Morgunblaðið - 24.11.2020, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020
Málverk Keilir er konungur fjallanna á Reykjanesskaganum og gnæfir tignarlega yfir þegar horft er til suðurs frá höfuðborgarsvæðinu. Hér dansar svo sólin í gegnum skýjabakkana.
Árni Sæberg
Covid-19-veiran
heldur áfram að breið-
ast út á heimsvísu og
þegar þetta er skrifað
17. nóvember teljast yf-
ir 55 milljónir hafa tekið
veikina og tala látinna
vera yfir 1,3 milljónir.
Veiran er víða í háum
hæðum og útbreiðsla
hennar fer vaxandi m.a.
í Bandaríkjunum og á
Indlandi, sem leggja
hvað mest til í tölu lát-
inna. Nokkur Evr-
ópulönd skera sig úr
með hlutfallslega lága
útbreiðslu veirunnar.
Tölur hér í svigum
tákna 14 daga nýgengi
á 100 þúsund íbúa og
eru lægst í þeim hópi
Finnland (55) og Ísland
(77) og nokkur fleiri
hafa sloppið tiltölulega
vel eins og Írland (114), Noregur
(156), Eistland (212) og Lettland
(228). Danmörk stendur lakar á þess-
um skala (260) en þó betur en Þýska-
land (308) þar sem áhyggjur manna
hafa farið ört vaxandi upp á síðkastið.
Í flestum öðrum löndum Mið- og Suð-
ur-Evrópu eru tölurnar langtum
hærri með Austurríki (1.056) og
Tékkland (1.076) í einna
lakastri stöðu um þessar
mundir. (Heimild: Euro-
pean Centre for Disease
Prevention and Control).
Svíar setja
í bakkgírinn
Mikla athygli vakti
þegar Stefan Löfven for-
sætisráðherra Svía til-
kynnti sl. mánudag um
stefnubreytingu af hálfu
stjórnar sinnar í smit-
vörnum. Fram að þessu
hafði Svíþjóð skorið sig
úr öðrum Norðurlöndum
með litlum opinberum
hömlum á almenning.
Vísuðu margir andstæð-
ingar harðra fyrirmæla
til varnar veirusmiti til
fordæmis Svía. En nú
var smitstuðullinn þar
kominn yfir 500 á hvert
100 þúsund og skýrir
það stefnubreytinguna.
Sænsk stjórnvöld óttast
að heilbrigðiskerfið sé að nálgast þol-
mörkin eins og víðar í álfunni. Í nýju
reglunum sem gilda eiga í Svíþjóð
fram að jólum felst m.a. að takmarka
ber fjölda á samkomum og opinberum
viðburðum við átta manns, þar á með-
al á útifundum, í kirkjum, á tónleikum
og í leikhúsum. Grunnhugsunin er að
fólk aðhafist ekkert annað en það
allra nauðsynlegasta. Hins vegar er
eftir sem áður gengið skemur en víða
annars staðar um takmarkanir gagn-
vart veitingahúsum, næturstöðum og
íþróttaæfingum, m.a. þar eð laga-
heimildir skorti til að herða tökin í
þessum efnum.
Austurríki herðir tökin
en Þjóðverjar hika
Vart getur nokkur láð Kurz Aust-
urríkiskanslara að grípa nú til enn
róttækari ráðstafana gegn útbreiðslu
veirunnar en áður voru í gildi. Segja
má að lokað hafi verið á allt það sem
stjórnvöld geta komið höndum yfir til
að koma í veg fyrir hrun heilbrigðis-
þjónustu landsins. Ekki reynist nú
unnt að rekja 77% allra nýsmita, um
4.000 Covid-sjúklingar lágu inni á
sjúkrahúsum og hátt í 600 á gjör-
gæslu. „Eindregin tilmæli mín fyrir
næstu vikur“ sagði Kurz „eru að þið
hittið engan! Sérhver félagstengsl eru
einum um of. Því ákveðnar sem við
fylgjum þeirri reglu, þeim mun betri
árangurs er að vænta.“ (Der Spiegel,
14. nóv. sl.). Samkvæmt þessum fyr-
irmælum eiga menn að halda sig
heima nótt sem nýtan dag nema
brýna nauðsyn beri til, svo sem til að
sækja vinnu eða kaupa nauðsynjar.
Einnig grunnskólar og flestir leik-
skólar eru lokaðir nema fyrir fjar-
kennslu. Framlengingu á þessum
stífu reglum þarf þó að bera undir að-
alnefnd austurríska þingsins. – Þjóð-
verjar ræða um þessar mundir einnig
hertar reglur, en nokkuð deildar
meiningar eru milli fylkja landsins
þar sem smit og ýmsar aðstæður eru
ólíkar, og þess utan er öfgaflokkurinn
AfD andvígur öllum takmörkunum.
