Morgunblaðið - 11.11.2020, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020
Kóraninn, ólíkt
Guðspjöllunum, hefur
ekki söguþráð. Í Guð-
spjöllunum öllum er
sögð sagan af Kristi
Jesú, orðum hans,
lífsferli og gerðum.
Kóraninn rekur ekki
feril Múhameðs, held-
ur er ritið að mestu
samsafn þátta (orð
Helga Hálfdanarsonar
(HH) um kafla eða súrur Kórans-
ins), sem eru opinberanir Gabríels
erkiengils og fylgja engri tímaröð.
Því hefur það verið höfuðvandi
Kóran-fræðinga – bæði múslíma og
annarra – að ákvarða í hvaða tíma-
röð þættirnir og versin voru opin-
beruð.
Höfuðskipting Kóransins
Svo er á litið, að þáttum (og
versum) Kóransins megi skipa í
tvo flokka: Þá (þau), sem opinber-
aðir voru Múhameð í Mekku á
upphafsárum boðunar hans, og þá
(þau), sem opinberuðust honum
eftir komuna til Medínu. Á þessum
tveimur flokkum er reginmunur.
Vandinn við að greina á milli eykst
enn við það, að innan sama þáttar
geta komið vers, sem stangast á og
eru þá ekki talin frá sama tímabili.
Mekku-opinberanirnar bera þess
merki, að Múhameð og fylgjendur
hans áttu í vök að verjast vegna
þeirrar andspyrnu, sem þeir
mættu. Á þessu tímabili varð til
opinberunin (2.256) um það, að
engum skuli þröngvað til trúar, en
hún er gott dæmi um ósamræmið,
sem finna má víða í Kóraninum.
Í sama þætti (2) eru önnur vers
(2.192-194), sem ganga þvert gegn
2.256. Þar segir um þá, sem and-
æfa Íslam: „Berjist fyrir málstað
Allahs við þá, sem á yður herja …
Fellið þá hvar sem þeir finnast.
Rekið þá út þaðan, sem þeir hafa
yður út rekið … Berjist við þá þar
til allri árás er hrundið og trúin á
Allah ríkir ein.“ (Þýð. HH.)
Hér er um mikið ósamræmi að
ræða. Við þessum vanda hér og
mun víðar brugðust múslímskir
fræðimenn með því að ógilda fyrri
vers, aðallega frá Mekku-
tímabilinu, ef síðari opinberanir
stönguðust á við þau. Af þessu
leiðir, að vers 2.256 er
ógilt, en kemur sér vel,
þegar því skal haldið
fram, að íslam sé frið-
artrú. Versin 2.192-194
eru hins vegar talin frá
Medínu-tímanum,
yngri og því gild. Boð-
skapur þeirra speglast
tíðum í orðum og gerð-
um ýmissa múslímskra
samtaka, svo sem í
einkunnarorðum Músl-
ímska bræðralagsins:
„Allah er markmið okkar; spámað-
urinn er leiðtogi okkar; Kóraninn
er lög okkar; heilagt stríð (jihad) er
leið okkar; dauði á vegum Allahs er
æðsta von okkar.“
Arftaki spámanna Gyðinga
Múhameð hélt því fram, að hann
væri síðastur í röð þeirra spá-
manna, sem Guð – eða Allah – hefði
sent Gyðingum. Einnig taldi hann
sig eiga ættir að rekja til Abra-
hams, sem Gyðingar telja ættföður
sinn. Hann taldi, að þeir hefðu af-
vegafært boðunina, sem þeim var
fengin, og að hið sama hefðu
kristnir menn gert. Vegna þessa
hafði Allah talið brýnt að senda enn
einn spámann til mannkynsins.
Komu hans taldi Múhameð boðaða í
ritningum Gyðinga og kristinna,
eins og fram kemur til dæmis í
13.43, þar sem segir: „Þeir (hinir
vantrúuðu) segja: „Þú ert ekki
sannur sendiboði.“ Seg þú: „Allah
er vitni sem nægir okkar á milli,
ásamt þeim sem þekkja ritning-
arnar.““ (Þýð. HH.)
Á grunni þessarar skoðunar,
taldi Múhameð, að hann ætti vísan
hljómgrunn á meðal Gyðinga og
kristinna. Þeir voru margir á Arab-
íuskaganum í tíð Múhameðs og því
á meðal þeirra, sem Múhameð um-
gekkst bæði í heimaborg sinni,
Mekku, og í verslunarferðum. Þess-
ara kynna sér víða merki í Kór-
aninum, einkum í Mekku-opinber-
unum.
