflambasala er heimiluð um allt land. Þær 45 milljónir sem veittar hafa verið í verkefnið á ári, síðustu tvö ár, duga skammt og raunar hefur við- haldið lengi verið vanfjármagnað. Er nú svo komið, að sögn Sigrúnar, að engin manngerð varnarlína er fjár- held alla leið. Guðfinna Harpa Árnadóttir, for- maður Landssamtaka sauðfjár- bænda, segir að samtökin hafi gagn- rýnt að ekki hafi verið varið nægu fjármagni til að viðhalda varnar- línum. Lélegar girðingar valdi því að meiri hætta sé á að fé fari á milli hólfa þar sem sjúkdómastaða er ólík. Spurð hvort rekja megi smit milli hólfa til lélegra girðinga segir Sigrún að það sé ekki þekkt, að minnsta kosti ekki nýlega. Svokölluðum línu- brjótum, kindum og geitum, sem fara á milli hólfa, er slátrað og eiga því ekki afturkvæmt til fyrra varnar- hólfs. Þarf að meta kostnaðinn Sigrún segir að Matvælastofnun hafi óskað eftir endurskoðun á mála- flokknum í heild, svo sem viðhaldi varnarlína, aðgerðum gegn riðu og forvörnum. Til dæmis þurfi að meta hvað kosti að endurnýja girðingar og síðan hvað kosti að halda þeim við. Nú séu allir sammála um að endur- skoða stefnuna í heild, þar á meðal landbúnaðarráðherra en hann hefur lýst því yfir að hann muni beita sér fyrir slíkri endurskoðun. Guðfinna Harpa segir nauðsynlegt að vera alltaf á tánum og sjá til þess að aðgerðir skili árangri. Til að mynda sé nauðsynlegt að endurskoða reglugerð um riðubætur þannig að hún taki mið af gildandi sauðfjár- samningi. Engin girðing milli hólfa fjárheld alla leið  Stefnan í vörnum gegn riðu verður endurskoðuð í heild Morgunblaðið/Eggert Við sjóinn Riða er ólæknandi sjúkdómur sem erfitt er að eiga við. Mikill árangur hefur þó náðst í baráttunni við þennan vágest í sauðfjárræktinni. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki hefur fengist nægt fjármagn í mörg ár til að endurnýja og halda við girðingum á milli sauðfjárveiki- varnarhólfa. Staðan er nú þannig að engin sauðfjárveikivarnargirðing er fjárheld alla leið. Ákveðið hefur verið að ráðast í endurskoðun á mála- flokknum í heild. Barist hefur verið gegn útbreiðslu riðu með margvíslegum hætti á síð- ustu áratugum. Skipting landsins í varnarhólf og bann við flutningi fjár á milli þeirra er liður í því. Þegar riða er staðfest er öllu fé á viðkomandi búi fargað. Sigrún Bjarnadóttir, dýra- læknir sauðfjár- og nautgripa- sjúkdóma hjá Matvælastofnun, telur að aðgerðir síðustu áratuga hafi skil- að góðum árangri. Við séum nú í hal- anum á þessum faraldri. Þess vegna hafi það verið áfall að riða kom upp í Tröllaskagahólfi. Það breyti stöðunni mikið. Nú eru sex af 25 varnarhólfum landsins talin sýkt af riðu og eitt til viðbótar að hluta. Í þeim eru ýmsar takmarkanir fyrirskipaðar, svo sem vegna flutnings fjár á milli bæja. Eftirlit verður aukið Flest riðutilfelli síðustu árin hafa verið í nágrenni Varmahlíðar í Skagafirði sem telst til Húna- og Skagahólfs, það nýjasta í upphafi ársins. Héraðsvötn eru varnarlínan á milli bæjanna þar og Stóru-Akra þar sem riðan greindist fyrst austan vatna. Staðfest hefur verið riða á fjórum bæjum þeim megin Héraðs- vatna og er verið að rannsaka sýni frá fleiri bæjum. Sigrún reiknar með að eftirlit verði aukið verulega í Tröllaskagahólfi á næstu árum og sýni verði tekin ár- lega. „Við höldum áfram samkvæmt því plani sem við höfum verið að vinna eftir því það hefur verið að skila árangri,“ segir Sigrún. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Móttökurnar hér heima hafa auðvit- að verið ævintýralegar og salan er- lendis fer vel af stað, sérstaklega mið- að við aðstæður,“ segir Óli Rúnar Jónsson, útflutningsstjóri Ölgerð- arinnar. Íslenski kollagendrykkurinn Col- lab hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom á markað snemma árs í fyrra. Nú er svo komið að vinsældir hans hér hafa vakið athygli erlendis og verið er að þreifa fyrir sér með markaðssetningu í nokkrum löndum. Athygli vekur að Færeyingar hafa tekið Collab opnum örmum. „Vinir okkar hjá Föroya bjór höfðu samband um mitt ár og höfðu þá orð- ið varir við uppgang vörunnar hér heima. Þeir voru fljótir að bregðast við og fóru fyrstu dósirnar á markað í Færeyjum seinnipart sumars. Við er- um mjög ánægð með þær móttökur sem frændur okkar í Færeyjum hafa veitt Collab og alltaf mikil ánægja að eiga við þá viðskipti. Við höfum á þessum stutta tíma sent til þeirra um það bil eina dós á hvern Færeying og það er vöxtur í sölunni úti sem lofar góðu,“ segir Óli Rúnar en íbúafjöldi Færeyja nam 52.656 í júlí í sumar. Útflutningsstjórinn segir að tals- verður áhugi sé á Collab erlendis og spennandi tækifæri liggi víða. „Kolla- gen er sífellt eftirsóttara prótein og þá sérstaklega fyrsta flokks kollagen á borð við það sem Feel Iceland er að vinna úr fiski og má finna í Collab,“ segir Óli Rúnar en Collab hefur einn- ig verið í sölu í Finnlandi frá því í vor. „Ástandið hefur aðeins verið að flækj- ast fyrir okkur en nú er tilraunasala að hefjast í Svíþjóð, seinna en áætlað var vegna veirunnar. Þá höfum við þurft að fresta upphafi sölu á Bret- landseyjum en vonumst til að það komist aftur á dagskrá um leið og veiran fer að láta undan.“ Bjarni Bogason, sölu- og markaðs- stjóri hjá Föroya bjór, segir að helsta ástæða þess að fyrirtækið vildi fá Col- lab í sölu þar í landi sé að drykkurinn sé öðruvísi en hefðbundnir orku- drykkir. Kollagenið, sykurleysi og áhersla á íþróttir og heilnæmi höfði greinilega vel til Færeyinga. „Mark- aðurinn hefur tekið vel í þetta,“ segir Bjarni og nefnir auk þess að fólk lýsi ánægju með að bragðið af Collab sé gott en ekki of afgerandi. Ein Collab-dós á hvern Færeying  Frændur okkar falla fyrir orkudrykk Ánægður Hinn kunni brimbretta- kappi Andras Brixen er einn þeirra Færeyinga sem hrifist hafa af íslenska Collab-inu. Myndin er tekin í Tjørnuvík. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.