Morgunblaðið - 24.11.2020, Side 22

Morgunblaðið - 24.11.2020, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020 Raðauglýsingar Tilboð/útboð Laxveiðiá til leigu Kálfá í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er til leigu, til næstu 3ja ára. Tvær stangir leyfðar, aðeins er veitt á flugu. Gott veiðihús fylgir. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 898 9107. Tilboðum skal skila fyrir 4. desember 2020 til formanns Veiðifélags Kálfár; c/o Kristinn Marvinsson, Kjarrmóa 13, 800 Selfoss. Netfang: efnalaug@efnalaug.is Áskilinn er réttur til að taka eða hafna hvaða tilboði sem er. Félagsstarf eldri borgara Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 24. nóvember munum við hittast á Facebooksíðu Eldri borgara starfs Grafarvogskirkju kl. 13. Til að taka þátt í samverustundinni; ýtið á takkann sem heitir ,,Samveran okkar". Verum með og sjáumst sem flest! Seltjarnarnes Vegna lokana sundstaða er engin vatnsleikfimi. Ef veður leyfir verður púttað á vellinum við Skólabraut kl. 10.30. Kaffi- krókurinn er eingöngu fyrir íbúa Skólabrautar. Önnur dagskrá er ekki í boði í dag vegna sóttvarnarráðstafana. Munum grímuskylduna og aðrar sóttvarnir . atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Bílar Nýr Svartur Mitsubishi Outlander á Black Friday tilboði ! Vetrardekk og mottu sett fylgir. 5 ára ábyrgð. Flottasta typa. Verðtilboð kr. 5.690.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. ✝ Steinunn Ingi-gerður Stef- ánsdóttir fæddist á Akureyri 11. ágúst 1945. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Mörk 12. nóv- ember 2020. Foreldrar henn- ar voru Stefán Sig- urður Stefánsson járnsmiður, f. 24. mars 1915, d. 27. desember 1951, og Jónína Ingi- björg Guðmundsdóttir hús- móðir, f. 26. ágúst 1914, d. 12. september 1972. Steinunn ólst upp í sannköll- uðu fjölskylduhúsi við mikið og gott atlæti með móður sinni, föð- urömmu og -afa og föðursystur. Að lokinni hefðbundinni grunnskólagöngu fór Steinunn í málum. Hún starfaði sem kenn- ari við Hagaskóla frá árinu 1967 og tók síðar við uppbyggingu bókasafns skólans. Hún lauk námi frá Háskóla Íslands 1978 með BA í bókasafns- og bók- menntafræðum. Árið 1980 fór hún í starfsleyfi frá Hagaskóla og lagði land undir fót ásamt syni sínum til Kanada þar sem hún lauk mastersnámi (MLS) í bókasafnsfræðum. Árið 1985 skipti hún um starfsstað og færði sig yfir í Verzlunarskóla Íslands þar sem hún byggði upp bókasafn skólans. Þar lauk hún sinni starfsævi árið 2013. Stein- unn bjó síðastliðin rúm fjögur ár á Hjúkrunarheimilinu Mörk. Útför Steinunnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 24. nóv- ember 2020, klukkan 15. Í ljósi aðstæðna eru einungis boðs- gestir viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni: https://www.sonik.is/steinunn/. Virkan hlekk á streymið má einnig nálgast á: https:// www.mbl.is/andlat/. Menntaskólann á Akureyri og út- skrifast úr mála- deild 1965. Á náms- árum sínum í MA kynnist hún eig- inmanni sínum og barnsföður, Valtý Sigurðssyni, f. 2. mars 1945, þau skildu. Þeirra son- ur er Sigurður hag- fræðingur, f. 15. ágúst 1967, giftur Berglindi Skúladóttur Sigurz, f. 6. október 1970, og eiga þau tvö börn, Bryndísi Köru, f. 8. júlí 1999, og Stefán Inga, f. 27. janúar 2001. Seinni eiginmaður Steinunnar var Einar Magnússon, f. 1950, þau skildu. Steinunn vann ýmis störf en lengst af var það tengt skóla- Ég kynntist tengdamóður minni átta árum áður en ég kynntist einkasyni hennar, skrýt- ið svona eftir á. En Steinunn var yfir bókasafninu í Verzló og það var minn menntaskóli. Hún var afar ákveðin kona og gat verið mjög hvöss, en ef þú varst inn- undir þá var lífið gott og svo var með minn bekk sem fékk heima- stofu beint á móti safninu. Fyrir suma í bekknum geymdi hún íþróttasíður Moggans og aðrir fengu brjóstsykur, því Steinunn lagði sig fram við að gera allt fyrir þá sem henni líkaði við og smá extra. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Steinunni. Hún missti föður sinn sex ára gömul og móður sína þegar hún var 27 ára. Einnig missti hún föðurömmu og –afa með einungis tveggja og hálfs mánaðar millibili þegar hún var 19 ára gömul, en hjá þeim hafði hún alist upp ásamt móður sinni og Sillu föðursystur sem ég var svo lánsöm að ná að kynnast. Þegar maður veit þetta skilur maður að frændi í 5. eða 6. ættlið telst náfrændi samkvæmt hennar skilgreiningu! Þegar fjölskyldan er eins lítil og í hennar tilviki hættir fólki líka til að drekkja öllum í ást og um- hyggju og þótt það hafi stundum verið erfitt verandi eina tengda- dóttirin þá þakka ég það. Í hennar huga vorum við fjögur fullkomin. Oft var lofsöngurinn svo mikill að ég hafði áhyggjur af að fólk væri búið að fá rúmlega nóg af okkur áður en það kynntist okkur. Við Steinunn vorum ekki alltaf sammála, enda tvær mjög ákveðnar konur hér á ferð, en það breytti því ekki að við áttum náið og gott samband. Síðustu 15 ár eða svo hvarf hún smátt og smátt inn í heim alzheimersjúkdómsins. Í byrjun tóku ekki margir eftir breytingunum, enda fyrirmynd- arleikari hér á ferð, en smám saman hvarf hún inn í þennan sorglega heim sem varð til þess að hún eyddi síðustu árunum á hjúkrunarheimilinu Mörk þar sem ómetanlegt starfsfólk sá um hennar daglegu þarfir af alúð og virðingu. Það er með söknuði og þakklæti sem ég kveð tengda- mömmu mína og þakka henni síð- ustu rúm 30 ár. Þín „uppáhalds“ tengdadóttir, Berglind. Kær frænka er fallin frá. Stein- unn Ingigerður, eða Stenný eins og við kölluðum hana, og ég vor- um þremenningar, en langafi og langamma okkur, Jón Tyrfings- son og Ingibjörg Bjarnadóttir, hófu búskap á Skriðu en bjuggu síðar á Hanhóli í Syðridal. Ætt- leggur minn er fjölmennur en hennar öllu minni, eða aðeins einn í hverjum legg allt þar til barna- börnin hennar tvö fæddust. Fyrstu minningar mínar um Stenný eru frá því að hún fékk að gista á æskuheimili mínu þegar hún var í sumarvinnu sem bíl- freyja hjá Norðurleið. Norðurleið sá um rútuferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur en þá þótti nauð- syn að hafa bílfreyju á svo langri leið. Alltaf var glatt á hjalla þegar Stenný kom og miklir kærleikar með henni og mömmu sem vörðu allt fram í andlát mömmu. Mér er í huga þakklæti fyrir trygglyndi frænku minnar og ræktarsemi við mömmu og mig og mína fjöl- skyldu alla tíð. Stenný var fædd og uppalin á Akureyri. Föður sinn missti hún sex ára gömul eftir erfið veikindi hans um þriggja ára skeið. Upp- eldi hennar hvíldi því á herðum móður hennar. Stenný var flug- gáfuð og ákveðin og sagan segir að á tímabili er hún vann í gesta- móttöku Hótels KEA hafi hún þekkt öll bíl- og símanúmer á Ak- ureyri og getað tengt þau við eig- endur sína. Hún gekk í MA og lærði síðan bókasafnsfræði og lauk starfsævi sinni sem slík, fyrst í Hagaskóla og síðan í Versl- unarskólanum