Morgunblaðið - 11.11.2020, Page 14

Morgunblaðið - 11.11.2020, Page 14
AFP Stormasamt Krítarbúi mokar grjóti frá bíl sínum í gær, eftir storm og úrhellisúrkomu á grísku eyjunni um helgina. Aldrei hafa eins margir fellibyljir fengið nafn á stormaslóðum Atlants- hafsins og það sem af er nýafstaðinni fellibyljatíð. Frá þessu skýrir Felli- byljamiðstöð Bandaríkjanna (USNHC). Nýjasti stormurinn heitir Þeta og er frá heittempraða beltinu. Þeta siglir nú norður á bóginn yfir Norðaustur-Atlantshafinu. Hann er 29. stormurinn í ár og sló þar með metið sem hljóðaði upp á 28 óveður árið 2005. Óveðursfræðingar segja að á Kar- íbahafssvæðinu sé að þróast nýtt óveðurskerfi og því er útlit fyrir að frekari met eigi eftir að sjá dagsins ljós síðar. Veðurfræðingar segja fjölmarga þætti valda og skýra hvað veldur vaxandi fjölda hitabeltisstorma. Sér- lega hættulegum stormum sé gefið nafn til að auka meðvitund almenn- ings um yfirvofandi hættu svo veð- urofsinn komi fólki ekki í opna skjöldu þegar hann ríður yfir. Fellibyljatíðin nær frá 1. júlí ár hvert til 30. nóvember. Í ár hefur hún getið af sér óveður eins og Eta sem skall á Flórída um nýliðna helgi, eftir að hafa valdið mikilli eyðileggingu og manntjóni víða í Mið-Ameríku. Ann- að óveður, Zeta, olli usla í Lousiana- ríki undir lok október og var sá fimmti af nafnstormunum sem gekk þar á land á fellibyljatíðinni ný- afstöðnu. Sem stendur skortir Þeta afl til að flokkast sem fellibylur. Stefnir veð- urkerfið norðaustur í átt að Suður- Evrópu. Veðurfræðingar fylgjast ná- ið með öðru hugsanlegu stormkerfi sem er að feta sig vestur á bóginn í miðju Karíbahafi. Hvers vegna svo tíð óveður? Fjöldi þátta hefur haft áhrif á og lagt sitt af mörkum til að gera felli- byljatíðina svo annasama, að sögn veðurfræðingsins Nikki Berry hjá breska útvarpinu, BBC. Hún segir helstu áhrifavaldana mjög háan hita í yfirborðsvatni sjávar, lítil vinda- hvörf, vaxandi óstöðugleika veðurs yfir Vestur-Afríku og Kyrrahafs- strauminn La Niña. Sjávarborðshiti hafi stöðugt verið 1-2 gráðum á cel- cius yfir meðalhita sumarið út í gegn. Þessi frávik hafi aukist í 2-3°C í sept- ember, ekki síst á Karíbahafi, Mexíkóflóa og undan Afríkuströnd- um þar sem æviskeið margra storma byrjar. Vindahvörf voru einstaklega lítil sumarið út í gegn sem gerir hitabelt- isstormum kleift að sækja í sig aukna orku og viðhalda sér í stað þess að verða tættir í sundur af gagnstæðum vindum í mismunandi vindalögum lofthjúpsins. Aukin og vaxandi úr- koma, þekkt sem Madden-Julian- vindasveiflan, færði sig í austurátt í nágrenni miðbaugs. Þegar hún er yfir Vestur-Afríku veldur hún meiri rigningu og þrumuveðrum sem geta spunnið af sér hitabeltisstorma yfir austanverðu Atlantshafi. Straumurinn La Niña hefur mikil áhrif þegar hans gætir en hann markar breytt hitastig í Kyrrahafinu þar sem kaldari sjór streymir austur á bóginn yfir miðbaugssvæði Kyrra- hafsins. Áhrifa hans gætir víða í veð- urkerfum heimsins og meðal afleið- inga þess er vaxandi fjöldi og meiri styrkur hvirfilbylja á hitabeltissvæði Atlantshafsins, einkum á haustin. agas@mbl.is Metfjöldi fellibylja í ár  Nýtt óveðurskerfi að myndast á Karíbahafi  29 stormar 14 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020 11.11 TILBOÐ Bankastræti 6 | 551 8588Bankastræti 12 | Sími 551 4007 Singles’ day 20% afsláttur af Sign skartgripum 10% afsláttur af öllum öðrum vörum skartgripirogur.is 20% afsláttur af öllum úrum 15% afsláttur af By Lovisa 20% afsláttur af Vera Design í netverslun Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is William Barr dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna hefur veitt saksóknurum ótakmarkaða heimild til að rannsaka meinta óreglu í forseta- kosningunum fyrir viku. Ágreiningur um þá heimild leiddi strax til afsagnar háttsetts emb- ættismanns í dómsmálaráðuneytinu, Richards Pilgers, en það