Morgunblaðið - 11.11.2020, Page 23

Morgunblaðið - 11.11.2020, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020 sóknarmennskunnar voru honum skjól um leið og þau þrengdu að. Eftir útskrift fór hver sinn veg og samskiptin urðu stopulli. Fjar- skinn lengdi á milli okkar. Við sambekkingar hans úr MA, sem settum hvíta húfu á koll okkar snemmsumars 1960, munum ekki gleyma Má þótt horfinn sé úr okkar hópi og líti nú grösin vaxa neðan frá. Sjálfur þakka ég kynn- in. Þau voru skemmtileg, stund- um skrautleg en alltaf eftirminni- leg. Ég mun sakna Más úr okkar hópi. Eiginkonu og aðstandend- um færi ég samúðarkveðjur. Þröstur Ólafsson. Nú er látinn einhver minnis- stæðasti félagi undirritaðs frá skólaárum og raunar seinni tím- um. Fyrst kynntumst víð Már Pétursson 1959-60, þá báðir í Menntaskólanum á Akureyri. Hann var þann vetur ritstjóri skólablaðsins Munins, en hafði veturinn áður verið formaður málfundafélagsins Hugins. Hann var því tvímælalaust einn helsti forystumaður í félagslífi skólans á sinni tíð þar. Eftirminnilegt er að dagana 8.-12. nóvember 1959 var rafmagnslaust á Akureyri. Gamla skólahúsið var þó að ein- hverju leyti kynt upp og kennt þar meðan birta var. Þó nokkrir nemendur komu síðdegis flesta dagana saman í ljóslausri kennslustofu til að halda mál- fundi, og held ég að Már hafi mest staðið fyrir þessu. Menn virtust óragari en annars við að troða upp í myrkrinu. Már var prýðilegur ræðumaður og átti mjög auðvelt með að tala blaða- laust og þarna naut hann sín. Hann var ágætlega uppátækja- samur í skóla og mjög skemmti- legur og fyndinn félagi. Næsta vor varð Már stúdent og hvarf til náms í lögfræði við Háskóla Íslands. Tveimur árum síðar lá leið undirritaðs í sama skóla og við hittumst aftur, störf- uðum m.a. báðir í Félagi frjáls- lyndra stúdenta. Þá athöfnuðum við okkur næstu árin í Sambandi ungra framsóknarmanna, sem var talsvert öflugt og umtalað um skeið. Þar var Már í stjórn og var kjörinn formaður sambandsins í fremur tvísýnni kosningu á þingi þess á Hallormsstað 1972. Ég og nánasti kunningjahópur okkar studdum Má eindregið til þeirrar forystu. Áður hafði þessi hópur stutt þá Örlyg Hálfdanarson, nú nýlátinn, og Baldur Óskarsson til formennsku í sambandinu. Már lauk lögfræðiprófi og gerðist dómari og sýslumaður í Hafnarfirði. Sagt var að dómar hans í héraði hefðu einatt staðist vel fyrir Hæstarétti, og var það til vitnis um glöggskyggni hans og lagaþekkingu. Það má segja að Már hafi að sumu leyti verið eins- konar þjóðsagnapersóna í lifanda lífi fyrir ýmissa hluta sakir. Már Pétursson var höfðingi í lund. Haustið 1991 átti undirrit- aður fimmtugsafmæli. Upp á það var reyndar haldið á Ísafirði á réttum degi. En svo hringdi Már til mín og vildi halda upp á þetta líka fyrir sunnan og myndum við bjóða ýmsum fornum kunningj- um sem þar bjuggu. Af þessu varð og að kvöldi 7. desember þetta ár var haldin mikil matar- veisla heima hjá Má og Sigríði konu hans að Hraunbrún 38 í Hafnarfirði. Reyndar átti Már sjálfur líka afmæli um þær mund- ir. Gestir voru alls um 40, meðal þeirra voru t.d. Steingrímur Her- mannsson og Ólafur Þ. Þórðarson alþingismenn, einnig Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor. Þarna voru ræður haldnar og gamanmál höfð í frammi. Fyrir þennan vinargreiða og