Morgunblaðið - 11.11.2020, Page 36
Vísur og skvísur nefnist tvíeyki sem kemur fram á
Sagnakaffi á vegum Borgarbókasafnsins í beinu
streymi sem hefst í kvöld kl. 20 og stendur til 21.30.
Hljómsveitina skipa Vigdís Hafliðadóttir og Þorgerður
Ása Aðalsteinsdóttir. Þær hafa báðar stundað nám við
Norræna vísnasöngskólann í Kungälv í Svíþjóð og hafa
því sérhæft sig í norrænni vísnatónlist þar sem textinn
hefur ekki minna vægi en laglínan og hvert lag segir
sína sögu. Á tónleikum kvöldsins flytja þær tilfinn-
ingarík lög frá ýmsum löndum.
Vísur og skvísur á Sagnakaffi í dag
„Það fer rosalega vel um okkur hérna í Augsburg. Hót-
elið og æfingasvæðið er algjörlega frábært. Við tókum
fína æfingu í gær [fyrradag] og svo aftur í dag [gær].
Æfingin í dag [gær] var lengri og ítarlegri þar sem
menn voru ennþá að skila sér til Þýskalands á mánu-
daginn og hann fór því að mestu leyti í það, sem og
endurheimt,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, meðal annars í samtali við
Morgunblaðið í dag en leikurinn mikilvægi gegn Ung-
verjum er á morgun. »30
Vel fer um landsliðsmennina í
knattspyrnu í Augsburg
landsliðsnefnd sambandsins undan-
farin ár.
„Ég lifi og brenn fyrir íþróttina,
hef mikla reynslu og þótt ég hafi ver-
ið í stjórninni undanfarin ár hef ég
verið fjarri hringiðunni síðan ég
hætti í landsliðinu, og fengið nýja sýn
á badminton á Íslandi,“ segir Helgi,
kappsfullur og bjartsýnn á fram-
haldið. „Ég er mjög hrifinn af því
sem Tinna lagði upp með og vann að
og vil byggja á hugmyndum hennar.“
Helgi er á svipuðum aldri og
Ragna Ingólfsdóttir, fyrrverandi af-
rekskona í badminton, og segir það
hafa gefið sér mikið að verða sam-
ferða henni í íþróttinni. „Ég ólst upp
með Rögnu Ingólfs, sennilega bestu
badmintonkonu Íslands, og metn-
aður hennar og frammistaða hvatti
mig og aðra til frekari dáða,“ segir
hann. Kári Gunnarsson, besti bad-
mintonspilari landsins og margfaldur
Íslandsmeistari, sé í svipaðri stöðu
og Ragna hafi verið. „Við áttum gott
landslið á tíma okkar Rögnu og ég
vona að árangur Kára sýni yngri
leikmönnum að þetta er skemmti-
legt, eftirsóknarvert og spennandi líf.
Það er vissulega mjög erfitt, tíma-
frekt og dýrt að reyna að vinna sér
sæti á Ólympíuleikum, en það er
draumur afreksfólksins og við
stefnum þangað sem fyrr.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Helgi Jóhannesson hefur ekki hitt
landsliðshópinn í badminton síðan
hann tók við sem landsliðsþjálfari af
Tinnu Helgadóttur 1. september síð-
astliðinn. Æfingabúðir voru fyrirhug-
aðar um helgina en þær voru slegnar
af vegna samkomubannsins. „Bad-
minton hefur nánast legið niðri á
heimsvísu síðan í mars,“ segir Helgi
og vonar að það
fari að birta til í
þessu efni.
Unglingalands-
liðið átti að keppa
á Evrópumótinu í
Finnlandi 29.
október til 7. nóv-
ember, en hætt
var við þátttöku
vegna kórónu-
veirufaraldursins
og því fór Helgi ekki þangað. Hann
bætir við að Frakkar hafi hætt við að
halda riðlakeppnina í undankeppni
Evrópukeppni landsliða 9.-12. desem-
ber og hún sé því í uppnámi. Finnist
ekki annar mótsstaður velji Evr-
ópska badmintonsambandið sigur-
vegara út frá stöðu landsliðanna og
þá eigi Ísland ekki möguleika.
Öflugur leikmaður
Helgi stóð vart út úr hnefa þegar
hann fimm ára byrjaði að æfa bad-
minton. „Pabbi var trimmari í íþrótt-
inni, við fórum að slá heima í stofu,
brutum margar brúðargjafir, sem
hafði verið stillt upp í hillum í stof-
unni, en mér fannst þetta hrikalega
gaman og gat ekki lagt spaðann frá
mér,“ rifjar hann upp. Um fimm ár-
um síðar hófst keppnisferillinn sem
stóð yfir til 2013. Hann varð 17 sinn-
um Íslandsmeistari, fimm sinnum í
einliðaleik, tíu sinnum í tvíliðaleik og
tvisvar í tvenndarleik, og lék 67
A-landsleiki. Helgi var unglinga-
landsliðsþjálfari 2014-2015 og aðstoð-
arlandsliðsþjálfari 2015-2016. Hann
var í stjórn Badmintonsambandsins
undanfarin fjögur ár, en gekk úr
stjórn þegar hann tók við nýja starf-
inu. Þá hefur hann verið í afreks- og
Nánast ekkert bad-
minton frá því í mars
Helgi Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur enn ekki hitt liðið
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Badminton Helgi Jóhannesson var margfaldur Íslandsmeistari.
Helgi Jóhannesson
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 316. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
ÍÞRÓTTIR MENNING