Morgunblaðið - 11.11.2020, Page 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
BÍLA-SÉRBLAÐ
BÍLA
fylgir Morgunblaðinu
þriðjudaginn 17. nóvember 2020BLAÐ
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Einhver reynir að halda í við þig
þegar þú stikar áfram á þínum ofurhraða.
Reyndu að taka hlutunum létt.
20. apríl - 20. maí
Naut Það mun færa þér gleði að bæta
heimili þitt. Vertu því vel undirbúinn og
hafðu öll þín mál á hreinu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Lífið er fullt af möguleikum,
bæði spennandi og ógnvekjandi. Einstak-
leiki þinn lífgar upp á andrúmsloftið. Jafn-
framt ertu hreinskilinn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Einhver mun treysta þér fyrir
leyndarmáli og leita ráða hjá þér svo þú
mátt vita að orð þín hafa mikið vægi.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft að stinga við fótum og
standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt
úr öllum áttum. Gefðu þér góðan tíma til
íhugunar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Kannaðu nokkra möguleika til þess
að finna þann sem vekur með þér mestu
ástríðurnar. Njóttu athyglinnar en láttu allt
oflæti lönd og leið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Óvænt tækifæri mun bjóðast þér og
það ríður á miklu að þú kunnir að bregð-
ast rétt við. Hvort heldur það er á þínu
áhugasviði eða annars staðar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er engin ástæða til þess
að örvænta, þótt sólin skíni ekki á þig öll-
um stundum. Passaðu bara að sýna þér
sams konar örlæti líka.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú ertu tilbúinn til þess að
bæta við menntun þína og læra nýja hluti.
Ef þú veist ekki hvað er þér mikilvægt er
erfitt að forgangsraða.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gerðu fyrst hreint fyrir þínum
dyrum áður en þú gefur þig út sem þann
er getur leyst allra vandræði. Ef þú helgar
þig göfugum málstað tekst þér að ná þín-
um metnaðarfyllstu takmörkum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þig þyrstir í tilbreytingu en get-
ur með engu móti gert upp á milli þeirra
möguleika sem fyrir hendi eru. Gefðu þér
samt nægan tíma til að skoða málið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þennan morgun skaltu hugleiða á
allt sem er gott, til að bægja burt óþæg-
indunum. Ekki láta einhvern annan sann-
færa þig heldur.
koma í lítinn sveitabæ að koma aft-
ur til Boston. New York titraði af
hamagangi og maður fann hristing-
inn þegar maður fór meðfram East
River. Hún er mjög mikil stórborg
og allt öðruvísi.“
Kennsla, leikhús og lúðrasveit
Stefán Ómar hefur starfað allar
götur við hljóðfæraleik og kennslu í
hljóðfæraleik m.a við sinfóníu-
því rúmum 20 árum síðar fór hann í
nám í djass við Berklee Conserva-
tory of Music í Boston 2007 og
2008.
„Það var langþráður draumur að
fara vestur um haf og láta reyna á
þetta. Það var alveg stórkostlegt að
vera þarna og skemmtilegur bæjar-
bragur í Boston, sem er mjög
gönguvæn. Einhvern tíma keyrði ég
til New York og það var eins og að
S
tefán Ómar Jakobsson
fæddist 11. nóvember
1960 á Sólvangi í
Hafnarfirði. Það var æv-
intýri líkast að alast upp
við Smyrlahraun þar sem hraunið í
kring var heill heimur út af fyrir
sig. „Einhvern tíma ætluðum við
vinirnir að reyna að fljúga og
bjuggum til flugdreka og ég var
neðan í honum og hljóp fram af ein-
um hraunklettinum. Þar lærðum við
að ég var aðeins of þungur fyrir
drekann, en þetta fór allt vel.“
Stefán Ómar fór í sveit að Upp-
sölum í Eyjafjarðarsveit og í Sand-
felli í Unadal í Skagafirði, þaðan
sem hann á ættir að rekja. „Mér
finnst mjög gaman að hafa kynnst
öðrum heimi þarna í sveitinni, en á
bænum var t.d. kolaeldavél og einn-
ig gamli sveitasíminn. Síðan var
dýrmætt fyrir bæjarbarnið að
kynnast búskapnum og læra að um-
gangast dýrin.“
Stefán Ómar gekk í Lækjarskóla,
síðar í Víðistaðaskóla og lauk stúd-
entsprófi af eðlisfræðibraut frá
Flensborg árið 1980. Á heimilinu
var alltaf tónlist í hávegum höfð og
það hafði áhrif á Stefán Ómar sem
stundaði tónlistarnám frá átta ára
aldri í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
„Faðir minn spilaði á harmonikku
og hans bræður svolítið líka og tón-
listin hefur fylgt mér frá bernsku.“
Stefán lærði fyrst á píanó og svo
á althorn en valdi básúnuna tólf ára
gamall. „Síðan hef ég líka spilað á
harmoniku og píanó, þótt básúnan
sé mitt hljóðfæri.“
Langþráður draumur
Eftir stúdentsprófið stundaði
Stefán Ómar nám í básúnuleik við
Tónlistarskólann í Reykjavík og út-
skrifaðist af blásarakennarabraut
árið 1985. Þá ákvað hann að fara til
útlanda, til Austurríkis, þar sem
hann fór í framhaldsnám í básúnu-
leik við Hochschule für Musik und
darstellende Kunst í Graz 1985-
1986. Þegar heim var komið tók við
tónlistarkennsla, fyrst við Tónlist-
arskólann í Njarðvík og síðan í
Hafnarfirði. En Stefán Ómar átti
eftir að fara aftur í nám erlendis,
hljómsveitir og í leikhúsum. „Ég
hef spilað nokkrum sinnum með
Sinfóníuhljómsveit Íslands og einn-
ig Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.“
Síðan hefur hann spilað heilmikið í
leikhúsum og má nefna verk eins og
Mikado eftir Gilbert og Sullivan,
Gæjar og píur, Chicago, Oliver
Twist og Kardimommubæinn svo
aðeins nokkur verk séu nefnd.
