Morgunblaðið - 24.11.2020, Side 17

Morgunblaðið - 24.11.2020, Side 17
MINNINGAR 17Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020 Það eru rúm 45 ár frá fyrsta K-degi sem haldinn er að jafnaði á þriggja ára fresti og 2019 í 15. skipti. Með sölu K-lykils, „Lykils að lífi“, hefur alltaf verið styrkt geðverndarmál undir kjör- orðinu „gleymum ekki geð- sjúkum“. Vinna okkar Kiw- anismanna er öll í sjálfboðavinnu þannig að söfnunarfé skili sér sem best til styrktarverkefna. Verndari söfnunarinnar hefur að jafnaði verið forseti Íslands, sem við metum mikils og þökkum fyrir. Einnig þökkum við Kiw- anisfélagar þjóðinni fyrir frábærar móttökur. Kiwanishreyfingin hefur kostað og gefið út Lífsvísi í samstarfi við Landlækn- isembættið til þess að sporna gegn sjálfsvígum og sér forvarnarfulltrúi Land- læknis um dreifingu á Lífs- vísinum. Hér fylgir samantekt yfir styrktar- verkefni sl. 45 ár og upp- reiknað má áætla að það hafi safnast yf- ir 300 milljónir til geðvernd- armála auk þess og ekki síst að opna umræðu um viðkvæman málaflokk. 1974/77 Hús- næði Bergiðjunnar byggt fyrir söfnunarfé. 1980/83 Byggt áfanga- heimili við Álfaland í sam- vinnu við Geðverndarfélag Íslands. 1986 Uppbygging ung- lingageðdeildar við Dal- braut. 1989 Keypt húsnæði fyrir sambýli geðsjúkra í Reykja- vík og áfangaheimili á Akra- nesi. 1992 Kostuð veruleg stækkun við Bergiðjuna. 1995 Íbúð keypt fyrir að- standendur barna og ung- linga sem voru í meðferð á Dalbraut. Einnig fengu Bjarg á Akureyri og Sogn í Ölfusi hluta af söfnunarfénu. 1998 Söfnunarfé var varið til endurbóta á húsi Geð- hjálpar við Túngötu. 2001 Klúbburinn Geysir, samtök um gagnkvæman stuðning geðsjúkra, fékk fé til húsnæðiskaupa, Hringsjá starfsþjálfun fatlaðra fékk fé til tækjakaupa og Áfanga- heimilið Álfabyggð 4 á Akureyri fékk fé til end- urbóta á áfangaheimili geð- fatlaðra. 2004 Geðhjálp og BUGL fengu afrakstur söfnunar- innar. 2007 Geðhjálp, BUGL og Forma fengu afrakstur söfn- unarinnar. 2011 BUGL fékk 8,5 millj- ónir, Miðstöð foreldra og barna 8,5 milljónir og Laut- in á Akureyri 5,5 milljónir. 2016 BUGL og Pieta fengu styrk að upphæð 9,5 milljónir hvor. 2019 BUGL og Pieta fengu styrk að upphæð 10 milljónir hvor. Kiwanis og geðverndarmál í 45 ár Eftir Gylfa Ingvarsson » Verndari söfn- unarinnar hef- ur að jafnaði verið forseti Íslands Gylfi Ingvarsson Höfundur er formaður K-dagsnefndar Kiwanis. gylfiing@kiwanis.is Það skýtur skökku við að háttvirtur iðnaðarráðherra komi með þennan boðskap að afnema lögverndun iðn- greina og það á tímum þeg- ar yfirstjórn menntamála og verkmennta leggur áherslu á að efla verknám í landinu. Lögverndun faggreina er til að tryggja gæði og öryggi í verklegum þáttum. Á kannski að afnema lög- verndun lögfræðinga og lækna? Er nóg að hafa farið á skyndihjálparnámskeið eða lesið umferðarlögin? Nei, nú stöldrum við við og förum okkur afar hægt, því 30 milljarðar eru sýnd veiði en ekki gefin! Þá hefur ekki verið reiknað inn í tap, tjón og jafnvel eitthvað verra sem afleiðing af einhverju fúski! Iðnskólinn í Reykjavík var stofnaður fyrir 116 árum og grunnurinn að stofnun hans kom frá Iðnaðar- mannafélaginu í Reykjavík, sem er þriðja