Morgunblaðið - 24.11.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, felldi í gærmorg-
un og sótti jólatré sem prýða
mun Thorsplanið í Hafnarfirði yf-
ir jólahátíðina. Hefð hefur verið
fyrir því að jólatréð á Thorsplani
komi frá Cuxhaven, vinabæ
Hafnarfjarðar í Þýskalandi, en í
ár kemur tréð beint frá Skóg-
rækt Hafnarfjarðar. Jólatrénu
hefur nú þegar verið komið fyrir
á Thorsplani.
„Vinir Hafnarfjarðar í Cuxha-
ven hafa verið svo framtakssamir
að gróðursetja tré í Skógrækt
Hafnarfjarðar í svokölluðum
Cuxhaven-lundi í heimsóknum
sínum til Íslands allt frá árinu
1998 en formlegu vinabæja-
sambandi milli bæjanna tveggja
var komið á fyrir rúmum þrjátíu
árum,“ segir í tilkynningu frá
bæjarfélaginu.
Ljósin á trénu verða tendruð á
föstudag af Rósu bæjarstjóra,
Dietrich Becker, sendiherra
Þýskalands á Íslandi, og Gísla
Valdimarssyni, formanni vinabæj-
arfélagsins Hafnarfjörður-
Cuxhaven, að viðstöddum nokkr-
um leikskólabörnum.
Fram kemur í tilkynningu bæj-
arins að uppsetning jólaþorpsins
sé hafin og verði það opið frá kl.
13-18 alla laugardaga og sunnu-
daga á aðventunni.
Ekki langt að
sækja jólatréð í ár
Ljósmynd/Aðsend
Vel búin Rósa Guðbjartsdóttir
bæjarstjóri sagaði niður jólatréð.
Hefð fyrir að tré komi frá Cuxhaven
Hugsanlegt er að nafn flugfélagsins
Air Iceland Connect verði lagt niður
innan tíðar. Þetta er meðal atriða
sem nú eru í skoðun hjá Icelandair,
sem tók starfsemina yfir fyrr á
þessu ári. Nafnið Icelandair kæmi
þá í staðinn.
„Við erum að samþætta þá starf-
semi sem hefur verið rekin undir
merkjum Air Iceland Connect inn í
rekstur Icelandair Group. Þetta eru
flugrekstur, starfsmannamál, sölu-
og markaðsstarf, vörumerki og
fleira. Þessi vinna er í fullum gangi
og er yfirgripsmikil,“ segir Ásdís Ýr
Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Ice-
landair, í samtali við Morgunblaðið.
Flugfélag Íslands var starfrækt í
áratugi en nafninu breytt í Air Ice-
land Connect 2017. sbs@mbl.is
Breytt nafn
hugsanlegt
Icelandair í staðinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flug Nafnið Air Iceland Connect
kann að verða lagt niður fljótlega.
Alls hafa 35 tilkynningar borist
Náttúruhamfaratryggingu Íslands
vegna jarðskjálftans sem varð vest-
ur af Krýsuvík 20. október af stærð-
inni 5,6. Þar af eru 30 tilkynningar
vegna tjóns á húseignum og fimm á
innbúi og lausafé.
Þetta segir Hulda Ragnheiður
Árnadóttir, framkvæmdastjóri
Náttúruhamfaratryggingar Íslands,
spurð út í stöðu mála rúmum mánuði
eftir skjálftann. Niðurstaða er kom-
in í mati á 20 húseignatjónum og
hafa þrjú þeirra leitt til bóta.
„Í stórum hluta þeirra mála sem
matsmenn hafa verið að skoða þá
telja þeir að tjónið sé annaðhvort
undir eigin áhættu eða að ekki sé
hægt að rekja skemmdirnar til jarð-
skjálftans,“ segir Hulda Ragnheið-
ur. Þess vegna komi ekki til bóta en
400 þúsund króna eigin áhætta er á
húseignatjónum. „Það má segja að
þessi jarðskjálfti hafi leitt í ljós að
þrátt fyrir að hann hafi fundist á
stóru svæði er sáralítið um skemmd-
ir. Þetta sýnir að íslenskar húsbygg-
ingar standast auðveldlega skjálfta
af þessari stærð.“
Þrír fengið
bætur vegna
skjálftans
35 tilkynningar
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Viðskipti með notaða bíla hafa verið
lífleg á árinu, þvert á það sem fólk í
greininni taldi verða vegna áhrifa
kórónuveirunnar. Samkvæmt tölum
Samgöngustofu eru eigendaskipti á
ökutækjum í ár orðin 107.185, borið
saman við 97.970 á sama tíma í fyrra.