Raunar er það svo, að helst er
um bergmál að ræða, enda Mú-
hameð ólæs og ófær um að kynna
sér milliliðalaust rit „þjóða bók-
arinnar“, en það er orðalag músl-
íma um Gyðinga og kristna, sem
áttu sér bækur um trúarbrögð sín.
Efni frá Gyðingum
og kristnum
Sem dæmi um efni fengið úr
gyðingdómi má nefna spámennina
og frásagnir af þeim svo sem í
6.84-86, af Nóa í 10.70-74, Jónasi í
hvalnum í 37.140-145 og Mósesi,
einkum í þætti 18.
Múhameð taldi, að þvermóðska
Gyðinga ylli því, að hann hlaut
ekki þá viðurkenningu, sem hann
ætti rétt á. Hann snerist því gegn
þeim og lýsti því í opinberun
(3.110), að hans flokkur væri þeim
og öðrum æðri: „Þér eruð best
þjóða, því að þér hafið vaxið mann-
kyni til heilla. Þér bjóðið hið rétta
og bannið hið illa. Þér trúið á Al-
lah. Hefðu menn bókarinnar játað
Íslam væru þeir vissulega betur
komnir. Nokkrir þeirra eru sannir
trúmenn, en flestir illvirkjar.“
(Þýð. HH.)
Um Jesú er líka fjallað í Kór-
aninum, en þar helst byggt á við-
horfum kristinna trúvillinga og
Gnostíka, sem töldu, að Kristur
hefði lýst sig spámann, þegar hann
var enn í reifum (19.29.33), og að
annar (Júdas) hefði verið kross-
festur í hans stað. Um Maríu guðs-
móður ríkir mjög mikill ruglingur
og þekkingarskortur. Til dæmis í
19.28.
Paradís
Lýsingar á Paradís eru veiga-
miklar innan íslam. Þær eru ekki
fengnar frá Gyðingum eða kristn-
um, heldur eiga rætur í kenningum
Zoroastrea í Persíu.
Til Paradísar íslams fara milli-
liðalaust þeir, sem deyja fyrir
trúna, og hvíla þar ásamt öðrum
trúuðum á hægindum (55.76),
neyta matar og drykkjar af gull-
diskum og bikurum (45.71,73) og
njóta sístreymandi hreins vatns
(55.66), auk fljóta mjólkur, víns og
hunangs (47.15). Mesta tilhlökk-
unarefnið er þó barmháar meyjar
(78.31), sem Allah síendurskapar
hreinar og ósnortnar (56.36).
Íslam-Kóraninn
Eftir Hauk
Ágústsson
»Múhameð hélt því
fram, að hann væri
síðastur í röð þeirra
spámanna, sem Guð –
eða Allah – hefði sent
Gyðingum.
Haukur Ágústsson
Höfundur er fyrrv. kennari.
Fjögur hundruð
þúsund hermenn
Bandamanna sátu um-
kringdir nasistum í
franska strandbænum
Dunkerque við Erm-
arsundið í lok maí
1940. Hitler hafði her-
numið bróðurpart
Norður-Evrópu á und-
ir einu ári og leit ekki
út fyrir að ætla að
hægja á yfirreið sinni.
Í augum lá uppi að nasistar tækju
Bretlandseyjar næst, en markmiðið
væri einræði Hitlers yfir allri Evrópu
og víðar, með tilheyrandi falli vest-
rænnar menningar, lýðræðis og
mannréttinda.
Fyrr í mánuðinum hafði bresk her-
sveit numið Ísland, í þeim tilgangi að
verja landið gegn nasistum. Íslend-
ingar tóku að jafnaði vel á móti her-
liðinu, fyrir utan drusluskömmunina
sem íslenskar konur þurftu að líða
fyrir samneyti við útlendinga og í
frekju sinni og kynþáttahatri óskaði
ríkisstjórnin eftir því að hermenn-
irnir, sem voru endurgjaldslaust
varnarlið í miðri heimsstyrjöld, væru
ekki svartir.
Bretar gerðu þetta auðvitað ekki
af einskærri góðmennsku heldur
vegna varnarlegs mikilvægis Íslands.
Engu að síður lögðu karlarnir og
konurnar, sem sum hver voru enn
táningar, líf sitt að veði til þess að
verja landið okkar og voru fjár-
mögnuð af öðrum löndum sem gátu
vart tryggt öryggi eigin borgara.
