Morgunblaðið - 11.11.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 11.11.2020, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Bústaðakirkja Við bjóðum uppá göngutúr kl. 13 á miðvikudaginn frá Bústaðakirkju, safnaðarheimilis-megin. Við virðum millibil og stótt- varnarreglur og njótum útiverunnar. Gengið verður um nágrenni Bústaðakirkju. Hólmfríður djákni. Seltjarnarnes Námskeiðin í gleri og leir eru í samráði við leiðbein- endur. Þeir dagskrárliðir sem í boði eru í dag eru eingöngu fyrir íbúa Skólabrautar 3-5. Virðum fjarlægðarmörkin, handþvott og sprittun og munum grímuskylduna bæði hjá gestum og starfsfólki. Vantar þig fagmann? FINNA.is mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Ester Stein-dórsdóttir fæddist 6. júlí 1938 að Eystri-Loftstöð- um í Gaulverjabæj- arhreppi. Hún lést á líknardeild Land- spítalans þann 13. október 2020. Foreldrar henn- ar voru Margrét Ingibjörg Elíasdótt- ir, f. 25. maí 1914, d. 14. september 2013, og Steindór Gíslason, f. 22. júní 1912, d. 22. desember 1971. Ester var uppal- inn hjá foreldrum sínum og systkinum á Haugi í Gaulverja- bæjarhreppi. Eftirlifandi systk- ini hennar eru: Hafsteinn, Guð- rún, Sigurður Þráinn, Gréta og Gyða, bræður hennar sem eru látnir: Magnús Þór, Guðmundur og Steindór. Ester eignaðist tvö börn: Steindór Kári Reynisson er fæddur 26. ágúst 1957 og Edda vann hin ýmsu störf því tengt. Sem ung kona hóf hún starfsferil sinn í Tryggvaskála á Selfossi. Um tvítugt flutti hún til Reykja- víkur og vann þar við hin ýmsu verslunar- og þjónustustörf. Hún vann síðar í Landsbankanum í ein 20 ár og þar lauk hún sínum starfsferli í kringum 2005. Ester hafði mikla unun af söng og var í kór frá unga aldri, fyrst í kirkju- kórnum í Gaulverjabæjarkirkju og síðar í Árnesingakórnum til tuga ára. Önnur áhugamál voru hannyrðir, þá sérstaklega prjón og útsaumur, einnig átti garð- yrkja hug hennar allan. Sambýlismaður Esterar til tæplega tuttugu ára var Sig- urgeir Jóhannsson, ættaður frá Ljósalandi í Skagafirði. Ester og Sigurgeir voru búin að þekkjast í mörg ár þegar leiðir þeirra lágu saman í lok árs 2000. Synir Sigurgeirs úr fyrra hjónabandi eru Jóhann, Sig- urður, Sigurgeir Sindri og Gauti. Ester og Sigurgeir voru bæði söngelsk og nutu þess að fara saman á tónleika ogferðast bæði innanlands og utan. Útför Esterar fór fram í kyrr- þey þann 21. október 2020. Aðalheiður Egg- ertsdóttir Waage 25. júní 1967. Faðir Kára var Reynir Ásgeirsson, f. 25. feb. 1935, d. 25. júlí 2009. Faðir Eddu var Eggert Stefán Sigurðsson Waage, f. 8. sept 1936, d. 15. ágúst 1996. Eig- inkona Steindórs Kára er Erna Magnúsdóttir og eiga þau tvær dætur, a) Aðalheiður Millý, eig- inmaður hennar er Kristján Guðnason og börn þeirra eru Emelía Ósk og Kristján Orri. b) Elín Gíslína, börn hennar eru Hafdís Erna og Viktor Kári, fað- ir þeirra er Hafsteinn Róberts- son. Börn Eddu Aðalheiðar eru: a) Ester Ósk Gestsdóttir Waage og b) Steindór Gestur Guðmund- arson Waage, maki hans er Birta Líf Bang Atladóttir. Ester var uppalin í sveit og Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf. Með landnemum sigldi hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma, hún vakti er hún svaf. Hún þerraði tárin hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð. Ó, hún var ambáttin hljóð hún var ástkonan rjóð hún var amma svo fróð. Ó, athvarf umrenningsins inntak hjálpræðisins líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði og stritaði gleðisnauð ár Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín Hún er barnsmóðir þín. Hún er björt sólarsýn. Ó, hún er ást, hrein og tær Hún er alvaldi kær. Eins og Guðsmóðir skær. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin hún hnígur og sólin hún rís. Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís, sem ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Elsku amma. Það er erfitt að finna réttu orðin, en þessi texti Ómars Ragnarssonar um ís- lensku konuna á svo vel við. Styrkur þinn var einstakur, sem og dugnaðurinn. Þú varst ákaf- lega stolt af fólkinu þínu og fórst ekki leynt með það. Ég er mjög þakklát fyrir síðustu samveru- stundina okkar. Við sátum saman og horfðum út um gluggann á herberginu þínu á líknardeildinni og nutum útsýnisins. Þú hafðir líka gaman af að sjá Hafdísi og Viktor langömmubörnin þín í myndsímtali sem við áttum með þeim. Þetta var góð og dýrmæt stund sem ég geymi í hjarta mínu um ókomna tíð, ásamt öllum hin- um góðu stundunum okkar. Ég kveð þig nú með sömu orð- um og þá og segi, takk fyrir sam- veruna elsku amma, við sjáumst síðar. Þín Elín (Ella). Elsku amma mín. Að kvöldi 13. október kvaddir þú þessa jarðvist. Um það leyti sem þú varst að fara yfir í sum- arlandið þá fékk ég þá sterku til- finningu að þú stæðir við rúm- gaflinn hjá mér í ljósbleikum jakka með bleika slæðu um háls- inn, blásið hárið og skælbrosandi. Alveg jafn glæsileg og þú varst alltaf, svo fólk tók eftir. Þessi til- finning var ótrúlega sterk. Ég er þess fullviss að þú hafir verið að koma við hjá mér á leiðinni yfir, til að kveðja. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þann tíma sem við náðum saman á líknardeildinni áður en þú kvaddir. Hringdum myndsímtal til Emelíu og Orra langömmu- barnanna og sendum fingur- kossa. Þér fannst svo gaman að sjá þau. Þú varst svo stolt af þeim, og okkur öllum. Minningarnar eru svo margar og góðar og það er svo margt sem mig langar að skrifa. Þú vildir allt fyrir alla gera. Ég fékk símtal frá þér núna í vor, þegar orkan var orðin ansi lítil hjá þér, þá varstu að bjóða fram aðstoð ef mig vantaði einhvern til að líta eftir Orra á meðan ég væri að vinna og lítill skóli var hjá hon- um. Það þótti mér ótrúlega vænt um og það lýsti þér svo vel. Þú hugsaðir vel um fólkið þitt og vildir allt fyrir alla gera. Ég brosi enn þá yfir því að öll aðfangadagskvöldin sem við átt- um saman bauðstu til að stappa fyrir mig kartöflurnar á disknum langt fram undir fermingu. Það þótti mér afskaplega þægilegt að þurfa ekki að stappa sjálf, amma reddaði bara málunum. Þegar Emelía Ósk fæddist hjálpaðir þú mér að sauma skírn- arkjólinn hennar. Á meðan ég saumaði passaðir þú langömmus- telpuna þína en hafðir nú samt auga með því að ég væri nú að sauma skírnarkjólinn rétt og al- mennilega. Enda var gott að hafa þína leiðsögn, þú varst snillingur í höndunum og hef ég t.d. ekki náð að halda tölu yfir öll vett- lingapörin sem börnin mín hafa fengið frá þér í jólagjafir, hvert öðru fallegra. Þú varst mikil blómakona og var dásamlegt að sjá hversu vel þú hugsaðir um litla fallega garð- inn þinn, enda bar hann af. Við áttum yndislegan tíma saman í vor þegar ég kíkti til þín í garðinn og klippti trén og lagaði aðeins til fyrir sumarið. Svo sátum við saman úti á palli og spjölluðum saman heillengi. Það líður að jólum og það verð- ur skrítið að eiga þessi jól án þín. Alltaf kíktum við til þín á að- fangadag með pakka til þín og Geira afa, fengum okkur smákök- ur og jólaöl og alltaf fannst krökkunum jafn gaman að sjá allt jólaskrautið hjá þér. Meirihlutinn af mínu jóla- skrauti er frá þér, því þú varst dugleg að læða jóladóti í lítinn pakka á hverjum jólum til mín. Þó að það sé sárt að hugsa til þess að þú sért farin hugga ég mig við það að nú líði þér betur. Ert verkjalaus dansandi um á blómabreiðu, hlæjandi með Denna frænda, bróður þínum sem þú varst búin að sakna svo mikið. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Ég sakna þín og elska þig. Fingurkoss. Þín Millý. Elsku amma, það er svo óraun- verulegt að þú sért farin frá okk- ur, farin í sumarlandið eins og þú kallaðir það alltaf. Í sumarland- inu er ekkert krabbamein og eng- in veikindi. Það er blessunin við það að þú fékkst loksins hvíldina þína. Við bíðum enn þá eftir því að síminn hringi og að þú sért að at- huga hvernig við höfum það eða spyrja Steina hvenær hann ætli taka bílprófið. Það sem einkenndi samband þitt við okkur systkinin var hversu mikið þér var annt um okkur og allt sem við vorum að gera. Við fundum svo vel hvað það skipti þig máli að allt gengi vel hjá okkur. Þú bauðst alltaf fram hjálparhönd og máttir aldr- ei neitt aumt sjá hvað okkur varð- aði. Þú varst okkar dyggasti aðdáandi og spurðir alltaf hvern- ig gengi í námi og minntir okkur á hvað menntun skipti miklu máli. Þegar við komum í heimsókn til þín sástu alltaf til þess að við færum pakksödd og aðeins ríkari heim. Meðan heilsan leyfði voru heilu kökurnar alltaf dregnar fram þegar einhvern bar að dyr- um, að ógleymdum sokka- og vettlingapörunum sem þú sást til að við ættum alltaf nóg af. Oft voru spilin höfð við hönd hjá ömmu. Spilaðar voru margar umferðir af Ólsen Ólsen og Svarta Pétri, og oftar en ekki leyfðirðu okkur að vinna. Hjálpsemin þín er okkur minn- isstæð, og má vel segja að þú haf- ir verið hjálpfúsari en þér var hollt. Í veikindum mínum sem barn, þ.e. Esterar, man ég svo vel hvað þú varst til reiðu að aðstoða mömmu þegar þess þurfti. Þær stundir sem ég man á barnaspít- alanum eða í læknisheimsóknum, ef mamma var ekki með mig, þá varst þú hjá mér. Það var alltaf gaman að spjalla við þig um daginn og veginn. Við heyrðum ófáar sögurnar af upp- vaxtarárum þínum í Gaulverja- bæjarhreppi, uppátækjum þínum og systkina þinna eða ferðasögur af þér og Geira afa. Okkur hefur alltaf þótt merkilegt að þú hafir munað heilu samræðurnar orð- rétt, hvort sem þær áttu sér stað fyrir 15 mínútum eða 15 árum. Það var okkur mikil hamingju- stund þegar við heyrðum fyrst af sambandi ykkar Geira afa og munum við varla eftir okkur nema hann hafi verið í myndinni. Okkur fannst skemmtilegast að heyra ferðasögur úr ferðalögum ykkar, Geiri afi hefur álíka leikni og þú hafðir við frásögn. Minni hans um fjöll og bæi úti um allt land var kostulegt. Það var nán- ast hægt að spyrja hann um hvaða fjall sem er og hann vissi nafnið á því. Það er þyngra en tárum taki, að sjá heilsu afa hraka eins hratt og hún hefur gert síðasta árið. Dáðumst við mikið að því hversu lengi þú og Geiri afi hugsuðuð um hvort annað og bjugguð saman, þar til síðustu áramót þegar alz- heimer-sjúkdómur afa var farinn að versna mikið. Minning þín lifir og hversu mikið þú studdir við okkur, húm- orinn þinn og hláturinn, og hversu ákveðin þú varst alla tíð. Þú varst sjálfstæð og stóðst fast á því að búa heima eins lengi og þú gast. Takk fyrir hjálpfýsina, traust- ið og skilninginn sem þú sýndir okkur. Við tökum það okkur til fyrirmyndar og látum með því minningu þína lifa. Ester og Steini. Ester Steindórsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts ÁSTRÁÐS ÓLAFSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima, Selfossi. Erla Þórhallsdóttir og fjölskylda Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.