Morgunblaðið - 11.11.2020, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 11.11.2020, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020 Haustblíða Stundum er ágætt að rölta við Tjörnina og kíkja á símann sinn. Eggert Líklega er leitun að meira taktleysi í til- löguflutningi í þinginu en finna má í þings- ályktunartillögu 18 þingmanna um bjóða konum frá Evrópu- löndum að ferðast til Ís- lands í fóstureyðingar. Framsögumaður máls- ins er þingmaðurinn Rósa Björk Brynjólfs- dóttir en með henni á þingsályktun- inni eru allir þingmenn Samfylking- arinnar, Viðreisnar og Pírata. Flóttamaður raunveruleikans Rósa Björk Brynjólfsdóttir gat val- ið sér eitt forgangsmál til að leggja fram í þinginu sem þingmaður utan flokka og er framlag hennar líklega mesta vindhögg sem þjóðin hefur orð- ið vitni að á þessum fordæmalausu tímum. Í þeirri ógnarstöðu sem þjóð- in, heimilin, atvinnulífið og heilbrigð- iskerfið er í mætti ætla að forgangs- mál þingmannsins stæði til að leggja heimilum lið og atvinnulausu fólki, en annað kom á daginn. Þingmaðurinn Rósa Björk ákvað að leita út fyrir landsteinana að verkefni til að styðja. Í hópi flutningsmanna tillögunnar eru m.a. formenn tveggja stjórnmála- flokka, Samfylkingar og Viðreisnar sem eru greinilega í hópi flóttamanna frá þeim raunveruleika sem blasir við á Íslandi. 150 þúsund fóstureyðingar Og hvert var smálið sem þingmað- urinn vildi setja í forgang umfram öll önnur? Nefnilega að íslenska heil- brigðiskerfið kæmi til móts við konur í Póllandi sem fá ekki fóstureyðingu í heimalandinu. Í Póllandi gilda strang- ar reglur kaþólsks samfélags um fóst- ureyðingar og vill Rósa beita íslenska heilbrigðiskerfinu í pólitísku ágrein- ingsmáli í Póllandi og í raun víðar eins og frem kemur í tillögunni. Renada Kim, blaðakona Newsweek í Póllandi, sagði frá því í þættinum Heims- kviðum á Ríkisútvarpinu að allt að 150 þúsund ólöglegar fóstureyðingar færu fram í Póllandi á ári hverju og mannrétt- indasamtök sem ekki voru nafngreind segðu fjöldann vera á bilinu 100-200 þúsund. Það er því hætt við að tillagan hefði í för með sér tölu- verða breytingu á kven- lækningadeild Landspít- alans sem hefur framkvæmt um 1.000 fóstureyðingar á ári fram að þessu. Mér er ekki kunnugt um að þeir 18 þingmenn sem hafa þessa framtíð- arsýn fyrir starfsemi Landspítalans hafi rætt hugmyndina við forsvars- menn spítalans. Ég geri ráð fyrir að með því hefðu tillögumenn fengið sýn á raunveruleikans sem íslenskt heil- brigðiskerfi tekst á við. Samfylkingunni finnst ekki nóg að gert „Tillaga til þingsályktunar um að- gengi einstaklinga sem ferðast til Ís- lands að þungunarrofi“ tekur fyrst og fremst mið af konum í Póllandi og Möltu en í þeim löndum búa samtals um 39 milljónir íbúa. Í greinagerði með frumvarpinu kemur einnig fram að vilji standi til að taka á móti fleirum en íbúum þessara landa. Þar segir: „Þó að það væri óskandi að geta tekið á móti fleiri konum eða einstaklingum sem ekki hafa þessi réttindi í heima- landi sínu.