Morgunblaðið - 24.11.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Fyrirtæki stíla inn á það að dreifa
álaginu í ljósi ástandsins í samfélag-
inu og þess óhagræðis sem því
fylgir,“ segir Andrés Magnússon,
framkvæmdastjóri Samtaka versl-
unar og þjónustu.
Sjá mátti af auglýsingum í Morg-
unblaðinu í gær og í auglýsingum á
netmiðlum að verslunardagurinn
svartur föstudagur, sem er næsta
föstudag, er farinn að breiða úr sér
og margar verslanir bjóða upp á til-
boð alla vikuna. Andrés segir að
mikil gerjun hafi verið í kringum al-
þjóðlega viðskiptadaga hér á landi
síðustu þrjú til fjögur árin. Margir
nýttu sér dag einhleypra nýlega og
fram undan er svartur föstudagur
og rafrænn mánudagur í kjölfarið.
Nú þegar samkomutakmarkanir
af völdum kórónuveirunnar torveldi
verslun leggi kaupmenn enn meiri
áherslu á viðskipti í gegnum netið.
Mikilvægt sé að dreifa jólaversl-
uninni yfir lengri tíma nú en áður.
„Það er alveg klárt að fyrirtæki,
bæði stór og smá, eru að gíra sig
upp í að nýta þessa viku vel. Það
verða gífurleg viðskipti næstu vik-
una og þau verða í auknum mæli á
netinu. Eins og staðan er nú verður
að gera ráð fyrir að fjöldatakmark-
anir verði áfram í gildi fram í næstu
viku. Það er auðvitað afar bagalegt
fyrir verslunina. Við og fleiri bíðum
þess að slakað verði á takmörk-
unum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Annir Raðir myndast við verslanir enda mega aðeins tíu fara inn í einu. Sífellt fleiri nýta sér því netverslanir.
„Gífurleg“ sala
næstu vikuna
Svartur föstudagur breiðir úr sér og
verslanir verða með tilboð alla vikuna
Páll Pétursson á Höllu-
stöðum, bóndi, fyrrver-
andi alþingismaður og
ráðherra, lést á Land-
spítalanum í gær, 23.
nóvember, 83 ára að
aldri.
Páll var fæddur á
Höllustöðum í Blöndu-
dal 17. mars 1937, son-
ur hjónanna Péturs
Péturssonar (1905-
1977) og Huldu Páls-
dóttur (1908-1995) og
var elstur fjögurra
systkina.
Páll lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á Akur-
eyri árið 1957 og hóf búskap það
sama ár á Höllustöðum. Hann hóf
snemma afskipti af félagsmálum,
einkum á vettvangi Framsóknar-
flokksins. Var árið
1974 kjörinn á Alþingi
og átti þar sæti til árs-
ins 2003. Var formaður
þingflokks Fram-
sóknar í fjórtán ár, var
tvívegis forseti
Norðurlandaráðs og
formaður Vestnorræna
þingmannaráðsins um
tveggja ára skeið. Þá
sat hann í flugráði og
stjórn Landsvirkjunar
og var formaður lyfja-
greiðslunefndar um
nokkurt skeið. Vorið
1995 var Páll skipaður
félagsmálaráðherra. Því embætti
gegndi hann til 2003.
Páll gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir sveit sína, vann að
hagsmunum hestamanna, var for-
maður Karlakórs Bólstaðarhlíðar-
hrepps og formaður undirbúnings-
nefndar um stofnun Textílseturs
Íslands á Blönduósi. Alla tíð sýslaði
hann við búskap á Höllustöðum
ásamt fjölskyldu sinni.
Fyrri eiginkona Páls var Helga
Ólafsdóttir (1937-1988). Börn þeirra
eru Kristín bóndi, Ólafur Pétur, pró-
fessor við HÍ, og Páll Gunnar, for-
stjóri Samkeppniseftirlitsins.
Eftirlifandi eiginkona Páls er Sig-
rún Magnúsdóttir (f. 1944), fv. borg-
arfulltrúi og umhverfisráðherra.
Dætur hennar og stjúpdætur Páls
eru Sólveig Klara Káradóttir geð-
hjúkrunarfræðingur og Ragnhildur
Þóra Káradóttir, prófessor við Há-
skóla Íslands og Háskólann í Cam-
bridge. Páll lætur eftir sig á þriðja
tug barnabarna, stjúpbarnabarna og
barnabarnabarna.
Andlát
Páll Pétursson, fyrrverandi ráðherra
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Samtök iðnaðarins deila hart á samn-
ing Reykjavíkurborgar og Ríkisút-
varpsins (Rúv.) um samstarfsverk-
efnið UngRÚV, þar sem stjórnvald
styrki opinbert fyrirtæki, sem þegar
njóti hárra greiðslna af almannafé.