miklu gestrisni var ég Má mjög þakk- látur. Ég minnist Más Péturssonar sem sérlega skemmtilegs vinar og félaga. Sigríði ekkju hans og systkinum hans eru hér með sendar innilegar samúðarkveðj- ur. Björn Teitsson. ✝ ÓlafurGuðmundsson fæddist á Sunnu- hvoli í Reykjavík 15. janúar 1930. Hann lést á Hrafnistu Laugarási 22. októ- ber 2020. Foreldrar hans voru Guðmundur Þorsteinsson raf- virkjameistari, f. 22. febrúar 1893, d. 2. mars 1948, og Guðrún Jóns- dóttir húsmóðir, f. 22. febrúar 1900, d. 1. september 1967. Systkini Ólafs voru Viktor, f. 1912, Sigríður, f. 1917, Guðrún, f. 1921, Sólveig, f. 1922, Óskar, f. 1925, Jón Rafn, f. 1928, og Krist- rún, f. 1933. Þau eru öll látin. Ólafur giftist 16. nóvember 1957 Ernu Arngrímsdóttur, f. 27. júlí 1938. Foreldrar hennar voru Arngrímur Friðrik Bjarnason, f. 2. október 1886, d. 17. september 1962, og Ásta Eggertsdóttir Vopnafirði. Hann átti eftir að vera þar öll sumur á uppvaxt- arárum og tvo vetur á stríðs- árunum. Hann gekk í Austurbæj- arskóla og síðar í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Fjölskyldan flutti í Meðalholt 13 á stríðsárunum og þar bjó hann þangað til hann hóf búskap með Ernu. Hann vann lengi hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Í löngu verkfalli um tvítugt fór hann um nokkurra vikna skeið í Strand- höfn og hjálpaði til við að byggja íbúðarhúsið þar, sem enn stend- ur. Um þrítugt vann hann um tíma suður með sjó hjá Jósafat Arngrímssyni mági sínum en sneri aftur til starfa hjá Raf- magnsveitunni. Hann vann eftir það í Hampiðjunni og síðustu starfsárin sem húsvörður hjá Al- mennu verkfræðistofunni og sem gæslumaður á Kleppi. Hann hætti störfum sjötugur. Ólafur og Erna bjuggu lengst af í Stigahlíð 32 og Eskihlíð 8. Hann flutti einn í Hraunbæ þeg- ar nálgaðist sjötugt og bjó þar í nokkur ár. Síðustu 16 árin bjó Ólafur á Hrafnistu Laugarási. Útför Ólafs fór fram í Foss- vogskapellu 30. október 2020. Fjeldsted, f. 16. des- ember 1900, d. 21. mars 1986. Þau skildu. Börn Ólafs og Ernu eru: 1) Arn- grímur Friðrik, f. 27. júlí 1958. 2) Ásta, f. 25. sept- ember 1959. Eig- inmaður hennar er Vignir Jónsson. Dætur hennar og Kristins Jens Krist- inssonar eru Lilja, f. 29. maí 1979, og Úlfhildur Erna, f. 15. október 1980. 3) Einar, f. 23. nóv- ember 1960. Eiginkona hans er Gunnhildur Stefánsdóttir. Börn þeirra eru Ásgrímur, f. 23. nóv- ember 1988, og Svandís, f. 3. júní 1994. Sonur hans og Gíslnýjar Báru Þórðardóttur er Bergur, f. 15. júní 1981. 4) Sveinn, f. 4. maí 1963. Ólafur ólst upp í Reykjavík, fyrst á Óðinsgötu og var sendur ungur í sumardvöl í Strandhöfn í Ég man óljóst eftir að hafa látið þig leiða mig, stakk lítilli hendi í einn fingur hjá þér og þú leiddir mig, þó ekki lengi. Það var eins þegar ég var að læra að hjóla, þá komstu út og studdir við hjólið, en hafðir ekki mikinn tíma fyrir það. Þú hafðir almennt lítinn tíma fyrir okkur börnin. Þú söngst ekki fyrir okkur systkinin. Það gerðu aðrir pabbar, sérstaklega ef þeir höfðu fengið sér í glas. Það gerðir þú ekki, drakkst ekki, reyktir ekki og tókst ekki bílpróf. Ég öfundaði svolítið hina krakkana að eiga svona hressa pabba. Svo fór ég að eldast og ljóminn fór af pöbbunum sem drukku. Ég sá þó ekki mikið af þér, þú hafðir öðrum hnöppum að hneppa, svona eins og karlar al- mennt