“ Hér vakna hugrenninga- tengsl við slagorð Samfylkingarinnar í umræðunni um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við Co- vid, „það er ekki nóg að gert“. Hér hnykkir Samfylkingin á því að það sé ekki nóg að kaffæra heilbrigðiskerfið á Íslandi með 100-200 þúsund konum frá Póllandi og Möltu – þar sé ekki nóg að gert – og því sé það óskandi að geta tekið á móti fleiri konum frá fleiri löndum. Barnaleg hugsun Ljóst er að blikur eru á lofti í mann- réttindamálum víða um heim og jafn- vel í okkar heimshluta. Þannig hefur verið þrengt að mannréttindum og lýðræðislegum gildum m.a. í skjóli sóttvarnaraðgerða. Okkar framlag til baráttu þeirra sem verða fyrir slíkum þrengingum hlýtur að nýtast best þar sem þær eiga sér stað. Það er í besta falli barnaleg hugsun að lausnin sé sú að flytja hingað inn vandamál annarra þjóða, fremur en að leggja þeim lið í heimalöndunum. Flestir fá kjánahroll Á síðasta þingvetri voru samþykkt ný lög um fóstureyðingar á Íslandi sem voru umdeild á þinginu eins og í samfélaginu öllu. Þessi þingsályktun- artillaga fjallar hins vegar ekki um þá löggjöf og allt tal flutningsmannanna 18 í þá veru er til þess fallið að afvega- leiða umræðuna og kasta ryki í augu fólks annarra en þeirra sem sjá í gegnum þessa óraunhæfu tillögu. Þingmaðurinn Rósa Björk fékk leyfi til að mæla fyrir einni forgangstillögu á Alþingi sem þingmaður utan flokka. Í heimsfaraldri vegna Covid-19, hruni á þjóðartekjum, með þúsundir heimila í óvissu og atvinnuleysi allt að 25% þar sem það er mest og heilbrigðiskerfið á neyðaráætlun leggur þingmaðurinn fram þessa þingsályktun ásamt öllum þingmönnum Samfylkingarinnar, Við- reisnar og Pírata. Að ætla sér að sökkva starfsemi Landspítalans í fóst- ureyðingar fyrir þúsundir kvenna frá Póllandi og Möltu og helst fleiri lönd- um svo nóg verði að gert að mati Sam- fylkingarinnar er flótti frá raunveru- leikanum og flestir fá kjánahroll af tilhugsuninni. www.althingi.is/altext/151/s/0257.html Eftir Ásmund Friðriksson »Hér hnykkir Sam- fylkingin á því að það sé ekki nóg að kaf- færa heilbrigðiskerfið á Íslandi með 100-200 þúsund konum frá Pól- landi og Möltu – þar sé ekki nóg að gert – og því sé það óskandi að geta tekið á móti fleiri konum frá fleiri löndum. Ásmundur Friðriksson Höfundur er alþingismaður. Kjánahrollur Ég er nokkuð viss um að margir mótmæla þeirri fullyrðingu að ekkert ríkisfyrirtæki búi við minna aðhald og njóti meiri verndar en Ríkisútvarpið ohf. Vörn- in sem umlykur ríkis- fjölmiðilinn er sterk og gagnrýni er ekki vel séð. Jafnvel þegar bent er á augljós lögbrot fyrir- tækisins situr opinber eftirlitsstofnun með hendur í skauti og reistur er póli- tískur þagnarmúr aðdáenda ríkis- rekstrar á fjölmiðlamarkaði. Það þurfti Ríkisendurskoðanda til að rjúfa múrinn. Í umræðum um störf þingsins, í september 2018, vakti ég athygli á lögbroti Ríkisútvarpsins og sagði meðal annars: „Stundum er leikurinn ójafn að óþörfu. Við höfum séð ríkisfyrirtæki og ríkisstofnanir hasla sér völl á nýj- um sviðum í samkeppni við einkaaðila. Við verðum