Morgunblaðið - 24.11.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.11.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020 Sem kunnugt er fann Al Gore uppinternetið. Á því leikur enginn vafi, hann sagði það sjálfur og ætti að vita það manna best. Flokks- bróðir hans Joe Biden frelsaði Man- dela úr prísundinni. Um það vitnaði Biden sjálfur svo að á því leikur enginn vafi.    Dagur B. Egg-ertsson var í viðtali við Michael Bloomberg, fyrrver- andi borgarstjóra New York og flokks- bróður og fyrrver- andi keppinaut fyrr- nefnds Bidens. Bloomberg sagði í viðtalinu að bak- grunnur Dags í læknisfræði hefði hjálpað í baráttunni við kórónuveir- una í Reykjavík og að borgin hefði snemma orðið fyrirmynd fyrir mikl- ar sýnatökur og smitrakningar.    Dagur ræddi svo um hinn miklaárangur sem náðst hefði og dró ekki úr hlut sínum eða benti á þátt annarra. Þeir Íslendingar sem horfa á viðtalið og vita hvernig í pottinn er búið hljóta að velta fyrir sér hvernig á því stendur að Bloom- berg telur að Dagur hafi stýrt hér sóttvarnaaðgerðum og unnið þrek- virki í sýnatökum og smitrakn- ingum.    Hafi Dagur sjálfur ekki sagtBloomberg frá þessu meinta afreki sínu, hver gerði það þá?    Og ef það var einhver annar semveitti Bloomberg þessar röngu upplýsingar, hvers vegna leiðrétti Dagur þá ekki misskilninginn og benti á þá sem stýrt hafa aðgerðum?    Bloomberg hefði jafnvel getað áttsamtal við þá. Dagur B. Eggertsson Stolnar fjaðrir STAKSTEINAR Michael Bloomberg Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur hafnað ósk um að fá að opna og reka veitingastað, vínbar eða hvort tveggja í húsinu á lóð nr. 7 við Laugaveg með afgreiðslutíma til kl. 03:00. Ástæðan er sú að um svæðið gilda svokallaðir starfsemikvótar og veitingastarfsemi rúmast ekki innan þeirra. Það var Basalt ehf. sem sendi þessa fyrirspurn inn og var hún tekin til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði. Fram kemur í umsögn skipu- lagsfulltrúans að í gildi sé deiliskipulag frá 2006 fyrir reit sem afmarkast af Laugavegi, Banka- stræti, Ingólfsstræti, Hverfisgötu og Smiðjustíg. Laugavegur 7 tilheyrir Aðalverslunarsvæði 7 skv. aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 en um það svæði gilda ákveðnir starfsemikvótar. „Er í aðalskipulaginu tilgreint að hlutfall smávöruversl- unar á þessu svæði skuli ekki vera lægra en 70%. Hlutfall smávöruverslunar á svæðinu er ekki nema um 64% og því myndi breyting á þessu til- tekna rými úr verslunarhúsnæði yfir í rými með veitingaþjónustu lækka það hlutfall enn frekar. Því er ekki hægt að heimila þá breytingu sem ósk- að er eftir í fyrirspurninni.“ sisi@mbl.is Fá ekki að opna bar á Laugavegi  Starfsemikvótar á svæðinu útiloka það Morgunblaðið/sisi Laugavegur 7 Þarna verður ekki heimilt að selja mat og vín. Starfsemikvótar heimila það ekki. Halldór Grönvold, að- stoðarframkvæmda- stjóri ASÍ, lést á Land- spítalanum þann 18. nóvember sl. eftir stutt veikindi, 66 ára að aldri. Halldór fæddist í Reykjavík 8. mars 1954 og ólst þar upp. Foreldar hans voru Kveldúlfur Grönvold, f. 1901, d. 1962, og Em- ilía Oddbjörg Grön- vold, f. 1912, d. 1996. Halldór helgaði verkalýðshreyfingunni starfsævi sína eftir að hann lauk námi í vinnumarkaðsfræðum við University of Warwick á Englandi. Fyrst starfaði hann hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, en frá árinu 1993 á skrifstofu Alþýðu- sambandsins. Þangað var hann ráð- inn sem skrifstofustjóri en frá árinu 2001 var Halldór aðstoðarfram- kvæmdastjóri ASÍ auk þess að leiða deild félags- og vinnumarkaðsmála hjá sambandinu. Halldór vann alla tíð ötullega að réttindum launafólks. Hann sat í stjórn Vinnumálastofnunar frá 1996 og beitti sér mjög í fræðslumálum innan verkalýðshreyfingarinnar og þá einkum starfsmenntamálum. Hann tók þátt í samningum á Evr- ópuvísu um fjölskyldu- vænni vinnustaði og breytingu á vinnu- tímatilskipuninni ásamt fæðingar- og foreldraorlofi. Hann barðist fyrir breyt- ingum á fæðingar- orlofslöggjöfinni sem náðust árið 2000, þar á meðal rétti feðra til töku fæðingarorlofs. Á síðustu árum hefur Halldór sérstaklega beitt sér fyrir aðgerð- um til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði. „Það má fullyrða að fáir hafi haft eins mikil áhrif á mótun íslenska vinnumarkaðsmódelsins og Halldór Grönvold. Hann var einlægur verkalýðssinni og jafnaðarmaður, traustur og góður félagi með yfir- burðaþekkingu á vinnumarkaðs- málum. Óhætt er að segja að stórt skarð sé höggvið í raðir starfs- manna ASÍ, bæði sem hreyfingar og vinnustaðar, við fráfall Hall- dórs,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Eftirlifandi eiginkona Halldórs Grönvold er Greta Baldursdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari. Þau eignuðust tvö börn, Evu og Arnar, og eru barnabörn þeirra nú þrjú. Andlát Halldór Grönvold

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.