Morgunblaðið - 24.11.2020, Page 10
10 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Það átti ekki af ársgömlum frönsk-
um hettusöngvara að ganga er hann
flæktist til Íslands síðasta sumar.
Fyrst flaug hann á rúðu og rotaðist
á Smyrlabjörgum í maímánuði og
kom svo í net Fuglaathugunar-
stöðvar Suðausturlands í Einars-
lundi tveimur mánuðum síðar. Hvað
svo varð um söngvarann er ekki vit-
að, en endurheimt á grænfinku sýnir
að sumir fuglar sem hrekjast til Ís-
lands eiga afturkvæmt. Þannig kom
grænfinka sem merkt var á Höfn í
Hornafirði í desember 2018 í net
merkingamanna á Suðureyjum,
skammt frá Stornoway í Skotlandi, í
maí í fyrra.
Þetta er meðal þess sem lesa má
úr skýrslu um fuglamerkingar 2019,
en árið var 99. ár fuglamerkinga á
Íslandi. 53 merkingamenn skiluðu
skýrslum um merkingu á alls 15.775
fuglum af 82 tegundum. Afkasta-
mestur við merkingar var Sverrir
Thorstensen með 4.575 fugla
merkta. Mest var merkt af auðnu-
tittlingum, 3.531 fugl, og flestar end-
urheimtur voru á þeirri tegund.
Guðmundur A. Guðmundsson
dýravistfræðingur er formaður
fuglamerkingaráðs, en auk hans
kemur Svenja Auhage, umhverfis-
og vistfræðingur, að daglegri um-
sýslu með verkefninu.
Merki grafið í jörð í Marokkó
Lengsta skráða ferð í endur-
heimtum ársins 2019 var endur-
fundur sílamáfs í Casablanca í Mar-
okkó. Hann var merktur sem ófleyg-
ur ungi á Garðaholti 2012 og var
3.529 kílómetra frá merkingastað
þegar hann fannst. Ekki er langt
síðan langt ferðalag óðinshana til
vetrarstöðva var kortlagt með að-
stoð dægurrita. Niðurstöður rann-
sókna sýndu að óðinshanar frá Vest-
ur-Evrópu, þar á meðal fjórir frá
Íslandi, flugu þvert yfir Atlantshaf
og Mið-Ameríku, um 10 þúsund kíló-
metra leið, til hafsvæða austanverðs
Kyrrahafs við strendur Perú.
Í fyrra fannst á Tangier í Mar-
okkó merki af heiðagæs, sem merkt
var sem ófleygur ungi í Þjórsár-
verum árið 1953, um 3.315 kíló-
metra frá fundarstað. Merkið var
grafið í jörð og fannst með hjálp
málmleitartækis, en líklegt er að
gæsin sem bar merkið hafi drepist
haustið 1953. Tangier er langt utan
hefðbundinna slóða íslenskra heiða-
gæsa sem einkum hafa vetursetu í
Bretlandi.
Svo virðist sem talsvert af heiða-
gæsum sem merktar voru af bresk-
um leiðangri, sem Sir Peter Scott
leiddi í Þjórsárver 1953, hafi lent í
hrakningum á leið sinni til vetrar-
stöðva. Þetta haust bárust tilkynn-
ingar um endurheimtur merkja
heiðagæsa m.a. frá Lanzarote í
Kanarí í september, Terceira í
Azoreyjum í október og frá Astori-
as á Spáni í desember, að því er
fram kemur í merkingaskýrslunni.
Nokkur íslensk aldursmet voru
skráð í fyrra. Það á við um skrofu
sem merkt var sem fullorðin með
hreiður í Ystakletti í Vestmanna-
eyjum sumarið 1991 og hefur þá lík-
lega verið að minnsta kosti sex ára.
Hún fannst á svipuðum slóðum
sumarið 2018 og enn var sami fugl
endurheimtur á nýliðnu sumri og
var skrofan þá orðin a.m.k. 35 ára.
Skrofa er mikill flug- og sundfugl
og kemur eingöngu í land til að
verpa. Ekki er hægt að fullyrða að
skrofan hafi árlega verpt í sömu
holuna í þrjá áratugi, en líklega hef-
ur hún alltaf orpið á litlum bletti í
Ystakletti. Hér á landi verpir skrofa
eingöngu í Vestmannaeyjum.
Illa haldin margæs fannst á Ír-
landi 15 ára og fjögurra mánaða.
Sendlingur endurveiddist 13 árum
og einum degi frá merkingu. Lang-
vía endurheimtist að minnsta kosti
33 ára og stuttnefja a.m.k. 25 ára.
Hrossagaukur var endurveiddur í
Flatey á Breiðafirði a.m.k. 12 ára.
Hrakningar söngvara og öldruð skrofa
Næturgali (Luscinia
megarhynchos) og tígultáti
(Pheucticus ludovicianus)
komu í net í Sólbrekkuskógi
við Seltjörn á Reykjanesi
Víxlnefur (Loxia leucoptera)
sem kom í net Fuglaathug-
unarstöðvar Suðausturlands
í Einarslundi við Höfn í
Hornafi rði
Nýmerkingar 2019
VÍXLNEFUR
NÆTURGALI
TÍGULTÁTI
15.775 fuglar af 82 tegundum
voru merktir árið 2019
hér á landi
Árið 2019 var mest merkt af
auðnutittlingum, 3.531 fugl,
en næstmest af skógarþröstum
2.574 fuglar
756.456
fuglar hafa verið merktir
á Íslandi síðan 1921
Óðinshanar
merktir með dægurritum
voru endurheimtir sumrin
2015 og 2018 eftir vetrar-
dvöl við strendur Perú
Sendlingur sem var merktur
sem ófl eygur ungi á Hraun-
hafnartanga á Sléttu 18. júní
2006, endurveiddist þar
13 árum og einum
degi síðar
Margæs,
sem var merkt
ársgömul við
Hausastaði á Álftanesi
20. maí 2004, fannst illa haldin
í Seabanks, Dundalk Bay á Ír-
landi 13. október 2019 og drapst.