höfðu þá. Það var þó hægt að ganga að þér vísum þegar þurfti, eins og þegar við vildum setja upp fótboltavöll bak við blokkina á svæði sem enginn not- aði. Þá komuð þið Hjálmar á 36 og studduð krakkana, útveguðuð efni í mörk og töluðuð við þá sem vildu ekki sjá neitt gert á svæðinu, þang- að til við gátum farið að spila. Þegar ég komst á fullorðinsárin gat ég loksins eytt einhverjum tíma með þér. Þá var ég orðinn nógu gamall til að sitja yfir kaffi og kjafta, eins og þér þótti gott. Það var allur lúxusinn sem verkamaður hjá Rafveitunni og seinna í Hamp- iðjunni leyfði sér. Svo fórstu að vinna sem húsvörður hjá Almennu og gæslumaður á Kleppi. Þú hættir að vinna sjötugur og síðustu tuttugu árin hafðirðu góð- an tíma til að ferðast, fara á kaffi- hús og hitta fólk, og nýttir það vel. Við systkinin fórum með þig í ferð- ir hér innanlands. Ég fór með þér austur á land þar sem þú þekktir alla firði og dali. Þú afsagðir alltaf að fara út fyrir landsteinana þang- að til Einar og Gunnhildur tóku þig með í ferð til Kulusuk, og það var allt sem þú sást af útlöndum. Þá var hægt að setjast niður með þér og fá sér Papúa frá Te og kaffi, sem þau fluttu að lokum bara inn svo þú fengir kaffi sem þér líkaði, og ræða öll heimsins mál. Þú varst að kynnast nýju fólki fram á síðustu ár, og gast tal- að við hvern sem er eins og jafn- ingja. Þótt líkamsmættinum hrak- aði varstu skýr í kollinum fram á síðustu viku. Að lokum kvaddir þú og það var eins og annað sem þú gerðir, friðsælt og ekki annað að sjá en þú værir sáttur við að kveðja. Sveinn Ólafsson. Ólafur Guðmundsson Magnús Ólason skipstjóri fæddist í Innbænum á Akur- eyri 13. mars 1935. Hann lést 16. október sl. For- eldrar hans voru Salóme Hó- seasdóttir og Óli Magnússon. Síðbúin minningar- og kveðju- orð. Það voru frískir og sprækir strákar, sem ólust upp í Inn- bænum þegar við Maggi vorum að alast þar upp, hann bjó á gamla Apótekinu og ég stein- snar frá eða á gamla hótelinu og varð okkur strax vel til vina. Í þá daga voru það ekki tölvur, i- Pad eða snjalltæki til allrar lukku, sem héldu okkur innan dyra, heldur létum við vindinn um eyrun þjóta við ýmsa leiki og íþróttaiðkun utan dyra. Við vorum t.d. kappsamir mjög í fót- boltanum uppi á Höfðanum og var Maggi þar heldur betur lið- tækur. Táknrænt er að hann skuli svo lagður þar til hinstu hvílu. Bjarki var gamall síldarbátur, sem lá lengi við Höefners- bryggjuna og var hann iðulega leikvöllur okkar við skylmingar og aðra leiki og kunni Maggi vel að bregða sverði. Bjarki átti síð- ar meir eftir að verða vinnu- staður okkar Magga á síldveið- um fyrir norðan, en ég réð mig um borð sem lempari. Fyrir þá sem ekki vita er lempari látinn Magnús Ólason ✝ Magnús Ólasonskipstjóri fædd- ist 13. mars 1935. Hann lést 16. októ- ber 2020. Útför Magnúsar fór fram 26. október 2020. vera í kolaboxun- um að lempa kol- um fram á grind- urnar svo kyndararnir geti mokað á katlana til að halda uppi dampi en Bjarki var gamall gufu- dallur. Þarna puð- aði ég stráklingur- inn drullusjóveikur en mér til happs var bjargvættur minn hann Maggi líka um borð. Á þessum árum á síldveiðunum var látið reka eftir hádegi og fram eftir degi og þegar skipverjar fóru í hádegismat lagðist ég fram á lestarlúguna ælandi og lystar- laus en þá kom Maggi eitt sinn með saltað hrossakjöt og sagði við mig: „Þú verður að éta eitt- hvað drengur og hrossakjötið drepur þig ekki.