vitni að því að ríkis- fyrirtæki fara ekki að lögum eins og ljóst er með Ríkisútvarpið sem fer ekki að lögum um Ríkisútvarpið, 4. gr., þar sem kemur skýrlega fram að Ríkisútvarpinu beri að stofna dóttur- félög til þess að halda utan um sam- keppnisreksturinn og skilja alfarið á milli almannaþjónustunnar og sam- keppnisrekstrar. Í sumar þurftu sjálf- stæðir fjölmiðlar að lifa við það að Rík- isútvarpið þurrkaði upp auglýsinga- markaðinn. Við getum ekki metið það tjón sem einkareknir fjölmiðlar urðu fyrir. Og við sjáum að Ríkisútvarpið núna er komið í samkeppni við einkaaðila við að leigja tækjabúnað og aðstöðu til kvikmynda- og sjón- varpsgerðar.“ Lögbrot ríkis- fyrirtækisins hafði þá verið látið óátalið í rúma níu mánuði. Ekkert einkafyrirtæki og lík- lega ekkert ríkis- fyrirtæki hefði komist upp með að víkja sér undan skýrum lagafyrirmælum með sama hætti og Ríkisútvarpið. Slík háttsemi hefði ekki aðeins kallað á umræður (og það líklega fjörugar) í þingsal, heldur hefði fréttastofa Ríkis- útvarpsins fjallað ítarlega um meint lögbrot, krafist skýringa, úrbóta og að viðurlögum væri beitt. Ekki valkvætt Rúmlega ári síðar, eða í nóvember 2019, gaf Ríkisendurskoðandi út skýrslu um rekstur og aðgreiningu rekstrarþátta Ríkisútvarpsins. Niður- staðan í stuttu máli: „Ríkisendurskoðandi bendir á að ekki sé valkvætt að fara að lögum. Það er skylda RÚV ohf. að fara eftir þeim.“ Í árlegu mati á því hvort Ríkis- útvarpið hefði uppfyllt almannaþjón- ustuhlutverk sitt árið 2018 komst fjöl- miðlanefnd loks ekki hjá því að benda á lögbrotið (birt í október sl.). Vitnað er í skýrslu Ríkisendurskoðanda en tekið fram að lögbrotið sé utan verk- sviðs við matið. (Ég fæ stundum á til- finninguna að fjölmiðlanefnd hafi meiri áhuga á því hvernig Hringbraut hagar sínu dagskrárefni en hvernig Ríkisútvarpið umgengst lög og regl- ur). Það er umhugsunarvert að það tók fjölmiðlanefnd tæp tvö ár að leggja mat á hvernig Ríkisútvarpið uppfyllti lagalegar kröfur um almannaþjón- ustu. Fyrir utan að taka undir með Ríkisendurskoðanda gerir nefndin at- hugasemdir við hvernig ríkismiðillinn skilgreinir kaup sín af sjálfstæðum framleiðendum. Þar er með óbeinum hætti tekið undir gagnrýni Samtaka iðnaðarins sem í nokkur ár hafa gagn- rýnt framgöngu ríkisfyrirtækisins. Einhver fréttamaðurinn hefði líklega bent á „lagasniðgöngu“ ef annar en ríkismiðill hefði átt hlut að máli. Samkvæmt þjónustusamningi (2016-19, en nýr samningur hefur ekki verið gerður) átti Ríkisútvarpið að verja að lágmarki 10% af heildar- tekjum sínum árið 2018 til kaupa á efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Ríkisfyrirtækið var frjálslegt í að skil- greina sjálfstæða framleiðendur. Fjöl- miðlanefnd bendir á að sjálfstæðir framleiðendur séu, samkvæmt skil- greiningu laga, lögaðilar óháðir við- komandi fjölmiðlaveitu. Því geti það vart talist uppfylla lagalega skilgrein- ingu á sjálfstæðum framleiðanda „ef um er að ræða verktaka sem hafa að aðalstarfi að sinna íþróttafréttum eða dagskrárgerð í sjónvarpsþáttum sem eru framleiddir af RÚV og eru hluti af daglegri eða vikulegri dagskrá RÚV. Þá geti einstaklingar sem fram til 8. júlí 2020 voru skráðir starfsmenn RÚV á vef Ríkisútvarpsins, með eigið netfang á netþjóni RÚV, trauðla talist óháðir fjölmiðlaveitunni Ríkisútvarp- inu í skilningi laga um fjölmiðla, þótt viðkomandi einstaklingar séu ekki á launaskrá Ríkisútvarpsins, heldur þiggi verktakagreiðslur.