hefði komið í hlut hans að hafa yfirumsjón með slíkum rannsóknum. Rannsóknir sem málið snýst um myndu venjulega vera ákveðnar af einstökum ríkjum. Barr sagði að það væri þó ekki naglföst regla. Donald Trump neitar enn að taka spáðum sigri Joes Bidens í forsetakosningunum og hef- ur að sögn AFP-fréttastofunnar haldið áfram tilefnislausum staðhæfingum um umtalsverð kosningasvik. Framboð Trumps hefur lagt fyr- ir dómstóla að koma í veg fyrir sigur Bidens með því að banna Pennsylvaníuríki að stað- festa og votta sigur hans. Með honum tryggði Biden sér meirihluta kjörmanna í kosningun- um og þar með forsetastarfið. Barr hefur lengi verið samverkamaður Trumps en hann lagði áherslu á í bréfi sínu til saksóknara um allt land að umboðið mætti ekki skoðast sem ráðuneytið réði yfir einhverjum ósviknum upplýsingum um sviksemi í kosning- unum sem Biden hefði unnið. Með heimildinni losaði hann saksóknarana undan fyrri tak- mörkunum við rannsóknir af þessu tagi, á sama tíma og Repúblikanaflokkurinn hefur haldið fram að atkvæðagreiðsla hafi verið ólögleg í nokkrum ríkjum og einnig atkvæðatalning. „Með tilliti til þess að atkvæði hafa verið greidd í þessum kosningum veiti ég ykkur heimild til að fara ofan í saumana á sterkum ásökunum um óreglulega atkvæðagreiðslu og dálkaframsetningu atkvæða við talningu áður en til staðfestingar úrslita í vissum tilfellum í lögsagnarumdæmi þínu kom,“ sagði Barr í bréfi sínu. „Eftirgrennslan og endurskoðun mega eiga sér stað ef fyrir hendi eru augljósar og trúverð- ugar ásakanir um regluleysi sem, ef réttar reynast, gætu hugsanlega haft áhrif á niður- stöðu kosninga í einstöku ríki,“ bætti hann við. Barr tjáði saksóknurunum að sýna fyllstu gætni þegar alvarlegar ásakanir ættu í hlut en hirða ekki um villandi vangaveltur og spurn- ingar eða langsótta hugaróra, slíkt mætti ekki verða grundvöllur rannsókna. Bandarískir fjölmiðlar segja að yfirmaður skrifstofu í dómsmálaráðuneytinu sem fjallar um kosningaglæpi, Richard Pilger, hafi sagt af sér í framhaldi af rannsóknarheimild Barrs ráðuneytisstjóra. Liðu ekki nema örfáar klukkustundir þar á milli. Í tölvupósti til sam- starfsmanna um fyrirmæli Barrs sagðist hann hafa kynnt sér nýju stefnuna og afleiðingu hennar og kvaðst harma að því loknu að hafa ekki átt um annað að velja en segja starfi sínu lausu, að sögn New York Times. Reynir enn að fá úrslitunum hnekkt Rannsóknarheimild sína gaf Barr út á sama tíma og Trump beitir sér fyrir því að fá naum- um sigri Bidens í lykilríkjum eins og Pennsylv- aníu, Nevada, Georgíu og Arizona hnekkt. Hef- ur Trump og framboð hans lagt fram kærur eða hótað málsókn í mörgum ríkjum í því skyni. Vonast forsetinn til að geta fengið úrslitum breytt með endurtalningu og ógildingu at- kvæða. Til þessa hafa þessar tilraunir engan árangur borið og fulltrúar einstakra ríkja eggj- að þá lögeggjan að sanna sitt mál. Trump er sagður hafa lagst á Barr að koma sér til bjarg- ar, jafnvel vikum fyrir kosningar. Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, sagði í fyrradag að forsetinn hefði allan rétt til að fara dómstólaleiðina til að ná sínu fram. Það væri réttur hans að geta skoðað meinta atkvæðaóreiðu. McConnell sagði að dómstólar væru best fallnir til að leysa ágreininginn. Alþjóðleg sveit 28 eftirlitsmanna frá 13 ríkj- um með kosningunum lofaði framkvæmd þeirra í skýrslu sem hún hefur skilað til Sam- taka Ameríkuríkja (OAS). Gefur út altæka rannsóknarheimild  Yfirmaður rannsókna á kosningasvikum segir af sér  Trump hafi allan rétt á að fara dómstólaleiðina  Alþjóðleg sveit 28 eftirlitsmanna frá 13 ríkjum með kosningunum lofaði framkvæmd þeirra AFP Hvíta húsið Slagnum um húsbóndarétt þar er í engu lokið þar sem Donald Trump neitar að við- urkenna ósigur fyrir Joe Biden í kosningunum og freistar þess að fá þeim breytt fyrir dómi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.