en í allmörg ár starfaði hún sem flugfreyja. Á unglingsárum mínum, eftir fall á landsprófi, ákvað Stenný að við svo búið mætti ekki standa og gerðist „menntamentor“ minn. Hún setti mig í Hagaskóla svo hún gæti fylgst með mér. Þegar kom að prófunum um vorið tók hún mig inn á heimili þeirra Val- týs til að koma frænda litla á fæt- ur á morgnana til að læra og hlýddi mér síðan yfir á kvöldin, svo ég kæmist í gegnum prófin. Það hafðist. Þetta endurtók hún svo þegar ég hafði baslast í menntaskóla í tæp fimm ár og kom mér í gegnum stúdentspróf. Alltaf stóð hún með frænda sínum og hvatti áfram til góðra verka og gilti þá einu hvort um var að ræða námið, einkalífið eða baráttuna við Bakkus. Þegar ég síðar lauk tækni- fræðinámi í Danmörku varð ég að hringja í „menntamálaráðherr- ann“ minn og segja henni tíðindin en tókst ekki betur til en svo að hún hélt að ég væri hættur námi og heyrðust nokkur andköf áður en ég náði að leiðrétta misskiln- inginn og mikið varð frænka glöð að frændi væri kominn með há- skólagráðu. Þannig getur ein manneskja sem er til staðar á réttum tíma og með rétt hugarfar komið einum dreng til manns, takk, elsku Stenný. Alla tíð hefur verið kært á milli okkar Stenný og gott samband en erfitt var að fylgjast með hvernig alzheimerssjúkdómurinn tók yfir líf hennar en þá átti hún Sigga sinn og Berglindi að og naut góðs atlætis síðustu árin á hjúkrunar- heimilinu Mörk. Elsku Siggi, Berglind, Bryndís Kara og Stefán Ingi, megi allar góðar vættir vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Jón Ingi. Stenný vinkona mín, frænka mannsins míns og mikill heimilis- vinur var glæsileg og stórbrotin akureyrsk kona með bolvísku ívafi. Hún var mikið tryggðatröll og reyndist þeim sem hún unni sérstaklega vel. Alltaf kom hún að athuga með mig og dóttur mína þegar við vorum meira og minna einar heima dögum og vikum saman vegna veikinda hennar. Þá sveif hún inn á Nesbalann með blöð, bækur, sælgæti og Einar manninn sinn. Þá var sest við eld- húsborðið, farið með ljóðmæli, sagðir brandarar og alvörumál rædd. Ég minnist þessara stunda með gleði. Stenný var bókasafnsfræðing- ur að mennt. Hún byggði upp glæsilegt bókasafn í Verzlunar- skólanum og stýrði því þar til heilsan gaf sig. Sem bókavörður var hún óþreytandi í að færa keppnisliðum Verzlunarskólans í spurningakeppni framhaldsskól- anna margvíslegt efni. Verslingar fóru því með gott veganesti í keppnina eins og dæmin sanna. Stenný var skemmtileg og skoðana- og rökföst. Nærvera hennar fór ekki framhjá neinum. Hún hafði stórt hjarta sem kunni að fyrirgefa. Þótt það færi ekki hátt var hún afar trúuð og var sannfærð um endurfundi við ást- vini sína í sumarlandinu að lífi loknu. Í gegnum Stenný kynntist ég mörgu góðu og skemmtilegu fólki, meðal annarra samstarfs- fólki hennar í Hagaskóla og í Verzlunarskólanum ásamt henn- ar góðu tengdadóttur sem hugs- aði svo vel um hana fram í andlát- ið. Vegna Stennýjar rétti þetta fólk mér iðulega hjálparhönd þeg- ar á þurfti að halda í vinnu minni í þágu mænuskaðans. Fyrir það verð ég ávallt þakklát henni og fólkinu. Í dag drúpum við fjölskyldan á Nesbalanum höfði í virðingar- skyni við góðan vin og velunnara sem við kveðjum nú í hinsta sinn og óskum henni góðrar ferðar til sumarlandsins. Samúðarkveðjur til aðstand- enda. Auður Guðjonsdóttir. Á veggnum í stofunni hangir lítill krans sem Steinunn færði okkur hjónum eitt sinn. Þetta