Eyríkin ná að verjast betur
Það kemur ekki á óvart að mörg
eyríki hafa náð að verjast veirusmiti
betur en ríki inni á meginlöndum.
Nýja-Sjáland vakti þegar í fyrstu
bylgju faraldursins athygli fyrir lágar
smittölur, fór hæst í 17 smit á 100 þús.
íbúa í byrjun mars sl., enda stjórnvöld
með markvissa stefnu um varnir á
landamærum. Nú er stuðull Nýsjá-
lendinga aðeins eitt smit. Ísland hefur
líka birst jákvætt í þessu ljósi, síðast
með 77 smit, tala sem síðan hefur
væntanlega farið lækkandi. Kýpur
hefur líka tekist að halda lágum smit-
stuðli lengst af, nú þó með stuðulinn
288. – Japan er eyríki af stærri
kvarða, en hefur þó einnig lengst af
legið lágt í smiti, nú með stuðulinn 13,
enda haldið uppi vissum vörnum á
landamærum. Það kemur því mörg-
um á óvart að pólitísk forysta þar
skuli fyrir skemmstu hafa látið undan
þrýstingi Alþjóðaólympíunefndar-
innar um að stefna á sumarleika í
Tókíó í júlí 2021. Nýtur sú hugmynd
takmarkaðs fylgis meðal almennings
þar í landi, og má líka telja ósennilegt
að aðstæður opni á slíkan atburð á
næsta sumri. Það á raunar við um
fleiri alþjóðleg íþróttamót, sem reynt
er að halda til streitu.
Teflum ekki á tvær hættur
Jólafastan er nú skammt undan og
jólin eru þegar til umræðu með skír-
skotun til hefðbundinnar jólahátíðar,
kaupsýslu og fjölskyldusamkvæma. Í
þessu efni er allur varinn góður og
ástæða til að hafa í huga smitberann
og varnir gegn honum hérlendis sem
annars staðar. Hvernig væri að njóta
skammdegis og sólhvarfa með hóg-
værari hætti en tíðkast hefur, hver í
sínum ranni, með góða bók og miðla
við höndina til að tengjast vinum og
ættingjum? Við höfum vanist því upp
á síðkastið að kveðja látna úr fjar-
lægð og sama getur átt við um trúar-
iðkanir og rækt við skyldmenni. Aðal-
atriðið er að byrja nýtt ár í sem bestri
stöðu til að ná viðspyrnu á nýju ári.
Bóluefni af mismunandi gerðum eru í
burðarliðnum og við væntum þess að
þau sanni sig þegar kemur fram á ár-
ið og sem flestir geti og vilji nýta sér
þau. Allt tekur það ferli tíma og óvar-
legt að ætla að þessari prófraun ljúki
fyrr en kemur fram á árið 2022. Það á
við um atvinnulíf eins og ferðaiðnað
svo og dægrastyttingu.
Festina lente – flýtum okkur hægt
– er gamalt heilræði sem á vel við í
þeirri vandrötuðu framtíð sem bíður
okkar.
Eftir Hjörleif
Guttormsson
» Ferlið fram
undan tekur
sinn tíma og
óvarlegt að ætla
að þessari próf-
raun ljúki fyrr
en kemur fram
á árið 2022.
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Hleypum ekki veirunni lausri
áður en varnir eru örugglega til staðar
Það er ekki gott að vera framhalds-
skólanemi í dag.
Fæstir þeirra hafa fengið að mæta
í skólann sinn síðan í mars ef undan
er skilið stutt innlit í september. Þess
í stað hafa þeir þúsundum saman set-
ið fyrir framan tölvurnar sínar í fjar-
námi.
Sumir minna gömlu skólafélaga
hefðu mögulega tekið svona ástandi
fagnandi, en líklega bara tímabundið.
Núverandi ástand er orðið langdregið
og framhaldsskólanemar eru orðnir
svekktir, þreyttir og leiðir.
Eðlilega. Menntaskólaárin eru ein-
hver bestu ár ævinnar. Í mennta-
skólanum eignast maður vini fyrir
lífstíð. Félagslífið er hvergi skemmti-
legra og þar mótast fólk til framtíðar.
Ég hefði ekki viljað eyða mínum
menntaskólaárum á Zoom eða Teams
eins og krakkar í dag þurfa að gera.
Enda vilja þau nú allt gera til að kom-
ast í skólann aftur.
Slæmar afleiðingar
Mér finnst eins og lengst af hafi
unga fólkið gleymst í umræðunni.
Framhaldsskólanemar eru gleymda
kynslóðin í faraldrinum. Þar til alveg
nýverið talaði enginn máli þeirra.
Ég er hræddur um að ef núverandi
ástand dregst frekar
á langinn sé hætt við
að afleiðingarnar
verði slæmar.
Þótt nemendur í
listgreinum og verk-
námi séu, ásamt
hluta bekkjakerf-
isskólanna, í tak-
mörkuðu staðnámi,
þá eru langflestir
þeirra heima.