Stefán Ómar hefur komið víða við
í tónlistinni. Aðeins fimmtán ára
gamall varð hann félagi í Lúðra-
sveit Hafnarfjarðar og byrjaði í
stjórninni 1988, þá 28 ára gamall.
Síðan var hann stjórnandi sveit-
arinnar á árunum 1988-2003. Í
kennslunni var hann líka að stjórna
lúðrasveit svo hljómsveitastjórnun
er honum ekki ókunn.
Lindyhop og djass
Stefán Ómar stofnaði og rekur
Stebbi Ó. swingsextett sem leikur
fyrir lindyhop-dansara. „Það er fé-
lagsskapur í Reykjavík sem sérhæf-
ir sig í lindyhop -dansi, sem eru
nokkurs konar swing-dansar. Lengi
vel var haldin hátíð í Iðnó fyrir
lindyhop-dansara og þá vorum við
þar að spila.“
Stefán rekur einnig Jazztríó
Stebba Ó. ásamt Jóni Rafnssyni á
bassa og Aroni Erni á gítar, en auk
þess hefur Stefán Ómar spilað með
mörgum djössurum í gegnum tíð-
ina, bæði á tónleikum og eins á
hljómplötum. Síðan er Stefán Ómar
starfandi hljóðfæraleikari í Stór-
sveit Reykjavíkur.
Ljóð og besta starfið
Það kemur ekki á óvart að Stefán
Ómar sinni tónlist í frístundum líka
því hann hefur gaman af því að
semja og útsetja tónlist heima. Hins
vegar er það óvæntara að hann sé
líka að semja ljóð. Stefán Ómar gaf
árið 2015 út ljóðabókina Dimmrúnir
opus 1. „Ég á svo mikið af ljóðum
sem ég hef samið í gegnum tíðina
að ég ákvað að setja þau í bók og
gefa út. Ég skrifa út frá minni
reynslu og hugleiðingum um lífið og
tilveruna,“ segir Stefán Ómar sem á
ennþá mörg óbirt ljóð sem koma
hugsanlega út í annarri bók.
Stefán Ómar Jakobsson aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar – 60 ára
Tónlistarmaðurinn Hér er Stefán Ómar með básúnuna í Drangey í
Skagafirði árið 2013, en Stefán á ættir sínar að rekja til Skagafjarðar.
Tónlistin er stefið í mínu lífi
Til hamingju með daginn
50 ára Þröstur Heið-
ar er bóndi í Birkihlíð í
Staðarhreppi í Skaga-
fjarðarsýslu og hefur
búið þar alla tíð.
Helstu áhugamál
Þrastar eru veiði-
mennska, útivist,
menning og saga.
Maki: Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir, f.
1977, leikskólakennari.
Börn: Brynjólfur Birkir, f. 1996; Kolbrún
Birna Jökulrós, f. 1999; Þórkatla Björt
Sumarrós, f. 2001; Hallgerður Harpa
Vetrarrós, f. 2008; Ísleifur Eldur, f. 2010,
og Völundur Galdur, f. 2013.
Foreldrar: Erlingur Ákason, f. 1935, d.
1971, og Birna Elísabet Stefánsdóttir, f.
1936, d. 2012.
Þröstur Heiðar
Erlingsson
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
30 ára Auður Erna
fæddist í Uppsölum í
Svíþjóð en fluttist
heim átta ára gömul
til Reykjavíkur. Hún
býr núna á Akureyri.
Auður Erna er með
BSc í rekstrarverk-
fræði og vinnur við verðbréfauppgjör
hjá T Plús, en er núna í fæðingarorlofi.
Maki: Snævarr Örn Georgsson, f.
1990, umhverfisverkfræðingur hjá
EFLU.
Barn: Unnur Lilja Snævarrsdóttir, f.
2020.
Foreldrar: Margrét Þorsteinsdóttir, f.
1962, prófessor í lyfjagreiningu í HÍ og
Hálfdán Pétur Valdimarsson, f. 1963,
vinnur hjá Faxaflóahöfnum.
Auður Erna
Pétursdóttir