Þá hafa spurningar vaknað um form-
ið, þar sem borgin greiði Rúv. með
styrkjum í stað þess að greiða fyrir
skv. þjónustusamningi, sundurliðuð-
um eftir því hvort um samkeppnis-
rekstur er að ræða eða ekki.
„Umrædd styrkjaúthlutun
Reykjavíkurborgar til Ríkisútvarps-
ins upp á rúmar 14 m.kr. er óskiljan-
leg og vekur óneitanlega furðu,“ seg-
ir Björg Ásta Þórðardóttir,
yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðar-
ins. „Bæði sökum þess að stjórnvald
er hér að styrkja opinbert hlutafélag
sem fær um 4 milljarða árlega í nef-
skatt og það er gert án þess að sam-
keppnisaðilum Rúv. sé gefinn kostur
á að sækja um sambærilegan styrk.“
Hún bætir við að framleiðsla á efni
fyrir ungt fólk hafi nú þegar verið
styrkt úr almannasjóðum skv. þjón-
ustusamningi ríkisins frá 2016.
Í liðinni viku samþykkti borgarráð
drög að samstarfs- og styrktarsamn-
ingi skóla- og frístundasviðs (SFS)
við Ríkisútvarpið um UngRÚV, sem
er þjónusta við ungt fólk, þvert á
miðla Rúv., og er markmið samnings-
ins að gefa unglingum í 8., 9. og 10.
bekk tækifæri til að sækja sér
fræðslu og starfsreynslu við fjölmiðl-
un og dagskrárgerð.
Í verkefnislýsingunni er samstarf-
ið tíundað í nokkrum smáatriðum um
skyldur Ríkisútvarpsins og hvaða
fjármuni borgin muni reiða af hendi á
móti. Tilgreint er að „greiðslur sam-
kvæmt samningi þessum til RÚV eru
krónur 14.169.000,- sem skiptist nið-
ur á þrjú ár“ og sérstaklega tekið
fram að ekki sé um virðisauka-
skattsskylda starfsemi að ræða. Í
framhaldi af því er greinargerð um
hvernig samningurinn samræmist
regluverki á Íslandi og í Evrópu, en
jafnframt að „kaupin“ séu ekki út-
boðsskyld, skv. reglum um slík „inn-
kaup“.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri
sagði við Morgunblaðið að formið
hefði eflaust getað verið með öðrum
hætti, en að sér sýndist á gögnum frá
borginni að öllum spurningum varð-
andi útboð hefði verið skýrt svarað í
undirbúningi samningsins.
Í fljótu bragði verður ekki séð að
þar á hefði verið neinn munur annar
en sá, að á styrki leggst ekki virðis-
aukaskattur, enda eiga þeir ekki að
vera endurgjald, en það ætti hins
vegar við um þjónustuviðskipti.
Lögfræðingar sem Morgunblaðið
bar málið undir sögðu að einstakir
þættir verkefnisins kynnu að vera
undanþegnir virðisaukaskatti, en
hins vegar væri það mikið álitamál
varðandi leigu á tækjum og aðstöðu,
svo dæmi væru tekin. Af samningn-
um og þeirri þjónustu sem Rúv.
skuldbindur sig til að veita beri
styrkurinn skýrt yfirbragð endur-
gjalds. Jafnframt var bent á að upp-
lýsa þyrfti hvar frumkvæðið lægi,
hvort Rúv. hefði óskað eftir styrk frá
borginni, en ella samræmdist styrk-
urinn ekki reglum borgarinnar.
Skúli Helgason, formaður skóla-
og frístundaráðs, kvaðst ekki vita
hvort Ríkisútvarpið hefði sótt um
styrk til borgarinnar. Hann sagði að
þetta væri framlenging á eldra verk-
efni sem Rúv. ætti mikinn heiður af
og því hefði þótt eðlilegt að leita til
þess áfram. Hitt væru alveg réttmæt
sjónarmið, en staðan væri þó sú, að
Rúv. eitt hefði bolmagn í verkefnið,
hvað sem síðar yrði.
Ekki er deilt um ágæti UngRÚV.
Fulltrúar minnihlutans í borgarráði
lýstu stuðningi við það, en bókuðu að
Rúv. bæri nú þegar skylda til þess að
auka framleiðslu á íslensku efni fyrir
börn samkvæmt þjónustusamningi
við menningarmálaráðuneytið. Jafn-
framt að þrátt fyrir að ekki væri út-
boðsskylda að lögum og reglum, þá
hefði verið rétt að fara í útboð eða
gera verðfyrirspurn hjá öðrum fram-
leiðslufyrirtækjum og sjónvarps-
stöðvum.
Deilt á styrk borgarinnar til Rúv.
Samtök iðnaðarins gagnrýna drög að styrktarsamningi Reykjavíkurborgar við Ríkisútvarpið
Greitt fyrir þjónustu með styrkjum Efast um að sú leið standist reglur eða lög um virðisaukaskatt
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Ráðhús Borgin vill greiða Ríkisútvarpinu fyrir veitta þjónustu með styrk.