Ef þetta breytist
ekki kann brottfall
að aukast, sem eitt
og sér hefur veru-
lega neikvæð þjóðhagsleg áhrif í för
með sér. Brottfallið leiðir til þess að
ungt fólk, sem annars ætti framtíðina
fyrir sér, finnur hæfileikum sínum,
þekkingu og áhugamálum ekki far-
veg og er auk þess hættara við að
leiðast út á rangar brautir.
Áframhaldandi ástand getur líka
leitt til þess að svo mikil röskun verði
á námsframvindu þeirra sem nú eru í
framhaldsskóla að það leiði til þess að
skólastarf verður komið í óefni þegar
næstu árgangar mæta til leiks.
Á þetta að vera svona?
Ekki get ég ímyndað mér að neinn
sé ánægður með núverandi ástand.
En ég er heldur ekki viss um að
framhaldsskólanemar átti
sig sjálfir á því hversu
kirfilega réttindi þeirra
eru tryggð í lögum um
framhaldsskóla nr. 92/
2008.
Þannig segir t.d. í 33.
gr. laganna:
„Framhaldsskóli er
vinnustaður nemenda. All-
ir nemendur í framhalds-
skóla eiga rétt á kennslu
við sitt hæfi í hvetjandi
námsumhverfi í viðeigandi
húsnæði sem tekur mið af
þörfum þeirra og al-
mennri vellíðan.“
Það segir sig sjálft að þó svo að það
geti verið þægilegt að liggja uppi í
rúmi heima og dorma yfir bókfærslu-
fyrirlestri þá telst slíkt náms-
umhverfi ekki hvetjandi í fram-
angreindum skilningi. Og ákvæðið
gerir beinlínis ráð fyrir að kennsla
fari fram í viðeigandi húsnæði. Í öllu
falli er ljóst að þær aðstæður sem
framhaldsskólanemum hefur verið
boðið upp á síðan í mars eru í and-
stöðu við lögbundin réttindi þeirra.
Í sömu lagagrein segir einnig:
„Nemendur eiga rétt á því að
koma á framfæri sjónarmiðum sínum
varðandi námsumhverfi, náms-
tilhögun, fyrirkomulag skólastarfs og
aðrar ákvarðanir sem snerta þá.“
Það væri fróðlegt að vita hvort
þetta unga fólk hafi verið spurt álits
áður en ákvörðun var tekin um að
námi þeirra yrði hagað með þeim
hætti sem nú er, eins og yfirmönnum
skólamála er skylt að gera, jafnvel
þótt aðstæður séu flóknar og erfiðar.
Þarf þetta að vera svona?
Það er ég ekki viss um.
Ég get ekki betur séð en að það
ætti að vera vel gerlegt að leyfa unga
fólkinu að fara í skólann sinn, a.m.k.
að einhverju marki.
Nýverið bárust mér upplýsingar
um að Háskólinn í Reykjavík hefði
endurskipulagt allt kennslufyrir-
komulag fyrir sína nemendur í far-
aldrinum. Það fyrirkomulag hefur
tryggt að nemendur í flestum deild-
um skólans hafa lengst af getað sótt
u.þ.b. helming þeirra kennslustunda
sem þeir annars hefðu setið ef að-
stæður væru með eðlilegum hætti.
Þetta er athyglisvert því allar
sömu sóttvarnareglur hafa verið í
gildi í Háskólanum í Reykjavík og í
framhaldsskólum landsins á meðan
faraldurinn hefur geisað, hvort sem
þær snúa að fjöldatakmörkunum í
einstökum rýmum, tveggja metra
fjarlægð, grímuskyldu eða öðru.
Þannig að sóttvarnareglurnar virðast
ekki standa því í vegi að krakkarnir
geti farið í framhaldsskólann sinn.
Samt hafa þeir staðið svo gott sem
tómir.
Þá vaknar þessi spurning: Fyrst
Háskólinn í Reykjavík hefur getað
tekið á móti sínum nemendum og
kennt þeim sínar lexíur í staðnámi,
a.m.k. að einhverju marki, allan
þennan tíma, hvers vegna hafa fram-
haldsskólarnir ekki gert það líka?
Skulda skólastjórnendur og yf-
irmenn skólamála í landinu fram-
haldsskólanemum ekki svar við þeirri
spurningu?
Hverju sem um er að kenna er
kominn tími til að á þessu verði nú
breyting.
Og sú breyting þarf að eiga sér
stað án tafar.
Eftir Sigurð Kára Kristjánsson »Ég get ekki betur
séð en að það ætti
að vera vel gerlegt að
leyfa unga fólkinu að
fara í framhaldsskólann
sinn í miklu meira
mæli en nú er.
Sigurður Kári
Kristjánsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður og
fv. framhaldsskólanemi.
Gleymda kynslóðin