Morgunblaðið - 11.11.2020, Síða 33

Morgunblaðið - 11.11.2020, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Hrekkjavökuvika í Sambíóunum Sjáðu nokkrar að frægustu Hrollvekjum allra tíma Síðustu dagar Skálholts erþriðja og síðasta bókBjarna Harðarsonar í þrí-leik þar sem hann fjallar um Skálholtsstað á átjándu öld, lífið þar og fólkið sem kemur við sögu, hátt sem lágt, fólkið sem býr í Skál- holti en ekki síður fólkið í sveitinni. Fyrri bækurnar tvær í þessum þrí- leik heita Í skugga drottins og Í Gullhreppum. Í fyrstu bókinni hverfðist sagan um hina ungu al- múgakonu Maríu sem átti fund með nykri á Vörðu- felli, en í annarri bók vorum við samferða brokk- genga séranum Þórði í Reykja- dal, hvers kennd- ir voru ekki kirkjunni þóknanlegar. Í Síðustu dögum Skálholts eru það feðgarnir Finnur og sonur hans Hannes, síðasti Skálholtsbiskup, sem lesendur fá mest að vera sam- ferða, sem og hinni orðheppnu soð- búrskerlingu Katrínu, sem enn er í Skálholti og lætur engan vaða yfir sig. Sú gamla og harðskeytta kona er dóttir þeirrar Maríu sem við kynntumst í fyrstu bókinni. Kostu- lega parið Eilífigvendur og Hildur litla Hildardóttir setur heilmikinn svip á frásögnina, og margar fleiri persónur koma við sögu. Rétt eins og nafn bókarinnar gef- ur til kynna segir Í síðustu dögum Skálholts frá andarslitrum þessa höfuðseturs, misserin áður en bisk- upsstóllinn var færður þaðan til Reykjavíkur, sem og skólinn. Þetta er saga af ringulreið við endalok mikilla mektardaga, eins og segir á bókarkápu, og rétt eins og í fyrri bókunum fáum við að fylgjast með valdabrölti og daglegu lífi fólksins í Skálholti sem og almúgafólki. Þótt Bjarni skáldi upp sumar persónur og samtöl, þá byggir hann bókina á sögulegum viðburðum, til dæmis þeim hörmungum sem fólk þurfti að þola þegar móðuharðindi og Suður- landsskjálfti reið yfir í lok átjándu aldar. Bjarni sýnir okkur á átakan- legan hátt hvernig slíkar hörmungar bitna verst á alþýðufólkinu, mann- fellir var svo mikill að tína þurfti upp lík förufólks milli þúfna í nágrenni Skálholts. Sár er munurinn á aðstæðum og möguleikum Jóns og séra Jóns á þessum tímum og Bjarni hefur ríka samúð með þeim smæstu sem grimmd fátæktarinnar bítur fast. Bjargleysi almúgans verður áþreifanlegt í lifandi frásögn hans. Bjarni bregður upp mögnuðum myndum í sögu sinni, óvæntustu at- burðum, stórum sem smáum, leiftr- andi samtölum og lýsingum á stjórn- leysinu og óreiðunni sem einkenndi þessa tíma. Það sem gerir þessa bók svo frá- bæra aflestrar, rétt eins og hinar tvær sem á undan komu í þrí- leiknum, er tungutakið, sjálft mál- farið. Bjarni hefur gríðargóð tök á tungutaki þess tíma sem sagan ger- ist á og fólkið lifnar við af síðunum í lýsingum hans og samtölum. Hver og einn er með sinn sérstaka talanda og margir líka með skemmtilega sérviskuleg persónueinkenni. Hann beitir stílvopninu af mikilli snilld. Þótt sagan segi frá miklum hörm- ungum þá tekst Bjarna að láta sitt góðlátlega skopskyn skína í gegn þar sem við á, því ýmsar eru uppá- komurnar. Dýrmæt er sú sýn sem Bjarni færir lesendum sínum inn í hinn horfna tíma. Morgunblaðið/Hari Höfundurinn „Það sem gerir þessa bók svo frábæra aflestrar, rétt eins og hinar tvær sem á undan komu í þríleiknum, er tungutakið, sjálft málfarið,“ skrifar gagnrýnandi um bók Bjarna Harðarsonar sem gerist á 18. öld. Af soðbúrskerlingu og fleira fólki Söguleg skáldsaga Síðustu dagar Skálholts bbbbn Eftir Bjarna Harðarson. Bókaútgáfan Sæmundur 2020. Innbundin, 191 bls. KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR BÆKUR Kórónuveirufaraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á menningarstofnanir hérlendis og starfsemi þeirra. 