elsta starfandi félag á Íslandi. Tilgangurinn var að tryggja góða menntun og fag- legt handbragð. Smám saman fjölgaði fag- greinum í skól- anum og í dag er hann rekinn und- ir nafninu Tækniskólinn – skóli atvinnulífs- ins. Fjöldi ann- arra skóla hefur verk- menntun í boði en mismargar iðngreinar. Á undanförnum misserum hefur mönnum orðið ljóst hve góð verkmenntun er mikilvæg; hvað ungur nem- ur gamall tem- ur. Má í því sambandi geta þess að iðn- nemar hafa tekið þátt í ýmsum keppn- um erlendis og náð þar frá- bærum ár- angri, meðal annars gull- verðlaunum eða verið í efstu sætum, að ótöldum matreiðslumönn- um í landsliðinu, barþjónum í heimsmeistarakeppnum og handverksmönnum í Evr- ópukeppnum. Það er því alveg ljóst hvert á að stefna og það er ekki að láta utanaðkomandi öfl stjórna okkar fag- mennsku. Eflum íslenskan iðnað! Nú er stóra spurningin: Hverjir eiga að stjórna landinu; OECD eða Alþingi Íslendinga? Eftir Jón Svavarsson » Iðnskólinn í Reykjavík var stofnaður fyrir 116 árum og Iðnaðar- mannafélagið í Reykjavík, stofnað 1867, lagði grunn- inn að stofnun hans! Jón Svavarsson Ljósmynd/(C) MOTIV, Jón Svavarsson Nemi í rafvirkjun í Íslandsmeistarakeppni nema. Höfundur er rafeindavirkja- meistari og ljósmyndari. motiv@simnet.is ✝ Anna Lóa Mar-inósdóttir fæddist 24. nóv- ember 1945 á Bergþórugötu 59 í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu Holtsbúð 22 í Garðabæ 13. nóv- ember 2020, um- vafin fjölskyldu sinni. Foreldrar henn- ar hétu Marinó Guðjónsson, tré- smiður, f. 18. september 1903, d. 6. júlí 1979, og Guðrún Helga Theodórsdóttir, húsmóðir, f. 9. maí 1907, d. 14. desember 1991. Anna Lóa er næstyngst fimm systkina sem eru Theodór Mar- inósson, f. 7. ágúst 1932, d. 3. október 2012, Kristrún Marinósdóttir, f. 20. júlí 1935, Ásta María Marinósdóttir, f. 1. júlí 1939, og Gunnbjörn Mar- inósson, f. 20. janúar 1954. Anna Lóa giftist þann 1. febrúar 1964 eftirlifandi eig- inmanni sínum, Pálma Sigurðs- syni, f. 30. nóvember 1942. For- eldrar hans voru Sigurður Hannesson, sjómaður og vöru- bílstjóri, f. 21. maí 1913 í Kefla- vík, d. 22. mars 1984, og Anna Dagmar Lovísa Eyjólfsdóttir, húsmóðir, f. 12. júlí 1907, d. 7. janúar 1977. Börn þeirra eru Marinó Pálmason, f. 4. september 1963. Eiginkona hans er Guðbjörg Erna Erlingsdóttir, f. 14. nóv- ember 1964. Börn þeirra eru: Marinó Marinósson, f. 11. mars 1991, unnusta Anna Sigríður Guðjónsdóttir, f. 26. september 1996, og barn þeirra ófæddur f. 6. júní 2006, og Önnu Rakel Gunnarsdóttur, f. 17. janúar 2011. Anna Lóa gekk í Austur- bæjarskóla og lauk þaðan gagn- fræðaprófi. Hún kynnist síðan eiginmanni sínum, Pálma Sig- urðssyni, en fljótlega eftir að þau giftu sig, þann 1. febrúar 1964, fluttu þau með nýfæddan son að Sigurhæðum við Elliða- árdal þar sem þau stofnuðu sitt fyrsta heimili. Síðar bjuggu þau í Barmahlíð 41 og síðar á Berg- þórugötu 59 þar til þau byggðu sér hús árið 1976 í Holtsbúð 22 í Garðabæ þar sem þau hafa haldið heimili síðan. Anna Lóa starfaði sem aðstoðarkona tannlæknis hjá Gunnari Skaftasyni á árunum 1960-1962. Í framhaldi eign- aðist hún sitt fyrsta barn árið 1963 var því heimavinnandi húsmóðir allt til ársins 1984 