Hernaðarleg vernd Íslands er ekki í
hávegum höfð hérlendis, sem má
skýrast af blessunarlega litlum
stríðsátökum hér. Við Íslendingar
þurftum aldrei að upplifa leifturstríð
eða vera umkringd nasistum í Reyn-
isfjöru og reyna að flýja
landið okkar í trillubát-
um. Einmitt þess vegna
megum við vera þakk-
látari fyrir að Bretar og
síðar Bandaríkjamenn
vörðu landið okkar þeg-
ar við hefðum ekki get-
að það. Frændur okkar í
Danmörku og Noregi
urðu ekki svo heppnir,
nasistar hertóku lönd
þeirra og þúsundir voru
sendar í útrýming-
arbúðir. Hefðu Bretar
ekki orðið fyrri til hefðu nasistar lík-
lega hernumið Ísland og óumflýj-
anlega ef Bretlandseyjar hefðu fallið.
Dagurinn í dag, 11. nóvember, er
minningardagur Breta. Þeir bera
draumsóley á krögum og minnast
m.a. þeirra sem létu lífið í seinni
heimsstyrjöld. Íslendingar hafa
blessunarlega minni sögu af dauðs-
föllum í hernaði en við nutum óneit-
anlega góðs af varnarstarfi banda-
þjóða okkar. Önnur lönd verja
dýrmætum kröftum í þjálfun og bún-
að fyrir ungt fólk á mínum aldri sem
var tilbúið að láta lífið til þess að
verja réttindi sem ég tek sem sjálf-
sagðan hlut í dag. Í það minnsta meg-
um við Íslendingar hugsa til þeirra í
dag.
Af Dunkerque
og Reynisfjöru
Eftir Kristófer
Alex Guðmundsson
Kristófer Alex
Guðmundsson
»Hernaðarleg vernd
Íslands er ekki í há-
vegum höfð hérlendis,
sem má skýrast af
blessunarlega litlum
stríðsátökum hér.
Höfundur er hugbúnaðar-
verkfræðinemi.
kristofergudmunds@gmail.com
Atvinna
Framkvæmdastjóri
Landssambands veiði-
félaga, Elías Blöndal
Guðjónsson, mótmælir
í grein sem birtist í
Morgunblaðinu 7. nóv-
ember síðastliðinn
ýmsu sem ég setti
fram fyrir skömmu í
grein um fiskeldi og
mikilvægi vísinda-
legrar ráðgjafar. Sam-
andregið er Elías ósammála því að
valdheimildir sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra til að loka
svæðum fyrir fiskeldi takmarkist af
lögbundnum vistfræðilegum rann-
sóknum.
Málið sem hér um ræðir er nokk-
uð sértækt en aðalatriðin snúa að
því hvaða valdheimildir ráðherra
hefur til að takmarka eða stöðva
lögbundna atvinnustarfsemi og
mikilvægi vísinda í allri ákvarð-
anatöku.
Matskenndar
stjórnvaldsákvarðanir
Það er undirstöðuregla íslenskr-
ar stjórnskipunar að stjórnvöld eru
bundin af lögum. Í þessari lögmæt-
isreglu felst annars vegar að
ákvarðanir stjórnvalda verða að
eiga sér stoð í lögum og hins vegar
að þær mega ekki vera
í andstöðu við lög.
Matskenndar
stjórnvaldsákvarðanir
og stjórnvaldsfyr-
irmæli verða sam-
kvæmt lögmætisregl-
unni að eiga sér næga
lagastoð og vera byggð
á málefnalegum sjón-
armiðum ella telst
ákvörðunin ólögmæt.
Að baki sérhverri
ákvörðun verða að búa
málefnaleg sjónarmið.
Ákvarðanir sem byggjast á geð-
þótta, óvild eða öðrum persónu-
legum sjónarmiðum eru ólögmætar.
Ákvæði 6. gr. fiskeldislaga, nr.
71/2008, heimilar ráðherra að taka
matskennda ákvörðun um að tak-
marka eða banna starfsemi fisk-
eldis á tilteknum svæðum að upp-
fylltu því skilyrði að þau svæði
teljast sérlega viðkvæm. Ráðherra
getur ekki tekið ákvörðun nema að
fenginni umsögn þeirra aðila sem
tilteknir eru en ráðherra er ekki
bundinn af þeim umsögnum einum
og sér. Aðalatriði er að tiltekið er
sérstakt lögbundið skilyrði sem
verður að vera til staðar til að ráð-
herra geti beitt valdheimildum sín-
um á grundvelli ákvæðisins. Skil-
yrðið er að svæðið verður að teljast
sérlega viðkvæmt gagnvart starf-
semi fiskeldis.