75% þeirra menningarstjórnenda sem svöruðu könnun Rannsóknaseturs í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst sögðust hafa þurft að fella niður viðburði vegna faraldursins. Niðurstöðurnar eru sagðar í takt við það sem komið hefur fram í öðr- um athugunum um mikil áhrif kór- ónuveirufaraldursins á menningar- geirann. Könnunin, sem gerð var um mánaðamótin september/ október, var send til 694 aðila og luku 373 könnuninni. 63% svarenda voru konur og 36% karlar. Rann- sóknin náði meðal annars til bóka- og tónlistarútgáfu, sviðslista, kvik- myndaframleiðslu, starfsemi safna og reksturs sögulegra staða. Aðspurð segjast 16% svarenda hafa þurft að fækka starfsfólki vegna heimsfaraldursins og 47% segjast hafa þurft að að hætta við að lausráða fólk eða ráða verktaka í verkefni. Spurð nánar út í samn- inga við verktaka kom í ljós að 19% höfðu þurft að ganga út úr samn- ingum við verktaka og rúm 9% höfðu þurft að virða samninga við verktaka sem ekki var hægt að framkvæma. Spurt var sérstaklega um opin- beran stuðning og þar sögðust 35% svarenda hafa hlotið opinbera styrki vegna Covid-19 en 50% sögð- ust ekki hafa hlotið aðstoð. Spurt var nánar út í hvernig starfsemi hefði hugsanlega skerst. Fullyrð- ingunni „Covid-19 hefur orðið til þess að við höfum þurft að fella nið- ur starfsemi, ekki bara fresta eða færa til“ voru 50% mjög sammála, 25% frekar sammála, 6% hvorki sammála né ósammála, 10% frekar ósammála og 7% mjög ósammála. Þá var spurt sérstaklega um hvort þátttakendur teldu þörf á að endur- skoða „uppbyggingu menningar- geirans“ í ljósi áhrifa faraldursins og voru 55% svarenda því sammála en 9% voru því ósammála og 33% voru hlutlaus. Að lokum var spurt hvort inn- lendir ferðamenn hefðu komið í stað hinna erlendu og svöruðu 29% svarenda því játandi en jafnhátt hlutfall neitandi. Fjöldi menningarvið- burða hefur fallið niður  Ný könnun um áhrif faraldursins Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rannsókn Háskólinn á Bifröst. Michael Bundesen, söngvari dönsku hljómsveitarinnar Shu-bi-dua lést um helgina 71 árs að aldri. Í frétta- tilkynningu frá börnum hans kemur fram að hann hafi látist eftir stutta sjúkralegu og að banameinið hafi verið krabbamein. Bundesen nam lögfræði og stýrði útvarpsþætti hjá Danmarks Radio þegar hann kynnt- ist gítarleikaranum Michael Hardinger 1973 og saman stofnuðu þeir Shu-bi-dua. Hljómsveitin vann fljótt hug og hjarta Dana. Á tæp- lega 40 ára ferli sendi sveitin frá sér um tuttugu plöt- ur sem eru meðal söluhæstu platna í danskri tónlistar- sögu. Sveitin hætti störfum þegar Bundesen fékk, með stuttu millibili, tvo blóðtappa í heila 2011 með þeim afleiðingum að hann lamaðist á vinstri hlið. Tveimur árum síðar hlaut sveitin heiðursverðlaun á Danish Music Awards 2013. Michael Bundesen látinn 71 árs að aldri Michael Bundesen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.