Morgunblaðið - 24.11.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 24.11.2020, Síða 1
GUÐRÚN BRÁ 27 Þ R I Ð J U D A G U R 2 4. N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  277. tölublað  108. árgangur  HELDUR GÓÐ- UM HÚMOR OG LÉTTLEIKA NÝ STARFSEMI LÍFGI UPP Á LAUGAVEGINN NÁÐI SÍNUM BESTA ÁRANGRI Í SÁDI-ARABÍU VERKFÆRALEIGA 11ÆVINTÝRI SIGRÚNAR 28 Mánuður er nú til jóla og komandi sunnudagur verður sá fyrsti í aðventu. Jólaskreytingar af ýmsu tagi hafa verið settar upp víða, þar með talið í Reykjavíkurborg þar sem jólaköttinn á Lækjartogi má nú heimsækja eins og undanfarin ár. Þessi börn voru þar að leik og virtu fyrir sér ljósum prýtt óargadýrið þeg- ar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá í gær. Lýsir upp myrkrið þegar mánuður er til jóla Morgunblaðið/Kristinn Magnússon  Að brottfall úr skólunum hafi ekki aukist á tím- um kórónuveir- unnar segir eitt og sér takmark- aða sögu, segir Júlíus Viggó Ólafsson, for- maður Sambands íslenskra fram- haldsskólanema. Fulltrúar sambandsins hafa undan- farið fundað reglulega með stjórn- endum skóla og menntamálaráð- herra um sín hagsmunamál, svo sem prófin framundan. „Framboð atvinnu um þessar mundir er takmarkað, framhalds- skólanemar hafa því að fáu að hverfa og halda því áfram í skól- anum. Í stóra samhenginu er verð- ugt að hafa í huga þau langtíma- áhrif sem ringulreið í skólastarfi getur haft til dæmis á landsfram- leiðslu og hagvöxt. Menntun þjóð- arinnar er afgerandi áhrifaþáttur í því sambandi,“ segir Júlíus sem tel- ur þurfa inngjöf í skólamálum þeg- ar veiran er afstaðin. »11 Þörf á inngjöf í skólamálum eftir veirutímann Júlíus Viggó Ólafsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sérfræðingar telja hækkandi hrávöru- verð benda til aukinnar bjartsýni eftir að greint var frá árangri við þróun þriggja bóluefna gegn kórónuveirunni. Vegna þessa árangurs kunni kórónuveirukreppan að hafa náð há- marki en hún er ein dýpsta efnahags- kreppa síðustu hundrað ára. Meðal annars hefur álverð hækkað um tugi prósenta eftir að það náði lág- marki í kjölfar þess að veiran lamaði hagkerfi Vesturlanda síðastliðið vor. Lengra komin í endurreisninni Brynjólfur Stefánsson sérfræðingur hjá Íslandssjóðum segir það eiga þátt í aukinni eftirspurn að Kína og mörg önnur Asíuríki séu lengra komin í end- urreisninni en Evrópa og Bandaríkin. Spurður hvaða áhrif hækkandi ál- verð hafi á íslenskan áliðnað bendir Brynjólfur á að framleiðslan hafi verið stóraukin í Kína síðustu ár og framboð á áli aukist mikið sem geri aðstæður á álmarkaði krefjandi. Hins vegar séu hækkanir síðustu daga án efa góðar fréttir fyrir framleiðendur, þar með talið íslenska. Mun hækka óverulega Brynjólfur gerir ráð fyrir að olíu- verð muni hækka eftir því sem hag- kerfin taka við sér en þó óverulega. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka, segir sterkt sam- hengi milli þróunar olíuverðs síðustu vikur og tíðinda af þróun bóluefna. Fréttir af bóluefnum Pfizer [9. nóv.] og Moderna [16. nóv.] hafi aukið bjartsýni um að faraldurinn verði senn að baki. Sama megi segja um fréttir gærdags- ins af árangri AstraZeneca við þróun bóluefnis. Yngvi Harðarson hagfræðingur er sama sinnis um áhrif bóluefnanna. Vísbending um að botninum sé náð  Þróun bóluefna gegn veirunni þrýstir upp hrávöruverði Heimsmarkaðsverð á áli 2.1.-20.11.2020 2.100 1.940 1.780 1.620 1.460 1.300 2. janúar 20. nóvember 2020 Heimild: Refinitiv/Analytica 1.993 1.462 1.804,5 LME álverð $/t MÁlverðið á hraðri uppleið »12 Merkingar fugla og endurheimt merkjanna gefa margvíslegar upplýs- ingar um ferðir fugla, aldur og fleira. Í skýrslu um fuglamerkingar og ald- ursmet er 35 ára skrofa talin meðal íbúa í Ystakletti, en skrofa kemur ein- göngu í land til að verpa. Ekki er hægt að fullyrða að skrofan hafi verpt í sömu holuna í þrjá áratugi, en líklega hefur hún alltaf orpið á litlum bletti í Ysta- kletti. Lengsta skráða ferð í endur- heimtum 2019 var endurfundur síla- máfs í Marokkó. Þá var hann 3.529 km frá merkingarstað hér á landi. »10 Ljósmynd/Yann Kolbeinsson Skrofa Lítið fyrir breytingar. Á bletti í Ystakletti í um 30 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.