en þá tók hún til starfa á leikskól- anum Bæjarbóli í Garðabæ og vann þar til 1993. Hún starfaði á leikskólanum Hæðarbóli frá árinu 1993-2004. Anna Lóa og Pálmi lögðu drög að fyrirtækinu Dráttar- bílum árið 1970 en það er starf- rækt enn þann dag í dag. Anna Lóa var lengst af í kór, Opus 12 og Kvennakór Hafn- arfjarðar. . Árið 1999 gekk hún í Oddfellowstúku nr. 1 Berg- þóru. Hún gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Oddfellow sem var henni mjög mikilvægt. Árið 2016 var hún kölluð í Búð- arstúku nr. 1 Þórhildi. Útför Önnu Lóu fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 24. nóv- ember 2020, klukkan 13, að við- stöddum nánustu ættingjum og vinum. Útförinni verður streymt á slóðinni: https:// youtu.be/cYsNrg2T55o/. Einnig má finna virkan hlekk á streymið á: https://www.mbl.is/ andlat/. Marinósson mun væntanlega fæðast 6. desember. Hin- rik Hrafn Mar- inósson, f. 11. mars 1994, unnusta hans er Elsa Hrund Bjartmarz, f. 29. júní 1993. Steinar Pálma- son, f. 27. janúar 1965, unnusta hans er Sigríður Birg- isdóttir, f. 23. janúar 1964. Steinar var giftur Jóhönnu Þor- bergsdóttir til ársins 2003. Börn þeirra eru: Sandra Rós Steinarsdóttir, f. 29. september 1988, unnusti hennar er Einar Gunnarsson, f. 11. október 1980. Sonur Söndru er Frosti Thor, f. 22. október 2013, dóttir Einars heitir Carmen Lea Ein- arsdóttir, f. 24. september 2006. Ester Ósk Steinarsdóttir, f. 30. september 1990. Unnusti henn- ar er Zlatko Krickic, f. 29. jan- úar 1992, sonur þeirra heitir Leon Máni, f. 7. febrúar 2020. Anna Lóa Steinarsdóttir, f. 9. ágúst 1999, og Þorbergur Þór Steinarsson, f. 7. júlí 2000. Sigurður Pálmason, f. 28. janúar 1970, eiginkona hans er Valdís Harrysdóttir, f. 11. maí 1968. Synir þeirra eru Pálmi Fannar Sigurðsson, f. 13. mars 1996, unnusta hans er Þóra Kristín Jónsdóttir, f. 30. mars 1997. Dagur Logi Sigurðsson, f. 10. apríl 2004, og Sigurður Máni Sigurðsson, f. 8. sept- ember 2011. Lovísa Anna Pálmadóttir, f. 21. nóvember 1980. Hún á börn- in Brynjar Helga Gunnarsson, Elsku Lóa mín. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Ómar Ragnarsson/ Gísli á Uppsölum) Þinn Pálmi. Elsku mamma mín er fallin frá eftir erfið veikindi. Hún er fallin frá mér og okkur öllum sem töldum okkur eiga hana. Ég er svo heppinn að vera frum- burður hennar og fékk þess vegna að þekkja hana í 57 ár og fyrir þann tíma ætla ég að vera þakklátur. En auðvitað er ég líka sár því hún var búin að gefa mér svo mikla ást og hlýju að mér fannst ég hafa átt eftir að gefa henni svo mikið til baka. Ég var búinn að hlakka svo til að geta tekið þátt í að veita henni allt sem hugsast gat og ég veit að þar vorum við öll klár vegna þess að hún átti það svo mikið skilið. En veikindi gera ekki alltaf boð á undan sér, þannig er bara lífið og við fáum því ekki breytt. Ég ætla samt að vera glaður því ég veit að það er besta leiðin til að halda minn- ingu hennar mömmu minnar á lofti. Þessi kona var alltaf svo glæsileg og hrókur alls fagnað- ar. En hún var líka nagli því lífið er ekki alltaf dans á rósum og hún kenndi mér að takast á við áföll í lífinu en það er eitthvað sem við öll lendum í og þetta er áfall. Maður er