er krans sem er settur saman úr könglum og blómum. Þegar ég lít á hann minnist ég vinkonu minnar og sakna samverustunda okkar. Tíminn er víst afstæður. Hvernig sem því er nú farið finnst mér eins og áratugirnir sem við Steinunn áttum saman hafi flogið hjá. Steina var tveimur árum eldri en ég. Þegar við vorum í mennta- skóla fyrir norðan fannst mér hún vera glæsileg drottning sem ég myndi aldrei þora að yrða á. Hún var hávaxin, bein í baki og bar sig vel. Leiðir okkar áttu eftir að liggja saman síðar. Við Steinunn geng- um í sömu skólana á Akureyri, vorum samtarfskonur nánast alla okkar starfsævi í skólum í Reykjavík og bjuggum þar að auki aldrei langt hvor frá annarri. Þetta tengdi okkur og við höfðum því alltaf um margt að spjalla. Steina var skemmtileg. Hún kunni skil á ótrúlega mörgu og kímnigáfa hennar var einstök. Hún átti alltaf síðasta orðið. Þeg- ar hún birtist á kaffistofunni í skólanum var þess aldrei langt að bíða að allir væru farnir að skelli- hlæja og gera að gamni sínu. Steina var metnaðarfull og vandvirk í námi og starfi. Skóla- bókasöfn voru sérgrein hennar. Hún skipulagði bókasöfnin bæði í Hagaskóla og Verzlunarskólan- um og var fyrsti stjórnandi þeirra. Hún var lagin og um- hyggjusöm sem verkstjóri. Starfsfólkið á söfnunum mat hana mikils. Hún naut sín þegar hún tók á móti nemendum á safnið og var óþreytandi að kenna þeim að afla heimilda og aðstoða þá við rit- gerðasmíð. Bókasafnið varð griðastaður bæði fyrir kennara og nemendur, þökk sé henni. Þangað var gott að koma, hlýtt og fallegt umhverfi og konfekt í skál. Þegar Steina starfaði á bóka- safninu í Hagaskóla sinnti hún einnig kennslu og hafði gjarnan umsjón með yngstu nemendun- um. Hún vann þetta starf af alúð sem henni var einni lagið og ég veit líka að í umsjónarbekkjum hennar var oft hlegið. Steina var stolt og mátti aldrei vamm sitt vita. Þótt hún ætti trúnað margra var hún mjög dul og flíkaði ekki tilfinningum sín- um. En við sem þekktum hana vissum samt hve dýrmæt fjöl- skyldan var henni og hversu mjög hún bar hag fólksins síns fyrir brjósti. Alvarlegt minnistap fór að láta á sér bera fyrir um það bil tíu ár- um. Það var erfitt að fylgjast með því hvernig þessi stolta, flotta kona hvarf inn í heim gleymsk- unnar. Hún missti samt sem áður aldrei fas drottningarinnar. Þeg- ar við heimsóttum hana þá hún tók hún ávallt á móti okkur með brosi. En í okkar huga var erfitt að sætta sig við að hún fékk ekki að njóta samveru með fjölskyld- unni sinni lengur en raunin varð. Við Stefán kveðjum Steinunni með söknuði og þakklæti fyrir áralanga vináttu. Sigurði, Berglind og öðrum ástvinum vottum við innilega samúð. Blessuð sé minning Steinunnar Stefánsdóttur. Svava Þorsteinsdóttir. Lífsförunautur minn var hún í þrjá áratugi og ævivinur. Ég votta ástvinum hennar inni- lega samúð og kveð Steinunni mína elskulegu með ljóðinu Kvöldkyrrð eftir Núma Þor- bergsson (lag við ljóðið finnst á streymisveitum). Þín minning lifir í mínu hjarta, þú mesta yndi mér hefur veitt. Við áttum framtíð svo fagra og bjarta en flestu örlögin geta breytt. Og þegar kvöldið er svo kyrrt og hljótt ég kveðju sendi þér þig dreymi rótt. Þín minning lifir í mínu hjarta, ég mun því bjóða þér góða nótt. Hún hvíli í friði. Einar Magnússon. Steinunn Ingigerð- ur Stefánsdóttir  Fleiri minningargreinar um Steinunni Ingigerði Stef- ánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.