Hún var 15 ára og 4 mánaða
Langvía sem var merkt
í Látrabjargi sem
fullvaxin í varpi 3.
júní 1987, var endur-
veidd 11.706 dögum
síðar á hreiðri á sama
stað þann 21. júní 2019,
þá a.m.k. 33 ára
Stuttnefja sem var merkt
sem fullvaxinn fugl í
varpi 31. maí 1996
í Ritugjá í Látrabjargi,
endurheimtist 25. júní 2018
á hreiðri sínu í Látrabjargi, þá
a.m.k. 25 ára gömul
Hrossagaukur sem var
mektur um ársgamall í
Flatey á Breiðafi rði
9. júní 2008, var
endurveiddur á
sama stað 19.
júlí 2019 þá orðinn a.m.k.
12 ára gamallHeimild: Náttúrufræðistofnun
Perú
Casablanca
Tangier
Á Tangier í Marokkó fannst með
hjálp málmleitartækis grafi ð í
jörð merki af heiðagæs sem
var merkt árið 1953 sem
ófl eygur ungi í Þjórsárverum,
3.315 km frá fundarstað. Þetta
er langt utan hefðbundinna slóða
íslenskra heiðagæsa sem einkum
hafa vetursetu á Bretlandseyjum
Tíundi æðarfuglinn merktur á
Svalbarða endurheimtist á árinu.
Íslenskir æðarfuglar eru að
mestu staðfuglar, en hingað
koma æðarfuglar
frá Svalbarða og
Austur-Grænlandi
til vetursetu en ein
endurheimta er til af
æðarfugli merktum í
Kanada
Lengsta skráða ferð í endurheimt-
um ársins 2019 var endurfundur
sílamáfs í Casablanca, Marokkó sem
merktur hafði verið sem ófl eygur ungi á
Garðaholti 2012. Hann var
3.529 km frá merkingarstað
Fuglamerkingar og endurheimtur 2019
Skýrsla um fuglamerkingar 2019 Sílamáfur frá Garðaholti til Marokkó Gamlir sjófuglar
Dr. Erlendur Haralds-
son, prófessor em-
eritus, lést á Hrafnistu
við Sléttuveg að kvöldi
22. nóvember, 89 ára.
Erlendur fæddist 3.
nóvember 1931 á Völl-
um á Seltjarnarnesi.
Foreldrar hans voru
þau Anna Elimundar-
dóttir húsmóðir og
Haraldur Erlendsson
verkamaður.
Að loknu stúdents-
prófi frá MR árið 1954
stundaði Erlendur nám
í sálfræði við háskóla í
Freiburg og München í Þýskalandi
1964-1969. Hann lauk dr. phil.-gráðu
frá Háskólanum í Freiburg árið
1972. Erlendur starfaði sem rann-
sóknarmaður í Bandaríkjunum og
stundaði sérfræðinám í klínískri sál-
fræði við Virgínuháskóla 1970-71.
Erlendur var blaðamaður á Al-
þýðublaðinu 1960-1962 og starfaði
sem sálfræðingur við American So-
ciety for Psychical Research í New
York 1972-1974. Hann varð lektor
við Háskóla Íslands 1974, dósent
1978 og prófessor 1974. Erlendur
var talsmaður uppreisnarmanna
Kúrda í Írak árin 1964-1969 meðan
hann dvaldi í Þýskalandi og var
varaforseti International Society
Kurdistan 1965-1970.
Erlendur var mikill
frumkvöðull á sviði
dulsálfræði og rann-
sakaði mikið það sem
kallað er dulræn fyrir-
bæri. Hann var mjög
afkastamikill höfundur
greina í dagblöðum og
tímaritum, auk fræði-
greina og bóka. Rita-
skrá hans frá árunum
1960-2018 telur um 360
titla greina og bóka.
Bækur Erlendar voru
þýddar á 14 tungumál
og hefur mjög mikið
verið vitnað í fræði-
greinar hans og bækur.
Á meðal íslenskra bóka hans eru
Með uppreisnarmönnum í Kúrdistan
(1964), Þessa heims og annars
(1978), Sýnir á dánarbeði (1979),
Látnir í heimi lifenda (2005) og Indr-
iði Indriðason, merkasti íslenski
miðillinn (2019). Endurminningar
Erlendar, Á vit hins ókunna, sem
hann skrifaði ásamt Hafliða Helga-
syni, komu út árið 2012.
Eftirlifandi sambýliskona Erlend-
ar er Björg Jakobsdóttir, Mið-
Austurlandafræðingur. Hann eign-
aðist tvö börn, Harald geðlækni,
sem búsettur er ásamt fjölskyldu
sinni á Íslandi, og Önnu Elísabetu
verkfræðing, sem býr ásamt fjöl-
skyldu sinni í Þýskalandi.
Andlát
Erlendur Haraldsson