aldrei tilbúinn að missa ástvin og þá skiptir ekki máli hvort það er einhver að- dragandi. Við mamma áttum eftir að gera svo mikið, þess vegna er ég sár og þess vegna eruð þið líka sár því þið vilduð hitta hana svo miklu oftar. En þetta eru skrítnir tímar og margir að missa svo mikið. Ég var bara svo heppinn að geta haldið í hönd hennar þegar kall- ið kom og fyrir það er ég þakk- látur. Þetta er nefnilega það fal- lega við að elska, maður verður bara meira sár þegar maður missir. Elsku mamma mín, minningu þinni verður haldið hátt á lofti svo mikið er víst. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þinn sonur, Marinó. Elsku hjartans mamma mín, það er svo sárt að þú skulir vera farin frá okkur. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera saman og ég var sannfærð- ur um að þú yrðir manna elst með allri þinni gleði, kærleika og ást sem þú umvafðir okkur ætíð. Það eru engin orð sem fá því lýst hversu mikill söknuður- inn er að geta ekki dottið í faðm þinn, knúsað þig og fundið fyrir þessari ómældu ást sem þú gafst frá þér því þú komst manni alltaf til að hlæja og til að líta á björtu hliðarnar á öllu. Þú passaðir upp á alla, hafðir áhyggjur af öllum og ekki hvað síst þegar ég kom til þín hvort sem það var rétt til að kíkja í há- deginu eða á öðrum tímum. „Siggi minn, ertu búinn að borða eitthvað?“ Þú varst einstök mamma sem margir öfunduðu mig af að eiga og þú átt stað í hjörtum svo margra sem kynntust þér á lífs- leiðinni hvort sem var í leik eða starfi sem segir svo margt um hversu yndisleg þú varst, það vildu allir eiga þig. Það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, þú gerðir allt svo vel, þú varst svo þol- inmóð, jákvæð og svo góð við alla og sérstaklega við litlu ein- staklingana okkar sem komu í heimsókn til þín og afa og vildu helst hvergi annars staðar vera því þar var alltaf eitthvað að gerast. Ég átti mér þá ósk heitasta að þú myndir ná þér af þessum erf- iðu veikindum sem þú barðist svo hetjulega við í tæp þrjú ár svo við gætum fagnað í nýja húsinu okkar sem þú fylgdist svo vel með og hvattir okkur í því verkefni þrátt fyrir langan tíma, en eins og þú sagðir svo réttilega, þá er betra að vanda til verks en að flýta sér en ég veit að þú verður alltaf hjá okk- ur og munt áfram fylgjast með þegar við flytjum og ég vona að þú spjallir við álfana fyrir mig sem við ræddum um nýlega. Allar þær minningar sem við eigum um þig eru okkur svo dýrmætar að ljós þitt í þeim mun áfram lýsa upp lífið okkar alla daga, alltaf, þar til við hitt- umst á ný. Hvíldu í friði, elsku mamma mín, og takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Þinn sonur, Sigurður Pálmason. Mamma mín, elsku fallega, góðhjartaða og dásamlega mamma mín. Ég á svo erfitt með þetta, ég skil ekki. Ég er búin að kvíða þessum skrifum í marga daga, vissi ekki alveg hvernig ég ætti að koma þessu frá mér – það er bara svo margt sem mig langar að segja þér og mér finnst svo ósanngjarnt að við séum á þessum stað, við öll. Þetta er eitt af þessum atvikum í lífinu sem fá mann til þess að velta svo mörgu fyrir sér, en Anna Lóa Marinósdóttir SJÁ SÍÐU 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.