Aukningin er 8,6% en þá ber að hafa
í huga að oft eru tvær til þrjár skrán-
ingar á bak við ein eigendaskipti, svo
sem í uppítökuviðskiptum þegar
fjármögnunarfyrirtæki er skráður
eigandi bíls í skamman tíma.
Sé litið á einstaka tegundir þá eru
skráð skipti eigenda á Ford Focus
1.027, 1.529 á Kia Sportage, Honda
CRV hefur skipt 1.581 sinni um eig-
endur og Toyota RAV4 í 3.352 skipti,
Volkswagen Golf 2.920 sinnum og
Toyota Yaris 3.919 sinnum.
Söluaukningin er 34%
Meginlínuna í viðskiptum að und-
anförnu segir Sigurður Ragnar Guð-
laugsson, sölustjóri notaðra bíla hjá
Toyota í Garðabæ, þá að flestir leiti
að bílum árgerð 2016 og þaðan af ný-
legri. „Fólk vill nýjustu árgerðirnar
og hækkar sig í verði, því reglur
banka um lán til slíkra viðskipta eru
rúmar. Bílar sem eru eldri en fimm
ára eða svo seljast hægar. Markað-
urinn er líflegur og lagerinn hjá okk-
ur er ekki jafn stór nú og stundum
áður,“ segir Sigurður.
Í október síðastliðnum var sala
notaðra bíla hjá Toyota 10% meiri en
í sama mánuði í fyrra. Salan fyrstu
10 mánuðina í ár er 34% meiri en í
fyrra. „Þegar kórónuveiran skall á
snemma árs taldi ég að markaðurinn
yrði dauður í ár, en annað kom á
daginn,“ segir Sigurður Ragnar. „Ís-
lendingar ferðuðust innanlands og
fóru í maí að huga að bílaviðskiptum.
Sú velta hélst allt
sumarið. Þegar
komið hafa vond-
ar fréttir af veir-
unni hafa við-
skipti stundum
dottið niður í
vikutíma eða svo,
en farið svo aftur
í gang. Við kvört-
um því alls ekki
yfir stöðu mála.“
Tekið undan koddanum
Rögnvaldur Jóhannesson hjá
Bílasölu Selfoss selur notaða bíla og
er með umboð nýrra bíla fyrir Heklu
og Öskju. „Í vor þegar tók fyrir ut-
anlandsferðir notuðu margir sparifé
ætlað í ferðalög undan koddanum til
að kaupa nýjan bíl. Í því efni var
ríkjandi hjá fólki að kaupa raf-
magns- eða hybrid-bíla; um helming-
ur nýrra bíla sem seldir eru í dag í
dag er knúinn öðru en jarðefnaelds-
neyti,“ segir Rögnvaldur.
„Í viðskiptum með nýja bíla eru
eldri ökutæki gjarnan tekin upp í og
eru gjarnan keypt af ungu fólki sem
hefur ekki endilega mikið á milli
handa,“ segir Rögnvaldur sem telur
framangreint með öðru ráða því að
jafnvægi og hringrás í bílaviðskipt-
um á árinu hafi haldist. „Bílaleigurn-
ar hafa haldið að sér höndum við
endurnýjun. Stundum hafa komið
þau ár að þær demba þúsundum eins
og hálfs til tveggja ára gamalla bíla í
endursölu, en bíða með allt slíkt
núna. Fyrir vikið er framboð not-
aðra bíla hóflegt og jafnvægi á
markaði.“
Vaxalækkanir haft mikil áhrif
Björn Hansson hjá Bílasölu
Reykjavíkur segir viðskiptin í ár
standa nánast á pari við fyrra ár.
Veirufréttir hafi stundum valdið
hökti á markaði, sem gangi þó jafnan
fljótt til baka. Í sumar hafi salan ver-
ið mjög góð.
„Vaxtalækkanir hafa mikil áhrif.
Stundum hefur fólk endurfjármagn-
að íbúðalán og jafnhliða losað um
peninga sem fara í bílakaup. Vextir
af bílalánum í dag eru 5,5% og hafa
sjaldan verið jafn lágir. Slíkt hvetur
fólk til viðskipta og þegar upp verð-
ur staðið er 2020 gott ár í bílavið-
skiptum,“ segir Björn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bílar Jeppafloti fyrir utan Toyota í Garðabæ í gær. Sala á notuðum bílum eru lífleg um þessar mundir, þó að búist hafi verið við öðru þegar veiran skall á.
Kaupa nýlega og dýra bíla
Líflegur markaður með notaða bíla Setja sparifé í bíla í stað utanlandsferða
Lán og lágir vextir 3.900 skráningar á Yaris Jafnvægi er á markaðinum
Sigurður Ragnar
Guðlaugsson
Rögnvaldur
Jóhannesson
Björn
Hansson