Ráðherra hefur ekki frjálsar
hendur við mat á því hvort skilyrðið
um sérlega viðkvæm svæði teljist
uppfyllt. Af meginreglum stjórn-
sýsluréttar leiðir að ráðherra verð-
ur að leggja til grundvallar mati
sínu málefnaleg sjónarmið til að
taka með lögmætum hætti slíka
matskennda ákvörðun. Af inntaki 6.
gr. fiskeldislaga leiðir að ákvörðun
ráðherra verður að byggjast fyrst
og fremst á umhverfisverndarsjón-
armiðum. Það er lögbundið sjón-
armið. Önnur sjónarmið, t.d. álykt-
un sveitarstjórnar um að banna
skuli starfsemi fiskeldis á tilteknu
hafsvæði án frekari rökstuðnings,
myndu ólíklega teljast vera mál-
efnaleg sjónarmið sem hægt væri
að líta til.
Lögbundnar
vistfræðilegar rannsóknir
Það skiptir því mestu hvernig er
með lögmætum hætti lagt mat á
það hvort svæði telst sérlega við-
kvæmt gagnvart eldisstarfsemi. Til
grundvallar slíku mati þarf að líta
til fleiri lögbundinna atriða í fisk-
eldislögum en fram koma í ákvæði
6. gr. laganna. Samkvæmt gildandi
fiskeldslögum eru það ný ákvæði
um burðarþolsmat og áhættumat
erfðablöndunar. Hér verður að hafa
það að leiðarljósi að einstök laga-
ákvæði eru hluti af tilteknum lögum
og ber því almennt að túlka laga-
ákvæði til samræmis við önnur
ákvæði laganna en ekki sem eina
eind. Það er heildin, athugun á öll-
um lagaákvæðum sem við eiga,
samtvinnun þeirra og sam-
anburður, sem gefur til kynna hver
hin eiginlega réttarregla er.
Niðurstaðan er því sú að leggja
verður til grundvallar matskenndri
ákvörðun ráðherra þá málefnalegu
og lögbundnu aðferðafræði fiskeld-
islaga, sem felst í burðarþolsmati
og áhættumati erfðablöndunar, til
að ákvarða hvort fiskeldisstarfsemi
hafi neikvæð áhrif á umhverfið eða
lífríki á ákveðnu svæði stafi hætta
af starfseminni.
Meginregla stjórnsýsluréttar um
rannsóknarskyldu, sbr. 10. gr.
stjórnsýslulaga, sem kveður á um
að stjórnvald skuli sjá til þess að
mál sé nægjanlega upplýst áður en
ákvörðun er tekin, rennir frekari
stoðum undir þá niðurstöðu að ráð-
herra beri að afla allra gagna og
horfa til lögbundinna rannsókna um
burðarþolsmat og áhættumat erfða-
blöndunar áður en mat er lagt á
hvort tiltekin svæði teljast sérlega
viðkvæm fyrir starfsemi fiskeldis.
Meginreglan um meðalhóf kemur
hér einnig til álita.
Matskennd ákvörðun
byggist á vísindum
Ég vara því eindregið við því að
ráðherra Sjálfstæðisflokksins virði
lögbundna og vísindalega að-
ferðafræði að vettugi og taki
ákvörðun um að loka Eyjafirði, Jök-
ulfjörðum og sunnanverðum Norð-
fjarðarflóa án nokkurra slíkra vís-
indalegra gagna. Lögfræðileg rök
eru fyrir því að slík íþyngjandi og
matskennd ákvörðun ráðherra um
að loka þeim svæðum muni teljast
ólögmæt.
Ég átta mig ekki á því af hverju
framkvæmdastjóri Landssambands
veiðifélaga setur sig sérstaklega
upp á móti því að ráðherra rannsaki
mál og afli lögbundinna vís-
indalegra gagna áður en ákvörðun
um að loka svæðum er tekin. Vís-
bendingu er að finna í niðurlagi
greinar hans þar sem segir orðrétt
að „Vísindi mega ekki bera náttúr-
una ofurliði“. Um þann þátt málsins
fjalla ég betur síðar í annarri grein
til varnar vísindum.
Eftir Teit Björn
Einarsson »Ráðherra hefur ekki
frjálsar hendur við
mat á því hvort skilyrðið
um sérlega viðkvæm
svæði teljist uppfyllt.
Teitur Björn Einarsson
Höfundur er lögmaður og 1. vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
Norðvesturkjördæmi.
Um valdheimildir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra