Morgunblaðið - 24.11.2020, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Sádi-Arabar neituðu því síðdegis í
gær að tímamótaviðræður hefðu átt
sér stað í fyrradag, sunnudag, milli
Benjamins Netanyahu, forsætisráð-
herra Ísraels, og Mohammeds bin
Salmans, krónprins Sádi-Arabíu, í
heimsókn bandaríska utanríkisráð-
herrans Mikes Pompeos til Sádi-Ar-
abíu.
„Ég hef séð blaðafregnir viðvíkj-
andi meintum fundi hans hátignar
krónprinsins og ísraelskra embætt-
ismanna í nýlegri heimsókn Pom-
peos,“ sagði Faisal bin Farhan utan-
ríkisráðherra. „Engir fundir af því
tagi voru haldnir, og þeir einu sem
tóku þátt voru fulltrúar Bandaríkj-
anna og Sádi-Arabíu,“ bætti hann
við, en það voru fyrstu viðbrögð yf-
irvald í Ryiadh við fundinum.
Þetta stangast á við staðhæfingar
ísraelska menntamálaráðherrans
Yoav Gallant sem staðfesti í gær að
hinn leynilegi fundur Netanyahu og
bin Salmans hefði farið fram í
Rauðahafsborginni Neom. Áður
sögðu útvarpsstöð hersins og Kan-
útvarpið að Netanyahu hefði flogið á
laun til Neom til fundar við bin
Salman og Pompeo. Er sagt að til
fundarins hafi verið efnt vegna ótta
í Mið-Austurlöndum við Írani.
Ísraelskir fjölmiðlar sögðu að í
föruneyti Netanyahu til Sádi-Arabíu
hefði verið Joseph (Yossi) Cohen,
leiðtogi ísraelsku leyniþjónustunnar
Mossad, en hann mun hafa farið fyr-
ir leynilegum diplómatískum til-
raunum Ísraela til að nálgast meir
arabaríkin á Persaflóasvæðinu.
Hin ofuríhaldssama Sádi-Arabía,
uppspretta íslams, hefur haldið mál-
stað Palestínu mjög á lofti og forð-
ast opinber samskipti við Ísrael.
Gríðarlega tortryggni í garð Írana
eiga ríkin tvö og bandamenn þeirra
í Mið-Austurlöndum sameiginlega. Í
skilaboðum sem ætluð voru Joe Bi-
den, verðandi forseta Bandaríkj-
anna, í fyrradag var sagt að ekki
skyldi horfið aftur til samkomulags
um kjarnorkumál við Írani frá 2015
sem Donald Trump, fráfarandi for-
seti, sagði Bandaríkin frá.
Hvorki forsætisráðuneytið í Ísr-
ael né bandaríska sendiráðið í Jerú-
salem vildu tjá sig um fréttir af
Sádi-Arabíuför Netanyahu. Það
gerði Yoav Gallant, menntamálráð-
herra Ísraels, aftur á móti. Sagði
hann fundinn „ótrúlegt afreksverk“,
en Gallant situr í innra öryggisráðu-
neyti Nethanyahu. Hvorki hann né
aðrir ísraelskir leiðtogar munu áður
hafa farið í erindum stjórnvalda til
Sádi-Arabíu. Ísraelski varnarmála-
ráðherrann Benny Gantz kunni ekki
að meta bersögli Gallants og for-
dæmdi „óábyrgan leka um flugferð-
ina leynilegu til Sádi-Arabíu“.
Sádi-arabíski utanríkisráðherr-
ann, Faisal bin Farhan Al Saud, vís-
aði fréttum af fundinum á bug. „Ég
hitti Pompeo á flugvellinum og sam-
an fórum við til fundar. Að honum
loknum ók ég honum aftur til flug-
vallarins. Þeir einu sem viðstaddir
voru fundinn og dvölina alla voru
Sádar og Bandaríkjamenn,“ sagði
Al Saud.
Netanyahu neitaði að tjá sig um
hina leynilegu flugferð á fundi með
flokksmönnum í Likúd-bandalaginu
í gær, en þá höfðu Sádar vísað
fregnum af fundinum á bug. „Er þér
alvara? Vinir, um dagana hef ég
aldrei tjáð mig um slíka atburði og
hef engin áform um að byrja á því
núna,“ svaraði hann. Sömuleiðis
vörðust talsmenn Pompeos allra
fregna af leynifundinum við Rauða-
haf.
Eftir því sem styttist í valdaskeiði
Trumps hefur Pompeo freistað þess
að fá Sádi-Araba til að fylgja for-
dæmi Sameinuðu arabísku fursta-
dæmanna, Barein og Súdan og kom-
ast nær því að taka upp stjórnmála-
samband við Ísrael. Sendu Ísraelar
fulltrúa sína til Súdan í gær í þess-
um umleitunum, að sögn ísraelskra
fjölmiðla. Hvorki fulltrúar Ísraels
né Súdan vildu tjá sig um málið. Er
þetta fyrsti samningahópurinn sem
heldur til Súdan frá því skýrt var
frá stjórnmálasambandi ríkjanna í
nýliðnum október. Orðrómur hafði
verið á kreiki um að sendinefnd
væri á förum til Khartoum. Út-
varpsstöð hersins sagði í gær að
nefndin væri þangað komin, en ekki
fylgdi fregnum hvaða ráðamenn
tækju þátt í ferðinni.
Ísraelar og bandamanna þeirra
við Persaflóa kunna að deila áhyggj-
um af hugsanlegri uppstokkun Joes
Bidens á stefnu Bandaríkjanna í
málefnum Mið-Austurlanda eftir að
hann tekur við völdum 20. janúar
næstkomandi. Biden hefur sagst
ætla að taka aftur upp aðild að
kjarnorkuvopnasamkomulaginu en
þó því aðeins að Íranir heiti því áður
að virða stíft öll ákvæði þess og eiga
samstarf um að herða á ákvæðum
þess.
Frá í ágúst hafa stjórnvöld í
Riyadh heimilað ísraelskum flugvél-
um yfirflug í lofthelgi í Sádi-Arabíu
til tiltölulega nýrra áfangastaða á
Persaflóasvæðinu og Asíu. Talið er
að það að gera samskiptin við krón-
prins Sádi-Arabíu ögn opinberari en
áður geti styrkt Netanyahu heima
fyrir og eflt ímynd hans sem stjórn-
málaskörungs.
Spurður sl. laugardag hvort
Riyadh hefði breytt um stefnu varð-
andi Ísrael svaraði sádi-arabíski ut-
anríkisráðherrann að konungdæmið
„hefði lengi“ verið hlynnt því að
eðlilegt samband kæmist þar á, þó
með því skilyrði að Ísraelar og Pal-
estínumenn næðu „fullu og varan-
legu
samkomulagi um frið“ sín í milli.
Herská samtök Palestíumanna hafa
fordæmt mýkri afstöðu Sáda í garð
óvinar þeirra, Ísraels. Samtökin Ji-
had Palestínu sögðu mjúku línuna
vera „svik við Jerúsalem og hinar
blessuðu borgir Mekka og Medína“.
AFP
Tveir Þeir funduðu á laun í Rauða-
hafsborginni Neom, Benjamin Net-
anyahu, forsætisráðherra Ísraels
(t.v.), og Mohammed bin Salman,
krónprins Sádi-Arabíu.
Leyniflug til Sádi-Arabíu
Netanyahu neitar að tjá sig um leynilegu flugferðina til Sádi-Arabíu Gæti
gagnast honum að gera samskiptin við krónprins Sádi-Arabíu ögn opinberari
AFP
Fundur Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna (t.v.) og Benjamin
Netanyahu forsætisráðherra Ísraels vörðust allra fregna af leynifundinum.
Í samanburði við fólk sem neytir
kjöts er veganfólki, sem borðar
minna af kalsíum og próteinum, 43%
hættara við beinbrotum hvar sem er í
líkamanum. Veganætum er sömuleið-
is hættara við staðbundnu beinbroti í
mjöðmum, fótleggjum og hrygg, sam-
kvæmt rannsókn sem birt er í tíma-
ritinu BioMed Central.
Neytendum fiskjar og grænmetis
sem létu kjöt eiga sig var hættara við
mjaðmarbroti í samanburði við neyt-
endur kjöts. Hættan á beinbrotum
lækkaði að hluta þegar líkamsmassa-
stuðullinn, kalsíum- og prótein-
innihald voru tekin með í reikninginn.