“ Maggi sat hjá mér á lestarlúgunni þar til hrossakjötið var búið á diskinum en auðvitað kom það allt til baka því ég hélt engu niðri. En þetta var ekki í eina skiptið sem Maggi kom fram á lúgu færandi hendi og ég braggaðist smám saman. Þetta er bara smá saga, sem lýsir Magga vel og hans innra manni, ekkert nema hjálp- semin. Ég gafst upp eftir þrjár ömurlegar vikur en auðvitað hélt Maggi áfram og varð svo síðar meir öflugur, eftirsóttur og vel liðinn sjómaður, stýrimaður og skipstjóri. Nú ert þú farinn og trúlega sækir sjóinn næst á fjarlægum miðum og vegnar vel, ekki efa ég það enda var sjómennskan þér í blóð borin en pabbi þinn, Óli Manga, var dugmikill sjó- maður á sinni tíð. Ég bið að heilsa honum og ágætri mömmu þinni henni Söllu, sem þú varst kenndur við í gamla daga. Þakka þér fyrir allt Maggi minn og hrossakjötið, við sjáumst síðar. Fjölskylda þín fær alla mína samúð. Hjörleifur Hallgríms. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GRÉTAR S. SÆMUNDSSON, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn í rannsóknardeild, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 8. nóvember. Auður Baldursdóttir Baldur Grétarsson Ásthildur Kristjánsdóttir Sæmundur Grétarsson Guðrún Þorleifsdóttir Selma Grétarsdóttir Søren Petersen og barnabörn Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURÐUR HAUKDAL, Boðaþingi 22, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 6. nóvember. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Hólmfríður Haukdal Eðvald Smári Ragnarsson Benedikta Haukdal Runólfur Maack Anna Björg Haukdal Gísli Gíslason og aðrir aðstandendur Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR ARASON, fv. framkvæmdastjóri og iðnrekandi, Espigerði 14, Reykjavík, lést á Landakoti sunnudaginn 8. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Ágúst Á. Þórhallsson Hallbera Friðriksdóttir Helgi Þórhallsson Bryndís Þorvaldsdóttir Valdimar Á. Þórhallsson Nína Ármann barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ERLA JAKOBSDÓTTIR, Grænumörk 2, Selfossi, lést á Landspítalanum laugardaginn 31. október. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 19. nóvember klukkan 15 að viðstöddum nánustu aðstandendum. Athöfninni verður streymt á vef Selfosskirkju. Fjölskyldan þakkar starfsfólki HSU, Sólvalla á Eyrarbakka og deildar A6 á Landspítala fyrir nærgætna og góða umönnun. Rúnar Jakob Gränz Eygló Lilja Gränz Viðar Bjarnason Emilía Björk Gränz Gísli Árni Jónsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORVALDUR HANNESSON, Reykvíkingur og verkamaður, Kleppsvegi 64, Reykjavík, lést miðvikudaginn 4. nóvember. Guðmunda Matthildur Oddsdóttir Helga G. Þorvaldsdóttir Jóhann Aðalsteinsson Rúna Jóhannsdóttir Héðinn Þorvaldsson Hildur Þorvaldsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BENEDIKT RAGNAR LÖVDAHL, Garðsenda 15, sem lést föstudaginn 30. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt á https://www.benediktlovdahl.is. Lóa May Bjarnadóttir Pétur Þór Benediktsson Anna Kristín Guðmundsdóttir Bjarni Benediktsson Ireti Elizabeth Akinroyeje Ása Diljá Pétursdóttir Dagbjört Lóa Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.