“ Í þessu sambandi vekur nefndin at- hygli á að upplýsingar um starfsmenn hafi verið sóttar af vef Ríkisútvarpsins 7. júlí 2020. Daginn eftir höfðu sömu upplýsingar verið fjarlægðar af vefn- um. Án agavalds áskrifenda Ríkisútvarpið er ekki venjulegur fjölmiðill og lýtur ekki agavaldi áskrif- enda, lesenda, áhorfenda og hlust- enda. Öll þurfum við að standa skil á útvarpsgjaldi – áskrift að ríkismiðli óháð því hvort við nýtum þjónustuna sem er í boði eða ekki. Meginreglan er sú að hið þvingaða viðskiptasamband nær til allra einstaklinga 16 til 70 ára og til allra lögaðila (fyrir utan dánar- bú, þrotabú og lögaðila sem sérstak- lega eru undanþegnir skattskyldu). Á liðnu ári fékk ríkismiðillinn rúm- lega 4,6 milljarða króna frá skatt- greiðendum í formi útvarpsgjalds. Auglýsingar og kostun gáfu 1,8 millj- arða í tekjur og aðrar tekjur af sam- keppnisrekstri námu 366 milljónum króna. Heildartekjur voru því rúm- lega 6,4 milljarðar króna. Síðustu 12 ár hafa skattgreiðendur látið ríkismiðlinum í té nær 46 millj- arða króna á föstu verðlagi. Auglýs- ingatekjur, kostun og annar sam- keppnisrekstur hefur skilað fyrir- tækinu tæpum 24 milljörðum króna. Alls hefur Ríkisútvarpið því haft upp undir 70 milljarða úr að moða. Þá er ekki tekið tillit til beinna fjárframlaga úr ríkissjóði til að rétta af fjárhags- stöðu fyrirtækisins eða sérkenni- legrar lóðasölu við Efstaleiti. Það er merkilegt hve illa og harka- lega er brugðist við þegar spurt er hvort önnur og betri leið sé ekki fær til að styðja við íslenska dagskrárgerð, menningu, listir og sögu, en að reka opinbert hlutafélag. Hvernig ætli ís- lensk kvikmyndaflóra, dagskrárgerð og menning liti út ef þessar greinar hefðu fengið 46 milljarða til sín síðustu 12 ár? Örugglega ekki frábreyttari. Líklega litríkari og öflugri. Og hvernig ætli staða sjálfstæðra fjölmiðla væri ef þeir hefðu notið þó ekki væri nema hluta 24 milljarða tekna ríkisins af samkeppnisrekstri? Öflugri? Í stað þess að svara þessari spurningu vilja stjórnmálamenn miklu fremur ræða hvort ekki sé skynsamlegt að ríkið hlaupi undir bagga með sjálfstæðum fjölmiðlum. Eða eins og Ronald Reagan sagði; ef það stoppar settu það á ríkisstyrk. Og þar með er spurningunni um hvað fæst fyrir 70 milljarða ekki svarað með öðrum hætti en; ríkismiðill án agavalds. Eftir Óla Björn Kárason »Hart er brugðist við ef spurt er hvort betri leið sé fær til að styðja við íslenska dag- skrárgerð, menningu og listir en að reka opin- bert hlutafélag. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Hvað fáum við fyrir 70 milljarða?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.