Dr. Tammy Tong, næringar-
faraldsfræðingur við Nuffield-
heilsufarsdeild Oxford-háskóla, og
aðalhöfundur tímaritsgreinarinnar,
segir þetta vera í fyrsta sinn sem yf-
irgripsmikil rannsókn er gerð á bein-
broti í fólki eftir matarvenjum. „Við
fundum út að veganfólki er hættara
en öðrum við brotum hvar sem er, eða
sem nemur 20 fleiri tilvikum á hvert
þúsund manna á tíu ára tímabili en
fólki sem borðaði kjöt. Mestur var
munurinn í mjaðmarbrotum en þar
var hættan 2,3 sinnum meiri hjá veg-
anfólki en kjötætum, sem jafngildir
15 tilfellum í 1.000 manna hópi á 10
árum.
Hópur rannsakenda við ensku há-
skólana í Oxford og Bristol greindu
gögn frá tæplega 55.000 manns í svo-
nefndri EPIC-Oxford-rannsókn á ár-
unum 1993 til 2001. Af 54.898 þátt-
takendum neyttu 29.380 kjöts, 8.037
fiskjar en ekki kjöts, 15.499 voru
grænmetisætur og 1.982 vegan þegar
viðkomandi komu til liðs við rann-
sóknina. Matarvenjur þeirra voru
metnar í upphafi og svo aftur árið
2010. Fólkinu var fylgt óslitið eftir í
18 ár að jafnaði, fram til ársins 2016,
vegna hugsanlegra beinbrota. Alls
námu þau 3.941 eða 566 handleggs-
brot, 889 úlnliðsbrot, 945 mjaðm-
arbrot, 366 fótbrot, 520 ökklabrot og
467 önnur á stöðum svo sem í við-
beini, rifjum og hryggjarliðum. Til
viðbótar meiri hættu á mjaðmar-
brotum hjá veganfólki, grænmetis-
og fiskætum heldur en hjá kjötneyt-
endum var hættan á fótbrotum einn-
ig mikil hjá veganfólki.
Veganfólki hætt-
ara við beinbroti
AFP
Vegan Matreitt á nýlegri vegan-
hátíð í Taílandi.
Heimilt verður að opna á ný líkams-
ræktarstöðvar og verslanir með
annað en brýnar nauðsynjar um allt
England frá og með 2. desember,
að sögn Boris Johnsons forsætis-
ráðherra.
Hann skýrði frá þessu í þinginu í
gær. Þar sagði hann að horfið yrði
aftur til þriggja fasa svæðisbund-
inna ráðstafana og þær jafnvel
hertar.
Johnson sagðist „afar leiður“ yfir
því „harðrétti“ sem ráðstafanirnar
væru fyrir fyrirtæki. „Í fyrsta sinn
frá því veiran kom til skjalanna
grillir í leið út úr faraldrinum,“
sagði hann úr sjálfseinangrun sinni.
„Við erum ekki komin alveg þang-
að enn,“ sagði Johnson og bætti við
að ekki mætti sólunda harðsóttum
ávinningi. agas@mbl.is
BRETLAND
AFP
Leiðtogi Johnson ávarpaði yfir vefinn.
Bönnum aflétt
2. desember
Einn helsti bandamaður Donalds
Trumps hefur lagt að honum að
hætta tilraunum til að fá kosninga-
sigri Joe Biden umsnúið fyrir dóm-
stólum.
Fyrrverandi ríkisstjóri í New
Jersey, Chris Christie, sagði að lög-
fræðingasveit Trumps væri „þjóð-
arvandræðagripur“. Trump hefur
neitað að viðurkenna úrslit kosn-
inganna 3. nóvember og lýst hald-
litlum ásökunum um víðtækt kosn-
ingasvindl.
Margir repúblikanar hafa stutt
forsetann í málaferlunum en vax-
andi hópur hefur sagt sig frá því.
Christie sagði lögfræðinga Trumps
oft tala utandyra um svik og pretti.
Þegar inn væri komið bólaði hins
vegar ekki á sókn eða rökstuðningi
fyrir svindli. agas@mbl.is
BANDARÍKIN
Leggur að Trump
að játa ósigur